Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1909 19 — Atvinnumálanefnd Framhald af bls. 12 vinnuleysi og tryggja atvinnu til frambúðari í landinu er nú veru leg afkastageta til skipasmíða. Á ihinn bóginn er eftirspurn eftir nýjum skipum lítil í bili, enda þótt búast megi við, að hún vaxi aftur áður en langt um líður. Til þess að unnt sé að halda áfram og efla skipasmíðar og hafa við höndina hentug ný skip, þegar eftirspurn fer vaxandi á ný, er þörf sérstakra aðgerða. í>etta verkefni hefur verið til atihugun- ar hjá Atvinnumálanefnd ríkis- ins og um það hafa verið gerðar tillögur frá öllum héraðanefnd- um. Þá hefur iðnaðarmálaráðu- neytið 'haft málið til sérstakrar athugunar, svo og Fiskveiðasjóð- ur. Fyrirætlun Atvinnumálanefnd ar ríkisins er að láta gera sér- staka áætlun um þessar smíðar hið allra bráðasta og verja nokkr um hluta af því fjármagni, sem hún hefur yfir að ráða titl fram- kvæmdar hennar. Dugar þar sennilega ekki minna en 50 millj. króna. Á hinn bóginn er sá vandi á höndum, að umráðafé Fiskveiða sjóðs til þessara þarfa er mjög takmarkað, svo ekki sé meira sagt, og mun verða það næstu árin, meðan verið er að greiða niður lán fiskiskipa þeirra, sem keypt hafa verið í útlöndum á undanförnum árum. Er því enn óvíst, hversu umfangsmiklum skipasmíðum er unnt að hrinda í framkvæmd, en hér er um að ræða einhverja áhrifaríkustu ráð stöfun til atvinnuaukningar í bráð og 'lengd að mati Atvinnu- málanefndar ríkisins og leggur nefndin því megináherzlu á framgang hennar. Fiskvinnslustöðvar eru nú starfræktar hvarvetna, þar sem nægilegt hráefni er fyrir hendi. Lánveitinga frá atvinnumála- nefndum hefur því ekki verið þörf til að koma þeim af stað. Á hinn bóginn á hér einnig við hið sama og um bátana, að æski- legt er að nefndirnar sinni nokkr um úrlausnarefnum. Þessi vanda mál eru þrenns konar: f fyrsta lagi eru vandamál frystihúsanna í þeim landshlut- um, þar sem síldveiðar hafa eink um verið stundaðar á undanförn um árum og bolfiskvinnslustöðv ar hafa því ekki verið endurbætt ar eða beinlínis komizt í niður- níðslu. Þetta á í mismunandi rík- um mæli við norðan frá Rauf- arhöfn suð-austur um til Djúpa- vogs, og að nokkru leyti um Siglufjörð. Á þessu svæði er þörf verulegra lánveitinga til endur- bóta á þeim frysti'húsum, sem fyrir eru. Fiikveiðasjóður og At- vinnumálanefnd níkisins hafa þegar tekið ákvarðanir um fyrir- greiðslu til fjögurra frystihúsa, þ.e. á Raufarhöfn, Seyðisfirði og tveggja á Siglufirði. Umsóknum annarra úr þessum byggðarlög- um mun verða sinnt eins fljótt og tök eru á, þegar nauðsynlegar athuganir hafa farið fram. f öðru lagi er um að ræða mikla fjárhagsörðugleika hjá frystilhúsunum á nokkrum stöð- um, þar sem skipulag hefur ver ið óheppilegt, og rekstur fisk- vinnslustöðva hefur gengið illa árum saman, svo að miklar skuldir hafa safnast. Hér er ekki um ný vandamál að ræða, enda þótt erfiðleikar frystiiðnaðarins á tveim til þremur síðustu árum hafi gert úrlausn þeirra enn brýnni en áður. Endurskipulagn- ing frystiiðnaðarins á þessum stöðum, bæði varðandi fjárhag og rekstur, hefir verið til athug- unar í Fiskveiðasjóði og bönk- unum um tveggja ára skeið og hefur þegar verið greitt úr þess- um málum víða, að miklu eða öllu leyti fyrir milligöngu Fisk- veiðasjóðs og Atvinnujöfnunar- sjóðs þar sem hún er á þeirra færi. Sumsstaðar eru þó vanda- mál enn óleyst og leggja atvinnu málanefndir sig nú fram um lausn þeirra. Ljóst er þó, að for- senda árangurs er, að nauðsyn- legt samstarf fyrirtækja á þess- um stöðum takist. Ef