Morgunblaðið - 14.03.1969, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1960
Mánaðarlega hafa
farizt jafnmargir
OG ALLIR ÍSLENDINGAR
- OG JAFNVEL ENN FLEIRI
í JÚNÍ 1967 — fyrir bráðum
tveimur árum — lýsti Ojukwu
höfuðsmaður yfir aðskilnaði Bi-
afra frá Nigeríu, Ibóarnir, sern
upprunnir eru í Biafra hafa
'löngum verið taldir standa fremst
ir af þeim nálægt 250 þjóðflokk-
um, sem landið byggja. Af þeim
sökum fór vegur þeirra vaxandi
um skeið — en að því kom að
öðrum þjóðflokkum þótti nóg um.
Varð þá róðurinn þyngri fyrir
fbóana. í>eir áttu stöðugt erfið-
ara uppdráttar — og urðu jafn-
vel fórnarlömb hinna hroðaleg-
Þriggja mánaða bam, sem komið
var með út úr skógum Biafra.
ustu hryðjuverka. Þótti þeim
brátt nóg um og gerðust ugg-
andi um framtíð sina í hinu ní-
geríska sambandsríki. Létu þeir
boð út ganga til íbóa um ger-
valt landið að hverfa aftur til
heimkynna sinna — og ættmenn
þeirra, sem sezt höfðu að utan
Nígeríu — jafnvel í öðrum álf-
um — ákváðu að snúa einnig
heim og standa við hlið bræðra
sinna og systra í viðleitninni til
þess að tryggja framtíð lands-
ins.
Sjálfstæðisyfirlýsingu Biafra
var tekið af fiúllum fjandskap
í stjórnarsetrinu í Lagos. Af
skiljanlegum ástæðum óaði leið-
toga landsins við því, sem ger-
ast kynni, ef sjálfstæðistilraun-
in heppnaðist. Hinar miklu and-
stæður, sem ríkja með þeim þjóð
flokkum er landið byggja, skapa
eðlileg vandkvæði á því að varð
veita það sem eina hei'ld. Ef ein-
um hluta landsins tækist að ná
sjálfstæði, hverju mátti þá ekki
búast við af hinum? Sambands-
stjórnin taldi sig ekki eiga ann-
ars úrkosta en reyna að hindra
það, að sjálfstæðisáformin tækj-
ust. Þeir mótmæltu því, að Ibóar
sætu við skarðan hlut. En af
há’lfu íbóa var því jafnvel hald
ið fram, að ofióknirnar gegn þeim
hefðu náð því marki, að þeir
berðust fyrir sjálfri tilveru
sinni, hvers og eins.
Lagos-stjórn lýsti því yfir
þegar í upphafi, að hún mundi
beita vopnavaldi, til þess að
hindra aðskilnaðinn. Og senn hóf
ust styrjaldarátökin, sem verið
bafa veigamikil orsök þess harm
leiks, er fréttir hafa hermt frá.
Allar tilraunir til þess að leysa
hið stjórnmálalega vandamál
sem er undirrót hörmunganna,
hafa til þesía reynzt árangurs-
lausar. Afríkuríkin hafa reynst
klofin í afstöðu sinni til máls-
ins og þar með ómegnug þess
að hafa forgöngu um farsæla
lausn. Stórveldin hafa einnig
skipzt í hópa, sum hlynnt sam-
bandsstjórninni og önnur Biafra
en frá þeim hafa að tjaldabaki
borizt að verúlegu leyti vopna-
birgðir sem styrjaldarreksturinn
hefur krafizt. — Enn er allt í
óvissu um lausn þessarar ógn-
þrungnu deilu.
Hörmungarnar
í Biafra
Hörmungamar sem dunið hafa
yfir Biafra eru átakanlegri en
orð fá lýst. Þótt tölur séu nokk-
uð á reiki, eins og verða vill,
þar sem öflun upplýsinga erjafn
torveld og í slíku landi sem
Biafra, fer ekki á milli mála, að
skortur á matvælum hefur leitt
dauða yfir milljónir manna —
ekki sízt börn. Tölur, sem telja
verður öruggar, herma að á sl.
ári hafi hvern mánuðinn af öðr-
um látist úr hungri nálægt 200
þúsund manns — aðallega börn
— eða jafnmargir og íslend-
ingar eru allir. Hæstu tölur,
Móðir og barn, bæði langt leidd af næringarsskorti.
