Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR — MARZ 1969
11
Hörð skreiðin veitir rotnun viðnám
í hitabeltissvækju Nigeríu
— Svipmyndir frá Biafrasvæbinu
HVERNIG lifir fólkið í Níger-
iu? hefi ég oft verið spurð, síð-
an ég fyrir nokkrum árum
dvaldi í þessu stóra landi, sem
nær frá Sahara eyðimörkinni og
suður undir miðbaug og er á
stærð við mikinn hluta Vestur-
Evrópu. Og svarið getur orðið
eins margbreytilegt og hinir 250
ættbálkar, sem búa ýmist á gul
um þurrum eyðimerkursandi
nyrst, grassteppubeltinu, í
frumskóginum eða á svampland
inu syðst við sjóinn, þar sem
verður að búa í húsum á stult-
um og ferðast um á eintrjáning-
um milli mangrove-trjánna. Eng
inn maður sagði: — Ég er Nig-
eríubúi. Nei, þeir sögðu: —Ég
er Yorubi, Iboi, Hausamaður o.s.
frv. En hver þjóðflokkur býr
ekki fyrir sig á afmörkuðu
svæði, þó einhver einn sé lang-
fjölmennastur í ákveðnum lands
hluta. Þannig eru Iboarnir fjö-
mennastir í Austur-Nigeríu, þar
sem nú er Biafra. Næstir koma
Ibibioar og svo fjöldi af minni
flokkum. Vandinn er því tölu-
verður, ef á að segja frá lifnaðar
háttum á ákveðnu landsvæði,
ekki síst Biafra, sem hefur ver-
ið að stækka og síðan að minnka
á víxl, eftir hernaðarlegum lög-
málum. Þó má draga upp mynd:
Þegar komið er austur fyrir
stjórfljótið Niger, sést strax að
gróðurinn er ekki eins fjölskrúð
ugur og í vesturhlutanum og af-
koma manna því einnig fátæk-
legri. Af nytjatrjám sér maður
nú nær eingöngu pálmatré.
Um vegina streyma karlmenn i
kaðallykkjur um öxl. Þær
þeir til að bregða þeim um
stofnana og hlaupa þannig
Umkomulaust barn í sjúkrahusi í Biafra. Barnið þjáist af kwashior-
kor, hungursjúkdómi. Stöðug hjúkrun gefur góða von um bata.
Mynd frá Unicef.
I í trén. Þeir kasta niður hnetun-
um, sem fá að rotna, og koniu:-
j nar vinna svo olíuna úr með því
I að traðka ávöxtinn, en kjarninn
| er venjulega seldur heill. Þetta
fólk býr í leirkofum með strá-
i þaki.
j Sér til matar rækta íbúarnir
rótarávöxt, yam, sem er eins
°g geysistór kartafla. Yam er
venjulega -borðað eins og mús-
aðar kartöflur hér. Fyrir utan
kofana sést konan iðulega sitia
á hækjum sínum við hlóðirnar
og músa yam með handafli í stór
um dalli. Þetta er svo gjarnan
borðað af laufblaði. Þessi fæða
fyllir magann en er alveg snauð
af eggjahvítuefnum og vítamín-
um, þannig að jafnvel meðan
nóg var að borða af yam, bar
á næringarskorti. Þeir sem efni
hafa á, kaupa sér svo fiskbita,
grænmeti og jafnvel kjötbita
með þessu. Og þar er skreiðin
mjög dýrmæt. Ástæðan tiT þess
að hún er svo eftirsótt e"r ekki
sú, að fólk kunni skil á bæti-
efnafræði, heldur að með sinni
hörðu skel veitir skreiðin svig-
rúm til að vera flutt inn á mark
aðina, þar sem kaup og sala fara
fram. í þessu loftslagi, 35 stiga
hita og svækju, sem gufar upp
af svamplandinu, byrja öll mat-
væli að rotna á fyrsta klukku-
tíma óg skorkvikindi leggja þau
strax undir sig. Þurrkuð s'kre'ið-
in veitir þeim nokkurt viðnám
— ek’ci þó mjög lengi.
