Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1969 — Fagurt er d fjöllum Framhald af bls. 1T Jósepsson hafði gefið. Steindór hefur til dæmis ekki fallið í þá freistni að beita á kostnað ann- arra efnisatriða sérþekkíhgu sinni á náttúru landsins, heldur leitað af mikilli smekkvísi og sam- vizkusemi nauðsynlegs jafnvægis milli svæða- og staðarlýsinga annars vegar og sögulegra stað- reynda og áhugaverðra sagna hins vegar. . Og honum hefur einnig tekizt með ágætum að gera frásagnir sínar og lýsingar svo skýrar og lausar við hvers konar sérvizku og sýndarspeki, að auðsætt er, að hann hefur gert sér fyllstu grein fyrir hlut verki sinu sem látlaus og aðlað- landi leiðbeinandi og fræðari — svo sem og var styrkur forvera hans í þessu nytjastarfi. Ég hef þegar séð að því spurt, sem einnig kom fram, þá er menn höfðu séð fyrra bindi þessa rit- verks, hvers vegna þessa staðar sé þar getið, en ekki hins. Hjá slíkum spurningum verður aldrei komizt, hve oft sem þetta rit- verk verður gef ið út og hve mjög sem forgöngumenn þess vanda val þeirra manna, sem sjá um viðbætur, úrfellingar — og um breytingar á því sem sagt er um staði og svæði í byggð- umog óbyggðum, en hins vegar beggja bindanna, að báðum höf undunum hefur verði ljóst, að þeim kynni að sjást yfir staði, sem átt hefði um að geta, og ehnfremur gæti sumt verið mið- ur rétt, sem sagt væri — en sumt vansagt, og beiddust þeir báðir leiðréttinga og aukinna upplýsinga frá kaupendum. Ég get svo að lokum ekki stillt mig um að lýsa aðdáun minni á ' EINfl STfiL OG JÁRNBIRGÐA STÖD LANDSINS Leitast ávallt við að hafa fyrirl iggjandi mörg hundruð tegundir, stærðir og gerðir af járni, stáli og annarri efnisvöru handa járn- og máhniðnaðinum í landinu. Efniskaupin eru gerð í stórkaupum beint frá verksmiðjum í aðal- viðskiptalöndum okkar, ávallt á lægsta heimsmarkaðsverði. Járn- og inálmiðnaðarmenn hafa áratuga reynslu af hagkvæmum viðskiptum og gæðum. Rýmingarsalan hættir um helgina. Metravara Tilbúinn fatnaður Selt fyrir ótrúlega lágt verð Austurstræti 9. S AMVIN N UTRYGGINGAR Vér viljum ráða nii þegar 2—3 menn til að annast tryggingastörf í Reykjavík og nágrenni. Hér er um aukastarf að ræða, sem gæti orðið til frambúðar og veitt góðar tekjur. Upplýsingar og umsóknareyðublöð veitir Sölu- deild. Upplýsingar ekki veittar í síma. þeim dugnaði og því starfsþreki sem Steindór skólameistari Stein dórsson er gæddur. Sumariðl967 var hann hálfsjötugur, og haust ði 1968 — ári síðar en hnan tók að sér að skrifa þessa bók, kom hún út. Samtímis því, sem hann dró að sér efni í hana og gerði hana úr garði, sinnti hann um- fangsmiklu og erilsömu embætti, stjórnaði allstóru alþýðlegu mán aðarriti — og hefur svo auk þessa lagt að vanda nokkra stund á sín vísindi, rannsóknir á gróðurfari fslands. Ef að lík- um lætur, hefur ekki til hans vetrið vanviðað af hinum mikla smið manna, hnatta og heima, sýnilegara og ósýnilegra. En hvort mundu ekki ferðir hans um óbyggðir íslands hafa reynzt honum varanleg heilsubót og töfr ar þeirra ýmist unaðsfríðu eða ægifögru furðuheima aukið hon um and'lega orku til starfa í þágu jákvæðra viðfangsefna? Mætti svo fleirum fara — og stuðla, svo vel sem það er þetta ritverk að nokkru að því hugsað og úr garði gert. Guðmundur Gíslason Hagalín - SKÖLAMÁL Framhald af bls. 17 gömlum. uppgjafastúdentum væri einn góðan veðurdag falið að „samræma" dómsmál og rétt- arfar á íslandi? Ég held, að ekki þurfi að kveðja til neinn lög- fræðing að svara þeirri spurn- ing. Þessa dæmis er ekki getið hér vegna þess, að það sé algert eins- dæmi, þó það sé af verra taginu að vísu, heldur til að minna á, að góðar yfirlýsingar ná skammt, nema þeim sé fylgt eftir með vakandi auga og gagnrýni. Fé- lag háskólamenntaðra kennara hefur því verk að vinna. Þá er fimmti kafli Yfirlýsing- arinnar. Ástandið á einstökum skólastigum heitir hann. Þar er fyrst fjallað um barnaskólastig- ið. „Það sem gagnrýnin beinist að“, segir um það skólastig, „er hin svokaiiaða meðallagskennsla. Með öðrum orðum, að ekki sé nægilega séð fyrir þörfum greindra barna og bráðþroska annars vegar, en hinna tornæmu og seinþroska hins vegar. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar: Hin fyrrnefndu alast í of ríkum mæii upp við að nám sé fyrirhafnar- lítið, það mótar óheppilegar námsvenjur og vinnubrögð og er slæmt veganesti fyrir framhalds- nám“. Um gagnfræðastigið segir, að þar sé „flestu áfátt og brýnust þörf breytinga, en skólarnir sjálf ir sízt undir það búnir að koma á umbótum“. Varðandi menntaskólastigið er meðal annars talið „af ýmsum félagslegum ástæðum æskilegt að lækka stúdentsaldur um 1 til 2 ár“. „Betri nýting námstímans", segir ennfremur, „með anna- kerfi aukið valgreinafrelsi og sérhæfing og breytilegar kennslu aðferðir stuðlar allt að lækkun stúdentsaldurs". Skylt er að geta, um leið og þessi orð eru tilfærð, að Yfirlýs- ingin er samin og gefin út, áður en framvarp til laga um mennta- skóla sá dagsins ljós, það sem nú er til umræðu á Alþingi. Um Háskólann er svo að lok- um fjallað á tæpum tveim síð- um, og segir þar, að „vandamál Háskóla íslands eru svo yfir- gripsmikil og afdrifarík, að þeim verða ekki gerð viðhlítandi skil í stuttu máli“, en félagið „hefur í hyggju að gera því efrii betri skil síðar“. Ætti Félag háskólamenntaðra kennara að láta verða af því fyrr en síðar, meðal annars af þeim sökum, að umræður og ályktanir um málefni Háskólans eru líkleg ar til að bera nokkurn árangur. Þar er enginn þrándur í götu eins og t.cL á gagnfræðastiginu, sem er eins konar landamæra- hérað í skólakerfinu, þar sem mætast og togast á ólíkir hópar, hver með sínar skoðanir og — tilfinningar. Vandi þess skólastigs (gagn- fræðastigsins) verður ekki leyst- ur, nema yfirstjórn menntamála og löggjafarvaldið hleypi í sig kjarki og geri hreint með nýjuiri lögum í samræmi við þær til- lögur, sem kennarar hafa hér með lagt þeim aðilum i hendur. Að vísu eru mörg ár, síðan há- skólamenntaðir kennarar tóku að knýja á dyr á æðri stöðum í þeim vændum að fá framgengt umbótum á gagnfræðastiginu, en — árangurslaust (ég á hér við ný lög, en ekki smákrukk i auka- atriðum). Nú hafa þeir lagt fram rök- studda heildaráætlun, sem ásannast ekki aðeins að vera samvizkulega unnin, en ber líka vott um einlægan vilja til um- bóta. Félag háskólamenntaðra kenn- ara lætur sér sumsé ekki nægja minna en gera hér úttekt á fræðslukerfinu öllu, eins og það leggur sig. Sá háttur er líka einn vænlegur til árangurs. Endur- bætur á einu stigi kerfi-ins eru gagnslitlar, ef allt annað er eftir sem áður látið reka á reiðanum, og tjóir engum að látast ekki taka eftir frumkvæði því, sem höf- undar Yfirlýsingar um grund- vallarsjónarmið í skólamálum hafa hér með tekið sér. Erlendur Jónsson. Veggtóður — ódýrt og gott Japanska LONFIX veggfóðrið er ekki eingöngu vinyl-húðað, það er vinyl allt í gegn. Það er mjög sterkt Verður selt á gömlu mjög lágu verði meðan birgðir endast. Verzlunin ÁLFHÓLL, Álfhólsvegi, Kópavogi, SÍS, Hafnarstræti, Reykjavík. Báruplast f plötum og rúllum margar stærðir glært og litað. Verð mjög hagstætt BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS Sími 41849. Veðslculdabréf Höfum kaupanda að nokkru magni 10 ára veðskuldabréfa með hæstu vöxtum. Upplýsingasími 18105. FASTEIGNIR OG FISKISKIP, Hafnarstræti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.