Morgunblaðið - 14.03.1969, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.03.1969, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1969 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýna menntaskdlafrumvarpið Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins tóku til máls við um- ræðurnar um menntaksólafrum- varpið á Alþingi í gær, þeir Sigurður Bjarnason, Matthías Bjarnason og Jónas Pétursson. Gagnrýndu þeir allir frumvarp- ið og þá einkum fyrstu grein þess, en þar segir að mennta- málaráðherra skuli hafa ákvörð- unarvaldið um stofnun mennta- skóla. Ennfremur gagnrýndu þeir og ýmsa aðra þætti frumvarpsins og lýstu þeir allir þeim vilja sínum, að Kvennaskólinn fengi að útskrifa stúdínur. Fara hér á eftir kaflar úr ræðum þeirra: Sigurður Bjarnason tók til máls fyrstur á eftir menntamála ráðherra. Komst hann m.a. að orði á þessa leið: menntaskó'lar skulu vera margir og hvar þeir eigi að vera. Enda þótt núv. hæstvirtur mennta- málaráðherra hafi margt vel gert í sinni löngu embættistíð sem menntamálaráðherra, treysti ég honum trauðla til þess að fara með þetta vald. Ég tel að lög- gjafarvaldið eigi nú, eins og áð- ur, að kveða á um fjölda mennta skóla og staðsetningu þeirra. Alþingi ákveði staðsetningu menntaskólanna — sagði Sigurður Bjarnason „Það er ekki ætlan mín að hefja hér almennar umræður um skólamál við fyrstu umræðu þess frumvarps um menntaskóla. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að gera við það stutta at- hugasemd, og þá fyrst og fremst við fyrstu grein frumvarpsins. Nauðsynlegt er einnig að það komi fram að frumvarp þetta var ekki rætt í þingflokki Sjálf- stæðismanna áður en það var lagt fram hér í háttvirtri þing- deild, að því er mér er kunnugt. í fyrstu grein frumvarpsins segir að menntaskólar skuli vera svo margir, sem þörf er á, að dómi menntamálaráðherra." Hér er um að ræða breytingu ■ frá núgi'ldandi lögum, sem mörg- um hlýtur að koma mjög á ó- vart. En í lögum um breytingu á lögum nr. 58,1946 um mennta- skóla segir m.a. á þessa leið, með leyfi hæstvirts forseta: „Menntaskólar skulu vera sex, tveir í Reykjavík, einn á Akur- eyri, einn á Laugarvatni, einn á ísafirði og einn á Austurlandi. Heimilt er að stofna fleiri mennta skóla í Reykjavík eða nágrenni. Menntaskólar utan Reykjavík ur eða nágrennis skulu vera heimavistarskólar. Heimilt er að koma framangreindum skóium ó fót í áföngum, bæði að því er varðar kennslu og byggingu hús næðis fyrir þá. Heimilt er menntamálaráðu- - neytinu að koma á fót kennslu í námsefni 1. bekkjar mennta- skóla við gagnfræðaskóla, þar sem nemendafjöldi og önnur skil yrði gera slíka ráðstöfun eðli- lega og framkvæmanlega." Hæstvirtur menntamálaráð- herra sagði í framsöguræðu sinni að óþarfi væri að óttast þá breyt ingu sem þetta frumvarp fæli í sér á þessum ákvæðum. Ákvæði 1. gr. 1. frá 1965 yrðu enn þá í fullu gildi eftir að búið væri að afnema þau en ef engin breyt. ætti að felast í 1. gr. þessa frv. hvers vegna er þá verið að fella niður ákvæðin frá 1965, um tölu og staðsetningu menntaskóla? Það sé svo fjarri mér að tortrvggja hæstvírtan menntamálaráðherra í þessu efni í einu né neinu leyti, en mér sýnist að einfald- ast sé að láta ákvæði 1. gr. lag- anna frá 1965 standa óbreytt og taka efni þeirra upp í 1. gr. þessa frv. og vænti ég þess að allir háttvirtir þingmenn með hæstvirtan menntamálaráðherra í broddi fylkingar megi vel við una, ef engu átti í raun og sann leika að breyta með þessari nýju og mér virðist nokkuð annarlegu 1. gr. þess frumvarps sem hér liggur fyrir. Þessi lagaákvæði voru sam- þykkt á Alþingi 6. maí 1965. í þeim fólst fyrst og fremst sú breytiiíg á menntaskólalögunum frá 1946, að ákveðið var að stofnaðir skyldu menntaskólar á ísafirði og á Austurlandi. í framhaldi af þessari laga- setningu hefur svo Alþingi veitt árlega fjárveitingar til bygging ar mennitaskóla á ísafirði og Aust urlandi. Nú leggur hæstvirtur menntamálaráðherra hins