Morgunblaðið - 14.03.1969, Page 24

Morgunblaðið - 14.03.1969, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1969 75 ára 8. febrúar fá hátUvmAkó HERRADEILD Tvær lögregluþjónsstöður á Isafirði eru lausar til umsóknar frá 1. apríl n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, fyrri störf, menntun o. fl., sendist undirrituðum fyrir 31. marz n.k. Bæjarfógetinn á ísafirði 10. marz 1969 Björgvin Bjarnason. Sigríður Fanney Jónsdóttir Egilsstöðum ÞANN 8. febrúar síðastliðinn átti frú Sigríður Fanney Jónsdóttir á Egilsstöðum 75 ára afmæli. t tilefni þess langar mig til að senda henni kve'ðjur og árnaðar- óskir og vonir um að við sem höfum kynnzt henni fáum að njóta samvista við hana sem allra lengst. Margir munu þeir sem notið hafa beina og aðhlynningar á heimili þeirra hjóna á undan- förnum áratugum og er það saga út af fyrir sig. Aldrei gleymi ég því er ég í fyrsta sinni, þá 19 ára gömui, sitjandi í boddy-bíl kom upp í Egilsstaðaskóg, aldrei hafði ég séð slíka dýrð sem þennan sól- glitrandi birkiskóg og alla þessa grænu víðáttu. Lögin, og heið- arnar allt umhverfis, og svo skóg arilminn sem barst að vitum mínum. Ég var sem heilluð af allri þessari fegurð og fannst sem fólkið sem byggi hér mundi vera öllum öðrum sælla. í þetta sinn sá ég ekki hús- freyjuna á Gistihúsinu á Egils- stöðum, það var ekki fyrr en sumarið 1940 og þeir fyrstu fund ir okkar eru mér minnisstæðir og þrungnir þakklæti. Þá fórum við 3 stúlkur frá Eskifirði á reið- hjólum upp í Egilsstaðaskóg, en þar átti að vera samkoma daginn eftir. Svo illa tókst til að ég datt af hjólinu og meiddi mig iila á Dömur athugsÖ Permanent, lagningar, litanir og lokkalýsing. Höfum opið á sunnudögum fyrir fermingarnar. stjörnuhArgreiðslustofan Laugavegi 96 1— Sími 21812. VX-6 CADMIUM lögurinn eyðir súlfat- mjndun í rafgeymi yðar, eykur endingu geymisins um ÁRABIL og tafarlausa ræsingu. Ileldur ljósunum jöfn- um og björtum. Fæst hjá öllum benzín- afgreiðslum.____ wU wU fttj wU wU «!b wU wU wU wU wU ^ ^ Wf W£* W£9 W£9 Wf Wf Wf »4» Wf Wp Wg» Wg* W£9 W£9 W£9 W£9 argus auglýsingastofa ÞVOTTALÖGUR í UPPÞVOTTINN Mihlur fyrir hendur Skilar kristaT tœrum glösum EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN AKUREYRI Fljótvirkur FÆST I KAUPFELAGINU HÆTTA Á NÆSTA LEITI —— eftir John Saunders og Alden McWilliams THAT IS NOT ONLy I UNNECESSARy MY FRIEND... IT IS IMPOSSIBLE.1 Jæja herrar minir, við skulum líta á þessa uppgötvun ykkar. Við . . . ah, fund- um þetla í skransölu herra Athos. 2. mynd) Hmmm, það er ekki svo óvenju- legt að finna verðmæt listaverk oakvið einskisvert rusl. 3. mynd) Við vitum að faðir yðar er sérfræðingur þegar verk Matins eru annars vegar . . . ef hann gæti iitið a maiverkið . . . Það er ekki aðeins ónauðsynlegt vinur minn, það er gersam- lega útilokað. handlegg og blæddi mikið úr. Ég sá ekki önnur ráð en leita á náðir gistihúseigenda og fór þang að heim, með hálfum huga þó, því kl. var rúmlega 12 áð kveldi. Ég gerði boð fyrir frúna, sem kom strax fram fasmikil og létt í spori. Ég stundi upp erindinu og sýndi henni sárið og áður en ég vissi af var ég komin inn í stofu, stúlkunni sagt að hafa