Morgunblaðið - 16.04.1969, Page 11

Morgunblaðið - 16.04.1969, Page 11
11 ' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1«. APRÍL Hjörtur Jónsson, koupmaður: Verzlunin biður ekki um sérréttindi heldur sannmæli SVO sem fram hefur kom- ið að undanförnu á Verzl- unarmálaráðstefnu Sjálf- stæðisflokksins, í funda- samþykktum Kaupmanna- sanitakanna og í sérgreina félögum vcrzlunarinnar, hcfur afkomu þessar- ar stéttar verið stefnt í taprekstur með valdboð- um. Hvað eftir annað hefur verzlunarálagning verið lækk uð á fölskum forsendum, í blóra við sácynsemi og sann- girni, og í engu hlutfalli vlð sannanlegar þarfir fyrirtækj- anna né þátttöku annarra stétta í áföllum síðustu ára. Forráðamenn þjóðarinnar, sem um þessi mál hafa fjall- að, hafa líka viðurkennt það misrétti, sem verzlunarstéttin hefur orðfð fyrir og hafa lof- að að aðeins skyldi um stund- arástand að ræða. Hvað eftir annað hefur verzlunarstéttin lagt trúnað á loforðin um leiðréttingu mála sinna, en þau loforð hafa því miður ekki verið efnd. Við hverja gengisfellingu var kaupmönnuim gert að skyldu áð selja vörubirgðir sínar á lægra verðinu. Með síðustu gengisfellingu einni var veltufjármagn verzlunar- innar lækkað um meira en helming. Þetta var eignanám, sem verzlunarstéttinni, einni stétta, var gert að bera. Með síðustu gengLsfellingu var verzlunarálagning lækk- uð á þeirri forsendu, að jafn- mikill innflutningur yrði fram vegis eins og áður hafði ver- ið, enda þótt tilgangur geng- isfellingarinnar væri auðvitað sá að stórdraga úr innflutn- ingi. Þetta var vísvitandi blekking, til þess ger’ð, að réttlæta kjaraskerðingu á hendur verzluninni. Áratuga áróður gegn verzl- un einkaframtaksins, studdur með grýlu einokunartímabils- ins, hefur gengið svo langt að útgáfa skólabóka barna, ungl- inga og menntaskólastiganna fer ekki varhluta af þessu. Strax þar, er kaupmaðurinn gerður tortryggilegur og við- sjárverður og með kennslunni gefið í skyn, að brúttó-tekj- ur hans, öll verzlunarálagning in, sé hreinn gróði. Þessi áróður hefur ýtt und- ir stjórnmálamennina að halda verzluninni í óeðlileg- um viðjum, Þeim hefur fund- izt þægilegt að hafa eina systurina í öskustónni. Þess vegna búum við íslendingar einir vestrænna lýðræðis- þjóða við algjörlega úrelt og skaðlegt verðmyndunarkerfi, sem byggt hefur verið upp við löngu liðnar aðstæður' af mönnum, sem ókunnugir voru allri verzlun og eðli hennar. Verzlunarstéttin ein allra stétta fær engu ráðið um verzlunarálagningu og þar me’ð afkomu sína. Hver ein- asta stétt önnur og starfshóp- ar í þjóðfélaginu hafa íhlut- unarrétt um laun sín, og raun ar úrslitavald, ef á þarf að halda. Verzlunarstéttin er lát- in hlíta valclboði um kjör sín, og má sætta sig við það að auki, að tillögurnar um kjör hennar komi frá þeim aðilum Kjörbúð í Miðborginni. þjóðfélagsins, sem með áróðri og blekkingum er jafnvei bú- ið að gera óviniveitta hinni frjálsu verzlun. Séu fulltrúar verzlunarinnar kallaðir til um þeirra eigin afkomu, þá er það sýndarmennska ein sem því ræður, og þeir jafnan hafðir áhrifalausir alls staðar. Almenningur á íslandi hef- ur verið blekktur hrapalega, þegar um verzlimarmál hefur verið fjallað. Sumir trúa því ennþá, að verðlagslhöft og ná- marksálagning tryggi lægsta vöruverð jafnvel þótt nægi- legt vöruframboð sé. Þeir sem boðuðu þetta í upphafi trúa þessu ekki lengur og hafa sennilega aldrei trúað því. Bent hefur verið á, að verzl anir séu hér of margar og of smáar. Þetta kann að vera rétt að einhverju leyti, og ástæðan fyrir þessari þróun er auðvitáð sú, að stærri verzlunarfyrirtæki bera sig ekki með þeirri verzlunar- álagningu, sem leyfð hefur verið. Með því að eigendurnir sjálfir standi í verzlunum sín- um, stundum með aðstoð skylduliðs, vinni tvöfaldan dag án þess að taka full laun, reikni ekki vexti af veltufé og stundum ekki fulla húsaleigu má frekar ná end- unum saman. Rauðu flokkanir tala um skipulagningu á verzluninni, sem leysi allan vanda. Kaupmenn vita fullvel hvað þetta þýðir. Þeir kynnt- ust þessari skipulagningu nokkuð á haftaárunum, þegar einkaverzlunin var hundelt og samvinnuverzlunin efld. Og þessi skipulagning er raun ar í fullum gangi. Það er skipulega unnið að því af þjóðnýtingarflokkunum að lama alla verzlun einkafram taksins til þess að réttlæta ríkisrekstraráformin og koima hinni langþráðu ríkisverzlun á. Þegar það góða skipulag er komið á, þá þarf ekki að hugsa um hagkvæmustu innkaup, þá verða minni vöru gæði og þjónusta við almenn- ing og þá verður