Skreiðin er, eins og allt ann-
að, seld á hinum 'líflegu mörk-
uðum, þar sem sölukonurnar
sitja eða ganga um með varn-
Ekki vafi á að allur matur
fer á lei&arenda
Afstaða kirkjunnar ag framtak að-
dáunarvert, segir Ragnar Kvaran, fhsg-
stjóri, nýkominn frá Biafra
ÍSLENZKAR flugvélar hafa,
sem kunnugt er, verið notað-
ar til byrgðaflutninga eftir
loftbrúnni milli Sao Töme og
Biafra og margir íslenzkir flug
menn hafa lagt þarna hönd að
verki og flogið matvælum til
hins sveltandi fólks. Nú munu
vera þarna 6 klenzkir flug-
menn og 3 vélamenn. Ragnar
Kvatan, flugstjóri, er nýkom-
inn heim, en hann hefur að
undanförnu verið við þessa
loftflutninga til Biafra. Hann
segir, að Þorsteinn Jónsson,
flugstjóri, sé sá maður, sem
mestrar virðingar njóti á þess
um slóðum. Hann hefur stað-
ið fjnúr rekstri á flugvélum
Trans Avia og Loftleiða, og
það hefur að öðru jöfnu verið
stærsti flugflotinn í mabvæla-
flutningunum.
Mbl. léitaði frétta af mat-
væiaflutningum hjá Ragn-
ari. Hann segir, að flutningar
hafi gengið vel í janúar, og
verið bezti dagurinn 31. jan-
úar, þegar flutt voru 190 tonn
á einni nóttu. En eins og kom
ið hefur fram í fréttum ætl-
uðu Bandaríkiamenn að taka
við og nota Stratofreighter-
flugvélar, sem bera 20 tonn,
en þær reyndust óiheppilegar
við þær aðstæður og sú loft-
brú þeirra brást, svo að þá
dró úr flutingum. En síðan
hefur flugið aftur verið auk-
ið með sömu flugvélum og
áður og ætti nú að vera kom-
ið í sama horf og 31. janúar.
Það væri því hægt að flytja
upp undir 200 tonn á nóttu
með þeim 10 flugvélum, sem
þarna eru, ef engar truflamr
væru. En sprengjuflugvél frá
Nígeriuhernum hefur að und-
anföru sveimað á nóttunni yf-
Raganr Kvaran, flugstjóri.
ir flugvellinum í Biafra og
tafið mjög flutninga. Síðan
spregjubrOt lentu í flutninga-
flugvéium, eins og komið hef-
ur fram í fréttum, hefur vell-
inum verið lokað meðan
sprengjuflugvélin er yfir, og
verða birgðaflutningavélarn-
ar þá að sveima yfir, og jafn-
vei snúa við, ef benzín er orð-
ið lítið hjá þeim. Birgðaflutn-
ingavélarnar fljúga á hverj-
um degi í rökkurbyrjun, til að
koma yfir flugvöllinn í fyrsta
myrkri. Með því móti segir
Ragnar að hægt sé að fara
tvær ferðir á nóttu með
hverri vél og þær fyrstu geti
jáfnvel farið þrjár ferðir, ef
ekki verður truflun og ef
farmurinn er af heppilegustu
gerð, eins og skreiðin er.
— Skreiðin er heppilegasti
matvælafarmurinn til ferm-
ingar og affermingar, segir
Ragnar. Einnig til að bæta úr
eggjahvítuefnaskorti og til
þess að hvetja fólkið til að
leita hjálpar. Það finnur lykt-
ina og kemur út úr skóginum
til hjálparstöðvanna. Ég hafði
því miður ekki tækifæri til
að koma í hjálparstöðvaranr.
Það hefði tekið 3 daga.
— Sumir spyrja, hvort öll
matvæli komist á leiðarenda
og til hinna nauðstöddu. Hivað
segir þú um það?
— Það er enginn vafi á því
að allt fer á leiðarenda. Og
dreifingarkerfið er í lagi,
enda nú orðnar litlar fjarlægð
ir, aðeins 150 km., segir Ragn
ar ákveðinn. Það olli nokkr-
um misskilningi að málaliði
einn móðgaðist við Biafra-
stjórn og gerði einu sinni upp
tæka nokkra matvælafarma,
en hann var rekinn. Þetta
fólk, sem að þessum málum
vinnur, er hugsjónafólk og
vinnur ákaflega virðingarvert
starf. Klerkarnir þarna standa
ekki og predika yfir fólkinu.
