Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 21
MORGUNÐLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969. 21 Frumvarp á Alþingi: Eftirlit með ávísan lækna á ávana- og fíknilyf Heimilt verð/ oð ráða erlenda lœkna til starfa hérlendis RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær frumvarp fram á Alþingi um breytingu á lögum um lækning- arleyff og fl. Aðalbreytingar frá eldri lögum, er í þessu frum- varpi felast eru þær, að fram- vegis verði í gildi heimiid til að veita erlendum ríkisborgurum tímabundið lækningaleyfi hér á landi, þegar nánara tiltekin skil- yrði eru fyrir hendi, og heimilt verður að skylda lækna til að halda skrá yfir ávisanir á ávana- og fíknilyf, ef landlæknir telur ástæðu til, og einnig heimild til að svipta lækni leyfi til að ávísa slíkum lyfjum. Þá er og lagt til að heiti lag- anna verði breytti og nefnist þau eftirleiðis læknalög. í greinargerð með frumvarp- inu segir, að með ákvæðum um heimild til að ráða erlenda lækna til starfa hérlendis, sé sérs'tak- lega haft í huga, að hugsanlegt muni vera að fá erlenda lækna til að gegna læknishéruðum, en héraðslæknaskortur er nú geig- vænlegur. í lyfjalöggjöf eru reistar skorð- ur við ávísunum á ávana- og fíknilyf, en með þessum heitum er átt við lyf, sem eiga það sameiginlegt, að menn geta orð- ið sólgnir í þau við notkun og meira eða minna háðir þeim. Er þar að nefna eftirritunarskyldu allmargra lyfja, svo að unnt er að fylgjast með útlátum þeirra, hvaða læknar ávísa þeim og hverjir nota þau. Sömuleiðis er takmarkað Það magn nokkurra lyfja, sem ávísa má á einum og sama lyfseðli. í lögum um lækn- ingaleyfi, réttindi og skyldur og lækna o.s. frv., eru viðurlög við eiturlyfjanotkun (þ. e. óhæfilegri notkun ávana og fíknilyfja) lækna, fólgin í sviptingu lækn- ingaleyfis, en að öðru leyti að- eins almenn ákvæði, sem óvar- legar eða óhóflegar lyfjaávísanir tnundu falla undir. Miisnotkun „eiturlyfja" í þröngri merkingu, þ. e. morfíns, kókaíns, heróíns, maríhúana Þingmól í gær FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. í neðri deild mælti Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmála- ráðherra fyrir frumvarpi um fiskveiðar í landhelgi, en frum- varp þetta hefur hlotið afgreiðslu efri deildar. Auk ráðherra fluttu þeir Lúðvík Jósefsson og Þórar- inn Þórarinsson ræður. í Efri deild var frumvarpið um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar krónu afgreitt til 3. umræðu. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um Listasafn ís-lands, en það er komið frá neðri deild. Auk ráð- herra tók Gils Guðmundsson þátt í umræðunni, en frumvarpið var síðan afgreitt til 2. umrœðu og nefndar. Til 2. umræðu og nefnda voru einnig afgreidd frumvörp um Líf eyrissjóð barnakennara og Hand- ritastofnun íslands. Mælti Magn- ús Jónss'on fjármálaráðherra fyr- ir fyrrnefnda frumvarpinu, en Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra fyrir hinu síðarnefnda. (hashish), LSD, er naumast veru legt vandamál hér á landi. Helzt er um að ræða misnotkun á morfínflokknum og synetis'kum lyfjum með áþekkri verkun. Hins vegar hota margir svefnlyf, róandi lyf og örvandi lyf í óhófi, og eiga læknar oftlega mjög í vök að verjast vegna ásóknar fólks í slík lyf. Tímabært þykir því að setja inn í lækningaleyfislögin frekari og