Morgunblaðið - 11.03.1969, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.03.1969, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ l»ö«. 19 Frá afmælisfundi Krabbameinsfélagrs Reykjavíkur sl. laugaruag, og sést yfir fundarsalinn. Fremst á myndinni er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og eiginkona. - Krabbameinsfélagið Framhald af bls. 14 krabbameiniið, hversu mikil nauðsyn væri á auknum krab'oa meinsrannsóknum, og einnig benti hann á hversu mikið gagn gæti verið að félagsskap, sem styddi í hvívetna baráttuna gegn krabbameininu. Strax á fyrsta fundi félagsins kom fram mikill áhugi fyrir mái efnum, sem almennur félagsskap ur gæti vel unnið að. í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Próf Níels Dungal, formaður, Ai- freð Gísiason, læknir, varafor- maður, dr. med. Gísli Fr. Peter- sen, ritaú og Gísli Sigurbjörns- son, forstjóri, gjaldkeri. Með- stjórnendur voru: Magnús Jocn- umsson, póstmeistari, frú Sigríð ur J. Magnússon, Sveinbjörn Jónsson, hrl. Katrín Thoroddsen, læknir, og Ólafur Bjarnason, læknir. Varastjórn: Frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona, Jó- hannes Sæmundsson, prótfessor, og Þorsteinn Scheving Thor steinsson, lyfsali. Strax á fyrsta ári hó>fst mikið starf hjá félaginu. Byrjað var að gefa út Fréttabréf um heil- brigðismál. Fræðsluerindi voru ihaldin, skipulagt var betra fyrir komulag á sendingum vefjasýna til Rannsóknarstofu Háskólans, og félagið bauðst til að gefa Röntgendeild Landspítalans ný- tízku röntgentlækningatæki til að greiða fyrir öryggi í röntgen- lækningum. Þá var einnig hvatt til stofnunar fleiri félaga utan Reykjavíkur. Þegar á öðru ári var undirbúið samband krabba- meinsféalga, sem þá höfðu ver- ið stofnuð. Var síðan Krabba- meinsfélags ísland stofnað 27 júní 195'1. Hafði stjórn Krabba- meinsfélags Reykjavíkur átt veigamikinn þátt í undirbúningi þeirrar félagsstofnunar. Próf N. Dungal tók við stjórn Krabbameinsféalgs íslands, en Alfieð Gíslason læknir, varð þá formaður Krabbameinsféalgs Reykjavíkur, en hann hafði frá upphafi verið varaformaður. Bjarni Bjarnason læknir tók við formennsku Ki abbameinsfé- lags Reykjavíkur af Alfreð Gísla syni árið 1960. Var hann formað- ur félagsins þar til árið 1060, er próf. Niels Dungal lézt, en þá tók Bjarni við formentnsku í Krabbameinsfélagi íslands. Nú- verandi stjórn Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur skipa: Dr. Med. Gunnlaugur Snædal læknir .formaður, próf. Gísli Fr. Petersen yfirlæknir ritari, próf Ólafur Bjarnason læknir gjald- keri. Meðstjórnendur: Svein- björn Jónsson hrl., Hans R. Þórð arson stórkaupm., Jón Oddgeir Jónsson framkv.stj. félagsins, frú Alda Halldórsdóttir hjúkr.kenn- ari. Varastjórn: Guðmundur Jó- hannesson læknir, Asmundur Brekkan yfirlæknir og frú Guð- laug Guðmundsdóttir hjú'krunar kona. ★ ★ ★ Á hátíðarfundinum á laugar- dag flutti Geir Hallgrímsson, borgai stjóri, ávarp. Hann drap á þýðingu slíkra áhugamannafé- laga á ýmsum sviðum til að starfa að ákveðnum verkefnum og veita hinu opinbera stuðnir.g og aðhald, þar sem það hefði í mörg horn að líta. Hann sagði, að Krabbameinsfélag Reykjavík ur hefði látið margt gott af sér leiða. Við stfonun þess hefði vonleysi verið breytt í von. Aðrir sem tóku