óhjá- kvæmilegar umbætur fást ekki, þá : ökkva ný fjárframlög eða lán frá opinberum aðilum skammí, þvi að nýrra erfiðleika og nýrrar stöðvunar er þá skjótt að vænta. í þriðja lagi er um að ræða lánveitingar til endurbóta á frystihúsum og öðrum fisk- vinnslustöðvum í öðrum lands- hlutum en þar sem um sinn voru einkum stundaðar síldveiðar. Þar er ekki um miklar fjárhæð- ir að ræða, enda mun Fiskveiða sjóður að verulegu leyti geta leyst úr þeirri þörf, og er þó til atJhugunar hvort og að hve miklu leyti atvinnumálanefndir þurfi einnig að hlaupa undir bagga. Atbugun og afgreiðsla um- sókna í sjávarútvegi hefur verið látin ganga fyrir öðrum. Athug- un annarra umsókna, en þær eru fyrst og fremst til ýmis kon- ar iðnaðar, er því skemmra á veg komin. Þó hafa noklkur þýð- ingarmikil mál þegar hlotið at- hugun og fyrirgreiðslu. Má í því samibandi sérstaiklega nefna fyr- irætlanir Sambands ísl. sam- vinnufélaga urn stækkun sútun- arverksmiðju á Akureyri, sem Atvinmumáianefndin, ásamt öðr- um aðilurn, hiefur heitið veru- legri lánveitingu, eftir því sem nánar semst um milli umsækj- anda og l'ánveitenda í heild. Undirbúningur þeirrar fram- kvæmdar heldur því áfram af fullum krafti. önnur þýðingarmikil mál eru nú til athugunar hjá Fram- kvæmdasjóði. í sumum tilvilkum er þar um að ræða nýjar fram- kvæmdir eða iðnað nýrrar teg- undar hérlendis. Auðséð er, að slíkar lánveitingar krefjast ná- kvæmrar afchugunar. Afgreiðsla þeirra kann þess vegna að taka nokkurn tíma. Honum mun þó vel varið, _bæði frá sjónarmiði umsækjanda sjáitfs og væntan- legra starfsmanna, þar sem illa undirbúnar og óheppilegar fram- kvæmdir munidiu eikki stuðla að varanlegum atvinnubótum held- ur von bráðar leiða af sér ný vandamál. Aðrar umsóknir, flestar frá minni fyrirtækjum, eru tii at- hugunar í Atvinnujöfnunarsjóði, en athuganir eru skammt á veg komnar vegna þess, að meira máli hefur verið talið skipta að sinna sjávarútveginum. Oft er um að ræða fyrirtæki, sem At- vinnujöfniunarsjóður hefur þeg- ar kynni af, og hefur veitt lán, svo að málsmeðferð mun þess vegna taka skemmri tíma en ella. En of oft 'kann að reynast enfitt að greiða úr vanda þess- ara fyrirtækja, vegna þess að hann er ek'ki fyrst og fremst fólginn í skorti lánsfjár heldur í Skorti á eigin fé og nægilegri þekkingu og reynslu í stjórnun og rekstni. f þessum efnum er mikilla umbóta þörf hér á landi, svo sem alviðunkennt er. Lausn þess vanda er utan verksviðs at- vinnumálanefnda, en almanna- valdið og stofnanir þess geta þó stuðlað að því með ýmsu móti, að aðilar sjálfir og þeir, sem næstir standa, geri ráðstafanir til þess að reyna að bæta úr þessi^m annmörkum. Nokkur brögð eru að því, að sótt hafi verið um hrein rekstr- arlán, því að alls eru þvílíkar umsóknir 31 að tölu og að fjár- hæð 65 millj. kr. Atvinnumála- nefnd ríkisins hefur ákveðið, að hún wuni ekki veita slíka fyrir- greiðslu, sern eðli sínu sam- kvæmt heyri undir hinar varan legu lánastofnanir, enda mundi sllk íhlutun valda varhugaverð- um glundroða. Nefndin hefur því þegar afigreitt allmargar þess ara umsókna og vísað umsækj- endum til viðskiptabanka sinna og þeirrar fyrirgreiðslu, sem Seðlabankinn veitir með þeirra aðstoð. Aðrar sams konar um- sóknir munu væntanlega verða afgreiddar á saima hátt. 4. OPINBERAR FRAMKVÆMDIR í starfsreglu-m atvinnumála- nefndanna er beruim orðum fram tekið, að lánveitingar til abvinnu fyrirtækja skuli yfirleitt siitja í fyrirrúmi fyrir lánum til opin- berra framkvæmda, en þó mega þær einnig koma til greina, þeg- ar þær hafa milkil