Þeir eru í þrælavinnu, alltaf
úti á flugvelli, hverju sem
rignir þar, og stjórna sjálfir
móttöku mátvælanna og dreif
ingu þeirra.
— Mér finnst aðdáunarvert
af kirkjunni að hafa tekið
þessa afstöðu, heldur Ragnar
áfram, að sitja ekki og vera
áhorfandi, eins og á stríðs-
árunum. Þá gerðust skelfiieg-
ir Mut?-, jem mikið hafa ver-
ið gagnryndir af Breturn og
Rússum. En nú eru þetta þær
þjóðir, er stuðla að sams.ron-
ar neyðarástandi, sem ekki er
betra en var í útrýmingar-
fangabúðum nazista. En kirkj
an hefur tekið þá afstöðu að
Sölukona með skreiðarbalann
sinn. — Ljósm. E. Pá.
inginn á bakka á höfðinu og í
bakkanum fagurrauða pipará-
vexti, grænmeti, kjöt með flugna
sveim í kringum, nokkra fiska af
skreið eða niðurhöggna skreið í
búntum. Sá sem kaupir skreið,
leggur bitann í bleyti, til að
fá aftur í hann rakann, sem
þurrkaður var úr norður á Is-
landi, og síðan er hann annað
Framhald á hls. 19.
gera það sem hægt er og það
allar kirkjudeildir í sameig-
inlegu starfi. Þær hafa mynd-
að loftbrú fyrir matvælaiflutn
inga á sömu flugbraut, sem
birgðaflugvélar hersins nota.
Þetta er eini flugvöllurinn,
sem notaður er. Við fljúgum
yfirleitt alla nóttina, en
birgðaflugvélar 'hersins byrja
venjulega ekki fyrr en eftir
miðnætti. En það er etftirtekt-
arvert, að hindranir sem
gerðar hafa verið með
sprengjuflugvél sambands-
hersins, hafa meira beinzt að
matarflutningunum en her-
vélunum. Nigeríumönnum
finnst sýnilega heillavæn-
legra að ívelta þjóðina í hel,
en vinna hana með vopnavið-
skiptum.
Ragnar segir, að svo virðist
sem aðeins sé um eina sprengi
flugvél að ræða, sem kempr
yfir flugvöllinn og tefur
birgðaflutningana. Það er DC-
4 Skymasterflugvél með
sprengjur neðan á vængjun-
um. Algert myrkur er á vell-
inum og flugmaðurinn sér
ekki niður úr 10 þús. feta
hæð. En þegar kveikt er á
radiovitanum mínútu áður en
birgðavélarnar hefja aðflug
og svo brautarljósum, sem
slökkt er á um leið og vélin
er lent, reynir ílugmaðurinn
að nota þau til miðunar. En
Ragnar sagði, að þeir hefðu
talið ákaflega lítil líkindi til
að hægt væri að hitta með
því móti og á svo skömmum
tíma, vegna hraðabreytingar
á þeirri flugvél sem er að
koma inn og fleiru. Þó gerðist
það eina nóttina, að sprengju
brot komu í nokkrar vélar,
þar á meðal þá sem Ragnar
var með, en ekki verr en það,
að þær gátu allar flogið brott
og engin slys urðu. Síðan er
flugvellinum lokað meðan
sprengjuvélin er yfir og hef-
ur það tafið mjög flutning-
ana.
— Þessi flugvél og flug-
maðurinn sem henni flýgur,
er okkar aðalvandamál, segir
Ragnar. Hann er að vinna
ámóta verk og Eichman gerði,
að stuðla að því að útrýma
fólki í milljónatali. En ef frið
ur er til þess, er hægt að
fljúga með upp í 200 tonn á
nóttu en það mundi nægja til
að halda í hortfinu, því talið
er að kirkjan hafd náð þeim
árangri að stemma stigu við
hungursneyð á stórum svæð-
um. En þar má ekkert lát
verða á.
Um helmingur íbúa Biafra er stöðugt á flótta fram og- aftur
með allar eigur sínar, eftir þvi sem vígstaðan færist til.