Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ l'»69 T3lt@efandi H.f. Árvafcur, ReykjaivSc. Fxiarafcvœmdastj óri Haraldur Sveinsson. 'RitBtjjóraí Sigurður Bjarnason frá Viguir. Malitihías Joíhanniessten. Eyjólfur Konráð Jónsson. Eitstj ómarfulltrúi Þorbjöm Guðjnundsson. Bróttaisitjóiril Björn Jólhannissom. Auglýsingastjóri ÁÍni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstræti 6. Srmi Ift-liOO. Auglýsingar AðaOstrœti 6. Sími 22-4-80. Áakxiftargjáld kr. 400.00 á imánuði innanilands. í lausasöiu fcr. 10.00 eintakið. AÐILD STÚDENTA AÐ STJÓRN HÁSKÓLA ÍSLANDS l>íkisstjórnin hefur fyrir skömmu lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Há- skóla íslands. Felur frum- varpið fyrst og fremst í sér að stóraukin verði aðild stúd- enta að stjórn Háskólans. Gert er ráð fyrir að tveir full trúar stúdenta fái sæti í há- skólaráði, tveir stúdentar sitji í stjórn hverrar deildar og að 10 fulltrúar stúdenta eigi rétt á því að taka þátt í rektors- kjöri. Með þessu er tvímælalaust stefnt í rétta átt. Það er áreið anlega gagnlegt fyrir Háskóla íslands að aukin verði sam- vinna milli yfirstjórnar skól- ans bg stúdentanna. Háskól- inn er orðinn svo stór og viða mikil stofnun að slík sam- vinna er beinlínis nauðsynleg. Reynsla háskóla í öðrum lönd urrí hefur einnig sannað að hið gamla fyrirkomulag hefur leitt til ýmis konar erfiðleika og árekstra milli forstöðu- manna háskólanna og nem- enda þeirra. Háskóli íslands mun vera eínn yngsti háskóli á Norður- Iondum. Þess vegna fer vel á því að hann hafi forgöngu um þær breytingar í nútíma- átt, sem hefur hafa verið nefndar. Eftir því sem bezt er vitað er stúdentum heimiluð þátttaka í rektorskjöri við að- eins tvo háskóla á Norður- löndum, þ.e. við háskólana í Björgvin og Osló. í greinargerð fyrrgreinds stjórnarfrumvarps um breyt- ingu á háskólalögunum er frá því skýrt að reynslan af þátt- töku stúdenta hér í stjórn há- skólans sé mjög góð. Mikil- váegt hefði verið að heyra sjónarmið stúdenta. Þeir hafi yfirleitt flutt mál sitt af fullri ábyrgðarkennd og lagt sig fram um að kynna sér mál- efni, sem til afgreiðslu hafa komið. Er talið að þessi þátt- taka hafi stuðlað að því að treysta tengslin milli háskóla- kennara og stúdenta. Það er þessi góða reynsla, sem veld- ur því m.a. að nú er talið rétt að verða við tilmælum stúd- enta um aukna tölu fulltrúa á háskólaráðsfundum og deild- arfundum og það er ekki sízt sú reynsla sem einnig veldur því að réttmætt þykir að leggja til að þeir fái rétt til, þátttöku í rektorskjöri. Þá er í þessu frumvarpi lagt til að háskólarektor verði undanþeginn kennsluskyldu og að háskólaritari verði virk ari aðili við framkvæmda- stjórn Háskólans. Einnig hér er tvímælalaust stigið hyggi- legt spor. Störf háskólarekt- ors að framkvæmdamálefn- um háskólans eru svo viða- mikil að útilokað er að hann geti gengt kennsluskyldu, eins og verið hefur undan- farið. Er óhætt að fullyrða að núverandi rektor, Ármann Snævarr, sem verið hefur há- skólarektor í rúman áratug, hafi afkastað geysimiklu starfi sem rækt hefur verið af sérstakri samvizkusemi og dugnaði. Háskóli íslands er æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Hann gegnir miklu og veg- legu hlutverki. Brýna nauð- syn ber til þess að haldið verði áfram að efla starfsemi hans. Leggja verður áherzlu á aukinn stuðning við hvers konar vísindastarfsemi, bæði í þágu hugvísinda og raun- vísinda. Þáttur vísinda og tækni í atvinnulífi þjóðarinn- ar verður stöðugt ríkari. Þessi litla þjóð verður