og sikjót áhrif fil atvinnuauknimgar og jafn- framt m kla þýðingu fyrir fram tíð atvinmulífsins á staðmum. Miikill fjöldi umsókna um opin- berar fram'kvæmdir hefur borizt frá flestum sveitarfélögum í þétt býli. Áhugi á lánveitingum hefur einnig komið fram af hálfu að- ila, er sjá um hreinar ríkisfram- kvæmdir. Erfitf er að segja með vissu, hve háar upphæðir er hér urn að ræða, þar sem úpplýs- ingar um framkvæmdakostnað og lánaþörf eru ekki all'taf full- nægjandi. Þó má telja, að þær framkvæmdir, sem um er að ræða á árinu 1969 mundu kosta nokkuð yfir 300 millj. kr. og þau lán, sem um er sótt, nema um eða yfir 200 millj. kr. Augljóst er, að ekki er unnt að sinna nema litluim hluta þess ara umsókna af því fjármagni, sem Atvinnumálánefnd ríkisins hefur yfir að ráða og samkvæmt starfsreglum hennar. Annað mál er, að sveitarfélögin eiga nú við að etja sérstakan vanda, sem á rætur sínar að rekja til þess, hversu mjög mörg þeirra juku framkvæmdir sínar á veltiárun- um frá 1962—1966. Slíkar fram- kvæmdir jukust þá meira en annarra aðila á landinu eða um 22% á ári að meðaltali á föstu verðlagi eða um það bil þrisvar sinnum örar heldur en þjóðar- tekjurnar julkust á þessu tíma- bili og meira en helmingi örar heldur en ríkið sjálft jók sínar framikvæmdir á þessum sömu ár um. Sveitarfélögunum var þetta unnt vegna hinna aulknu tekna, sem þau höfðu á þessum árum. Nú þegar viðhorfin eru önnur, verður vandinn enn meiri ein- mitt af þessurn sökum. Sjálfsagt er, að Atvinnumála- nefnd ríkisins hlaupi undir bagga eftir því, sem mátbur hennar endist og þegar slik að- sfcoð er líklegust til varanlegs gagns. Hér verður vel að vanda afchugun og undirbúning. Enn sem komið er hefur aðeins verið \ ákveðin ein slík lánveiting og er | það lán vegna Hitaveitunnar í Reykjavík. Þessi lánveiting er að upphæð 20 millj. kr. og ásamt jafnháu láni frá Atvinnuleysis- trygigingasjóði mun hún gera Hitaveitu Reykjaví'kur kleift að halda uppi framikvæmdum, er nema 70—80 millj. kr. á þessu ári. Þær framkvæmdir munu veita mikla atvinnu meðan þær standa yfir og leiða til varan- legra hagsbóta fyrir þá, sem með þessu móti geta fyrr en ella orð- ið hitaveitu agnjótandi. Löks verður af þessu verulegur gjald- eyrissparnaður fyrir landið í heild. Nokkrar aðrar framkvæmdir eru nú til athugunar hjá At- vinnumálanefnd ríkisins. Þar er einkum um að ræða hitaveitu- og vatnsveituframkvæmdir og hafnargerðir, en allar slífcar framkvæmdir hafa bæði mikla þýðing.u fyrir atvinnu þegar í stað og fyrir framtíðarheill byggðarlaganna. Enn er efcki hægt að segja, hversu háar fjár- hæðir hér getur verið um að ræða eða hvaða framkvæmdir þykja árangursríkastar, en til- lögur um 'þessi efni hafa nú þeg- ar borizt frá atvinnumálanefnd- uim kjördæmanna. 5. HliSBYGGINGAR Abvinnumálanefnd ríkisins fjallaði á fyrstu fundum sínum ium sérstakar ráðstafanir til að örva byggingastarfsemi. Nefnd- in átti viðræður um þetta við fulltrúa Seðlabankans og varð samikomulag um, að Seðlabank- inn veitti sérsta'ka fyrirgreiðslu til Húsnæðismálastjórnar að upp hæð rúmar 100 mil'lj. kr. til þess að flýta lán-uim til húsbygginga. Frekari aðgerðir í þessum efn- um eru nú til athugunar á veg- um Atvinnumálanefndar ríkis- ins. Slílkar aðgerðir hafa mikla almenna þýðingu fyrir atvinnu- ástandið í landinu, líkt og að- gerðir til aufcningar rekstrar- lána til sjávarútvegs og iðnaðar og jafnvel enn skjótari en hag- nýting þeirra 300 mi'llj. kr., sem nefndin hefur beint til ráðstöf- unar. Þá hef ég gert stuttlega grein fyrir þeim mélum, sem