Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 17
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 196® 17 Guðm. G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Fagurt er á fjöllum Steindór Steindórsson: Landið þitt. Annað bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Reykjavík 1968 TIL BRU setningar í íslenak- um bókmenntum, allt frá elztu tímum íslandsbyggðar, sem á svo einfaldan, ljóðrænan og mark- vissan hátt túl'ka áihrifatöfra átt haga og fósturjarðar, að þær glitra eins og slípaðir bergkrist allar í minni hvers þess íslend- ings, sem ekki er sleginn blindu eða haíldinn hjartakölkun. „Fög- ur er hlíðin“, sagði Gunnar horf andi á heimbyggð sína, þá er hann skyldi kveðja hana sem út lagi. „Nú falla vötn öll til Dýra- fjarðar", mælti Vésteinn, þá er hann var varaður við fyrirsát, þar sem hann stóð á vesturbrún Gemsufallðheiðar, horfandi á hin undursamlegu síðdegislit- brigði fjallanna vestan fjarðar- ins, og hlustandi á nið elfar og hjal vorglaðra hlíðarlækja. „Með vorinu máttu skrifa mig í Haga“, sagði skáldið Jón Thoroddsen í vinarbréfi af Hafnarslóð, sjá- andi byggðir Breiðafjarðar í dýrð gróandans. Og: Fagurt er ó fjöll unum núna, varð henni af munpi þeirri konu, sem þá stóð fyrir dyrum úti í byggð og horfði til hinna hrikalegu og snækrýndu hnúka og tinda, dælda og dal- verpa, þar sem hún hafði þolað þrautir hungurs, einmanaleika, skelfingar og harma, sem virzt gætu óhugsanleg ofraun, en líka fundið sig á unaðsstundum sól- dægra og sumarhillinga jafn frjálsa og ríka og hún væri hin fyrsta kona, sem manni var gefin, og ætti sér alls völ, jafn- vel þess að tæla manninn, sem hún hafði fylgt á brott frá svipu klerks og kóngs, til að ganga heldur á ’hönd höggorminum en Ihlíta nokkru boði eða banni þeirra, sem skákuðu í hróks- valdi skapara síns, leggjandi hin þyngstu viðunlög við, að fá- tæki maðurinn tæki sér vald til að aðnjóta, þótt ekki væri nema molanna af borðum þess ríka, — og þá ekki sízt við því, að snauður maður og umkomulaus kona fengju — þeim hafði með sól og vori orðið það ósjálfrátt þegar þau á ný eins og jökla- sóleyunni sem blómstrar á ber- angri fjalla milli blakkra bráðn andi fanna — að hlýða því kalli í blóði sínu, sem er endurómur þess fyrsta boðorðs, sem maður og kona heyrðu frá skapara sín- um: uppfyllið jörðina. Höfundur fyrra bindis þess- arar bókar Þorsteinn Jósepsson, fékk snemma það orð á sig hjá hverjum þeim, seim honum kynnt ist, að hann væri drengskapar- maður, sem ekki mætti vamm sitt vita, og greiðasamur, glað- ur og notalegur félagi. Hann varð og snemma þekktur að því, hvert yndi hann hafði af ferða- lögum til kynna á fegurð ilanda og tháttum þjóða, og ekki leið á Jöngu unz það sýndi sig, að hann kunni manna bezt að meta jafnt yndisleik sem hrikatöfra síns eig ins lands og gerðist þar ærið víð flörull. Hann hafði og þegar í bernsku kynnzt allnáið íslenzk- um bókmenntum og sögu, og á íerðalögum sínum naut hann þess ekki sízt að skoða staði og héruð, sem rifjuðu upp fyrir honum eftirminnilega atburði, eð merkilegan æviferil — eða hann vissi hafa mótað merka menn á hinu viðkvæma skeiði bernsku og æsku. Mér varð það snemma ljóst af ferðabókum, blaðagrein- umog smásögum IÞorsteins Jós- epssonar, að hann mundi geta orðið liðtækur rithfundur á vett vangi fagurra bókmennita, ekki sízt virtist mér benda til þess hið þroakaða skopskyn hans — og hve vel honum léf að velja orð sín í samræmi við frásagnar efni. En ást hans á landinu og hið glögga skyn hans á áhrif þess á mótun