Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1999 21 Norræn keppni fyrir ungt tónlistarfólk Keppni strokhljóðfœraleikara háð í ár Næstu fimm árin til reynslu frá árinu 1969 að telja verður efnt til tónlistarkeppni ár hvert fyrir unga hljóðfærlaeikara og söngvara frá öllum Norðurlönd- unum. Er þetta gert að tillögu Menningarmálanefndar Norður- landa og með fjárhagslegum stuðning Menningarsjóðs Norð- urlanda. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og efni- legu fólki á sviði tónlistar, sem kynna jafnframt tónlist Norður landaþjóðanna í millL Á þessu fimm ára tímabili fer keppnin fram eftir tónlistargr. í þeirri röð, sem hér segir: strokhljóð- færaleikur blásturshljóðfæra- leikur, söngur, píanóleikur og organleikur Nú fyrsta árið verð ur strokhljóðfæraleikurum boðið til keppninnar Norrænu félögin munu annast tiihögun keppninnar ásamt út- varps- og sjónvarpsstöðvum land anna Keppnin fer fram í tvennu lagi: Fyrst fer fram undirbún- ingskeppni í hverju landi, en síð an samnorræn úrslitakeppni 10 þátttakendur verða í úr- slitakeppninni, þ.e. tveir frá hverju landi, og á hún að fara fram í Árósum dagana 7., 8., og 9. nóvember 1969 í samvinnu við borgadhljómsveitina í Árósum. Fyrstu verðlaun eru að upp- hæð 15 þús kr danskar, en önn ur verðlaun að upphæð 10 þús- und krónur Heimakeppni í hverju landi verður útkljáð í október mán- uði og hér mun hún fara fram í Norræna húsinu dagana 15—16 október Fyrstu verðlaun fyrir heimakeppni eru 4 þúsund dansk ar krónur, en önnur verðlaun 3 þús krónur Skilyrði til þátttöku eru þau, að keppendur séu yngri en 30 ára Gert er ráð fyrir að kepp- andi hafi náð þeim þroska, að bann te'ljist fær um að halda sjálfstæða tónleika eða hafi þeg ar komið fram á sjálfstæðum opinberum tónleikum Umsóknareyðublöð fyrir ís- lenzka hljóðfæraleikara, sem hug hafa á að taka þátt í þess- ari keppni, fást í skrifstofu Nor ræna félagsins í Norræna hús- inu, og eru þar einnig veittar allar nánari upplýsingar um til- högun keppninmar Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 1 ágúst í ár — “Malaglaðir" menn Framliald af bls. 11 hvort mál er flutt skriflega eða munnlega? — Mæti stefndi ekki við þing festingu máls, er það flutt skrif- lega. Mæti stefndi hins vegar og málið sé tekið til varnar, fær stefndi frest til að skila grein- argerð. Þegar hún berst er mál- inu frestað um óákveðinn tíma og ég ákveð, hvaða dómari, eða fulltrúi eftir atvikum, skal með það fara. Það getur svo verið ákaflega misjafnt, hve langan tíma mál tekur. Fraim geta komið óskir um frest og metur dómarinn það 'hverju sinni, hvort hann skuli veita og þá, hvað langan. Gagna söfnun tekur mislangan tíma eft ir eðli hvers máls en þegar henni er lokið, gengur málið til dóms. — Er ekki oft mikill kostnað- írr við málaferli? — Jú, þeim fylgja oft mikil peningaútlát — venjulegast fyr- ir þann, sem málinu tapar. En það virðist ríkt í íslendingum, að vilja gefa nokkuð til að fá skorið úr rétti sínum og oft og tíðum virðist mér, sem íslend- ingar séu helzt til „málaglaðir" menn. í sambandi við málskostnað höfum við gjaldskrá Dögmanna- félags íslands til hliðsjónar en við teljum okkur ekki bundna af henni. — Birtið þið