Morgunblaðið - 16.04.1969, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRtL 1&69
Hverjir hafa
gleymt konunum?
Á undanförnum árum hafa
orðið miklar framfarir í heil-
brigðis- og mannúðarmálum hér
á landi. Er óþarfi að telja upp
dæmi, en áberandi er, hve sam-
tök kvenna standa að mör,gum
þeirra.
Nú er svo komið, að sú stofn-
un, er mest varðar ^konurnar
sjáifar og heilsu þeirra, Fæðing-
ar- og Kvensjúkdómadeild Land
spítalans, er ekki aðeins orðin
úrelt fyrir löngu, heldur eru
þrengslin þar svo mikil, að til
Jóhanna A. Friðriksdóttir.
vandræða horfir. Má segja, að
algjör neyð hafi verið, að notast
við deildina hingað til, hvað þá,
ef hún á að verða áfram um
ófyrirsjáanlegan tima eina sjú'kra
húsið þar sem konur víðsvegar
af landinu geta fengið geislameð
ferð við krabbameini. Það er
ekki eðlilegt, að fólk almennt
geri sér Ijóst, hve alvarlegt á-
stand þetta er, en hverjum þeim,
er kynnist því af eigin raun,
hlýtur að blöskra.
Þegar krabbameinsleitarstöðin
við Suðurgötu tók til starfa,
veitti það konum hér aukið
öryggi um heilsu sína og hefði
þá mátt ætla, að þær gætu verið
jafn bjartsýnar um þessi mál og
kynsystur þeirra í nágranna-
löndunum. Það takmark mun þó
vera langt undan, ef ekki verður
þegar í stað hafizt handa um úr-
lausn, og eina viðunandi úr-
lausnin er: Ný kvensjúkdóma-
deild með fullkomnustu aðstöðu
til geislalækninga. Til stuðnings
þessu má nefna, að konur, sem
hafa fengið úrskurð um að þjgr
þurfi að komast þarna inn, verða
margar hverjar að bíða í 2—3
mánuði eftir rúmi. Ef geislalækn
ing er nauðsynleg, þá vita þær
allar núorðið, að notazt er við
tæki, sem talin eru úrelt, en
kóbolttæki það, sem gefið var
Landspítalanum, bíður ónotað,
vegna þess, að ekki er til hús
yfi rþað. Þetta er slíkt alvöru-
mál, að varla tekur að geta þess,
að setustofa fyrir fótaferðarsjúkl
inga er engin á deildinni, né
heldur, að salerni eru aðeins 3
á 'hæðinni og iðulega eru eitt
eða tvö þeirra biluð. Þarf víst
ekki að útskýra, hvaða óþægind-
um slikt velduT sjúklingunum,
að maður nefni ekki starfsfólkið,
sem leysir sitt starf aðdáanlega
vel af hendi við hin erfiðustu
skilyrði.
Enginn efi er á því, að kven-
sjúkdómadeildin hlýtur að vera
álhugaefni hverrar einustu konu
á landinu, því engin veit, hver
verður næst. Er þvi nauðsynlegt,
að konur almennt kynni sér stað-
reyndir um þetta mál. Verður
það bezt gert með því að lesa
grein eftir frú Steinunni Finn-
bogadóttur ljósmóður, í nýút-
komnu hefti af tímaritinu Hús-
freyjan. Þar kemur fram tillaga
Bandalags kvenna í Reykjavík,
ásamt greinargerð frú Steinunn-
ar, sem send var öllum þing-
mönnunv og ráðherra. Er
greinin því í rauninni upp-
haf þess, að máiið, var tek-
ið fyrir á Alþingi. Æski-
legt væri, að greinin birtist á
enn stærri vettvangi, svo að al-
menningur gæti kynnt sér um
hvað er að ræða, og hve þörfin
er brýn. Við lestur greinarinnar
verður ljóst, að sparnaður, eða
bið á framkvæmdum er í raun-
inni sóun á mannlífum.