eftir fremsta megni að bæta aðstöðu æsku sinnar til menntunar á öllum sviðum þjóðlífs hennar. Þess vegna er ákaflega þýðingar- mikið að sem bezt sé búið að Háskóla íslands. Um það mun íslendinga ekki greina á. HÆLA SÉR AF ÓSÓMANUM egar Alþingi samþykkti með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða 30. marz 1949 að ísland skyldi gerast stofn- aðili að Norður-Atlantshafs- bandalaginu, svöruðu komm- únistar því með grjótárás á Alþingishúsið. Flestar rúður í framhlið hússins voru brotn ar með hraungrýti, sem kommúnistar rifu upp úr fót- stalli styttu Jóns Sigurðsson- ar á Austurvelli. Þetta atferli kommúnista 30. marz 1949 hefur síðan ver- ið kallað „að greiða atkvæði með grjóti“. Kommúnistar reyndu að hindra löglega kjörna löggjafarsamkomu þjóðarinnar í því að taka af- stöðu í einu stærsta utanríkis- og öryggismáli, sem komið SÓVÉZKA kvikmyndin „Stríð og friður“ eftir sögu Tolstojs hefur farið mikla sigurför í rösklega þrjátíu Iöndiúm undanfama mánuði. Þetta er í fimmta iskip.ti, að iskáldsagan er kvikimynduð. Sovézkir spöruðu ekkert til að gera myndina vel og glæsi lega úr giarði, og diómar um hana hafa verið lofsamlegir. Tékkneskt fyrirtæki gerði ailla skartgripi, sem persón- urnar bera í myndinni og var reynt að hafia þá sem kvæmastar eftirlíkingar eftirlíkingar s'krautgrip,a þesis tíma sem myndin gerist á. Múnkarnir í myndinni eru raunverulega miúnkar og fjöíldi safnhúsa lj'áðj húsa- kynni sín til mynatökunnar. Leikstjóri er Bondarchuk, en meðal annarra fraagra miynda hans eru örlög manns aftir s'ögu Sbolokovs og Ot- helio. Lydumila Savelyerva fór með hlutverk Natiitekiu Rostova. Hún hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir leik sinn. Vladimir Napóleon Tikhonov konsky. Strzhelchik sem og Vyacheslav sem Andrei Rússneskar hersveitir flótta franska hersins. hefur til kasta hennar. Þeir létu grjót drífa um þingbekki meðan þetta stóra mál var rætt. En grjótkast kommúnista hafði engin áhrif á Alþingí. Og það vakti almenna reiði og fyrirlitningu meðal þjóð- arinnar. Þegar þessa er gætt, sætir það ekki lítilli furðu að komm únistar nú skuli telja það henta sér að rifja þessa at- burði upp. Nú ganga þeir meira að segja svo langt að hæla sér af ósómanum. Þannig hafa kommúnistar alltaf lag á því að bíta höfuð- ið af skömminni. Nú reyna þeir að breiða yfir innri klofn ing og öngþveiti með því að halda upp á 20 ára afmæli hinnar svívirðilegu og sið- lausu framkomu sinnar 30. marz 1949. Vafalaust Verða einhverjir æsinga- og öfga- goggar til þess að taka þátt í þessari „afmælishátíð“. En þeir geta varla orðið margir. Kjarni málsins er, að stofn un Atlantshafsbandalagsins og aðild íslands að því fyrir 20 árum var mikið heilla- skref. Þessi samtök hafa stað- ið trúan vörð um friðinn í Evrópu og stuðlað í ríkum mæli að varðveizlu heimsfrið arins. Þau hafa stöðvað sókn hins alþjóðlega kommúnisma í Evrópu og leyst þjóðir þessa heimshluta af klafa hins nag- andi ótta við árás og yfirgang. Atlantshafsbandalagið hefur aldrei gert árás á neina þjóð. Hins vegar hefur Varsjár- bandalag kommúnista gert sig sekt um smánarlega árás á Tékkóslóvakíu, sem þó er eitt aðildarríkja bandalags- ins. Kommúnistar á íslandi hata Atlantshafsbandalagið nú, eins og þeir gerðu við stofnun þess. En íslenzka þjóðin veit að Atlantshafsbandalagið er einn af hornsteinum friðarins og að öryggi og sjálfstæði ís- lands er mjög háð því að þetta varnarbandalag frjálsra þjóða starfi áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.