Morgunblaðið - 14.03.1969, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1960
19
Ari Jónsson — Minning
FIMMTUDAGINN 6. marz sl.
andaðist að heimili sínu, Álf-
hólsvegi 58, Kópavogi, Ari Jóns-
son, forstjóri, aðeins 58 ára að
aldri. Útför hans fór fram í gær.
Hann var fæddur að Trölla-
nesi, Neskaupstað í Nor'ðfirði,
15. okt. 1911, og voru foreldrar
hans Jón Sveinsson útvegsbóndi
þar og kona hans Lilja Jóhann-
esdóttir frá Nolli við Eyjafjörð.
Átti hann heima hjá foreldrum
sínum í Neskaupstað til tvítugs
aldurs, en fór árið 1931 í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og
var þar að námi tvö næstu ár-
in.
Árið 1933—1935 stundaði
hann klæðskeranám hjá Hann-
esi Erlendssyni í Reykjavík, en
fór síðan til Kaupmannahafnar
til að fullnuma sig í iðn sinni
og var þar á klæðskeraverk-
stæði í tvö ár og kom heim aft-
ur til íslands sumarið 1937. Þá
um haustið réðst hann til Stykk
ishólms til að veita forstöðu
saumastofu kaupfélagsins þar og
vann þar alls í þrjú ár.
Hinn 16. ágúst 1938 kvæntist
hann Heiðbjörtu Pétursdóttur
Benediktssonar, verzlunar-
manns í Reykjavík, frábærri
myndarkonu, sem reyndist hon-
um hin ágætasta eiginkona og
honum samhent í starfi hans.
Eignuðust þau þrjá sonu, er svo
heita: Eysteinn Fjölnir, er dvald
ist við sjónvarpstækninám í
Bandaríkjunum og vinnur nú
að þeim störfum 1 Reykjavík,
Pétur Kristinn, sem unnið hef-
ur við fyrirtæki föður síns og
Jón, sem verið hefur við nám í
Frakklandi.
Þegar Ari fluttist til Reykja-
víkur árið 1940 ásamt konu
sinni og ungum syni, setti hann
fyrst upp saumastofu að Lauga
vegi 47 og var þar nokkur ár.
Komst orð á, hversu smekkvís
og vandvirkur klæðskeri hann
var og fékk hann brátt meira
að gera en hann fékk annað í
þeim húsakynnum. Færði hann
þá verkstæði sitt að Laugavegi
37, þar sem hann kom upp hrað-
saumastofu og fatagerð í stærra
stíl, og stofnaði þar síðan tízku-
verzlunina FACO, sem mjög
va-rð vinsæl ekki sízt af yngra
fólki. Óx það fyrirtæki í hönd-
um hans, enda var það rekið af
mikilli atorku og myndarskap.
Hafði hann um tíma útbú bæði
í Keflavík, Akranesi og Nes-
kaupstað og þurfti mikla ár-
vekni og yfirsýn til að annast
um allar þessar verzlanir, auk
umsjónar með innkaupum og
saumaverKstæði. En önnur hönd
hans hin sioan ar í starfi þessu
öllu var kona hans og Pétur
sonur þeirra. í starfi sínu var
hann svo vakinn og sofinn, að
hann vann þar margan dag, eft-
ir að hann var orðinn dauðveik-
ur og var með miklar áætlanir
á prjónunum allt til síðustu
stundar. Til dæmis var hann ný-
búinn að koma á fót nýrri tízku-
verzlun i Reykjavik, og var hún
opnuð skömmu áður en hann
anclaðist.
Ari Jónsson hafði marga hæfi
leika til að verða farsæll í iðn
sinni og miklll kaupsýslumaður.
Auk sívakandi áhuga síns, var
hann hvers manns hugljúfi í
umgengni, hversdaglega glaður
og hress og gamansamur. Hlaut
öllum að verða hlýtt til hans,
sem kynntust honum náið, því
að auk síns ástúðlega viðmóts
vildi hann allra bón gera, og svo
veitull var hann og örlátur, að
hann sást lítt fyrir, ef vinir hans
áttu í hlut. Hann var laus við
alla smámunasemi, höfðingi í
lund og drengur hinn bezti.
