Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1909 Frá aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands: Skjótar breytingar á skipan verðlagsmála — er sameiginlegt hagsmunamál neytenda, verzlunar og launþega í verzlunarstétt — Um 700 verzlanir í samtökunum Framhaldsaðalfundur Kaup- mannasamtaka Islands var halð- inn 12. marz s.l. Fundurinn hófst með ]>ví að dr. Gylfi Þ. Gisla- son viðskiptamálaráðherra svar aði ýmsum fyrirspurnum, sem höfðu borizt á fyrri fundi sam- takanna, en ráðberrann skorti þá bæði tíma og nægar upplýs- ingar til að ffeta svarað. Þar var um að ræða ýmis atriði er lúta að söiu og dreifingu á mjólk urvörum, ennfremur upplvsingar um starfsemi og starfshætti Inn- kaupastofnunar Ríkisins, rekst- urskostnað við Áfengis- osr tób- aksverzlun Ríkisins og kom fram i þeim upplýsingum meðal ann- ars, að sölulaun þau er Áfeng- is- og tóbaksverzlun rikisins vörum í heildsölu eru þau isömu og smásöluverzlun er ætlað að dreifa hinum sömu vörum í smá- sölu. Á framhaldsfundinum var sið an beint tii ráðherrans ýmsum viðbótarfyrirspumum þar á meðal hver væri kostnaður við starfrækslu núverandi verðlags- eftirlits í landinu, hver væri af stað alþýðuflokksins til þjóð- nýtingar á verzlun, hverjar mættu ætla að væru framtíðarhorfur á skipan viðskiptamála í landinu, hverjir væru möguleikar á auknu stofnlána- og rekstrarfé tii verzl unarfyrirtækja og margt fleira. Síðan spunnust ýtarlegar um- ræður og viðbótar fyrirspumir komu fram, eftir þvi sem að svör ráðherrans gáfu tilefni tli. Þorvaldur Guðmundsson full- trúi Kaupmannasamtakanna í bankaráði Verzlunarbanka ís lands h.f. gaf upplýsingar um störf og starfsemi bankans á sið ast liðnu ári. Hjörtur Jónsson fulltrúi Kaupmannasamtakanna í lífeyr- issjóði Verzlunarmanna greindi frá störfum og afkomu lifeyris sjóðsins á siðast liðnu ári. Eftirfarandi ályktanir og til- lögur, sem fyrir fundinum lágu, voru samþykktar: 1. I.ÖG TJM VrRZLUNARATVÍNNTJ Með tilvíaun til laga nr. 41 1968 um verzlunaratvinnu vill Aðalfundur Kaupmannasamtak- anna, haldinn 27. febr. 1969 vekja athygli á, að allverulegir ann- markar hafa komið fram við framkvæmd laganna. Telur fundurinn því nauðsyn- legt, að sett verði sérstök reglu gerð um framkvæmd laganna, er kveði nánar á um túlkun þeirra, svo sem heimilað er í 15 gr. nefndra laga, þannig að ekki verði sniðgengnar þær forsend- ur er upphaflega voru settiar fram fyrir því, að lögin um verzl unaratviiunu voru sett. Jafnframt telur fundurinn það eðlilegt og til þess fallið að skapa meiri festu og aðhald í stofnun og starfræsklu verzlun- arfyrirtækja, að við útgáfu nýrra verzlunarleyfa sé leitað umsagn ar hlutaðeigandi samtaka kaup- sýslumanna í smásölu og stór- sölu. 2. MJÓLKURSÖLCMÁL í tilefni umræðna, sem nú fara fram á opinberum vettvangi um fyrirkomulag á sölu og dreif- ingu mjólkurvara, viö Aðal- fundiur Kaupmannasamtakanna, haldinn 27. febr. 1969, ítreka fyrri áskoranir samtakanna, um að dreifingarkerfi á mjóíkur- vörum verði endurskoðað og því breytt á þann veg, að sérhver roatvöruverzlun, er þess óskar og uppfyllir kröfur um hreinlæti og aðra aðstöðu, fái heimíld til mjólkursölu. Jafnframt mótmælir fundur- inn harðlega þeirri mismunun, er sums sfaðar á sér stað á land inu, og er fólgin í því, að ein- stök mjólkursamlög neita að af- greiða mjólk til verzlana í eigu enistaltlinga, en einskorða söl- una við sölubúðir kaupfélaga. Telur fundurinn ekki annað samræmast nútima verzlunarhátt um en að allir aðilar njóti jafn- réttis og sömu aðstöðu í þessum efnum, hvort heldur um er að ræða verzlanir í eigu einstakl- inga eða félaga. ■3. STOFNLÁNASJÓÐIR SÉRGREINA RFÉLAGA INNAN K.l. