Morgunblaðið - 14.03.1969, Page 30

Morgunblaðið - 14.03.1969, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1969 — Menntamálaráðh. Framhald á bls. 12 lenzkum fræðum verið aukið og bætt, og B.A. náminu verið breytt verulega, þannig að nú er það fuligilt háskóianám fyr- ir framhaldsskólakennara í mörg um greinum. Á sl. hausti var haf in kennsla í náttúrufræðum til B.A.-prófs og þar með lagður grundvöllur að stofnun vísinda- deildar við Háskólann. Á undan- förnum áratug hefur tala kenn- ara við Háskólann meira en tvö- faidazt. Á þessu ári mun ljúka störfum nefnd, sem skipuð var fyrir rúmum tveimur árum til þess að gera tillögur um fram- tíðaruppbygingu Háskólans næstu tvo áratugina. Ný löggjöf var sett um Kenn- araskólann 1963, og var hlut- verki -hans og skipulagi ger- breytt frá því sem áður var, þ.e. hann var þá gerður að stúdenta- skóla. Sama ár var með löggjöf komið á fót Tækniskóla íslands. Fram til þessa hefur hann veitt tæknifræðingum þriggja ára menntun, en tvö síðustu árin hafa verðandi tæknifræðingar orðið að stunda nám erlendis. Nú nýlega hefur verið ákveðið, að gera byggingatæknifræðing- um kleift að ljúka námi sínu al- gjörlega hér heima, og munu fyrstu íslenzku bygginatækni- fræðingarnir, sem algjörlega stunda nám sitt á íslandi, braut- skrást úr Tækniskólanum 1971. Árið 1966 var sett ný iðnfræðsln,- löggjöf, þar sem víðtækar breyt- ingar og endurbætur voru gerð- ar á iðnfræðslunni. Árið 1966 var sett ný lögggjöf um vélstjóra nám og sama ár um Stýrimanna- skólan í Reykjavík, en árið 1964 höfðu verið sett lög um nýjan stýrimannaskóla í Vestmannaeyj um. Árið 1962 var sett ný lög- gjöf um Hjúkrunarskóla og árið 1965 um Húsmæðrakennaraskóla íslands. Árið 1965 voru sett lög um Myndlista- og handíðaskóla, en um þá menntun höfðu áður ekki verið sérstök lög, og árið 1963 voru sett lög um fjárhags- stuðning við tónlistarskóla, en um þá skóla hafði heldur engin löggjöf verið til áður. Eins og ég gat um áðan, er ástæða þess, að ég hef fram til þessa ekki lagt til við Alþingi, að ný lög verði sett um skóla- kerfi og fræðsluskyldu, sú, að þessi löggjöf er rammalöggjöf og bægt að gera állar breytingar, sem nauðsynlegar eru taldar á námsefni, kennsluaðferðum og próftilhögun, sem æskilegar þykja, án lagabreytinga. Megin þorri skólamanna og nemenda er þeirrar skoðunar, að þvi ákvæði laganna um skólakerfi og fræðsluskyldu, að miðskólapróf eða landspróf skuli vera aðalleið in til ingöngu í menntaskóla og sérskóla, eigi ekki að breyta. Ég minnist ekki heldur neinnar ít- arlegrar eða rökstuddrar tillögu um, hvað koma ætti eða komið gæti í staðinn fyrir almennt, samræmt inntökupróf í mennta- skóla eða sérskóla. Um það aðal- atriði laganna um skólakerfi og fræðsluskyldu, að börn og ungl- ingar séu fræðsluskyld á aldr- inum 7 til 15 ára, er það að segja, að skoðanir eru skiptar um það, hvort fræðsluskylduna eigi að lengja, t.d. um eitt ár, eða ekki. Persónulega er ég þeirrar skoð- unar, að innan tíðar hljóti að koma að því, að skólaskylda verði lengd um eitt ár og verði 9 ár. Með hliðsjón af þeim miklu breytingum, sem gerðar hafa ver ið, bæði á fræðsluskyldustiginu og gagnfræða-, sérskóla- og há- skólastiginu á undanförnum ár- um og varið hefur verið stór- auknu fé til, hefur fram til þessa ekki verið fjárhagsgrundvöllur fyrir lengingu skólaskyldunnar. Hvort það er gert og hvenær það verður gert, er fyrst og fremst fjárhagsatriði. Það er Alþingis að ákveða, hvort það vill verja því fé, sem það veitir til skóla- mála og fer stórvaxandi ár frá ári, til