Laust eftir 1950 byggði hann
í félagi við tengdaforeldra sína
hús að Álfhólsvegi 58 í Kópa-
vogi, þar sem hann átti heimili
sfðustu 15 árin. Voru þau hjón-
in samhent um að gera það
heimili fagurt og aðlaðandi af
smekkvísi sinni, og þar höfðu
þau yndi af að fagna góðum
gestum.
Með Ara Jónssyni, forstjóra,
er horfinn úr leiknum ekki að-
eins mikill manndóms- og at-
hafnamaður heldur og sérlega
hugþekkur og góður drengur.
Vinirnir biðja honum blessun-
ar út á eilífðardjúpið og þakka
honum marga ógleymanlega
gleðistund, er hann átti með
þeim. Slíkum mönnum sem hon-
um farnast vel bæ'ði þessa
heims og annars.
Benjamín Kristjánsson.
- MINNING
Framhald af bls. 18
sá alltaf fegurðina, hvort held-
ur það var í Laugardalnum kæra
eða annars staðar í faðmi ís-
lenzkrar náttúru, ljóði og lögum
og mannlífinu sjálfu, hvar sem
hana var að finna.
Magnús Þorsteinsson hefur
lagt gjörva hönd að mörgu verki.
Hann fór ungur til sjós, vann
um margra ára skeið hjá skóg-
rækt ríkisins, þá var hann starfs
maður Sláturfélags Suðurlands í
fjölda mörg ár, eða þar til hann
fatlaðist, vegna meins í fæti.
Varð hann að gangast undir erf
iðar læknisaðgerðir og lá eitt
sinn á annað ár á sjúkrahúsi.
Hin síðustu ár annaðist hann
innheimtustörf.
„í rósemi og trausti skal þinn
styrkur vera.“ Það var lífsskoð-
un hans, hvort sem var á gleði-
stundum eða, er á móti blés.
Hann kom oft á heimili okkar,
og var alltaf sjálfsagður, ef efnt
var til fagnaðar. Einnig „leit
hann oft inn“, er hann átti leið
fram hjá. Á vinafundum var
hann hrókur alls fagnaðar, sér-
staklega þó, er söngurinn réð
ríkjum. Engan mun Magnús hafa
átt óvildarmann og ég álít hann
einn af mætustu mönnum, er ég
hef mætt á lífsleiðinni. Við töl-
uðum oft um líðandi stund og
liðna tíma. Alltaf var sama
drenglynda viðhorfið gagnvart
mönnum og málefnum, aldrei
sleggjudómar né aðkast. Magnús
var mjög félagslyndur. Hann
var einn af stofnendum Árnes-
ingafélagsins í Reykjavík og
mun lengst af hafa verið virkur
félagi. Var honum sýndur sér-
stakur sómi, er honum var boðið
sem heiðursgesti á Jónsmessuhá-
tíð félagsins að Laugarvatni síð
ast liðið vor.
Magnús kvæntist aldrei. Að
því leyti gekk hann sinn lífs-
stíg einn. Hann var þó ekki einn,
því hvarvetna átti hann vinum
að fagna. Hans annað heimili
síðustu 20—30 árin var hjá Sess
elju systur hans. Sín beztu ár
mun Magnús hafa átt, er hann
vann hjá skógræktinni. Útiver-
an og gróðurstörfin í hinni
frjálsu náttúru voru hans líf.
Við þau störf og ferðir um land-
ið tengdist hann mörgu góðu
fólki, er hann átti minningar um
allt til æviloka. Föður sinn
missti ílann, er hann var til þess
að gera ungur, en móðir hans
varð háöldruð. Hún flutti til
Reykjavíkur skömmu eftir að
hún missti mann sinn. Við bjugg
um í nágrenni við hana fyrstu
hjúskaparár okkar. Hún heim-
sótti okkur oft og settist þá með
börn okkar, sem hún vék að
ýmsu góðu og laðaði að sér með
sínu sérstaka, kyrrláta fasi. Lífs
saga þeirrar konu var að mörgu
leyti lærdómsrík og óbrotin stóð
hún eftir erfiðan búskap. Síð-
ustu æviárin lifði hún í skjóli
barna sinna. Méi og fjölskyldu
minni er ljúft að minnast henn-
ar nú með þessum kveðjuorðum
um Magnús, son hennar, er við
í dag fylgjum til hinztu hvíld-
ar.