Atvinnu- málanefnd ríkisins hefur eink- um fjallað um. Eðfilegt er, að menn spyrji, hvaða áhrif þessar ráðstafanir hafi hatft á atvinnu- ástandið í landinu. Nú er það að vísu svo, að á því hefur orðið mikil breyting á síðustu vifcum. í desemberlok var tala afcvinnu- leysingja talin kringum 2220. í janúarlok var þessi tala komin upp í 5475 rnenn. í febrúarlok hafði hún lækkað niður í 3607. í gær var eftir því, sem næst verður komizt — það er efcki ná- kvæm tala — álitið, að atvinnu- leysingjar væru um 2100. Þetta er enn alltof há tala og ljóst, að betur má, ef duga skal, því að sjálfsögðu keppum við öll að því, að efckert atvinnuleysi eigi sér stað í landinu. Það er einnig sjálfsagt að við- urfcenna, að þessi mikla breyt- ing, serh þó hefur orðið frá því í janúarlok, er ekki nema að sáralitlu leyti að þafcka starf- semi atvinnumálanefndanna vegna þess, að hér er það, sem mestu hefur valdið um, að sjáv- arútvegurinn hefur getað tekið til starfa með fullum krafti. Það eru þess vegna þær almenmu ráð stafanir, sem gerðar hafa verið honum til eflingar varðandi rekstrarlán, að vísu í samráði við Atvinnumálanefnd ríkisins, sem hér hafa úrslitum ráðið. Og það verður greinilegt, hverja þýðimgu einmitt eð'lilegur refcst- ur sjávarúbvegsins hefur af þvi, að í janúarlök sfculu um 5500 rmanns hafa verið atvinnulausir eða nær 3000 mönnum fleiri. Þessir menn voru atvinnulausir til við'bótar þeim mifcla fjölda, sem þá var í verkfalli. Eins hygg ég, að það sé greinilegt, að á- framhaldandi velgengni sjávar- útvegsins fyrst og frernst, en auð vitað einnig annarra gneiina, muni eiga mestan þátt í því að ráða buig á því atvinnuleysi, sem enn er eftir. Sanni mun nær, að meginkjarni þess sé vegna þess, að byggingarstarfsemi í landinu er nú miklu minni en áður. — Þetta er óhj áfcvæmileg afleiðing þess, að allur almenningur, al- þjóð getum við sagt, hefur nú milklu rýrari tefcjur heldur en áður fyrr var, svo að menn geta síður ráðist í byggingafram- kvæmdir heldur en hér var um alllangt skeið. Höfuðbótin hlýtur því að verða sú, að afcvinnuveg- irnir rétti sig við á ný, þannig að það umframifé Skapist, sem getur runnið til slífcra fram- kvæmda. Það er svo annað mál, að hér er hægt að gera margt til styrktar og til að hraða þesa- ari þróun. Og það hefur Atvinnu málanefnd ríkisins einmitt reynt að gera í sinni starf- semi. Hún hefur talið mik- ilsvert að ýta undir bygging- arframkvæmdir með því að beita sér fyrir því 1/áni, sem Seðiabanlkinn veitti Húsnœðis- málastjórn rífcisins. Atvinnumála nafndin héfur einniig t.d. varð- andi hitaveituiframfcvæmdir hér í Reykjavík stuðlað að því, að þær gætu hafizt í stærra mæ'li heldur en áður var fyrirhugað, svo að tvenot eitt sé talið. Aðrar þær framkvæmdir, sem hér skipta máli, hef ég þegar talið upp og skal því efcki rekja á ný. En við höfum verið samméla um það, að þótt æskilegur væri hinn allra mesti flýtir, þá verður einnig að athuga vel, hverja fraimlkvæmd um sig og gæta þess, að ekfci væri um aðrar fram- kvæmdir frekar að ræða, sem fljótar eða' til meiri framibúðar gætu bætt úr þeim vanda, sem hér er við að etja. Það er ljóst, að nú þegar er verulega gengið á það fé, sem Abvinnumálanefnd rífcisins hefur yfir að ráða. Þó er verulegur hluti þðss eftir. Menn hafa margar ráðagerðir til íhug- unar, sem ég skal ekfci rekja hér að sinni. Ég hef einungis minnst á það, sen^ fastráðið má heita. En ætlunin var og um það var samið, að fénu yrði fyrst og fremst varið til arðbærs atvinnu refcstrar, sem kæmi að verulegu gagni. Og það vona