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 27. febr. 1969, lýsir ánægju sinni með þær aðgerðir einstakra sérgreinafé- laga jnnan samtakanna að mynda stofniánasjóði meðal eigin félags manna. Telur fundurinn, að gagn semi slikra stofnlánasjóða hafi þegar sýnt sig svo ekki verði umdeilt. Jafnframt þakkar fimdurinn góðan skiining og við urkenningu hæstvirtrar ríkis- stjórnar og Framkvæmdasjóðs ríkisins á hlutverki slíkra stofn lánasjóða. Það er skoðun fundarins, að starfsemi stofnlánasjóða á veg- um sérgreinafélaganna og sam- starf við Verziunarbankann i rekstri sjóðanna, sé hið mikiivæg asta spor til efflingar verzlunar- stéttinni og hlutverki hennar. 4. VERZLUNARBANKI ISLANDS II.F. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 27. febr. 1969, ítrekar fyrri áskoranir sín ar til hæstvirtrar Rikisstjórnar og Seðlabanka íslands, um að Verzlunarbanka fslands h.f. verði veitt heimild til gjaldeyrisvið- skipta Jafnframt skorar fundurinn á Ríkisstjórnina og Seðlabankann að beina fjárframlögum af fé Framkvæmdasjóðs til Stofnlána deildar verzlunarfyrirtækja við Verz'lunarbankann til jafns við Stofnlánadeildir annarra atvinnu greina, enda er fjárskortur til uppbyggingar og hagræðingar eitt af brýnustu vandamálum verzlunarf y rirtæk j a. 5. LOKCNARTÍMI SÖLCBÚÐA Vegna þess öngþveitis, sem rikjandi er varðandi lokunar- tíma sölubúða, samþykkir Aðal- fundur Kaupmannasamtakanna, haldinn 27. febr. 1969, að fela stjórn Kaupmannasamtakanna að beita sér fyrir setningu sam- ræmdrar löggjafar um þetta efni, er giildi fyrir landið allt. Aðalfundurinn telur að þróun in í þessum málum sé hin háska- legasta, er leiða muni til óhag- kvæmni og aukins kostnaðar í verzlunarrekstri, sem að lokum leiði til hærra vöruverðs en þyrfti að vera. Fundurinn telur að enda þótt auka megi þjón- ustu og innkaupamöguieika al- mennings frá þvi sem almennast gerist, megi gera það á heilbrigð ari og viðráðanlegri hátt en nú á sér stað. Til að svo geti orðið, þurfi þó sýnilega að koma til samræmd löggjöf, þar sem annars vegar verði leitast við innan vissra marka, að veita almeíiningi full- nægjandi innkaupaaðstöðu og hins vegar að tryggja þeim, sem við verzlunarstöf fást, það fé- lagslega öryggi, sem talið er sjálf sagt og eðlilegt að löggjafinn láti þegnunum í té í nútímaþjóð- félagi. 6. VERðLAGSMÁL Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 27. febr. 1969 fordæmir harðlega núver- andi fyrirkomulag á skipan verðlagsmála. Minnir fundurinn á, að þegar í árslok 1967 hafi /verið gefnar um það yfirlýsing- ar af hálfu opinberra aðila, sem hafi úrslitaáhrif í þessum efn- um, að verðlagsákvæði þau, sem þá voru sett, ættu aðeins að vera bráðabirgðaráðstöfun. Reyndin hefði ekki aðeins orðið sú, að fyrirhuguð bráðabirgðaráðstöf- un væri enn í gildi, heldur hafi tvívegis til viðbótar frá því að umræddar yfirlýsingar voru gefnar, verið vegið í sama kné- runn og hlutur verzlunarinnar með valdboði skertur svo stór- lega, að ófyrirsjáanlegt tjón hafi hlotizt af hjá verzlunarfyrrtækj um. Aðalfundurinn vill vekja at- hygli alls almennings á þeirri staðreynd, að skjótrar breytingar á núverandi skipan verðlagsmála er sameiginlegt hagssmunamál neytenda, verzlunarfyrirtækja og launþega í verzjunarstétt. Því til áréttingar bendir fundurinn á eftirfarandi: 1. Núverandi verðlagsákvæði eru nú þegar orðin þess vald- andi, að beinn vöruskortur gerir víða vart við sig og verð margra vörutegunda er hærra, beinlinis vegna verðlagsákvæðanna. 