Morgunblaðið - 16.04.1969, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.04.1969, Qupperneq 5
MORQUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1969 5 < m m m m m —m — ■ — ™ ™ ™ “ ■ ■ ■ ■ “ “ ■ » ™ « ■ “ » " «i «— « 0 0 Með víkingahjálm og íslenzkan fegurðarblett „EINN blaðamanna okkar kom við hér á íslandi á heim- leið frá Tékkóslóvakíu í janú- ar sl. og hann lýsti landinu með svo mikilli hrifningu, að við ákváðum að senda hóp til Islands og kynna það fyrir lesendum okkar í máii og myndum.“ Þannig fórust Rich ard Desberg, aðalritstjóra bandaríska mánaðarritsins CHAR.LIE orð, þegar hann skýrði blaðamanni Morgun- blaðsins frá ástæðunni fyrir komu átta manns frá Charlie hingað til Iands. „Charlie hefur nú komið út í rúmt ár,“ sagði Desberg Upplagið er nú um 400 þús- und eintök og lesendur þess eru dreifðir um öll Bandarík in. Þetta er tímarit fyrir ungt fólk og við skrifum um tizk- una, tónlist og allt annað, sem við vitum, að unga fólk ið hefur áhuga á og einnig reynum við að kynna því ýmsa nýja hluti, sem vi'ð höld um að geti vakið áhuga þess.“ —; Hvaða efnis ha.fið þið aflað ykkur hér? — Hérna tókum við allar Ljósmyndari CHARLIE, Jack Cowiey, og ein fyrirsætan, Linda, notuf u tækifærið í gær og gengu í það heilaga. „Dómarinn, sem gaf okkur saman var mjög elskulegur og nú eigum við Jack sérstaklega kæra minningu frá þessari tslandsferð", sagði frú Linda. Á myndinni sjást brúðhjónin (t.h. skála við aðalritstjóra CHARLIE og Bathe konu hans. myndir í kynningu okkar á sumartízkunni 1969. Þær tók- um við á Þingvöllum og þó veðrið væri ekiki alveg upp á fyrir í léttum sumarfatnaði það bezta — fyrirsætunum — þá hafði það engin áhrif á fannst víst fullkalt að sitja útkomuna. Við ná’ðum alveg stórkostlegum tízkumyndum í íslenzka landslaginu. Við höfum einmg aflað okkur efnis í greinar um ís- lenzka hestinn og íslenzka matinn og svo verðum við auðvitað með grein um land og þjóð. ísland er mjög fallegt land — einhvern veginn svo allt öðru vísi fallegt en önnur lönd — og ljósmyndarinn minn segir mér, að hann hafi náð þessari sérstæðu fegurð landsins í myndir sínar. Hann segist hafa tekið á um 50 36- mynda filmur svo við ættum að hafa úr nógu að velja, þegar þar að kemur. — Hvenær verður það? — Við ætlum að birta þetta í . júníheftinu. Forsíða þess heftis verður mynd af ungri stúlku með víkingahjálm og íslands-lagaðan fegurðarblett á kinninni. Nafn Islands verð ur svo með stórum stöfum í bakgrunninum. Þessi ferð okkar til íslands hefur orðið okkur ánægjuleg reynsla. ísland hefur unnið hugi okkar allra og ég er ekki í neinum vafa um, að það muni falla lesendum Charlie vel í geð. • Þið íslendingar hljótið að vera hamingjusamir að eiga þetta land. ( Jónas Pétursson, alþingismaður: Raforkumál Fyrir Alþingi liggur nú frv. uim Norðvesturlandsvirkjun, flutt af þremur þingmönnum kjördæmisins, er sæti eiga í neðri deild. Þess er getið í greinar- gerð frv. áð það sé flutt í sam- ráði við tvo þm. í efri deild, þá Ólaf Jóhannesson og Jón Þor- steinsson. Frv. er um stofnun sameignar- fyrirtækis ríkis og sveitarfélaga, þ. e. Húnavatnssýslna, Skaga- fjarðarsýslu og Sauðárkrókskaup staðar um raforkuvinnslu og flutning raforku um svæðið. Greinargerð frv. hefst þannig: Frumvarp þetta er flutt vegna eindreginnar áskorunar Raforku málanefndar Norðvesturlands. Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var á Blönduósi 2. marz sl. var samþykkt svofelld ályktun: „Raf orkumálanefnd Norðurlands vestra, sem skipuð er fulltrúum frá sýslunefndum Húnavatns- og Skagafja-rðarsýslna ásamt Sauðár krókskaupstað, skorar á þing- menn kjördæmisins að flytja á yfirstandandi Alþingi frumvarp til laga um stofnun sameignar- félags fyrrgreindra áðila ásamt ríkisstjórninni, er hafi þann til- gang að sjá um orkuöflun og orkuflutning á Norðvesturlandi." Síðan er rakinn áhugi heima- manna á raforkuöflun í þessum landshluta, sem um langt skeið hefir verið bundinn Við virkjun á Reykjafossi í Svartá í Skaga- firði. Ég fæ ekki orða bundizt til að fagna framkomu þessa frv. Ljós ara verður með hverju ári að aukin áhrif og vald byggðarlag- anna á mikilsverðustu málum þeirra sjálfra er grundvallar- atriði fyrir velferð þeirra, vöxt og viðgang. Og þar eru raforku- málin í fyrstu röð. Framkoma þessa frv. og samstaða sýslu- nefndanna og bæjarstjórnar Sauðárkróks, sem á bak við stendur, er áþreifanlegur hlutur um afl, sem er að verða virkt til sóknar í sjálfstæðismálum ís- lenzkra byggða. Afl, sem rökhugs un og vilji til jafnvægis í byggð- um fæðir af sér. Það er þessi byggðahugsun, sem ræður afstöðu minni í raf- orkumálunum. Þess vegna er ég í engum vafa um að næsta skref ið í orkuöflun fyrir nor’ðan, aust- an og vestan er að virkja hag- stæðustu vatnsföllin sem víðast á þessum svæðum af almennings samtökum, t.d. kjördæmanna, í samstarfi við ríkisvaldið, og sjá um orkudreifingu, með líkum hætti og gert er ráð fyrir í frv. um Norðvesturlandsvirkjun, Þess vegna á að vinna tafarlaust að virkjun í Svartá í Skaga- firði, í Lagarfljóti við Lagarfoss, í Kláffossi í Hvítá, svo að beztu virkjunarstaðir séu nefndir. Áframhaldandi virkjun í Laxá er framundan. Um þessar virkj- anir og dreifingu orkunnar um eðlileg orkuveitusvæði á að mynda félagsskap af heimaaðil- um þar sem hann er ekki fyrir. Þetta er sjálfstæðismál byggðar- laganna og landshlutanna, jafn- réttismál — jafnvægismál. Hvert nýtt orkuver er nýtt heimili fyr- ir tæknimenn í þeirri byggð eða landshluta, menn sem standa framarlega að hæfni og hafa menntun á hinum þýðingarmestu sviðum nútímalífs. Treysta þann ig almennt mannlíf á þeim slóð- um. Orkuverið verður hvati fram kvæmda og athafna í nálægð sinni, þegar stjórn þess er háð laugakerfi hæfilegs svæðis. Þetta er mikilvægt atriði, mannlegt, sálrænt, sem tölvan nær ekki tökum á. Sú hugsun hefir verið mjög uppi hjá Orkustofnun,, a.m.k. nú um skei'ð, og virðist vera í huga þeirra er hagstofnanir byggja um þessar mundir, að samteng- ing raforkukerfisins sem víðast um landið sé eitt lausnarorðið í „hagvexti" hjá vorri þjóð. Ekki hefir heldur dulist að augum er rennt fyrst og fremst upp með Þjórsá. Þegar hornsteinn var lagður að stöðvarhúsi Búrfells- virkjunar var birt ræða, er aðal- bankastjóri Seðlabankans flutti, þar sem framtíðarsýn var lýst um áframhaldandi virkjanir á Þjórsársvæði. Flest sem sfðan hefir birzt frá okkar tæknimönn um er í svipuðum dúr. Myndum Jónas Pétursson er brugðið upp sem ná norður undir Sprengisand — eru sunnan og vestan jökla. Ég hefi komið að Búrfellsvirkj un. Það gladdi mig sannarlega og ég sá ísland stækka. En fyrst og fremst vakti það mér hugsan- ir um möguleikana handan jökl- anna. Ég ef&st um að margir geri sér grein fyrir að í þessum sífelldu framtíðarmyndum, sem brugðið er upp af orkuverum, sem svo til allar eru bundnar við Suðvesturlandi'ð, felast að nokkru óbeinar ögranir við hug