sama ,,lága“ verðið alls staðar. Nei, vi‘ð skulum gæta okkar fyrir hinu „fullkomna skipulagi“ rauðu flotokanna í verzlun. Þeirra skipulag þýðir óhagstæð inn- kaup, meiri dreifingarkostn- aður, minni þjónusta við al- menning og hærra vöruverð. Þetta eru engin slagorð, það er löng og dýrkeypt reynsla á bak við. Við eigum sjálf nærtæk dæmi. Kaupmarnasamtökin telja það skyldu sína að leiða at- hygli almennings í landinu a'ð þeirri óheillalþróun, seim átt hefur sér stað í verðlags- málum lengi að undanförnu. Þessi þróun miðar öli að því að gera verzlunina smærri í sniðum, draga úr þjónustu hennar við landsmenn, gera henni ómögulegt að njóta beztu kaupa erlendis, sem þýðir sóun gjaldeyris, auika á afvinnuskort verzlunarfólks og raska efnahagskerfinu. At vinnuvegir þjóðarinnar og verzlun er einn þeirra, eru slagæðar þjóðarLíkamans. Það er háskaleg skottulækning og skammsýni að loka einni slag- æð til þess að fá meira blóð í hinar. Kaupmannasarhtökin hafa efnt til upplýsingadags nú um málefni verzlunarstéttar- innar, til þess að opna augu almennings fyrir þessu vanda máli. Þetta er mál allra lands manna þótt það bitni harka- I legast á kaupmönnum ífyrstu. Almenningur á rétt á að fá sannari mynd af tilgangi og eðli verzlunar, en hann hefur fengið um langt áraskeið og þá mun hann sjá að hag fólks ins er betur borgið með frjálsri verðmyndun í sam- keppni og með verðlagseftir- liti hvers einasta manns, held ur en með kúgun verzlunar- stéttarinnar. rikisafskiptum og rikiseinkasölum. Verzlun einkaframtaksins biður ekki um nein sérrétt- indi, hún biður aðeins um áð fá að njóta sannmælis og hafa jafna aðstöðu við aðrar at- vinnustéttir þjóðfélagsins, svo hún geti þjónað hlutverki sínu í þágu lands og þjóðar a Andrés Reynir Kristjánsson, frkvstj. ritari Félags raftœkjasala: Varahluta- og viögeröar- þjónustu er stefnt í hættu — vegna verðlagsákvœðanna — Hagsmunamá! almennings en ekki einkamál kaupmanna Þar sem fyrirtæki okkar selur aðallega vélar og raf- taeki og rekur í því sam- bandi allviðamikla viðgerða- og varahlutaþjónustu, vil ég einkum ræða þá hættu, sem steðjar að þessari starfsemi fyrirtækja af skipan verðlags málanna. Varahluta- og viðgerðaþjónu- ustu hefur löngum þótt ábóta- vant hérlendis. Dreifbýli og smæð markaðarins veldur hér miklu, en um það er ekki við neinn að sakast. Þetta er aðeins einn af ókostunum við að búa í fámennu landi. Oft leyfir þó fjöldi seldra véla fullkomnar birgðir varahluta, sem auðvitað er skilyrði fyrir góðri og greiðri viðgerðaþjónustu. En löngum hefur þó þessari þörfu starfsemi verið gert erfitt um vik. Sérstak- lega lögðu innflutningshöftin lengi vel sína lamandi hönd á hana. Er þeim var aflétt og al- mennt verzlunarfrelsi aukið, færð ist mangt til betri vegar, ekki síður sú þjónusta, sem 'hér um ræðir. Þó hefur rekstrarfjárskort ur fyrirtækja jafnan háð getu þeirra að þessu leyti, enda hafa álagningarhöft og skattar, að ó- gleymdum tíðum og miklum gengislækkunum, staðið í vegi fyrir e'ðlilegri fjármagnsmyndun þeirra. Eftir síðustu gengislækkanir, bann við hækkun birgða til end urkaupsverðs og verðlagsá- Andrés Reynir Kristjánsson kvæði, strangari en áður hafa gilt, er svo komið, að verzlun- inni er að verða um megn að uppfylla þær kröfur, sem við- skiptavinirnir réttilega gera til hennar um þjónustu. Okkur kaupmönnum finnst því, að það sé skylda okkar að vekja at- hygli almennings á þessu, því að hér er vissulega ekki um okkar einkamál að ræða, heldur hagsmunamál allra landsmanna.. Og þar sem við viljum ekki taka á okkur ábyrgð á afleiðingum skilningsleysis yfirvalda og þeirra afla, sem fá þau til að skipa verðlagsmálunum á þann •hátt, sem nú er, ákváðum við að loka verzlunum okkar í einn dag, til þess að sýna, að okkur er full alvara, þegar við vörum við og mótmælum verðlagsákvæðunum þótt nú hafi verið horfið frá lok un, vegna verkfailan.na. Kostnaðarverð innfluttrar vöru hefur frá þvi fyrir gengis- lækkunina í nóv. ’67 og þar til eftir gengislækkunina í nóv. ’68, þ.e. á einu ári, hækkað um rúm- lega 100%. Þegar vörubirgðir frá því í nóv.’ 67 hafa verið endur- nýjaðar með innkaupum á nýja genginu, tvöfaldast kostnaðar- verð þeirra. Þannig þarf nú tvær milljónir til að halda varaihlutalager, sem áður kost- aði eina milljón. Hvar á að taka mismuninn, þegar verzluninni er bannað að hækka verð eldri birgða, þannig að það nægi til endurkaupa á nýjum. Oikkur er gert skylt að 3elja varahlut á .grunnverðinu Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.