þe=s að bæta og auka kennsluna á fræðsluskyldustig- inu, eins og það er nú, sem og gagnfræða-, mennta-, sérskóla- og háskólastigi, eða hvort það vill verja fé til þess að lengja skólaskylduna — eða gera allt í senn. Skólunum og kennarastétt- inni er fátt að vanbúnaði að framkvæma lengingu fræðslu- skyldunnar frá kennslufræðilegu sjónarmiði séð. En það gerir auð vitað nauðsynlegar nýjar skóla- byggingar og eykur rekstrar- kostnað skyldunámsskólanna. Þótt ég hafi talið rétt, að leggja til við Alþingi, að endur- skoðun allrar sérskóla löggjafar- innar gengi fyrir, hefi ég alltaf gert ráð fyrir því, að einnig kæmi til endurskoðunar á lög- gjöfinni um fræðsluskylduna. En ég hefi talið, að það ætti ekki og þyrfti ekki að gerast fyrr en tímabært væri að taka lengingu fræðsluskyldunnar á dagskrá. Endurskoðun löggjafarinnar frá 1946 um fræðsluskylduna hefur verið undirbúin. Nú, þegar lok- ið er endurskoðun allrar löggjaf- arinnar um einstaka skóla og skólastig ,tel ég orðið tímabært að leggja fram frumvarp að nýrri lyöggjöf um fræðsluskyld- una. Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt, að slíkt frumvarp verði lagt fyrir þetta þing. Eitt merk- asta nýmæli þess verður, að heimilað verður að lengja fræðsluskylduna um eitt ár eða í níu ár, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum. Þegar það frumvarp hefur verið samþykkt, verður það Alþingis að ákveða með fjár- veitingu, hvenær lenging skóla- skyldunnar skuli koma til fram- kvæmda. Almennur lagagrund völlur eða lagarammi væri þá fyrir hendi til níu ára fræðslu- skyldu. En þótt gildandi rammalöggjöf um skólakerfi Jg fræðsluskyldu hafi ekki verið breytt, jafngildir það að sjáltfsögðu ekki því, að ekki hafi verið gerðar miklar breytingar á skólastarfinu á fræðsluskyldustiginu á undan- förnum árum. Þegar skólamála- nefndin, sem ég gat um áðan og skipuð var 1958, skilaði áliti 1959 og taldi ekki þörf grundvallar- breytingar á lögunum um skóla- kerfi og fræðsluskyldu, en gerði hins vegar ýmsar tillögur um breytingar á framkvæmd fræðsluskyldunnar, var lögð höf- uðáherzla á að endurskoða náms skrána fyrir allt skólaskyldustig- ið. Var því verki lokið 1960 og gefin út ný námsskrá fyrir öll börn og alla unglinga á skóla- skyldualdri. Hefur þessi nýja námsskrá smám saman verið að koma til framkvæmda á undan- förnum árum. Ég hygg að óhætt sé að segja, að það sé skoðun yfir gnæfandi meiri hluta skóla- manna nú á tímum, að ekki eigi að gera gjörbreytingar á skipu- lagi skóla og skólastarfi á nokk- urra ára fresti, heldur eigi skóla- starfið og skólaskipulagið að taka stöðugum breytingum, jafn- hliða þeim breytingum, sem verða í þjóðfélaginu ár frá ári, á svo að segja öllum sviðum, með breyttri tækni í atvinnugreinum, með flutningi fólks úr dreifbýli í þéttbýli, með breyttri þekk- ingu og breyttu lífsviðhorfi. Það er þess vegna í raun og veru orð- ið alveg ófullnægjandi og úrelt viðhorf, að nægilegt sé að endur- skoða skólalöggjöf þjóðar með vissu millibili, t.d. á 10 til 15 ára freiti, framkvæma allsherjarend urskoðun á námsefni og náms- skrá öðru hvoru. Breytingar á þekkingu og þjóðfélagi gerast smám saman og eru alltaf að eiga sér stað. Þess vegna þarf skólakerfi, námsefni og náms- tilhögun í raun og veru að vera í sífelldri endurskoðun. Gildandi loggjöf um skólakerfi og fræðslu skyldu hér gerir slíkt einmitt mögulegt. Þannig hefur verið unnið undanfarin ár, og þannig tel ég að vinna eigi áfram. í samræmi við þessi sjónar- mið var árið 1966 komið á fót sér;takri deild innan mennta- málaráðuneytisins, sem