vegar til að þetta lagaákvæði skuli fellt niður og að „dómur mennta málaráðherra" skuli einn ráða því, hvar menntaskólra skulu vera í landinu, og hversu marg- ir þeir skulu vera! Ég tel þetta ákvæði með öllu fráleitt, og tel mig knúðan til að lýsa því yfir að ég get ekki fylgt þessu frumvarpi óbreyttu, enda þótt í því felist að öðru leyti ýmsar athyglisverðar nýj- ungar, sem tvímælalaust horfa til bóta. Með fyrrgreindum á- kvæðum í 1. grein frumvarps- ins er állt of mikið vald lagt í hendur menntamálaráðherra. Hann á einn að ráða því, hve Sigurður Bjarnason. í annarri málsgrein, 1. grein- ar frumvarpsins segir, „að heim ilt skuli sveitarfélögum og ein- staklingum, að fengnu leyfi menntamálaráðuneytisins og sam kvæmt reglum er það setur hverju sinni, að stofna og starf- rækja menntaskóla ó eigin kostn að“. í sambandi við þetta nýmæli vil ég aðeins segja að mjög ó- líklegt verður að telja, að ein- stök sveitarfélög eða einstakling ar taki sig fram um það að fram komu í bréfi Ísfirðinga og stofna og starfrækja menntaskóla á eigin kostnað. Væri æskilegt að hæstvirtur menntamálaráð- herra gæfi skýringu á því, hvern ig þetta ákvæði er tilkomið. Hef ur eitthvert sveitarfélag eða ein staklingur óskað slíkrar heim- ildar? í sambandi við þetta mál vil ég einnig leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstvirts menntamálaráðherra, hver sé af staða hans til þeirra óska, sem þingmanna Vestfjarða 26. janúar sl. um framkvæmdir við mennta skóla á ísafirði. En í bréfi þessu sagði ó þessa leið: ERINDI f SFIRÐINGA „Bæjarstjórn ísafjarðar kaus þann 13. marz sl. nefnd til að vinna að því að lögin um mennta skóla á ísafirði komi til fram- kvæmda sem fyrst. f dag boðaði nefndin til fund- ar með þingmönnum Vestfjarða- kjördæmis og bæjarstjórn fsa- fjarðar til umræðna um mennta- skólamálið. Á þeim fundi lagði nefndin fram eftirfarandi áætl- un um framkvæmdir í málinu: • 1. Skólameistari verði skipað- ur frá og með 1. október 1969. 2. Skólameistari verði ráðinn frá og með 1. janúar 1970. 3. Stefnt verði að því að skóilinn geti tekið til starfa 1. október 1970. 4. Byggingarframkvæmdir við menntaskólann á ísafirði verði teknar inn á framkvæmdaáætl- un ríkisins árið 1971. 5. Stefnt verði að því að ljúka fyrsta áfanga byggingarframkv. fyrir haustið 1972. Framangreind áætlun hlaut einróma stuðning allra fundar- manna. Er það von undirritaðra að hið háa ráðuneyti geti fallizt á þessa framkvæmdaáætlun og verði unnið að framvindu máls ins í samræmi við hana. Leyfum okkur að vænta þess að starf skólameistara verði nú þegar auglýst og við miðað að hann geti tekið til starfa 1. okt. n.k. Við viljum leggja sérstaka áherzlu á að væntanllegur skóla meistari geti notað næsta vetur til að skipuleggja skólastarfið I samráði við fræðsluyfirvöld og byggingarframkvæmdir í sam- vinnu við arkitekt skólans. Væntum stuðnings hins háa ráðuneytis við þetta erindi. ÓSKAÐ SKÝRRA SVARA Ég tel mjög mikilvægt að hæstvirtur menntamálaráðherra gefi skýr og glögg svör við þessu erindi. Því er ekki að neita, að það svar, sem felst í 1. grein frumvarpsins þess er hér liggur fyrir verður ekki talið fullnægj andi. Með henni er lagt til sam- kvæmt orðanna hljóðan að sleg- ið skuli striki yfir þá stefnu, sem Alþingi hefur áSur markað með ótvíræðum hætti. f sambandi við fyrirhugaðan menntaskóla á ísafirði er nauð- synlegt að það komi fram að honum er ekki ætlað að vera fyrst og fremst eða eingöngu skóli fyrir Vestfirðinga. Hann á að vera menntaskóli í þágu þjóð arinnar allrar, eins og aðrir menntaskólar, sem nú eru í land inu. Það er engin röksemd gegn mermtaskóla á ísafirði, að fáir nemendur hafi undanfarið sótt menntaskóladei'ld, sem rekin hef ur verið við gagnfræðaskóla bæj arins. Meðan þar er einúngis kostur á kennslu í einum bekk, leita auðvitað langsamlega flest ir nemendur af Vestfjörðum á- fram til gömlu menntaskólanna. Sama gildir um menntaskóla- nemendur úr öðrum landshlutum. Kjarni