og sögu einstakl- inga og þjóðarheildar, svo sem hann hafði orðið þeirra vís við samanburð lands og landshluta annars vegar og sögu, sagna og skáldskapar hins vegar, leiddi smátt og smátt til þess, að hann helgaði sig fyrst og fremst tveim ur hlutverkum: töku ljósmynda af sem allra flestum stöðum í byggðum og óbyggðum íslands og söfnun íslenzkra bóka, og gekk hann að hvoru tveggja af einstæðum dugnaði, natni og smekkvísi. Það var því ærið vel til fall- ið, að hinir ungu og áhugasömu bókaútgefendur, Örn og Örlyg- ur, sneru sér til Þorsteins, þeg- ar þeir vildu fá samið „lítið en handhægt vasakver, sem einkum yrði ætlað útlendingum". En sem betur fór, kom þeim með ágæt- um saman um það, þegar Þor- steinn skilaði handritinu, hon- um og hinum framsýnu útgef- endum, að „gjörbreyta upphaf- legri áætlún. Bókin skyldi sam- fremst og gefin út á sílenzku. Ennfremur skýldi hún aukin til stórra muna frá því, sem upp- hafllega var ætlað,“ og þegar hún kom út, haustið 1967, sagði hún í stuttu máli sögu „nær 2000 ein stakra bæja og staða“ í byggð- um íslands og lýsti að nokkru séreinkennum þeirra, — og boð- að var í formála annað bindi er fjalla skyldi um óbyggðir nafnaskrá yfir þau bæði. Félag háskólamenntaðra kennara: YFIRLÝSING UM GRUNDVALLAR- SJÓNARMIÐ í SKÓLA- MÁLUM. Reykjavík 1969. SKÓLAMÁLIN, sem þóttu fyrir eina tíð heldur svona púkalegt umtalsefni, eru í seinni tíð kom- in inn í hvers manns gafl sem „vinsælt“ dægurmál. Hvað veld- ur? Menningaébylting í Kína? Stúdentaróstur í Frakklandi? Ef tií vill. Svo mikið er víst, að unga kynslóðin hefúr skyndilega áttað sig á, að hún er stétt. Þessi áratugur ætlar að verða tími ungrar menntastéttar á sama hátt og fjórði tugur aldarinnar var tímabil ófaglærðrar verka- lýðsstéttar. Sameiginlegt er báð- um þessum stéttum — þá og nú — að þeim þykir að sér þrengt. En áhugi okkar íslendinga á skólamálum þessi misserin er ekki einvörðúngu innfluttur. ’Sennilegt er meira að segja, að skólamálin hefðu komizt hér í hámæli, þó hvorki hefði spurzt af menningarbyltingum né stúd- entarósum úti í heimi. Fyrir nokkrum vikum — í þann mund er faglærðir fram- haldsskólakennarar voru að reýna að losa sig undan því kverkataki, sem önnur og óvið- komandi samtök höfðu á þeim náð — sendi Félag háskólamennt aðra kennara frá sér Yfirlýsing um grundvallarsjónarmið í skóla málum, ’fjölritaða ‘bók, ekki ýkja þykka, en allt um það tals- Fyrra bindið varð fljótt mjög vinsælt, og það hefur ekki að- eins gert það gagn að auka á- huga á því, sem fyrir augun ber þegar menn ferðast um land ið, heldiur og aukið skilning á þeirri fegurð og fjölbreytni, sem það hefur upp á að bjóða — og með tengs'lum frásagnanna um land og sögu, atburði og menn beinlínis breytt í það viðhorfi, margs ferðamanns við landinu og lífi því, sem þar hefur verið Steindór Steindórsson lifað, enda veit ég með vissu að margur hefur, þegar heim kom tekið að kynna sér nánar sitt- hvað, sem um getur í Landið þitt. Margur harmaði dauða Þor steins Jósepssonar, og oft hef ur mér runnið til rifja, að hann skyldi ekki fá að lifa þá gleði að vera þess vís — eins og út- gefendurnir — hve glæsilegur ár angur hefur orðið að af starfi hans og þeirra. En nú er komið annað bindi verða að lesmáli og ■stórum at- hyglisverða. „Er þetta“, segir Jón Baldvin Hannibalsson í for- mála, „fyrsta plagg sinnar teg- undar, er kennarasamtöik í land- inu láta frá sér fara“. Skaði er, að Félag 'háskóla- menntaðra kennara skyldi ekki láta prenta bókina, þar eð svo virðist, að ýmsir