annast á stöðugar vísindalegar rannsókn- ir á skólakerfinu og gera tillög- ur til úrbóta jafn óðum. Skóla- rannsóknadeildin hefur m.a. beitt sér fyrir og hatft umsjón með ým':um tilraunum um nýjungar í námsskipan og kennsluháttum á barna- og gagnfræðastiginu. Samkvæmt tillögum hennar var sérstakri nefnd falið að endur- skoða námsefni og kennsluhætti í eðlis- og efnafræði í barna- og gagnfræðaskólum, og hefur nefndin skilað ítarlegri álitsgerð um það efni. Hliðstæð endur- skoðun, að því er varðar líf- fræði, er nýlega hafin. í árs- byrjun 1968 var sett reglugerð um samræmt gagnfræðapróf, þar sem gert er ráð fyrir, að gagn- fræðapróf verði samræmt lands- próf í íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Skipuð var nefnd til þess að undirbúa og annast þessa samræmingu, og hefur hún samið drög að námsskrá fyrir gagnfræðadeildirnar, sem kennt er eftir í vetur í reynsluskyni. Á sl. hausti var einnig gengið frá drögum að námsskrá fyrir lands prófsdeildir ,og eru þau reynd í skólunum í vetur. Námsskrárn- ar verða síðan endurskoðaðar að fenginni þessari reynslu. Um allt framangreint endurskoðunar- starf hefur Skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins haft hönd í bagga. Ýmsar tilraunir hafa og verið gerðar á sviði mála kennslu á fræðsluskyldustiginu. Og nú í vor eru fyrirhugaðar ýmsar breytingar á framkvæmd landsprófsins frá því, sem áður hefur verið. Með þessu stutta yfirliti hef ég viljað gera tilraun til þess að skýra tengsl þessa frumvarps um menntaskóla við þá heildarend- urskoðun íslenzkrar skólalöggjaf ar og skólastarfsins á fræðslu- skyldustiginu, sem átt hefur sér stað undanfarin ár og stendur enn yfir. Stefnan hefur verið og er sú, að setja fyrst nýja löggjöf um alla sérstaka skóla og skóla- stig, en framkvæma samtímis breytingar í þeim skólum, þar sem fræðsluskyldan er fram- kvæmd, þar eð gildandi lög gera beinlínis ráð fyrir því, að nauð- synlegar breytingar innan skóla og skólastiga fræðsluskyldunnar séu framkvæmdar, án þess að lagabreyting þurfi að koma til. Að þessu loknu eigi síðan að setja ný lög um sjálfa fræðslu- skylduna og taka ákvörðun um lengingu hennar, þegar það reyn ist fjárhagslega kleift. Breytingar hafa raunar einnig verið gerðar í framkvæmd á menntaskólastiginu, sem eins konar tilraunastarfsemi til undir búnings þeirri allsiherjar löggjöf sem hér liggur nú fyrir. Á menntaskólastiginu hafa ýmsar þær nýjungar, sem þetta tfrum- varp gerir ráð fyrir, að teknar skuli upp í öllum menntaskólun- um, þegar verið reyndar nokkur undanfarin ár. Tel ég það vera heilbrigða stefnu að gera ekki tillögur um gagngerar breyting- ar, fyrr en nokkur tilrauna- reynsla hefur af þeim fengizt. Menntamálaráðherra gerði síð an grein fyrir samningu frum- varpsins og helztu nýmælum þe=s, en sagði síðan: Um kostnaðarauka af þeirri skipan ,sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er ekki rætt í greinargerð nefndarinnar. Ýmis nýmæli frumvarpsins eru og þannig vax- in, að mjög torvelt er að segja fyrir um, hvaða breytingar á kostnaði þau muni hafa í för með sér. Á það einkum við um þá breytingu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir á kennsluháttum skólanna, rýmkun deildaskipting ar og upptöku valgreina. Hér munu ýmis framkvæmdaatriði varða miklu um tilkostnað. Gera verður ráð fyrir, að settar verði reglur um lágmarksfjölda nem- enda til þess að kennslu verði haldið uppi í valgrein. Einnig kann fækkun sameiginlegra skyldugreina jafnvel leiða til sparnaðar kennslukostnaðar í vhsum tilvikum. Verkaskipting