sjónir, skoðanir og tilfinningar þeirra, sem eiga óskalönd sín hinumegin jöklanna, þar sem vötn falla til sjávar líka, þar sem býr fólk með vonir og mann dóm. Flutningúr frv. um Norð- vesturlandsvirkjun er hreint fagnaðarefni. Ég hefi lýst í stuttu máli rökum þess frá mín- um sjónarhóli, og ég vona í aðal- dráttum allra þeirra mörgu í byggðunum fyrir austan, norðan og vestan, sem eru á sömu skoð- un. Og ég veit að þeim fer sífellt fjölgandi, sem skilja að velferð byggðarlaganna er fólgin í vax- andi sjálfsstjórn, vaxandi valdi og ábyrgð stærri og minni heilda innan þjóðfélagsins — og að ein- mitt raforkumálin, orkuöflunin og nýting hennar, þessi blóðrás athafnalífs í nýju íslandi, — hún þarf að vera í höndum þeirra, er vinna óskiptir að heill þeirra byggðeiheilda, sem þeir starfa í, lifa og starfa fyrir. Austfirðingar þurfa að hugsa þessi mál að nýju. Fyrir 2 árum flutti ég frv. á Alþingi um Aust- urlandsvirkjun — mjög sam- hljóða því frv., er þm. Norður- landskjördæmis vestra flytja nú fyrir áskorun heimamanna. Þá skelltu Austfirðingar skollaeyr- um við máli mínu — ekki allir, en allt of margir. — Tvö dýr- mæt ár eru töpuð. Enn er þó hægt að endurskoða hugann og vinna að svipaðri samstö'ðu á Austurlandi og í Norðurlandi vestra. Á páskum 1969. Jónas Pétursson. Mikil atvinna á Akranesi Akranesi, 14. apríl. AFLI í þorskanet hefur verið tregur að undanförnu eða frá tveimur upp í sextán lestir eftir nóttina. Einn bátur veiðir enn með línu, fékk bann 8 og 9 lest- ir í síðustu tveimiur róðrum. Vél skipið Súlan frá Akureyri land- aði hér í morgun 10 lestum af fiski, mestmegnis stórum þorski, sem aflaðist í nót. Togarinn Vík ingur er á veiðum við Grænland og muin landa fiskinum tii vinnslu hér á Akranesi. í síðustu viku tók v.s. Brúar- foss frystan fisk til fiutnings á Bandaríkjamarkað. V.s. Freyfaxi kom með sementsgjall til Sem- entsverksmiðj unnar frá Dan- Neskaupstað 14. apríl. FJÓRIR bátar lönduðu hér í dag, alls 215 tonnum af þorski. Þessir bátar voru Bjartur NK með 85 tonn, Barði NK 45 tonn, Börkur NK 40 tonn og Birtingur NK 45 tonn. Mikij vinna er við nýtingu aflans og undanfarið hefur verið unnið í frystihúsi og söltunar- stöð fram undir miðnætti. mörku, v.s. Stapafell tók 200 lest ir.af lýsi og v.s. Askja tók 400 lestir af loðhumjöli. Helgafell k>s aði í dag salt í fiskinn og áburð til landbúnáðarþarfa. Atvinna hefur verið mikil hér að undanföm'U, raunar hvorki verkfall né verkbann hamlað at- höfnum. — H.J.Þ. fvar Jónsson Aðolfundur Bluðumunnuiélugsins Ivar Jónsson kosinn formaður BLAÐAMANNAFÉLAG fslands hélt aðalfund sinn sl. sunnudag. Eitt aðalverkefni félagsins á þessu starfsári hefur verið að koma upp blaðamannanámskeiði, sem einmitt stendur yfir og hef- ur tekizt mjög vel. Þá er Vil- hjálmur Þ. Gíslason fyrrv. út- varpsstjóri að ljúka samningu bókar um blaðamennsku á ís- landi í tilefni^af 70 ára afmæli félagsins á þessu starfsári. En afmælisins var minnzt með hófi. Formaður Bl'aðamannafélags íslands fyrir næsta starfsár var kjörinn ívar Jónsson, Þjóðvilj- anum. Aðrir í stjórn eru: Árni Gunnarsmn, (fréttastofu Ríkis- útvarpsins), varaformaður, Atli Steinarsson (Morgunblaðinu) gjaldkeri, Valdimar Jóhannes- son (Ví:i) ritari og Kári Jónas- son (Tímanum). í varastjórn eru: Eiður Guðnason (fréttastofu sjónvarps), Elín Pálmadóttir (Morgunblaðinu) og Sigurjón Jóhannsmn (Alþýðublaðinu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.