Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 19G9 Aðalsteinn Kristinsson húsasmíðameistari hans örfáum orðum, nú er leið- ir skilja að sinni. Aðalsteinn fæddist 20. septem ber 1912. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Bergsdóttir og Kristinn Sigurðsson múrara- meistari, sem var í mörg ár einn mikilhæfasti bygginga- meistari hér í borginni. Móð- ur sína missti Aðalsteinn ung- ur, en seinni kona Kristins, Lauf ey Jónsdóttir, bætti honum upp móðurmissinn, eftir því sem slíkt er hægt, enda var samband þeirra alla tíð eins og best verð ur á kosið milli sonar og móður. Tvö systkini og tvö hálfsystkini hans eru á lífi. 17 ára gamall hóf hann nám í húsasmíði hjá Kristjáni Benediktssyni og lauk sveinsprófi í iðninni árið 1933. Óslitið síðan, að heita má, hefur hann unnið við húsbyggingar hér í borginni og víðar, fyrstu árin sem sveinn, en síðar sem verktaki eða yfirsmiður hjá öðr um. Hann stofnaði, ásamt nokkr- um öðrum, byggingarfélagið Múr h.f. sem rak hér talsvert um- fangsmikla byggingastarfsemi í nokkur ár. Aðallega voru það íbúðarblokkir, sem félagið byggði. Framkvæmdir flestar á vinnustað hvíldu þá á herðum Aðalsteins. Ég minnist þess, að íbúðir þessar voru seldar tals- vert ódýrari en almennt gerðist á þeim árum og ber það vitni um verkhyggni og góða stjórn yfirsmiðsins. I starfi mínu hef ég kynnst mörgum smiðnum að störf um, en fáa eða enga séð ganga jafn snyrtilega og örugglega til verks og hann gerði, aldrei flaustrað eða flýtt sér um of, en verkum hans mátti alltaf treysta til hins ýtrasta. Hann hlaut því að verða eftirsóttur til starfa, svo að þeir sem hann t Ari Jónsson forstjóri, Alfhólsveg 58, Kópavogi, andaðist að heimili sínu 6. marz. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Eiginkona og synir. t Jarðarför móður okkar Sigríðar R. Guðmundsdóttur Strönd, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 15. marz kL 13.30. Elín Eyfjörð, Sigurður Steindórsson. t Möðir okkar Guðrún Þórðardóttir Hólshúsum, verður jarðsungin frá Gaul- verjabæ, laugardaginn 15. marz og hefst athöfnin með húskveðju að heimili hennar kl. 1.30. Bílferð frá Umferð- armiðstöðinni kl. 11. Börnin. t Útför konunnar minnar Guðrúnar Jóhönnu Ragnarsdóttur Kársnesbraut 14, Kópavogi, sem lézt í Fæðingardeiid Land spítalans 8. marz, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 18. marz kl. 1.30. Guðmundur Valdimarsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Sigurður Lárus Árnason múrarameistari, Hólabraut 10, verður jarðsunginn frá Hafnar fjarðarkirkju laugardaginn 15. marz kl. 2 e.h. Jólín Ingvarsdóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Arni V. Sigurðsson, Bára Þráinsdóttir, Guðrún Arný Amadóttir, t Alúðarþakkir færum við öll- um þeim er auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar Ingunnar Sigríðar Sigurðardóttur frá Ananaustum. Fyrir mina hönd, barnanna, foreldra, bræðra, annarra vina og ættingja. Guðni J. Þórarinsson. — Minning Fæddur 20. sept. 1912 Dáinn 6. marz 1969 Síminn hringir og tilkynning berst um andlát góðs vinar úr fjölskyldunni. Hvernig verður mönnum innanbrjósts fyrstu mín útumar á eftir? Sennilega oft- ast á svipaðan hátt, sem þó er erfitt að lýsa rneð orðum. Það er sem einhver tómleikakennd hríslist um mann alian, og mað- ur finnur glöggt til smæðar sinn ar og úrræðaleysis. Að minnsta kosti varð mér við eitthvað