Haukur Eggertsson.
— Hörð skreiðin
Framhald af bls. 11
hvort steiktur úr pálmaolíu á
pönnu með grænmeti, bönunum,
tómötum eða öðru, sem til er,
eða þá hann er soðinn með sterk
um pipar í súpu.
Iboarnir — stærsti kynflokkur
inn þarna, eru einstaklings-
hyggjumenn, og hafa ekki frá
upphafi búið undir vernd höfð-
ingja og við hans stjórn eins
og kynflokkar í Vestur- og Norð
ur Nigeríu. Hér eru fjölskyldu-
böndin sterk Hver fjölskylda
er heimur fyrir sig og býr á
sínu landi, sem skipt er til af-
nota fyrir fjö'lskyldumeðlimi.
Kannski fá menn ekki nema
1-—2 tré til afnota, en ein pálma
króna getur borið upp í 500
ávexti eða 100 pund. Og tréð
eiga þeir ekki og mega ekki
selja, því það á að ganga til
baka til fjölskyldunnar, ef þeir
falla frá eða fara burt. Þannig
var það og er að mestu enn.
Iboarnir eru iðnir og duglegir,
en frumstæðir. Og þeir eru, eins
og allir Nigeríumenn, ákaflega
ljúft og elsku'legt fólk í við-
móti, brosa og fa'llast á allt sem
maður segir eða biður um af ein
skærum þægiiegheitum, hvort
sem þeir ætla eða geta fram
kvæmt það. Og norðlæga óþolin-
mæði þekkja þeir ekki, verða al-
veg hisi’a þegar þeir sjá slíkt, —
og þeir þekkja líklega heldur
ekki streitu.
Eg kom í nokkrar stórborg-
irnar — gömlu verzlunarborgina
Calabar með evrópskum húsum í
Victoríustíl upp af höfninni og
leirkofahverfum í allar áttir þar
utan við, en Port Harcourt sem
tók við mestu af íslenzku skreið
inni, er nú að taka við af henni
sem verzlunarborg. Það er hafn-
arborg á vestræna vísu og skammt
þaðan fann She’ll eftir 20 ára
baráttu við að bora í dýkin
olíuna, sem virðist ætla að
hækka hag strympu og gera
þetta fátæka land á næsta ára-
tug að 10. mesta olíuframleiðslu
landi heims. Og ég kom í
þáverandi 'höfðuðborg, En-
ugu, uppi í landinu með
sínu virðulega þinghúsi,
stóru skrifstofubyggingum, breið
götum, verzlunarhverfum, ein-
býlishúsahverfum, sjónvarpsstöð
tækniskóla og nýjum háskóla og
öðru, sem tilheyrir nútíma þjóð-
félagi, en þessi borg byggðist í
kringum svolitlar kolanámur með
lélegum kolum og járngrýti um
1916. En allar stórar borgir eru
nú gengnar úr greipum Biafra-
manna. Öðru bverju halda þeir
þó Onitcha á Nigerbökkum, með
sínum stóra líflega markaði og
endalausum leirbyggingum.
Koman í borgirnar er mér þó
ekki minnisstæðust, heldur heim
sóknir til fólks úti í smáþorp-
unum. Ekeven þingmaður í Ejum
býr t.d. með konu sinni og börn
um í leirhúsi, þar sem hvorki
er rennandi vatn né rafmagn,
en þar er sá lúxus að þakið
lekur ekki í rigningum, því ryðg
að bárujárn er komið í stað
stráþaksins. Xbibiofjölskylda
býr í tveimur stafnhúsum, er
standa h'lið við hlið. Þar sem
þakskeggin koma saman er stór
rifa, til að hleypa vatnsflóðinu
niður í stóra þró í miðju hús-
inu á rigningartímanum. Kring-
um hana býr fjölskyldan, amm-
an, móðirin, hennar börn með
maka sína og börn, slatti af frænk
um og frændum, og ekki veit ég
'hvað margir horfnir ættingjar
undir gðlfinu, því Ibibioar grafa
sína inni í húsum og gera vel
við þá. Þeir halda þeim veizlu
eftir vissan sorgartíma með áti,
drykkju og skot'hríð og fer staða
hins látna hinum megin eftir
rausnarbragnum á erfidrykkj-
unni. Með vegum eru útskornar
og málaðar styttur látinna ætt-
ingja íboanna, þar sem fjölskyld
an kemur saman og heiðrar hinn
látna, rétt eins og við kveikj-
um ljós á leiðum okkar ætt-
menna á jólum, en þeir bera
líka stytturnar um á hátíðum,
svo hinn látni fái að vera með.