til máls á há- tíðarfundinum, voru: Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, sem flutti kveðjur heilbrigðismála- ráðherra, en hann dvaldist er- lendis, Sigurður Sigurðsson, lar.d læknir, Alfreð Gíslason, læknir, og dr. med Friðrik Einarsson, varaformaður Krabbameins- félags íslands. Hann flutti kveðj- ur frá formanni félagsins, Bjarna Bjarnasyni, lækni, sem ekki gat verið viðstaddur hátíð- arfundinn. Las hann kafla úr ávarpi frá Bjarna, þar sem hann getur um það sem áunnizt hafi i baráttunni gegn krabbameini. Fyrir aldamót hafi hver einasti maður dáið, sem fékk krabba- mein, en nú vær evo komið, að þriðji hver krabbameinssjúkling ur læknaðist. Bjarni sagði enn- fremur, a(5 samkvæmt skráin væru nú um 250 þúsund manns í Bandaríkjunum taldir lækngðir af krabbameini. Taldi Bjarni það geta haft verulega þýðingu, ef hafizt væri handa um að gera skrá yfir það, hversu margir væru læknaðir af þessair mein- •emd hérlendis. - Ræða dr. Gunnlaugs Framhald af bls. 14 veg, kemur strax í ljós að miklu hefur verið áorkað á því stutta skeiði, sem Krabbameinsfélögin hafa starfa'ð í landinu. Tilgangur sá er Krabbameins félag Reykjavíkur setti sér i fyrstu, að styðja í hvívetna bar- áttuge gn krabbameini, er enn óbreyttur. Þrátt fyrir ótrúlegar fjárhæðir, sem veittar eru í heim inum árlega til þess að finna or- sakir illkynja sjúkdóma, liggja þær enn ekki ljósar fyrir. Við skulum öll vona að lausn finnist í náinni framtíð, en varast of mikla bjartsýni. Meðan orsakir finnast ekki og þar af leiðandi ekki fullur skilningur á hvernig sigrast megi algerlega á þessum sjúkdómi eða sjúkdómum, má hvergi slaka á í baráttunni fyrir bættum árangri. Ef við virðum fyrir okkur hvað við höfum gert til þess og hvað víð gætum betur gert, mundi niðurstaðan verða eitt- hvað á þessa leið: Af þeim atriðum, sem getið var um sem tilgangur félagsins, má telja að þrjú séu vel rækt en hin tvö verið í brennipunktinum að undanförnu. Fyrsta atriðið, fræðslustarfsem in, hefur verið me'ð miklum blóma og má telja að verulegur árangur hafi náðst í aukinni sam vinnu við almenning. Hræðsla við sjúkdóminn fer ört þverrandi vegna betri skilnings á því hve góðan árangur má fá af með- ferð, sem snemma er hafin. Hér hafa sannast, sem annarsstaðar, orð prófessors Heymans í Stokk- hólmi.a ð „bezta ráðið til þess að draga úr ótta fólks vi'ð sjúk- dóminn, er að það hafi sín á meðal full-læknaða krabbameins sjúklinga í hverju þorpi og hverj um hreppi landsins". Telja má að fræðslunni sé vel borgið með því skipulagi, sem nú er. Reynt er með hverju ári að ná til fleiri og fleiri og sífellt er unnið að endurbótum á fræðslubæklingum og efnisval aukið. Annar þátturinn, a'ð stuðla að aukinni fræðslu lækna, hefur verið vel ræktur, eftir því sem efni hafa staðið til á hverjum tíma. Stjórn félagsins hefur nú í undirbúningi stærra átak í þess- um efnum. Fjöldi nýrra lyfja hafa komið fram á seinni árum, sem geta bætt mjög líðan krabba meinssjúklinga, en eins og kunn- ugt er eru skurðlækningar og geislalækningar þau helztu ráð, sem til þessa hafa að gagni kom ið til lækninga. Vissum tegund- um illkynja meinsemda má nú halda í skefjum um skemmri eða lengri tíma með lyfjum og í fáeinum tilfellum veita fulla lækningu. Full þörf er á að