Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969. líkamans hristist og skókst eftir hljóðfallinu. Hún kinkaði kolli og brosti til hans, og fann, að fingur hans hertu takið á handleggnum á henni. Einhver sælukennd fór um hana alla. Dansfólkið kom nú aftur og hún varð að rýma til fyrir því. Töfrunum var lokið. Blake and- varpaði, stóð upp og tók hina óþreytandi Roxane aftur út á dansgólfið. Lísa strauk á sér handlegginn þar sem fingur hans höfðu kreist hann. Hún þorði ekki að líta út á gólfið, þar sem hann var að dansa við Roxane, því að þá hefðu tilfinningar hennar komið alltof berlega í ljós. Hún hvíslaði að Peter, að hún væri orðin afskaplega þreytt og vildi fara heim. Hann var blíður, nærgætinn og umhyggjusamur að vanda og svarið: Hvenær sem þú vilt. Um leið og Blake og Roxane komu aftur að borðinu, stóðu þau Lísa og Peter upp og buðu góða nótt. Roxane vildi endilega fá simanúmerið hennar, en Peter var vandræðalegur á svipinn. Síð an dró hún mann sinn á fætur til að dansa við sig Charleston. Blake sagði ekkert. Hann stóð upp um lieið og þau gengu frá borðinu, brosti sínu venjulega tvíræða brosi og horfði á þau fara. Á leiðinni út greiddi Peter sinn hluta reikningsins Kjá þjón inum og sagði henni að bíða í forsalnum meðan hann næði í bíl inn sinn. Hún sagðist heldur vilja fara með honum. Hann tók hana undir arminn og hún hall aði sér upp að honum af ein- tómri þreytu. Hún andaði djúpt að sér köldu útiloftinu og andvarpaði. Það var gott að láta hugsa svona vel um sig, gott að vera með Peter. Æsingin af nærveru Blakes hafði gert hana alveg uppgefna En þessi kyrrláti kunningsskap ur við Ný-Sjálendinginn var ekki til að vanmeta. Og kannski var það bezta sambandið við karlmann. Kannski gætu þau I sameiningu gert sér lífið ein- hvers virði. Það væri fyrst- og fremst gagnkvæm virðing í hversdagslegu lífi, sem yrði af- farasælust. Það var rétt eins og Peter læsi hugsanir hennar, því að áð ur en hann sneri bíllyklinum, 'lagði hann arminn um herðar henni og sagði: — Liz. . . samningurinn minn fer hvað úr hverju að verða út- runninn. Fyrir fáum mánuðum ætlaði ég ekki að geta beðið eftir því en eins og er, þá er 52 ég orðinn hræddur við að snúa aftur til gamla landsins. Ég held þú vitir hversvegna. Síðustu vik urnar, þegar þú varst hvergi nærri, voru óþolandi. Þú hlýtur að vita tilfinningar mínar. . Hún tók fram í fyrir honum, þar eð hún vissi, að hann var BETUR MEÐ COCA-COLA drykkurinn sem hressir bezt, léftir skapið og gerir lífið ánœgjulegra. FRAMUCITT AF VERICSMiDJUNNI VÍFILFELL í UMBOÐI THE COCA-CCJLA EXPQRT CORPQRATION ALLT GENGUR (hvar sem er og hvenœr sem er - við leik og störf - úti og inni og á góðra vina fundum - ) kominn á fremsta hlunn að biðja hennar — og hálfvegis þráði hún það, en þrátt fyrir léttinn við að vera ein með hon- um, vissi hún að þetta var ekki rétt hjá henni. Og nú fleygði hún viljandi frá sér hamingju- möguleikum sínum, um leið og hún hræddist einveruna, sem hlaut að koma, og spurði: — Og hún Miff. . . hvað um hana? rafhlöður fyrir ölI viðtæki Heildsala- smásala VILBERG & ÞORSTEINN Laugavegi 72 sími 10259 — Það er nú það, sem ég hef áhyggjur af. Ég skammast mín fyrir að vera svona fantur. Ég veit að ég ætti að haga mér eins og heiðarlegi;r maður og fara heim og tala út um málið við hana, því að hún er nú svodd- an ágætis stúlka. En tilfinningar mínar til hennar eru ekki leng- ur þær sömu og áður var. En Liz, þú hefur enn ekki sagt neitt um tilfinningar þínar ghgnvart mér. . . — Þú hlýtur að vita, að mér þykir mjög vænt . . — Vænt? Er það allt og sumt? En það nægir þér ekki. Eða seg- irðu það bara vegna bennar Miff? Eða er einhver annar í spilinu? — Já . . og nei. — Þá hlýtur það einhver að vera. Er hann giftur? Er það í veginum. — Nei, hann er það ekki. — Þú ert víst bara að finna þetta upp til þess að hlífa til- finningum mínum. — Eitt er að minnsta kosti víst, sagði Lísa. — Þú verður að fara heim til Nýja-Sjálands. Þú veizt það, er ekki svo? Það væri ekki rétt af þér að fara þang- að ekki. En meðan hún var að segja þetta, fann hún til afbrýði- 11. MARZ Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Gættu vel að öryggisráðstöfunum. Þig blóðlangar að láta ljós þitt skína við einhverja yfirboðara Er það ráðlegt. Nautið 20. apríl — 20. maí Athugaðu vel tækifæri, sem þér býðst, einkum ef aðrir eru þér sammála um ágæti þess Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Reyndu að vinna af kappi, einkum ef þú vinnur að uppgötv- un, eða ert að leggja síðustu hönd á verk. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Vera má, að þér gefist kostur á selja eitthvað með hagnaði en fáðu ráð sérfróðra um málið, áður en þú hefst nokkuð að. ' Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Áhugi þinn fyrir starfinu kann að leiða þig á furðubrautir. Láttu þér vel líka, þar sem þetta er nýstárlegt Meyjan 23. ágúst — 22. september Skoðanir þínar eru ennþá í gildi, þrátt fyrir öfund og rætni fólks. Láttu fátt uppi, en réyndu að komast snemma í rúmið. Peningamálin virðast í megnustu óreiðu. Vogin 23 seplember — 22 október Undirvitund þín virðist vera líklegasta skýringin á vandamál- um þínum, annaðhvort stendurðu sjálfum þér fyrir þrifum, eða þér er allt of ljóst, hvar skórinn kreppir að. Spoðdrekinn 23. október — 21. nóvember Þínir nánustu vi.'ðast allir á móti þér, en ókunnugir styðja þig Betri upplýsingar gætu ráðið bót á þessum vanda, en farðu að öllu með gát. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Allir virðast berjast um völdin Sækztu eftir aðstoð, sem þér befur verið beitið, en vertu reiðubúinn að láta eitthvað í sölurnar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Slefburðurinn virðist þrífast einkar vel í dag, er hálfsagðar sögur berast, og því miður eru það vinir þínir sem þar eiga hlut að máli. Þér gefst tækifæri til að afreka eitthvað í starfinu. Láttu ekkert uppskátt. Gakktu frá öllum fjármálum í kvöld. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Það er hollt að gera sér grein fyrir smáatriðunum. Þetta er óheppilegur tími til að kaupa eða semja. Sama má segja um skemmtanir. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Einhver samvinna kann að hafa óþægileg áhrif á þig Reyndu fyrst að taka þig á, en síðan skaltu friða aðra, eins og frekast er kostur á. Bezt er að sem minnstar sveiflur verði á nokkru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.