taki meira mark á prentuðum bókstaf en fjölrit- uðum. Undirritaður vill ekki telja sig til þeirra og ek’ki láta bókarinnar gjalda síns óformlega búnings, og skal því efni hennar rakið hér í stórum dráttum í því •skyni að vekja á Ihenni atlhygli fremur en brjóta til mergjar efni ’hennar. Yfirlýsingin tekur til alls skólakerfisins, allt frá barna skóla til háskóla. Fyrsti kaflinn nefnist Skóli og þjóðfélag. Þar er meðal annars rætt um félags- leg markmið skólastarfsins, þekk ingarbylting, skólasamfélagið og fleira. „Ástandið í íslenzkum skól- um“, segir í lokagrein kaflans, hefur undanfarna árátugi ein- kennzt af iháskalegri kyrrstöðu í hugsun og stöðnun í föstum, úr- eltum formum. Afleiðingin er sú, að íslenzka skóla skortir mikið til að fullnægja þeim kröfum, sem þjóðfélagið 'hlýtur að gera til þeirra í nútíð og framtíð“. Rannsóknir í þágu skólamála heitir annar kaflinn. „Öllúm að- ilum verður að skiljast“, segir þar, að „fjárfesting í menntun og vísindum er sú, sem beztum þessa þarfa ritverks og tlíl að semja það hefur valizt Steindór Steindórsson, skólameistari á Akureyri, or hygg ég, að ekki hefði annar maður heppilegri getað or'öið fyrir valinu. Steindór hefur lengst sinnar ævi verið víðförull um óbyggð- ir fslands, og oft mundi honum hafa dottið í hug, þegiar hann hefiur þangað litið úr byggðinni, það sem haft er eftir Höllu gömlu: „Fagurt er á fjöllunum núnia!‘ Áratugum . saman hefur hann rannsakað gróðurfar í ó- byggðum landsins og samið um það vísindaleg rit og ritgerðir. Einnig er hann gagnfróður um flest annað, seim varðar ís- lenzka náttúru. Hann kann góð skil á öllu, sem ritað hefur ver- ið fyrr og síðar um ísilenzkar byggðum landsins og samið um afrek, sem sögur herma, að þar hafi verið unnin, og hann hefur ag heyrt eða lesið flestar þær sögur, sem til eru um harm- leiki, er þar hafa gerzt. Auðvit- að hefur hann líba þekkt ærið margt örnefna á hálendi fslands áður en hann tók að semja þessa bók. Hann hefur og verið kenöari við Menntaskólann á Akureyri frá 1930 og nú sein- ustu árin skólameistari, og hann hefur þar haft kynni af fjölda manms, víðs vegar á landinu. Hann hefur því nokkuð langa reynslu af því, hvaða fræði um staði og svæði í óbyggðum landsins eru líklegt til að vekja áhuga ungs fólks á frekari kynn um af hinni stórbrotnu náttúru, sem ýmist vekur ógn eða aðdá- un og j'afnvel hvort tveggja í senn, og þá er hann hóf að semja þessa bók, hefur hann haft hin æskilegustu skilyrði til að aflá sér heimilda, sem hann vissi hvergi skráðar. Loks er hann með ágætum ritfær og einn hinn fjölhæfasti atorkumaður, sem nú er uppi með íslenzku þjóðinni. Fyrra bindið flytur á 418 tví- dálka blaðsíðum sínar hart nær arði skilar, þegar til langs tíma er litið; að vanræksla á því sviði mun reynast þjóðinni dýr fyrr en varir. Hinu má ekki gleyma, að sú fjárfesting verður sem önn- ur að stjórnast af viti og fyrir- hyggju, ef hún á að ’bera tilætl- aðan árangur. Þess vegna er víð- tækt rannsóknarstarf ómissandi gmndvöllur“. Grundvallarvandamál heitir þriðji kaflinn, en þar er meðal annars rætt um endurskoðun námsefnis, vanræktar náms- greinar, úreltar bækur, mennt- un kennara og fleira. í fylgi- skjölum eru svo birt gildandi lagaákvæði um menntun og rétt- indi kennara í gagnfræða- og fram'haldsskólum svo og breyt- ingartillögur félagsins á þeim lögum. Hvort tveggja er atíhygl- isvert: gildandi lög, ef lög skyldi kalla, fyrir þá sök, að þau eru einn allsherjar hrærigrautur og einna helít til þess fallin, að því er virðist, að fara megi á bak við þaú. í.raUninni gégnir furðu, tvö þúaund frásagnir og lýsing ar bæja og staða, en í þeasu bindi, sem er alla 255 tvídá'lka síður er greint frá sérkennum og sögu 700 staða og svæða í óbyggðum íslands á 162 síðum, en síðan taka við skrár yfir eft- irtalda nafnaflokka í báðum bindum þessa sérstæða ritverks: 1. Mannanöfn á 20 síðum 2. Bækur og rit á 5 síðum. 