fylgj ast vel með í þessum efnum og sjá um að allir þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru, séu nýttir. Þarf því a’ð undirbúa og efla sérmenntun læknis eða lækna í þessum efnum og gætu félögin átt þátt í að veita þeim brautar- gengi á tvennan hátt. Annars vegar með því að beita sér fyrir því í samráði við skyld félög erlendis, að greiða götu læknis (lækna) inn á þær stofn- anir, sem mesta reynslu hafa í meðferð krabbameins. Hins vegar með styrkjum til viðkomandi aðila, sem slíkt nám vildu takast á hendur. Þriðja atriði'ð, sem vel er á veg komið, er starfsemi leitar- stöðvanna. Hefur sú starfsemi þegar gert mikið gagn. Skipu- lagning og árangur eru með ágæt um og hafa vakið athygli og hróður víðcf erlendis. Þarf enn að styrkja og efla starf Krabbameinsfél. íslands á þessu sviði, svo að það hafi bol- magn til að taka að sér um allt landi’ð leit að þeim tegundum krabbameins, sem leitarstöðvar geta fundið. Mörg ný félög úti á landi hafa nú bætzt í hópinn og hafa sum þeirra í undirbúningi leitarstöðv arstarfsemi í samráði við Krabba meinsfélag Islands. Fjórða atriðið, að stuðla að út- vegun fullkomnustu lækninga- tækja, hafa löngum verið stór- mál meðal félaganna. Áður var minnst á geislalækningatæki, sem gefið var 1952. Undanfarin 4 ár hafa félögin beitt sér fyrir því a'ð kobolttæki fengist til landsins, en það er sú tegund hávoltageislatækja, sem mest hafa rutt sér til rúms í heim- inum sl. 10—15 ár og henta mundu bezt hér. Það ber að harma hve lengi hefur dregizt að fá tæki þetta til landsins, en von mun að úr rætist með komu þess nú í náinni framntíð. Það hefur komið í ljós, að árangur í meðferð krabbameins hér á landi hefur ekki verið sem skyldi. Allt bendir til þess að einkum megi tvennu um kenna. Skort hefur tæki til hávoltageisl unar og samræmingu hefur vant að í me’ðferð vegna þess hve hún hefur farið fram víða og með ýmsu móti. Sjúkrarými hefur vantað til þess, að öll meðferð á krabbameini í landinu gæti safn ast á fáar og vel búnar deildir. Því hafa uppá síðkastið, sjúk- lingar með vissar tegundir krabbameins, verið sendir til út- landa, þar sem árangur er betri vegna fullkomnari aðstæðna. Það hlýtur a'ð verða eitt af stærstu baráttumálum félaganna að úr þessu verði bætt á næstu árum. Fullkomin geislalækningadeild hlýtur að verða miðstöð krabba- meinslækninga á flestum. tegund um þess sjúkdóms. Slík deild verður auk hávoltageislunar, að hafa góðar aðstæður fyrir radi- umgeymslu og undirbúning radi- ummeðferðar, isotopararannsókn ir og meðfei'ð auk aðstöðu til þess að fylgjast alltaf upp frá því reglulega með öllum þeim sjúklingum, sem meðferð hafa hlotið. Gott eftirlit með öllum sjúk- lingum með krabbamein, sem Svíar urðu fyrstir til að byggja upp í öllu landinu, átti mikinn þátt í því, að þeir urðu ein af leiðandi þjóðum heims í með- fertS krabbameins. Hin Norður- löndin hafa einnig fyrir löngu byggt upp slíkt kerfi hjá sér, auk byggingar fullkominna geisla lækningadeilda, enda árangur ekki látið á sér standa. Hér á landi er að sjálfsögðu aðeins þörf fyrir eina geislalækn ingadeild. Sú deild, sem til er, hefur svo takmarkað húsrými, að því fer fjarri, að hún geti sinnt öllum áðurnefndum atrið- um. Vegna staðsetningar sinnar á Landspítalanum, er