til heitt vatn í skál og hrein stykki til að þvo upp handlegginn og síðan var gengið frá þessu eftir beztu getu. Þannig voru mín fyrstu kynni af Sigríði Fanneyju og þannig hafa öll okkar kynni verið síðan, hún veitandi ég þiggjandi. Síðastliðin tuttugu ár höfum við starfað að ýmsum félagsmál- um. Sigrfður Fanney er mikil fé- lagsmálakona, hún gekkst fyrir stofnun kvenfélags hér á Egiis- stöðum og hefur starfað í því af lífi og sál, hún var formaður þess í 14 ár eða þar til hún tók við formerunslku í Sambaindi aust firzkra kvenna. A þeim vettvangi hefur félags- hyggja hennar og þjálfuð fram- koma notið sín í ríkum mæli. Fyrir hennar atbeina hafa mörg kvenfélög verið stofnuð og tekin inn í Sambandið sem nú hefur 24 kvenfélög innan sinna vé- bamda. Hún hefur ótrauð barizt fyrir öllum þeim menningar- og mannúðarmálum sem S.A.K. hefur á stefnuskrá sinni og hefur margt áunmizt sem tiil heilla hefur reynzt okkur Austfirðingum. Vil ég þar sérstaklega tilnefna tvennt. Heilsuverndarsjóð S.A.K. sem hefur styrkt með fjárfram- lögum hin ýmsu sjúkrahús okkar og Húsmæðraorlofið, en S.A.K. sem kom af stað orlofi fyrir hús mun hafa verið fyrsta sambandið mæður. Fundum S.A.K. hefur Sigríður Fanney stjórnað af festu og ör- yggi og að loknum fundi verið hrókur alls fagnaðar eins og allt- af þegar hún er í kunningjahópi. Fyrir allt þetta hefur hún áunn- ið sér óskipta aðdáun og virð- ingu ailra þeirra kvenna er setið hafa aðalfundi S.A.K. í hennar stjórnartíð á undanförnum árum. Þrátt fyrir sitt stóra og um- fangsmikla heimili hefur hún oftast gefið sér tíma til að sækja formannafundi Kvenfélagasam- bands íslands og m'ðlað, okkur hinum, fróðleik úr þessum ferð- um sínum. Austfirzkar konur eiga frú Sigríði Fanney mikið að þakka fyrir forustu hennar í félagsmál- um þeirra og þá ekki síst við sem erum í kvenfélaginu Blá- klukka á Egilsstöðum, og vil ég því fyrir hönd okkar allra færa henni þakkir fyrir forustu og félagslyndi á undangengnum 20 árum og sameiginlega getum við glaðst yfir því að stóri draumur- inn okkar er að rætast. Kirkjan okkar er að rísa af grunni. Þegar Egilsstaðasókn var stofn uð var Sigrfður Fanney kosin í sóknarnefnd og er formaður hennar og ekki hefur hún legið á liði sínu þar fremur en annars staðar. Sigriður Fanney er fædd og uppalin hér á Fljótsdalshéraði og hér hefur hún alla tíð átt heima, að undanskildum þeim árum sem hún notaði til að mennta sig, bæði innanlands og utan. Árið 1921 giftist hún Sveini Jónssyni bónda á Egilsstöðum og hefur því í nær hálfa öld veitt því landskunna heimili forstöðu af raun og prýði. Börn þeirra hjóna eru, Ásdís sem býr heima, Jón Egill, giftur Mögnu Gunnarsdóttur og Ingimar giftur Gúðrúnu Gunnarsdóttur. Svo lánsöm eru þau Sveinn og Fanney að börn þeirra búa öll á Egilsstöðum og bamabörnin sem eru 11 að tölu munu eiga margt sporið heim til afa og ömmu og vera þeim til yndis og ánægju. Ég lýk þessum orðum með inni legum hamingjuóskum til fjöl- skyldunnar á Egilsstöðum og Fanney mín þakka þér allar þær ánægjustundir sem við höfum átt saman baeði fyrr og síðar. Lifðu heil. Dagmar Hallgrimsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.