3. Félög og stofnanir á einni síðu. 4. Atburði á einni síðu. 5. Þjóð- og goðsagnanöfn á einni síðu 6. Staðanöfn á 55 síðum 7. Erlend staðanöfn á einni síðu. Höfundur segir maðal annars svo um þessar skrár í formála bindisins: „Bindi þessu fylgja nafnaskrár yfir bæði bindin, Þorsteins og mi'tt. Nöfnin úr bók Þorsteins tók Gunnar sonur minn á seðla en ég hef annazt röðun þeirra. Vafalaust hefur eitthvað fallið niður af ölilum nafnagrúa bók- anna, því að ég hygg, að þetta sé mesta staðanafna registur, sem prentað hefur verið á íslenzku. Þá má æt'la, að naumast sé nógu vel gerð grein fyrir einstökum stöðum í nafnaskránni, en hægt verður að leiðrétta það í nýrri útgáfu... ‘ Við lauslega athugun hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að staðanöfnin á skránni séu ekki undir sex þúsundum. En hvernig hefur svo annars til tekizt hjá Steindóri skóla meistara um framhald þess þarfa stórvirkis, sem Þorsteinn Jós- epsson fékk ekki fullnað? Mér virðist auðsætt, að Steindóri hafi lánazt hvort tveggja, sem af hon um varð að krefja og hann mun hafa gert sér ljóst, þegar hann tók verkið að sér: Að þetta bindi flytti ekki síður áhugaverðan fróðleik en hið fyrra — og að formið væri sem allra samraem- ast því fordæmi, sem Þorsteinn Framhald á bls. 20 að ábyrg löggjafarsamkoma skuli hafa látið slíkt frá sér fara. En Alþingi verður tæpast einu um kennt. Vafalaust hefur það á sínum tíma samþykkt lögin (sem aðrir hafa þá búið því í hendur) í þeirri trú, að efni þeirra væri runnið frá einhverjum aðilum, sem vit hefðu á. En sú hefur sýnilega ekki verið raunin. Um breytingartillögur félags- ins er það hins vegar að segja, að þær sýnast vera svo þaul- unnar og slípaðar, að Alþingi ætti ekki að vera skotaskuld að taka við þeim óbreyttum og bera þær fram sem „frumvarp til laga“. Eða hver er sá aðili í þjóð- félaginu, sem getur hagnazt á loðnum og óljósum lögum? Nýjar námsbrautir heitir fjórði kaflinn. Þar er meðal ann- ars rætt um sarmæming gagn- fræðaprófs, og segir svo um þau mál; að féiagið sé „eindregið fylgjandi viðleitni, sem þegar er hafin, að samræma námskröfur í einstökum greinum til gagn- fræðaprófs, en mælir með því, að íú samræming beinist að námsefni og námsstandard, án þess endilega að fyrirskipa bæk- ur og blaðsíðutal, til þess að skerða ekki um of rvigrúm kenn- arans tii tilraunastarfsemi og nýjunga“. Vel er þetta mælt og viturlega. En, hve.rnig múndi nú þessum málum vera komið í framkvæmd inni? Þar er því miður dapur- iegri sögu að segja. Til dæmis mætti hyggja að, ’hvernig séð er fyrir „ amræming" móðurmáls- kennslu á gagnfræðastigi. Þar hefur streberíið og fúskið verið spyrt saman eins og morkin skreið á feyskinni rá. Hvaða tilgangi þjónar að láta menn, sem hafa ekki sýnt svo mi'kið sem lit, á að afla sér til- skilinnar menntunar eða rétt- inda til að kenna námsgrein, hreykia sér yfir faglærða menn og segja þeim fyrir verkum? Eða hvernig ætli upplitið yrði á ís- lenzkum lögfræðingum, svo dæmi sé tekið. ef einhverjum Framhald á bls. 20 / Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR SKOLAMAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.