milli skóla kemur og til greina sem leið ti'l þess að geta veitt kost á fjölbreytilegum náms- brautum með hagkvæmari nýt- ingu kennsdukrafta. Ljóst er, að hin nýja skipan mun krefjast mikils skipulagsstarfs, en fyrir- fram er ekki auðsætt, að hún muni óhjákvæmilega hatfa mikla kostnaðaraukningu í f.r með sér. Ég gat þess áðan, að þegar væru í einstöku menntaskólum hafnar tilraunir með margbreytt ari deildaskiptingu en ráð er gert fyrir í gildandi lögum. Að því er starfslið skólanna varðar, ger ir frumvarpið að vísu ráð fyrir, að lögfest verði ýmis störf, sem ekki eru tiltekin í gildandi lög- um. Hins vegar er að verulegu leyti um að ræða störf, sem þeg- ar eru unnin af kennurum gegn sérstakri greiðslu eða afslætti í kennsluskyldu, þótt misjafnt sé eftir skólum. Vafalaust mundi lögfesting frumvarpsins leiða til einhvers kostnaðarauka á þessu sviði. Til töluverðs kostnaðar- auka horfir það, að gert er ráð fyrir ,að hver menntaskólakenn- ari eigi a.m.k. á 5 ára fresti kost á að sækja, sér að kostnaðar- lausu, námsskeið í aðalkennslu- grein sinni. Hér yrði væntan- lega ýmist um að ræða beint námskeiSshald eða styrki til að sækja námskeið erlendis. Þá ber og að geta ákvæðis um orlof handa kennurum, sem vilja afla sér fullgildrar menntunar, en gert er ráð fyrir, að þeir haldi á meðan launum að einhverju leyti, ef ekki koma aðrir styrkir til. Að því er húsrými og tækja- búnað varðar, er öllu fremur um það að ræða ,að frumvarpið miði að því að tryggja, að fullnægt verði þeim kröfum, sem þegar eru gerðar í sambandi við nýjar byggingar fyrir menntaskóla, en að fitjað sé hér upp á kostnaðar- sömum nýmælum, Ég hef verið og er þeirrar skoðunar, að stúdentsaldur sé hér á landi of hár, þ.e. að nem- endur ættu að geta byrjað menntaskólanám einu ári fyrr en þeir nú gera og þá háskólanám sömuleiðis einu ári fyrr en nú á sér stað. í gildandi lögum segir, að lágmarksaldur til inngöngu í menntaskóla sé 16 ár. Frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið vikið í reynd, þegar nauðsynlegt hefur verið talið, en skipulag barna- og miðskólanámsins er þó við það miðað, að menn hefji ekki menntaskólanám fyrr en við 16 ára aldur ,og á því byggist ákvæði núgildandi menntaskóla- löggjafar. Eins og ég hef þegar getið um, er í þessu frumvarpi lagt til ,að þetta ákvæði um lág- marksaldur sé numið úr lögum. Miklar umræður hatfa átt sér stað um það meðal embættis- manna á sviði fræðslumála og skólamanna, hvort æskilegt sé að lækka stúdentsaldurinn, og ef það sé talið æskilegt, hvernig að því skuli fara. Menntamálaráðu- neytið skípaði á sínum tíma nefnd til athugunar á þessu máli, og lauk hún störfum, Engrar frekari lagabreytingar er þörf til þess að lækka stúdentsaldurinn. Rammalöggjöfin um skólakerfi og fræðiluskyldu er einmitt þannig, að í framkvæmd er hægt að gera þá breytingu á fræðslu- skyldustiginu, sem gæti gert nemendum kleift að Ijúka lands- prófi 15 ára í stað 16 ára nú. Skoðanir meðal skólamanna eru hins vegar talsvert skiptar um það, hvort slíka breytingu ætti að framkvæma, og þó einkum, hvernig hana ætti að fram- kvæma. Menntamálaráðuneytið mun gera ráðstafanir til þess, að á næsta vetri verði á fræðslu- skyldustiginu hafin tilraun til breytingar á skipulagi fræðslu- skyldunnar, sem geri nemendum kleift að ljúka landsprófi 15 ára í stað 16 ára nú. Mun þetta verða gert í trausti þe=s„ að þetta frum varp verði að lögum í síðasta lagi á næsta þingi. Hefði ákvæð- ið um 16 ára lágmarksaldur til inngöngu í menntaskóla þá ver- ið afnumið, og miðskólanemend- ur