á þessa leið,. er sú sorgarfregn barst inn á mitt heimili fimmtu- daginn 6. þ.m., að vinur minn og svili, Aðalsteinn Kristinsson, hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn, við störf sín sem verkstjóri við hinar miklu fram kvæmdir austur við Búrfell. Út- för hans fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag. Ekki mundi það hafa verið að hans skapi að birt væri löng lofgerðargrein að honum látnum. En eftir löng og góð kynni get ég ekki látið ógert, að minnast t Fósturfaðir okkar Steinn Sveinbjörnsson frá Bolungarvík, lézt 12. þ.m. að Vífilsstöðum. Alda Jónsdóttir, Jón S. Jónsson. vann fyrir í eitt skipti, leituðu oftast eftir viðskiptum við hann aftur. Sjaldan hafði hann marga menn í vinnu, kaus heldur að hafa það þannig, að hann gæti sjálfur tekið þátt í starfinu og fylgst af nákvæmni með öllu sem fram fór. Oft fanst mér vinna frá hans hendi minna meira á handbragð húsgagnasmiðs en húsasmiðs, en á því er oft tals- verður munur. Kröfuharður var hann semsagt alltaf við sjáifan sig og gerði því einnig kröfur til annarra. Það mun því hafa komið fyrir, að undirmönnum hans hafi stundum þótt hann frekar strangur og um of gagn- rýnin á verk þeirra. Nokkra nemendur útskrifaði Aðalsteinn í iðn sinni. Hann kvæntist árið 1941 eftir- lifandi konu sinni, Guðbjörgu Vigfúsdóttur, Jónssonar, tré- smiðs á Hellissandi. Þau eign- uðust 4 börn, þriá syni og eina dóttur, sem öll eru á lífi. Það mun hafa verið árið 1942, er ég fyrst kom á heimili þeirra hjóna, sem þá var að Samtúni 24, í húsi er Aðalsteinn hafði þá nýlega lokið við að byggja. Síðan hafa vinabönd hnýtt fjöl skyldur okkar saman, sem hafa orðið traustari með hverju ár- inu sem liðið hefur. Margs er því að minnast frá þessum liðnu árum, sem ekki mun vera farið frekar útí að þessu sinni. En það er sameiginlegt með öllum þessum minningum, að allar eru þær bjartar og hreinar. Gestkvæmt hefur alltaf verið á heimili hjónanna, enda bæði frá fjölmennum fjölskyldum. Síð ustu árin hefur heimili þeirra verið að bugðulæk 10, þar sem Aðalsteinn hafði byggt sitt ann- að hús ásamt Bergi hálfbróður sínum. Hjónin voru bæði mjög samhent um hina einlægu gest- risni, sem ávallt ríkti á heim- ilinu. Það leyndi sér ekki að Alli, en undir því nafni gekk hann innan fjölskyldunnar og meðal vinanna, blátt áfram naut þess að sinna gestum sinum og gera þeim allt til hæfis. Eðlisfari hans held ég að mætti lýsa eitthvað á þessa leið: Hann var frekar dulur maður og fáskiptinn að öllum jafnaði, en þeim mun tryggari og betri vinur vina sinna, eins og stund- um er komist að orði. í fáum orðum sagt drengur góður og hinn traustasti maður í hvívetna og lét sér mjög annt um heimili sitt, konu og börn. t Innilega þökkum við öllum þeim er auðsýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför fö’ður okkar Jóhanns Hallgrímssonar matsveins, frá Akureyri. Sigurpála Jóhannsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Þórstína Jóhannsdóttir, Hjördís Jóhannsdóttir, Bragi Jóhannsson, Kristján Jóhannsson. Hann naut þess að ferðast bæði um land sitt og erlendis. Og sjaldan man ég eftir Alla glaðari né léttari í spori, heldur en þegar við áttum Ieið saman fram með einhverri veiðiánni, en margar ferðirnar fórum við í þeim tilgangi að ginna lax eða silung á öngulinn. En ánægjan var alltaf hin sama í þessum ferðum hvort sem fiskunum hafði fækkað mikið eða lítið í ánum að þeim loknum. Aðalsteinn gerðist félagi í Oddfellowreglunni fyrir nokkr- um árum og var frá því fyrsta virkur meðlimur þar, og eign- aðist þar marga vini, sem sakna hans og minnast samstarfs- ins með hlýhug. Með þakklæti í huga fyrir að hafa átt hann að samferðamanni, vil ég biðja Guð að styrkja alla ástvini hans í hinni þungbæru sorg þeirra. Helgi Hallgrímsson. Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir f. 11. 10. 1901, d. 7. 3 1969 Glaður og reifur skyldi gumna hver, unz sinn bíður bana. Þessar gömlu setningar úr Hávamálum voru mér alltaf efst í huga þegar ég heimsótti frænku mína, Elísabetu, fár- sjúka, nú síðustu mánuði. Það var alltaf sama hressilega viðmót ið og góðlega gamansemin, þeg- ar maður fór að tala við hana, og mátti segja, að hún tók veik- indum sínum með sannri hetju- lund, og nú, þegar hún er öll, þessi kröftuga og dugmikla kona, minnumst við öll, sem þekktum hana, með miklum söknuði. Hún var fædd að Melum í Árneshrepp 11.10 1901. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Guð mundsson,. bóndi þar, og Elísa- bet Guðmundsdóttir, kona hans, frá Ófeigsfirði. Systkinin á Mel um voru 12, og var hún þriðja í röðinni og elzt af systrunum. Það má geta nærri, að nóg var að starfa á svo barnmörgu heim- ili og börnin snemma látin hjálpa til, enda gerðu þau það ósleiti- lega. Hún var snemma forkur dugleg, bæði við búskapinn og innanhússtörf og lagin við alla handavinnu, og lærði síðar fata- saum. Hún var líka foreldrum sínum til ómetanlegrar hjálpar við heimilisstörfin, allt þar til hún giftist, 27 ára að aldri, Guð- mundi B. Halldórssyni, trésmið, miklum dugnaðarmanni. Þau gengu í hjónaband 20.10 1928 og áttu heima hér í Reykjavík alla tíð, lengst af á Framnesvegi 20. Á heimili þeirra ríkti mikil gestrisni, og var það ættfólki og vinum alltaf opið, og munu mörg af systkinum hennar hafa dval- ið þar lengri eða skemmri tíma, og þeim, sem áttu við heilsu- leysi og aðra erfiðleika að stríða, var hún einnig mikil stoð, eftir að hún varð ekkja, og veit ég, Framhald á his. 13 Hjartans þakklæti til allra vina og kunningja, er sendu mér kveðjur og gjafir á sex- tugsafnjælinu, að mér fjar- stöddum. Óskar B. Jónsson mælitækjasmiður. t Þökkum auðsýnda samúð við útför og andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu HALLDÓRU R. JÓNSDÓTTUR Björgúlfur Sigurðsson, Jón Július Sigurðsson, Ingibjörg Þorleifsdóttir, Ólafía Þóiðardóttir, og barnabömin. t Þökkum hjartanlega öllum baeði nær og fjær auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu MARZELINU NIELSEN Hjörtur Nielsen, Svala Nielsen, Ema Nielsen, Björn Jónsson, Sophus Nielsen, Guðrún Nielsen, og barnabörn. Við þökkum af hug og hjarta alla samúð og vináttu við andlát og jarðarför GISSURAR SV. SVEINSSONAR, trésmíðameistara, Fjölnisvegi 6. Sérstakar þakkir flytjum við læknum og hjúkrunarliði á D-deild Landsspítalans og öllum þeim, sem veittu honum hjálp og styrk í langvarandi, þungu sjúkdómsstríði. Guð blessi alla líknsemi yðar, kærleika og miskunnsemi. Guðrún Pálsdóttir, Ingólfur A. Gissurarson, Vilborg Stefánsdóttir, Isleifur Gissurarson, Sigríður G. Muller, Hróðmar Gissurarson, Sæmundur Kr. Gissurarson, Gunnrún Gunnarsdóttir, Þrúður Pálsdóttir, Þorgeir Yngvason, og bamabörn. Sveina Karlsdóttir, Harry Muller. Sigrún S. Waage,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.