bein ákvæði um meðferð lækna á ávana- og fíknilyfjum. Er þá ekki einungis haft í huga að beita viðurlögum þá lækna, sem uppvísir verða að óvarlegri meðferð þessara lyfja, heldur engu síður það, að slík ákvæði gætu verið læknum vörn gegn ágengni sjúklinga og þannig spornað óbeint við óeðlilegum ávísunum á þau. Jafnframt yrði um fleiri stig viðurlaga að ræða en samkvæmt núgildandi löggjöf. Svipting lækningaleyfis er svo alvarleg „refsing“, að henni er aldrei beitt nema í algert óefni s'é komið. Vægari viðurlög, sem beitt yrði í tæka tíð, gætu ef til vill komið í veg fyrir, að grípa þyrfti til alvarlegri aðgerða. Fyrsta stigið er þá skráningár- skylda samkvæmt því sem frum varpið gerir ráð fyrir. Læknir heldur öllum réttindum sínum, en honum ber að gera ráðherra nákvæma grein fyrir ávísun á ávana- og fínilyf. Annað stigið er svipting leyfis til að ávísa ávana og fíknilyfjum. Vitaskuld veldur það læknj erfiðleikum í s'tarfi að vera sviptur slíku leyfi, og til beggja vona getur brugðið um það, hvort honum tekst að fá annan lækni til að taka að s'ér að ávísa fyrir hann. Þó ætti það að vera vel framkvæmanlegt, þar sem fleiri en einn læknir situr í héraði. Þriðja stigið er svo alger svipting læknisleyfis, samkvæmt núgildandi lögum, og yrði það væntanlega sú ráðstöfun, sem jafnaðarlega yrði síðas't gripið til. Þjóðminjasafnshúsið öruggur samastaður — þeirra verðmœta sem í safninu eru t RÆÐU, er Gylfi Þ. Gíslason, gert til þess að bægja frá hættu menntamálaráðherra, hélt í efri deiid Alþingis í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi um Lista- safn íslands, gerði hann itarlega grein fyrir þeim lagfæringum, sem nauðsynlegt er að gera á húsi Þjóðminjasafnsins, og kostn aði við þær framkvæmdir. Fer hér á eftir sá kafli úr ræðu ráðherra er fjallaði um skemmdir á húsinu og þær úr- bætur sem gera þarf: í júlímánuði 1968 komu í líjós gallar á hitakerfi og hitalögn i húsi Þjóðminjasafnsins, er meðal. annars urðu þess valdandi, að vatn ,sem flaut úr lofttæmiloka á efstu loftplötu, og rann niður veggi í málverkageymslur Lista- safns ríkisins, sem er til húsa á efri hæð Þjóðminjasafnsins, o'lli skemmdum á nokkrum málverk- um. Embætti Húsameistara ríkisins var af forstöðumönnum Þjóð- minjasafnsins falið að kanna or- sök þess, sem skeð hafði, og gera þegar í stað ráðstafanir til þess að stöðva frekari skemmdir og sjá um lagfæringu á því, er þeim hafði valdið. Forstöðumað ur byggingareftirlitsins kvaddi til aðstoðar Svein Torfa Sveins- ■on verkfræðing, en skýrsla þeirra um málið fer hér á eftir, ásamt því sem þegar hefir verið Samanburður á lánakjörum atvinnuveganna ÞÓRARINN Þórarinsson mælti í gær fryir tillögu sinni til þings- ályktunar um lánakjör atvinnu- veganna. Er tillaga þingmanns- ins svohljóðandi: Neðri deild Al- þingis ályktar að fela ríkisstjórn- inni að afla upplýsinga um lána- kjör atvinnuveganna hjá þeim þjóðum, s«m íslendingar keppa við á erlendum mörkuðum og á heimamarkaði. Upplýsingar þess- ar skulu bæði ná til stofnlána og rekstrarlána og greina frá lánsmöguleikum, afborgunarskil- málum, vöxtum og öðru því, sem máli skiptir. Að fengnum þess- um upplýsingum s'kal gerður samanburður á lánskjörum þess- ara atvinnuvega og íslenzkra at- vinnuvega og sá samnburður birtur opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, sagði