ég, að reynsl an eigi eftir að sanna, að við höfuim fy.lgt þeirri meginreglu. Hitt skiptir sivo langsamlega mestu máli og hefuir úrslitaiþýð- ingu, að vinnufriður hal'dist í landinu, að menn geti ótruflað starfað að eðlilegum atvinnu- rekstri og þá mun það sfcjótlega koma í Ijós, að sá arður, sem kemur t.d. af sjávarútveginum dreifist Skjótlega um allt þjóðfé- lagið og verður öllum stéttum að gagni. Halldór E. Sigurðsson sagði að Framsóknarflofckurinn mundi veita frumvarpi þessu brautar- gengi á Alþingi og efcfci tefja fyrir framgangi þess. Hitt væri svo öllum ljóst, að þessum mál- um hefði mátt skipa á annan hátt og byrj» ráðstafanir mifclu fyrr en gert hefur verið. Á þann hátt hefði verið hægt að komast hjá öllu atvinnuleysi. Þingmaðurinn gerði siðan nokkrar fyrirspurnir til forsætis- ráðherra og spurðist m. a. fyrir um hvort Atvinnumálanefnd rífc isins fjallaði nofckuð um at- vinnumál Skólafóiks í sumar og hvað væri gert til þess að hraða rekstrarlánum til iðnaðarins. Halldór sagði að frumvarp þetta væri vantraust á þá stefnu sem ríkisstjórnin hefði markað sér í upphafi og hefði jafnan starfað eftir. Magnús Kjartansson benti á að ríkisstjórnin legði þetta frum- varp þannig fyrir að óhuigsamdi væri að gera á þvi breytingar, án þess að brjóta það samkomu- lag sem gert var 17. janúar sl. Hann sagðist einnig vilja vefcja athygli á því að það væru efcki aðgerðir atvinnumálanefndanna eða ríkisvaldsins, sem væri hægt að þafcfca að atvinnuleysinigjum hefði fæklkað að undanförnu, heldur eingöngu góðri vertíð. Magnús sagði það þegar verk- falli lauk í marz á liðnu ári hefði verið um það samkomu'lag að verkalýðshreyfingin slafcaði verulega á kröfum sínum, en á móti átti að koma ráðstafanir rikissfjórnarinnar til að tryggja atvinnu í landinu. Efndir á þessu samkomulagi hefðu náfcvæmlega engar orðið. Vegna stefnu ríkis- stjórnarinnar væri nú svo kom- ið hérlendis að atvinnutæki sfcorti og því væri hér atvinnu- leysi. Jónas Árnason sagði að stofn- un atvinnumálanefndan.na væri spor í rét'ta átt, en afsfcaplega lítið. Hér væri nánast um smán- arframlag að ræða til þess risa- vaxna ve"kefnis sem atvinnuupp- byggingin væri, og efcfcert væri til þess hugsað að gróðabraskar- ar undanfarinna ára skiluðu aft ur þeim ránsfeng sem þeir hefðu rænt af aliþýðu manna. Þá kvaðst hann vilja gera þá fyrir- spurn til ráðherra, hvort nofcfcuS væri hæft í því að færa ætti sútunarverfcsmiðju á Akranesi í annan landshluta. Bjarni Benediktsson svaraði fyrirspurn Jónasar fyrst og sagði að efcki hefði komið til umræðu að flytja sútunarver'ksmiðjuna frá Akranesi, heldur þvert á móti verið rætt um möguleika á eflingu hennar. Um atvinnumál skólafóLks sagði forsætisráðherra, að at- vinna þess væri vitanlega tengd almennu atvinnuástandi í land- inu. Ríkisstjórnin hefði ötullega stefnt að því að gera ráðstafanir til atvinnuaufcningar og ef vel gengi mundi þetta vandamál efcki verða eins mikið og menn óttuðust. Ráðherra sagði að með- an afkoma íslendinga væri háð svo mifclum sveiflum í sjávar- afla væri ætíð erfitt að gera sér grein fyrir þróun efnaihagsmála og atvinnumála á íslandi. Ef at- vinnuástandið hefði efcki batnað þegar þar að kæmi mundi at- vinniuimálanefnd'.n tafca þessi mál ti'l atlhugunar. Varðandi aufcin rekstrarlán *il iðnaðarins sagði ráflherra að hann hefði getið þess að nofckur hægagangur væri á þessum miálum, en hann kvaðst leggja áherzlu á. að þeim vrði hraðað sem mest og beita áhrif- um sínum til þess að svo gæti orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.