Þannig mætti lengi segja frá
framándi siðum.
Það breytir því ekki, að þarna
er mikið af kristnu fólki, og trú-
boðar hafa um langan aldur rek
ið þá skóla og þau sjúkrahús,
sem þar voru ti'l skamms tíma.
En nú, þegaí á að kippa þjóð-
inni úr eymd og fáfræði á einu
augabragði, gera landsmenn
sér ljóst að menntun er það sem
gildir og áður en stríð og hörm-
ungar dundu yfir þetta land-
svæði voru þeir á réttri leið,
búnir að koma upp um 7000 skól-
um í Austur-Nigeríu einni og 137
kennara æfingaskólum, sem að
vísu útskrifuðu kannski nokkuð
hrásoðna uppfræðara, en stóð
allt til bóta. Skrefin eru stór,
sem svo stór þjóð tekur, og það
munar um þau þegar miðar í
rétta átt, en því miður verða þeir
álíka stórstígir aftur á bak, þeg
ar svo fer. Það er sorgleg saga,
að svo skuli nú komið. — E. P.
- „FIÐLARINN"
Framhald af bls. 25
að fyrirgefa. Eins og segir í
góðu bókinni, .. . en til hvers
ætti ég að fara að segja þér
hvað stendur í þeirri góðu
bók?“
Á meðan við stöldrum við
í Anatévka, sem reyndar verð
ur til endaloka þorpsins verð
um við vinir þessa fólks, sem
helzt vill lifa í friði í sínu
þorpi í sátt við sjálft sig og
Guð, en með tilheyrandi breyzk
leika. Á meðan heimsókn okk
ar stendur yfir verða til dæm
is þær breytingar að konur
fá að dansa við karlmenn, fað
irinn velur ekki lengur manns
efnið fyrir dótturina, heidur
fá tilfinningar hennar að ráða
en eins og Tevye segir í þönk
um sinum um allar breyting
arnar: „En ef á allt er litið
hafa okkar gömlu venjur þá
einu sinni verið nýjar.“
„Ég er húsbóndi á mínu
heimili," segir Tevye, en það
er konan hans hún Golda
einnig, en Tevye mjólkurpóst
ur hefur allraf sitt fram, með
lagninni, með lagninni og æðru
leysi. Svo kynnkar hann bara
kolli, yptir öxlum til Guðs, og
geiflar sig og heldur áfram
með mjólkurvagninn sinn á
eftir sér, því að merin hans
er hölt og Guði þóknast ekki
um sinn að bæta þar úr.
^ * á.j.
- MÁNAÐARLEGA
Framhald af bls 10
og verið hefur. Aðalsöfnunin fer
fram um næstu helgi — laugar-
daginn 15. og sunnudaginn 16
marz — og er þá ráðgert að
heimsækja allar fjölskyldur, sem
búa í þéttbýli á íslandi Hefur
sú söfnun verið undirbúin af
nál. 50 söfnunarnefndum víðs-
vegar um land. í strjálbýii
munu sóknarprestar veita fram-
lögum viðtöku. Að auki verður
fjár til söfnunarinnar aflað með
samkomuhaldi o.fl. Söfnunin verð
ur unnin af sjálfboðaliðum —
þar á meðal bæði skólafólki og
kynningarstarf hefur farið fram
í öllum æðri skólum landsins.
Hefur skólaæskan sýnt því mik-
inn áhuga og sérstök nefnd for
vígismanna í félagslífi áður-
nefndra skóla starfað við hlið
framkvæmdanefndar söfnunarinn
ar að undirbúningi Söfnunarfé
mun allt renna óskert til skreið-
arkaupa, þar sem ríkisstjórnin
hefur veitt málinu liðsinni sitt
með því að standa undir þeim
fjárútlátum við framkvæmd söfn
unarinnar sem óumflýjanleg eru.