að ekki væri nema allt gott um það áð segja að slík athugun sem þingsálykt- unartillaga þessi fjallaði um faéri fram. En þegar athugun og sam- anburður á rekstrarlánum at- vinnuveganna hérlendis og er- lendis færi fram, þyrfti vitan- lega að taka allt með í reikning- inn, og þá einnig hvaða þýðinsu viðkomandi atvinnuvegur hefði fyrir þjóðarbú hvers og eins lands. Geta bæri þess- að hér- lendis væri t. d. sjávarútvegur- inn miklu mikilvægari en hiá flestum öðrum þjóðum. Víða væri hann aðeins auka atvinnu- grein, sem nyti styrks frá öðrum og öflugri atvinnugreinum í við- komandi landi. Þannig væri mál- um t. d. varið i Noregi. Að vísu væri sjávarútvegurinn þýðingar- mikil atvinnugrein þar, en at- vinnuhættir þeirra væru miklu fjölbreyttari og traustari en hér- lendis og þvi hægt að beina meira fjármagni til s'jávarútvegs- ins. Þrátt fyrir það, væri erfitt að fá uppgefnar ákveðnar tölur um fiskverð í Noregi og hefði t. d. komið fram í skýrslu Nor- egs til Nordek að tölur þær um fiskverð er þar birtust voru að nokkru leyti byggðar á ágizkun- um. Ráðherra vék síðan að því atriði í ræðu Þórarins Þórarins- sonar að rekstrarkostnaður fram- leiðs'luatvinnuveganna væri nú mjög mikill eftir gengisfelling- una, og sagði að gengisbreytingin hefði verið gerð vegna hins mikla rekstrarkostnaðar er at- vinnuvegirnir hefðu búið við, og' eftir hana væru þeir miklu sam keppnishæfari en áður. Ráðherra sagði einnig, að geta okkar til að fá atvinnuvegunum fjármagn í hendur væri minni en hjá öðrum þjóðum, þar sem at vinnuvegirnir hefðu verið að þróast upp í gegnum aldir. Við værum eðlilega enn fjármagns- vana í samanburði við aðrar þjóðir, en nauðs'ynlegt væri að fá upplýsingar um þann saman- burð, og fagna bæri því þegar menn sýndu vilja til þess að fá tæmandi upplýsingar. Sveitarstjórnir og atvinnumálin — til umrœðu á ráðstefnu 12.-14. marz SAMBAND íslenzkra sveitarfé- lag'a efnir til ráð stefnu um efn- ið Sveitarstjórnir og atvinnu- málin í Reykjavík n.k. miðviku- dag, fimmtudag og föstudag, 12.- 14. marz. Rætt verður um hlutverk sveit arstjórna í atvinnumálum og samræmingu á aðgeröum sveitar félaga og atvinnumálanefndar ríkisins. Formaður sambandsins, Páll Lindal, borgarlögmaður, setur ráðstefnuna. Dr, Bjarni Bene- diktsson. forsætiiTáðlherra, flytur ræðu, en síðan verður Jónas H. Haralz, ráðunautur Atvinnu- málanefndar rfkisins, fyrsti máls hefjandi. Framsögumenn úr hópi sveit- arstjórnarmanna verða Bjarm Einarsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, Hákon Torfason, bæjar- á Sauðárkróki, Birgir tsl. Gunn- arsson, formaður Atvinnumála- nefndar Reykjavíkur, Gunnlaug ur Finnsson, oddviti Flateyrar- hrepps, Bjarni Þórðarson, bæjar stjóri Neskaupstað og Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri Seltjarn arneshrepps. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra kynnir starfsemi Atvinnu- jöfnunarsjóðs og Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri ræð ir um Atvinnuleysistrygginga sjóð. Bjarni Bragi Jónsson, for- stjóri Efnahagsstofnunarinnar talar um opinber afskipti af vinnumarkaðinum og Lárus Jóns son, deildarstjóri um byggða áætlanir og sveitarstjórnir. Fulltrúar Vinnuveitendasam- bands íslands og Alþýðusam- band íslands lýsa á ráðstefnunni viðhorfum samtaka sinna til mála þessara