Börnin i Biafra. Myndirnar hafa starfsmenn hjálp arstarfs kirkiunnar tekið.
BIAFRA
— land hungurs og hörmunga
sem borizt hafa um mannfall
í einum mánuði var nú um
áramótin, þegar talið var að
á einum mánuði féllu úr
sulti 750—800 þúsund manns,
sem svarar til þess að allir ís-
lendingar færust á einni viku.
Mannfallið hefur því verið gífur
legt. Ótalið er þó, að margir
þeirra, sem enn hjara, hafa þeg-
ar verið merktir til lífstíðar af
þeirri andlegu og líkamlegu
kröm, sem fæðuskortinum fylgir.
Sl. haust var talið að 6—8 miLlj-
ónir fólks væru samankomnar á
þvi landssvæði sem stjórnendur
Biafra höfðu á valdi sínu —
þar af um 50 prs. flóttafólk Eina
hjálp íbúanna á hungursvæðun-
um er sú aðstoð, sem þeim berst
að utan.
Alþjóðlegt
hjdlparstaif
Margar þjóðir hafa lagt fram
skerf til þess alþjóðlega hjálp-
arstarfs, sem hófst fyrir alvöru
ó sl. ári. Haldið hefur verið uppi
m.a. loftbrúm með matvælasend
ingar, bæði á vegum Alþjóða
Rauða krossins og kirkjulegra
hjálparsamtaka, þ.á.m. frá eynni
Sao Tomé á vegum hinna síðar-
nefndu. En það er einmitt sú loft
brú, sem íslenzkar flugvélar hafa
verið hluti af — og íslenzkir flug
menn tekið þátt í að starfrækja
af miklum dugnaði. Margvísleg
vandamál hafa að sjá'lfsögðu kom
ið upp í sambandi við hjálpar-
starfið, en engu að síður hefur
það borið verulegan árangur.
Örugg vissa er fyrir því, að mat
vælasendingar hafi nú um all-
langt skeið komizt til skila und-
antekningalaust að heita má,
þótt hið ótrygga óstand hafi
stundum leitt til nokkurra tafa.
Og með starfrækslu dreifingar
miðstöðva víðsvegar um landið
hefur verið tryggt, að þeir sem
hefðu mesta þörf fyfir fæðuna
— en það eru einkum börn og
mæður þeirra — yrðu hennar
aðnjótandi. Traust skipulagning
hjálparstarfsins er vissulega
hvatning til að leggja fram skerf
ti'l þess að matvælasendingar til
hinna hungruðu og þjáðu geti
haldið áfram. Þörfin er stór-
felld, sem m.a. sézt af því, að
álitið hefur verið að um 500
smálestir af matvælum á dag
þyrfti til að fæða hið hungr-
aða fólk.
Biafra-lands-
söfnun hérlendis
Mikil samúð hefur komið fram
af hálfu almennings hér á landi
með því fúlki, sem orðið hefur
fórnarlömb hörmunganna í Bi-
afra. Á sl. ári voru send mat-
væli héðan á vegum Rauða Kross
ins, sem nær eingöngu voru
byggð á framlögum nokkurra
stórra aði'la, þ.á.m. skreiðarfram-
leiðenda í ýmsum landshlutum.
Nú á föstunni fer síðan fram
landssöfnun meðal almennings,
sem hefur það markmið að stuðla
að því að sem allra flestar fjöl
skyldur leggi fram skerf til hjálp
ar hinum bágstöddu. Þjóðkirkj-
an hefur haft forgöngu um þetta
söfnunarátak ásamt Æskulýðs-
sambandi íslands, Bandalagi ísl.
skáta og Kvenfélagasambandi ís
lands — auk þess sem formað-
ur Rauða Krossins átti með for
ystumönnum þessara samtaka að-
ild að hvafcningarávarpi til lands
manna, sem birt var þegar lands
söfnunin var kynnt, en Rauði
krossinn heldur jafnframt áfram
að veita framlögum múttöku eins
Framhald á bls. 19.
írskur trúboði, sem starfar á vegum hinna kirkjulegu hjálpar
samtaka, hjálpar hrjáðu og vannærðu barni.