dómana? — Nei. Dómstóllinn annast ekki birtingu á dómum sínum. Það verða aðiljar máls sjálfir að sjá um. — Nú eru dómssalir Borgar- dóms opnir almenningi, er ekki svo? — Jú, nema hvað dómari get- ur í vissum tilfellum ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum. — Er algengt, að áheyrendur séu við þinghöld? — Nei, það er mjög fátítt. Helzt er það, etf blöðin hafa á- huga á einhverju máli. Það má sjá ykkur blaðamennina á áheyr endabekkj unum. — Þið hafið vélritara við allar yfirheyrslur? — Já. Áður fyrr voru allar vitnaleiðslur og aðiljayfirheyrsl- ur ’handskrifaðar í dómabókina en nú eru þær vélritaðar og var það stórt spor í hagræðingarátt, þegar það var tekið upp. Nú er í athugun, hvort hag- kvæmt yrði að taka upp notkun segulbanda, en til þess þarf að fá heimild í einkamálalögunum. — Nú eru dóm araembættin dreifð um borgina. Hvað með þá hugmynd að byggja sérstakt dóms hús? — Það er að mínu viti æski- legt, sæmandi og nauðsynlegt. — í sambandi við það, sem þú sagðir áður, Hákon, að dómari tæki ákvörðun um, • hvort veita skal frest í máli og þá hvað lang an; því hefur verið fleygt að sumir lögfræðingar séu óvenju seigir við að útvega sér og skjól stæðingum sínum frest. — Jú, jú. Skyldi því ekki hafa verið fleygt! En fyrst þú minnist á þetta, skal ég skreyta viðtal okkar með einni gamansögu í lokin. Hún var sögð um einn lög- fræðing, sem þótti drjúgur við frestinn. Sagan segir, að í öllum málum hafi fyrsta viðkvæði hans verið: „Get ég ekki fengið frest“? Svo kom að því, að lögfræðingur þessi skyldi ganga í það heilaga og kom hann í kirkjuna beint úr dómssalnum. Þegar presturinn spyr hann svo, hvort hann vilji ganga að eiga konuna, kemur á amhingja minninn og það fyrsta sem honum dettur í hug að segja, er: „Get ég ekki fengið frest“? Frakkasaumur Stúlkur vanar kápu- eða frakkasaumi óskast. Ákvæðisvinna Upplýsingar hjá verkstjóra. Verksmiðjan ELGUR h/f., Grensásvegi 12 (bakhúsið). Bólstrarar Góður fagmaður óskast til Borgarness. Bólstrun Harðar Péturssonar Simi 13896. Útgerðimnenn — skipstjóror Fyrirliggjandi 3ja og 4ra kg. NETASTEINN Sendum gegn póstkröfu. HELLUSTEYPAN Sími 52050 og 51551. ÚTBOÐ Tilboð óskast i að byggja fjögur dreifistöðvarhús, úr stein- steypu, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3.000.— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 10. apríl kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 ALFTAMÝBI 7 IpBLÓMAHÚSIÐ 8imi 83070 Opið alla daga, öll kvöld og um helgar. Skrautinnpökkun á fermingar- gjöfum. Fermingamellikur. Borðskreytingar á fermingai borðið. — Pantið tímanlega. Opna í dag kjötverzlun að HÓLMGARÐI 34, mikið vöruval. Verið velkomin. Kjöt og ávexfir sími 32550 Sigurður Jónsson. Ferðatöskur handtöskur snyrtitöskur (beauty box) alls konar, stórar og smáar í miklu úrvali. aiísim Vesturgötu 1. KLÚBBFUNDUR Næsti klúbbfundur Heimdallar F.U.S. verður í Tjarnarbúð (niðri) laugardaginn 29. marz og hefst að venju með borðhaldi klukkan 12,15. Gestur fundarins verður BJARNI BENEDIKTSSON, forsætis- ráðherra og ræðir hann um S TJÓRNAMÁLAVIÐHORFIÐ.“ Allir Heimdellingar eru hvattir til þess að fjölmenna. Heimdallur F.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.