eðlilegt að miðað verði a’ð því að áðurnefnd miðstöð fyrir alla krabbameins- meðferð verði þar og deildir Landspítalans önnuðust aðra með ferð, — skurðlækningar radium- meðferð og lyflækningar eftir teg undum meinsemdanna. Algjör samræming þarf a’ð eiga sér stað, ekki aðeins í áætl- un um meðferð, heldur og hjálp til þeirra er ekki læknast að fullu heldur þurfa umönnun og eftir- lit. Hér hefur verið minnst á þau alvarlegustu vandamál er varða meðferð krabbameins í landinu. Leitarstöðvarstarfið og mjög vaxandi árvekni lækna í grein- ingu sjúkdómsins, hefur valdið aukinni þörf fyrir sjúkrarými, einkum fyrir konur með grun um krabbamein í legi. Tekið skal skýrt fram, að ekki er um verulega aukningu krabbameins á hærra stigi að ræða, heldur koma sjúklingar nú æ fyrr til meðferðar og í síauknum mæli áður en æxlisvöxtur er hafinn. Kallar þetta á mjög aukna þörf fyrir próftökur og minni aðgerðir í greiningarskyni. Vandræðin, sem stafa af skorti á sjúkrarúmi fyrir þessa sjúklinga, eru ugg- vænleg. Mörkun stefnu í málefnum krabbameinslækninga, er fyrsta atriðið, sem framkvæma þarf til þess að úrbóta megi vænta. Sú stefna verður að ákveða hver skal verða: í fyrsta lagi uppbygging full- kominnar geislalækningadeildar, er auk lækninga skipuleggi eftir rannsóknir. í ö'ðru lagí — staðsetningu sjúkrarýmis fyrir alla þá sjúkl- inga er annarra meðferðar þarfn ast. í þriðja lagi — staðsetningu er meðferð hafa hlotið en lengri vistar þurfa svo og fyrir þá er ekki hafa hlotið lækningu eða afturhvarf fá síðar meir. Þessi síðast töldu málefni heyra að sjálfsögðu undir heil- brigðisstjórn landsins og verða einungis leyst af henni vegna kostnaðar. Krabbameinsfélögin eiga hins vegar að veita málefn- um krabbameinslækninga þá stoð sem þau mega. Þau hafa þegar unnið stórvirki með samtaka- mætti sínum og starfi og geta áfram séð um þá mikilvægu þætti, sem komnir eru í fastar skorður. LOKAORÐ Ég lýk nú máli mínu með þeim óskum, að það hjálparstarf við leit og lækningar krabbameins megi áfram eflast og dafna — að þau alvarlegustu mál, sem drepið hefur verið á hér að framan, leysist í náinni framtíð. Þá mun allt það góða fólk, sem li'ðsinnt hefur félögunum í starfi, fá umbun fyrir. Þakkir vil ég flytja stjórn Krabbameinsfélags íslands fyrir ágæta og ánægjulega samvinnu á liðnum árum. Þar hefur enginn skuggi á fallið. Meðstjórnendum mínum þakka ég einnig ágætt samstarf svo og starfsfólki félaganna. Ykkur — góðir gestir — þakka ég komuna hingað — fyrir að vilja fagna með okkur þessum tímamótum. Megi þau verða okkur öllum hvatning til nýrra átaka í þeim málefnum, sem Krabbameinsfélögin berjast fyrir þjóðinni til heilla. Vymura vinyl-veggfóður Þ0LIR ALLAN ÞV0TT UTAVER Grensósvegi 22-24 \<P Simi 30280-32262 Hafnarfjörður íbúðir til sölu í Norðurbæ 90 ferm. 3ja herb. Verð frá 780—810 þús. 94 ferm. 3ja herb. Verð frá 810—840 þús. 112 ferm. 4ra herb. Verð frá 910—940 þús. íbúðir þessar verða seldar tilbúnar undir tréverk. Sameign fullfrágengin. Úlb. við samning frá kr. 50 þús. til kr. 100 þús. ílbúðirnar veiða tilbúnar á árinu 1970. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON. HRL„ Linnetstíg 3, Hafnarfirði, sími 50960. kvöldsimi 51066.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.