Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 73. tbl. 56. árg. FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skýrsla Bjarna Benediktssonar, forsœtisráðherra um störf Atvinnumálanefndar ríkisins: Afurðalán sjávarútvegsins hækkuð — 100 milljónir í sérstök rekstrarlán til fiskiskipa —150 milljónir í aukin rekstrarlán til iðnaðar — Lánsfé til atvinnuaukningar tryggt erlendis — Venjuleg rekstrarlán til fiskiskipa aukin um 50 °Jo — Frekari aðgerðir til að flýta húsbyggingum í athugun — Nauðsynlegt að breyta lausaskuldum verzlunarinnar á sama hátt og annarra höfuðatvinnugreina BJARNI Benediktsson, for- sætisráðherra, flutti Alþingi í gær skýrslu um störf At- vinnumálanefndar ríkisins. í upphafi ræðu sinnar skýrði forsætisráðherra frá því, að nú væri tryggt að erlent lán til úthlutunar á vegum At- vinnumálanefndar ríkisins fengist bráðlega með útboði á lánamarkaði í Evrópu. Þó er gert ráð fyrir að þriðji hluti þess fjármagns, sem Atvinnumálanefndin fær til umráða fáist með innlendri lántöku og ekki minna en 50 milljónir á þessu ári. Jafn- framt hefur Seðlabankinn samþykkt að veita nokkurt bráðabirgðalán og hefur þeim lántakendum, sem þegar hef- ur verið úthlutað lánum ver- ið hoðið að taka innlent lán til bráðabirgða. Bjarni Benediktsson upp- lýsti í þingræðu sinni, að borizt hefðu 275 umsóknir Dr. Bjarni Benediktsson um lán eða styrki til atvinnufyrirtækja sam- tals að upphæð 526 milljónir króna en umsóknir vegna opinberra framkvæmda nema um 200 milljónum króna. Forsætisráðherra sagði, að eitt fyrsta verkefni Atvinnu- málanefndar ríkisins hefði verið að fjalla um rekstrar- fjárþörf atvinnufyrirtækja og hefðu eftirfarandi ráð- stafanir verið gerðar í því skyni: ic Afurðalán sjávarútvegsins voru hækkuð í samræmi við verðhækkanir vegna geng- isbreytingarinnar. Seðlabankinn ákvað að verja 100 milljónum króna til sér- stakra rekstrarlána til fiski- skipa, einkum til að létta byrði af lausaskuldum og eru þessi lán veitt til 1% árs. ★ Viðskiptabankamir ákváðu að auka venjuleg rekstrar- lán til fiskiskipa um 50%. •k Seðlabankinn tók ákvörðun um að verja 150 milljónum Leynilegar viðræður Banda- ríkjamanna og Noröur-Vietnama Miða að gagnkvœmum brottflutningi hersveita frá S.-Vietnam Washington, 27. marz (AP) WILLIAM P. Rogers utan- ríkisráðherra flutti í dag ut- anríkisnefnd Öldungadeildar bandaríska þingsins fyrstu skýrslu sína um utanríkis- stefnu stjórnarinnar. Ráðherrann skýrði meðal annars frá því að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi að undanförnu átt leynilegar viðræður við talsmenn stjórnar Norður-Vietnam, og miðuðu þær viðræður að því að finna leið til samninga um gagnkvæman brottflutn- ing hersveita landanna frá Suður-Vietnam. Sagði Rog- ers að Bandaríkin væru reiðubúin til að flytja her- sveitir sínar á brott frá Suð- ur-Vietnam á tiltölulega stuttum tíma, ef Hanoi-stjórn in féllist á að gera slíkt hið sama. Varðandi Evrópu sagði ráð- herrann að sambúð Bandaríkja- manna og Frak'ka hefði mjög batnað eftir heimsókn Nixons forseta til Parísar fyrir skömmu. Hann sagði að Bandaríkjastjórn væri hlynnt frekari stjórnmála- einingu vestrænna ríkja Evrópu, en það væri hins vegar mál, sem bandaríska stjórnin hefði engin afskipti af, enda algjört „innan- ríkismál" viðkomandi ríkja. Þá ræddi ráðherrann lítillega um sambúðina við riki Austur- Evrópu, og kvaðst vona að hún færi batnandi í framtíðinni. Rómaði hann aukið frjálsræði stjórna Rúmeníu og Júgóslaviu, en sagði fátt um hersetu Rússa í Tékkóslóvakíu. Þó sagði hann að í augum almennings víða um heim væri hernám Tékkósló- vakíu „ófyrirgefanlegt". Leyniviðræ'ður fulltrúa stjórna Framhald á bls. 3 Annn Morío n von ó bnrni RÓM 27. miarz (AP). — Anna María Grikklandsdrottning, kona Konstantíns konungs og dóttir Friðriks Danakonungs, á von á þriðja barni sínu í október, að því er tilkynnt var í Róm í dag. Var það Leonidas Papagos hirð- marskálkur sem gaf út tilkynn- inguna. Anna Mariia og Konstantí'n eiga tvö börn, Paul prins, sem er að verða tveggja ána, og Al- exíu priseisisu, þriggja ára, en drottningin missti fóstur 29. desember 1967, hálfum mánuði eftir flótta þeirra hjóna fró Grikktandi. Hafa þau síðan bú- ið í Róm. til aukningar rekstrarlána iðnaðarins í samvinnu við viðskiptabankana. ★ t upphafi ársins fengu all- mörg frystihús, sem voru í sérstökum erfiðleikum fyr- irgreiðslu að upphæð 30 milljónir króna. I ræðu sinni vék Bjarni Benediktsson að vandamálum verzlunarinnar og sagði að hún hefði verið hart leikin síðustu misseri. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að kanna þyrfti nauðsyn á ráðstöfun- um til að hagræða eða breyta lausaskuldum verzlunarinnar vegna gengisbreytinganna tveggja á hliðstæðan hátt og gert hefur verið fyrir aðrar höfuðatvinnugreinar þjóðar- innar. Forsætisráðherra minnti á þá fyrirgreiðslu, sem Hús- næðismálastjórn hefur feng- ið að upphæð rúmar 100 milljónir króna til þess að flýta lánum til húsbygginga og sagði að frekari aðgerðir í þessum efnum væru til at- hugunar á vegum Atvinnu- málanefndar ríkisins. Slíkar aðgerðir hefðu mikla al- menna þýðingu fyrir atvinnu ástandið í landinu. í lok ræðu sinnar gat for- sætisráðherra þess að at- vinnulausum mönnum hefði Framhald á bls. 12 Hjónin John Lennon og Yoko Ono hafa búið um sig í breiðu rúmi í hótelherbergi í Amsterdam og ætla ekki að hreyfa sig þaðan í sjö daga og sjö nætur. Gera þau þetta til að mótmæla ofbeldinu í heiminum. Hófust þessi mótmæli á þriðjudag, og var þá mynd þessi tekin. Lýsti John Lennon því yfir í upp- hafi mótmælaaðgerðanna, að gæfan mesta væri það, ef hon- um tækist að gera konu sinni barn, meðan mótmælavikan stendur yfir. Bítlarnir hættir — opinberum tónleikum London, 27. marz (AP) Starr, trommuleikari hljóm- BÍTLAHLJÓMSVEITIN The sveitarinnar í London í dag. Beatles kemur aldrei framar Hún mun þó áfram leika inn fram opinberlega, sagði Ringo Framhaid á bis. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.