og seinasta daginn verða heimsótt þrjú fyrirtæki Hafnarfirði, Bæjarútgerð Hafnar fjarðar, Norðurstjarnan h.f. og Álverið í Straumsvík. Fjölmargir forráðamenn sveit arfélaga um land allt taka 'pátt í ráðstefnunni. á frekari skemmdum í húsinu af völdum þeirra galla, sem fram hafa komið í hitakerfinu, og því sem endurbæta þarf þannig að öruggt verði. Við athugun tilkvaddra sér- fræðinga varð þegar ljóst, að mijög skorti á að hitalögn húss- ins væri sem skyldi, og þótt allt fram til þessa hafi eigi komið að sök, er orsakanna að leita til óess enska fyrirtækis er á sínum tíma var falið að sjá um verk- ið í öruggri trú um að það væri starfi sínu vaxið. Þótt hér hafi ðheppilega til tekizt, sem þó engan veginn gat verið séð fyrir, og nauðsyniegar lagfæringar á hitakerfi hússins í heild séu all kostnaðarsamar, þá tel ég enga minnstu ástæðu til þess að óttast, að Þjóðminja- safmhúsið sé ekki, og verði til frarmbúðar, öruggur samastaður þeirra verðmæta, sem í safninu eru, og þá fyrst og fremst fyrir muni Þjóðminjasafnsins, sem húsið er byggt fyrir. Það er eng- ann veginn óalgengt, að ýmsir gallar komi fram í eldri húsum, en úr þeim má venjulega bæta, og svo er einnig hér. Við heildaratJhugun á húsinu að þessu gefna tilefni, komu einnig í ljós nokkur atriði sem bæta verður úr, og falia undjr eðlilegt viðhald á hinni rúmlega 20 ára gömlu byggingu. Sum þessara atriða eru minniiháttar, en önnur mikilvæg, og er þar helzt frágangur þakbrúnar, sem brýnust nauðsyn er að bæta hið fyrsta, og má raunar eigi lengur bíða. Rennur eru steyptar í þak- brúnina, eins og algengast var á þeim tíma, er húsið var byggt, en víðast verið rifið niður og end urbætt, þegar gallar þessa fyrir- komulags urðu ljósir. All mikið er af sprungum við þakbrún, er gætu verið lekar, þannig að regn vatn kæmist í gegnum þær. Lag- færing þessi er einföld en kostn- aðarsöm, og er áætlun um það í skýrslum þeim, sem hér fara á eftir. Breytingar á gluggum þyrfti að atihuga, þannig að koma megi við tvöfölLdu gleri, sem lítið var tíðkað á þeim tím- um, er húsið var byggt. Anriað það, sem æskilegt væri að gera, og hlýtur að koma, er loftræstikerfi í ’húsið með ákveðnu rakastigi fyrir safn- gripi.. Um aðbúnað Listasafns ríkis- inr á eft'i hæð hússins er það að segja, að hann er ekki sem skyldi. Húsið er ekki ráðgert fyrir listasafn þeirrar stærðar, sem þar er, og af sömu ástæðum eigi verið séð fyrir neinu teij- andi athafnasvæði, svo sem nægi legu geymslurými utan sýningar sala, er hlýtur að vera höfuð skil yrði fyrir Listasafn ríkisins og við aukna gey.msluþöif, þrengir að sýningarsvæði í safninu. Á meðan sjálfstætt Listasafn er ekki byggt, verður að sjá fyr- ir nægu geymsiurými á aðgengi- legum stað utan núverandi hús- næðis safn ins. Enda þótt nú hafi verið komið í veg fyrir hættu á frekari skemmdum af völdum galla í hitakerf:, verður engu að síður að fiytja geymsiur safns- ins í annan stað, er uppfyllir þau skilyrði, sem að framan greinir til bráðabirgða. Allt að 12—-1«4 hundruð má'.veikum þarf þannig að koma fyrir í aðgengi- legri geymslu. Menntamáiaráðherra hefir ósk að eftir því, að í samráði við safnnefnd Listasafns ríkisin3 verði þegar leitað slíkra mögu- leika, og liggja nú fyrir tillögur og áætlanir um þá lausn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.