2. Verðíagsákvæðin verka lam andi á allan verzlunarrekstur og gera fyrirtækjum ókJeift áð veita almenningi þá þjónustu og fyrir greiðslu, sem hann telur sig eiga að fá. 3. Verðlagsákvæðin gera rekstr argrundvöll verzlunarfyrirtækja það veikan, að að óbreyttu verð ur ekki hægt að greiða laun- þegum í verzlunarstétt laun, sem teljast yrðu sambærileg við laun annarra þegna þjóðfélagsins. Með skírskotun til framanrit- aðs skorar Aðalfundur Kaup- mannasamtakanna á hæstvirta ríkisstjórn og fulltrúa launþega samtakanna í Verðlagsnefnd að gera sér þess fiuíla grein, í hvaða óefni stefnir á sviði verðlags- mála og að taka höndum saman við fulltrúa verzlunarinnar um raunhæfar og sanngjarnar útbæt ur. 7. LOKUN VERZLANA í EINN DAG Samþ. var á Aðalfundinum til- laga þess efnis, að Kaupmanna- samtökin beiti sér fyrir almennri lokun allra verzlana í einn dag til að mótmæla þeim rangindum Og órökstudda fyrirkomulagi, sem verzlunin á við að búa í verð- lagsmálum. Samhliða slíkum lokunardegi var stjórn samtakanna falið að undirbúa almenna upplýsinga- •starfsemi til bii;tingiar í fjöl- miðlunartækum, þar sem gerð yrði grein fyrir, í hvaða óefni stefndj i viðskiptamálum með því að viðhalda núverandi fyrir- komulagi á skipan verðlagsmála. Stjórn Kaupmannasamtakanna skipa nú: Pétur Sigurðsson, formaður Torfi Torfason, Sveinn Björnsson, Stefán Sigurðsson,' Þorvaldur Guðmundsson, Samtökin gefa út sérstakt blað, Verzlunartíðindi, er koma út annan hvern mánuð, og er því dreift endurgjaldslaust meðal fé lagsmanna og ýmissa annara að- ila. Framkvæmdastjóri Kaupmanna samtakanna er Sigurður Magnús son, en í samtökunum eru nú um 700 verzlanir víðsvegar um landið. Breiðfirðingaheimilið hf. Aðalfundur Breiðfirðingahelmilisins h.f., verður hajdinn i Breið- firðingabúð mánudaginn 28. april 1969 kl. 8.30 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum Reikningar félagsins liggja frammi hluthöfum til athugunar 10 dögum fyrir fundinn á skrifstofu félagsins í Breiðfirðingabúð. STJÓRNIIM Ódýrt niðursoðið grœnmeti MMMimmnmm.i, iiniiiiiimniLiiuiiiiHr. ... llWlttlMW, IIIIMIHIHIff, Ú tvarpsvirkjar ARSHATIÐ félagsins verður haldin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 29. þessa mánaðar. SKEMMTINEFNDIN. Óskast til leigu 3ja herb. íbúð með húsgögnum í Hafnarfirði/Reykjavík fyrir útlend hjón frá 8. april til 1. september 1969. Skrifleg tilboð sendist til Hr. Maag. Pósthólf 244, Hafnarfirði. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams Skemmtið ykkur vel vinir, ég kem aftur eftir nokkrar klukkustundir til að kveðja. Vertu ekki að flýta þér neitt. 2. mynd) Hann er bróðir yðar ungfrú Athos. Haldið þér að hann fleygi okkur i raun og veru fyrir hákarlana? Ég er viss um að hann gerir það herra Troy. 3. mynd) Angelo lét skipslækoinn gefa mér sterkt deyfilyf svo að ég gæti skipt mér af gerðum hans. Hann er gersamlega geð- veikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.