málsins er að mennta- skólum verði að fjölga. Jafn- framt verður að auðvelda æsk- unni aðgang að þessum skólum. Fram hjá þeirri staðreynd verð- ur ekki gengið að landsprófið Framhald á bls. 21 Menntamálaráðherra í framsögurœðu: Menntaskólafrumvarpið í tengslum við aðra endurskoðun skólalöggjafarinnar Frumvarp að nýrri löggjöf fyrir frœðslu- skylduna lögð fyrir þetta þing í GÆR mælti Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, fyrir frum varpi ríkisstjórnarinnar til menntaskólalaga. Fara hér á eft- ir meginkaflarnir úr ræðu ráð- herra: Skólakerfi þjóðar mótast ann- ars vegar af löggjöf, sem ýmist setur sjálfu skólastarfinu al- menna umgjöið eða ramma, eða mælir hins vegar fyrir um hlut- verk og skipulag einstakra skóia eða skólastiga. Hér á landi, eins og víða annars staðar, eru ákvarðanir löggjafans um fram- kværnd fræðsluskyldu eða skóla- starf á fræðsluskyldustigi fyrst og fremst í því fólgnar, að kveða á um, að öll börn og unglingar séu fræðsluskyld á aldrinum 7 til 15 ára. í gildandi lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu seg- ir, að allir skólar, þeir, sem kost aðir séu eða styrktir af almanna- fé, skuli mynda samfellt skóla- kerfi, sem skiptist í fjögur stig: barnafræðslustig, gagnfræðastig, mennta-:kóla- og sérskólastig. í gildandi lögum eru engin tæm- andi ákvæði um það, hvað kennt skuli eða hvernig á barnafræðslu stigi eða gagnfræðastigi. Náms- efni á þessum skólastigum er ákveðið í námsskrá, sem rnennta málaráðuneytinu er ætlað að gefa út. Hins vegar eru í lögum ákvæði um skipulag og náms- efni á menntaskóla- og sérskóla- stiginu, sem og háskólastiginu. Þá eru og í gildandi lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu ákvæði um, að miðskólum, sem eru ein af þremur skólategund- um gagnfræðastigsins, en þær eru unglingaskólar, miðskólar og gagnfræðaskólar, skuli ljúka með landsprófi, miðskólaprófi, sem veiti rétt til inngöngu menntaskóla og sérskóla með þeim takmörkunum, er kunna að vera settar í lögum þeirra eða reglugerðum. Þessi stefna löggjafans, sem mörkuð er í lögum um skóla- kerfi og fræðsluskyldu frá 1946 að setja ekki lagafyrirmæli um einstök atriði skólastarf sins á fræðsluskyldustiginu, er tvímæla laust skynsamleg. Hiún veitir yfir stjórn skólanna á fræðsluskyldu- stiginu og skólunum sjálfum ráðrúm og skilyrði til breytinga á skipulagi, námsefni, kennslu- aðferðum og próftilhögun, eftir því sem æskilegt þykir hverju sinni. Skömmu eftir að ég tók við starfi menntamálaráðherra, eða árið 1958, skipaði ég nefnd, þar sem áttu sæti fulltrúar þing- flokka og kennarastéttar og em- bættismenn. undir forystu Hall- dórs Halldórssonar, prófessors, til þess að kanna þá reynslu, sem af þessari lagasetningu hefði fengizt og hvort ástæða væri til breytingar á þeirri umgjörð eða þeim ramma, sem skólakerfinu væri settur í löggjöfinni. Það var nær einróma niðurstaða þessar- ar nefndar ,að ekki væri ástæða til þess að gera breytingar á grundvallaratriðum þessarar lagasetningar, þ.e. 7—15 ára fræðsluskyldu, heimildinni til þess að skipa námsefni fræðslu- skyldustigsins með námsskrá, skiptingu skólakerfisins í hin fjögur stig og því, að landspróf eða miðskólapróf skuli veita rétt til inngöngu í sérskóla og menrataskóla. Af þessum sökum hefi ég á undanförnum árum talið rétt, að á löggjafarsviðinu yrði lögð meg ináherzla á endurskoðun löggjaf arinnar um sérskólana. Þegar þetta frumvarp verður að lögum, hefur, á tiltölulega stuttu tíma- bil-i, bókstaflega öll íslenzk lög- gjöf um einstaka skóla eða skóla- stig verið endurskoðuð eða sett ný löggjöf um skóla eða skóla- stig, sem engin löggjöf var til um áður. Þegar 1957 voru sett ný heildarlög um Háskóla íslands, en fyrri lög voru frá árinu 1936. Síðan hafa ýmsar breytingar ver ið gerðar á háskólalögunUm og margar og gagngerar breyting- ar á reglugerð Háskólans. T.d. hefur námið í læknisfræði og ís- Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.