— Takmark söfnunarinnar er
það, að íslenzk matvæli megi
verða til þess að bjarga sem
flestum manns'lífum í Biafra.
- BJARTSYNIR
Framhald af bls. 32
væru komnir með Fisih &
Chips-búðir, og Coldwater,
fyrirtæki SH í Bandaríkjun-
um, seldi þeim nær allan
fisk í þann rétt nú. Þetta eru
nokkur hundruð búðir, mest á _
vesturströndinni, og þær
kaupa flestar af okkur, sagði
Þorsteinn. Við seljum þeim
allt, sem við höfum, í augna-
bli'kinu.
Um verðið, sagði hann: —
Fiskur í þetta er seldur fyrir
fullt verð. Það er erfitt að út-
skýra á stundinni í síma hvað
það er, því við höfum verð-
lista og seljum 300 tegundir.
En fiskurinn í Fish & Chips
fer á sama verði og til ann-
arra. Okkar verð er nokkuð
miiklu hærra en annarra og
hefur alltaf verið.
— Neyzla á Fish & Chip3
er tiltöiulega nýtilkomin hér,
byrjaði fyrir fjórum árum, en
er margfalt meiri í Bretlandi,
sagði Þorsteinn ennfremur.
Þetta á eftir að gera tölu-
verða breytingu á mankaðin-
um í Bandaríkjunum og mun
hafa mikil áhrif. Okkar sala
í þessum pakningum er alltaf
að auikast.
4 EYKUR VINNSLUNA
HEIMA
Othar Hansson, fram-
kvæmdastjóri SÍS í Banda-
ríikjunum. sagði m. a.: — Já,
við eruim ákaflega bjartsýn-
ir á að tiikoma og aukning
Fish & Chips-verzlananna
hér geti aukið söluna veru-
lega á flökuim frá íslandi.
Það er í anda þeirrar stefnu,
sem figkiðnaðurinn á íslandi
he^ir, að auka sem mest
vinnsluna heima. Frystu fisk
flökunum, sem fara í þetta,
er pakkað heima og við ger-
um ekkert við þau hér. —
Þetía er það sem þið kallið
oft neytendaumbúðir, en er í
raun'nni ekki smásölupakn-
ing, heldur 5 punda pakkar,
og þýðir það, að fiskurinn
fer óbreybtur til hins endan-
lega neytanda.
— Það hefur verið mikil
hreyfing á þessu máli að und-
anförnu og nokkrar keðjur
af Fish & Chips-búðum eru
komnar af stað. Þær eru að
vísu mjög misstórar. Menn
byrja gjarnan með eina búð,
en nokkur stór fyrirtæki eru
byrjuð á þessu og okkar á-
hugi liggur auðvitað í því, að
þarna muni skapast nýr mark
aður.
— Eruð þið sjálifir farnir
að selja fisk í þessar búðir?
— Já, við erum byrjaðir.
Sölumiðstöðiin sér líklega um
stærstu keðjuna, og þá sem
lengs eru komnir, en við höf-
uim líka cflað okkur viðskipta
vina á þessum markaði. Fisk-
seljendur, og þá sérstaklega
Islend ngar, eru nokkuð bjart
sýnir á að þarna geti opnast
góð leið fyrir okkur og að út-
lítið sé gott.
— Eruð þið sjálfir nokkuð
að 'hugsa uim að setja upp
búðir?
— Nei, það hefur aðeins
verið ígrundað, en engin á-
kvörðun tekin í því efni. —
Þetta er fjárfrekt og skiptair
skoðanir um hvort það sé í
sjálfu sér heppilegt.
Almennt um markaðinn,
sagði Othar, að talsvert mifcil
gróska hefði verið í fisksöl-
unni. — Okkur vantar bára
flök, ssizði hann. Og við er-
um alltaf að hvetja okkar
frysti'hús til að frauileiða
meira og senda okkur. Mark-
aðurinn er sterkur, en ekkert
sérstakur.
Aðeins 10 dagar eftir.
Op'n dagiega kl. 10—22
Norræna Húsið