þar með getað átt þess kost að ljúka landsprófi 16 ára. Gætu þeir þá hafið nám í menntaskóla 15 ára gamlir og lokið stúdents- prófi 19 ára gamlir. Tilrauniir í þessum efnum á næsta vetri mundu geta leitt í ljós, hvaða framtíðarskipun eða aðferðir í þessum efnum væru skynsamleg a’star. Að lokum vék menntamála- ráðherra að h'úsnæðismálum menntaskólanna. Sagði hann m.a., að um áratuga skeið hefðu húsnæði&mál menntaskólastigs- ins mjög verið vanrækt. Á sið- ustu árum heíðu hins vegar ver- ið mjög miklar framkvæmdir við byggingu menntaskóla. Þá hefði verið byggt nýtt hús á lóð Menntaskólans við Lækjargötu, sem einkum er ætlað fyrir ýmiss konar sérkennslu og jafnframt hafin bygging menntaskólans við Hamra'hlíð. Hefði þegar verið byggt þar hú-snæði sem í væru 16 kennslustofur. Árið 1964 hefði einnig verið hafizt handa um stækkun Menntaskólans að Laug arvatni um helming, með því að byggja þar ný heimavistarhús, og yrði þeim framkvæmdum lok ið á næsta ári. Ráðherra sagði, að til þess að þessar framkvæmdir væru mögu legar hefði fjárveiting til mennta skóla verið margfölduð á undan- förnum árum. Árið 1960 voru fj árveitingar til byggingar menntaskóla 1,1 millj. kr., um- reiknað til verðlags í desember 1968. Árið 1965 höfðu þær verið auknar upp í 12,1 millj. kr. og á þessu ári nema þær 38,1 millj. kr. Ráðherra sagði, að í mennta- skólunum fjórum væru nú alls 2200 nemendur. Eins og væri rúmuðu skólarnir 1460 nemend- ur miðað við einsetningu. Væri þannig um 56% tvísetningu að ræða. Sagði ráðherra að á næsta hausti muni nemendafjöldi menntaskólanna aukast um ná- lega 360 nemendur. Það húsnæði, sem nú væri í byggingu, mundi taka 240 nemendur miðað við einsetningu. Mundi því tvísetn- ingarhlutfall haldast miðað við þær byggingaframkvæmdir, sem nú er unnið að, ef litið er á menntaskólahúsrraeðið í heild. Sagði ráðherra, að nú væri í sér- stakri athugun, að hefja í sum- ar byggingu 4. áfanga Hamra- hlíðarmenntaskólans, en þeirri framkvæmd var frestað um eitt ár til þess að unnt væri að hraða byggingu Akureyrarskólans. Auk þess væri til athugunar að taka á leigu eða kaupa einhvern af gagnfræðaskólunum í Reykja- vík til afnota fyrir menntaskóla kennslu. Að lokum sagði ráðherra: Ég vona, að með þessum orð- um hafi ég gert grein fyrir þeim meginbreytingum, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir á menntaskólalöggjöfinni og starf- semi menntaskólanna, þeim ráð- stöfunum, sem ég tel rétt að gera um leið og þessi nýskipan kæmi til framkvæmda, möguleika á lækkun stúdentsaldurs, ástandinu í húsnæðismálum menntaskól- anna og framtíðarþörfum á því sviði og tengslum þessa frum- varps við þá endurskoðun skóla- löggjafar og skólastarfs, sem átt hefur sér stað og stendur yfir- Það er skoðun mín, að með sam- þykkt þessa frumvarps væri stig ið stórmerkt spor í íslenzkri skólalöggjöf og íslenzku skóla- starfi. Þess vegna leyfi ég mér að vænta þess, að það hljóti góð- ar undirtektir hér á hinu háa Alþingi. Veslfirðingumót ó sunnudag HIÐ árlega Vestfirðingamót verð ur haldið á Hótel Bong sunnu- daginn 16. marz kl. 6.30 síðdegis. Hefst það með sameiginlegu borðhaldi. Mörg skammtiatriði eru á dagskrá. Vestfdrðingafélag- ið hefur haldið þessi mót í tæp 30 ár við mfiklar vinsældir. Árshótíð Svordælinga SVARFDÆLINGAR í Reykjavík og nágrenni. Samtök Svarfdæl- inga í Reykjavík, halda árshátíð sína í Tjarnarbúð, í kvöld, og 'hefst hún með borðhaldi. Þess er vænzt segir stjórnin, að það verði setinn Svarfaðardalur í Tjarnarbúð í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.