Hefur þjóðin efni á sliku? Er
ekki kominn tími til, að konur
ranki við sér og láti ekki gleyma
sér lengur? Gleyma er rétta orð-
ið, því ekki þarf annað en líta
heim að Landspítalanum og
horfa á framkvæmdir þar, til þess
að sjá, að hagsmunir kvenna
hafa verið fyrir borð bornir.
Ekki er rétt að álíta að það hafi
orðið með vilja, en þá hljóta
þeir líka að hafa gleymzt. ■ Og
hverjir hafa gleymt konunum?
Æskilegt væri að fá svar við því.
Ótrúlegt er t.d., að ekki skuli
vera tilbúið húsnæði yfir nýja
kóbolttækið, sem Oddfelhow-
reglan gefur, þegar það kemur
til landsins og alveg fáránlegt,
að sjúklingar og starfslið búi
áfram við aðstæðurnar á gömlu
fæðingardeildinni á meðan ráða
menn velta fyrir sér tilfærslu
Hringbrautarinnar eða einhverju
slíku. Meðan á því stendur falla
í valinn konur á bezta aldri, sem
hefði verið haegt að hjálpa, ef
skilyrði til lækninga hér vaeru
samibærileg við það, sem tíðkast
á Norðurlöndum.
Oft hefur verið sagt, að líf
hvers íslendings væri dýrt, þar
sem við erum svo fámenn þjóð.
Því þyrftum við að búa þeim
mun betur að hverjum einstakl-
ingi. Hve mikils virði er þá líf
íslenzku konunnar? Er hún e'kki
nokkuð lágt metin, ef umferðar
breytingar og annar hégómi verð
ur þyngri á metunum, ep líf
hennar Oig heilsa? Er hægt að
ætlast til þess, að hún uni slík-
um dómi?
Jóhanna A. Friðriksdóttir,
kennari.
íslandsbók
á Itölsku
NYLEGA kom út á Ítalíu bók
um faland og nefnist hún „IS-
LANDA: un ‘isola fantastica“.
Höfundar hennar Maurizio og
Annamaria Thaon di Revel segja
í formála bókarinnar að þau
hafi komið hingað í sumarleyfi
en hrifizt svo af landi og þjóð
að þau hafi ákveðið að kynna
löndum sínum þetta sérstæða
land og fólkið sem það byggir.
íslandsbókin, sem gefin er út
af „edizioni del nomade" er 154
blaðsíður og í henni eru 21 lit-
mynd og 86 svart-hvítar rnynd-
ir og einnig landakort og jarð-
fræðikort.
„ISLANDA’ ‘un isola fanta-
stica“ er fyrsta bókin í bóka-
flokk, sem útgefendur ætla að
gera um framandi lönd og næsta
bókin, sem kemur út á þessu ári
verður um Japan.
tslenzkur hestur.
„Fákar og form"
Ljósmyndasýning Matthíasar Gestssonar
Matthías Gestsson frá Akur-
eyri opnaði ljósmyndasýningu í
Hliðskjálf sl. mánudag.
Sýningin verður opin til 24.
apríl frá kl. 14—22 daglega. Á
henni verða til sýnis 50 ljósmynd
ir. Nefnir Matthías sýningu sina:
„Fákar og form“.
Þetta er sölusýning, og er
sölusýning, og er verð mynd-
anna kringum 1500 krónur, að
undanskildum stærstu myndun-
um, sem hann metur frá kr. 5000
upp í 25.000, og er aðeins ein
mynd til af þeim.
Stór kvöldmynd er þarna frá
Akureyri, og fær fimmhundrað-
asti gesturinn hana að gjöf.
Eins og nafnið gefur til kynna,
er þarna miki'ð af hestamynd-
um, og full ástæða til að gefa
henni gaum.
Tveíi brunar
TVEIR brunar urffu um helgina.
Geymsluskúr Breiffhiolts hf.
brann í Breiffholti og er taliff aff
börn Ihafi kveikt í honum og
eldur toviknaffi, líklegast út frá
rafmagni í húisi a/ustan viff Héff-
inkhöfffa. Geymsiuskúrinn gjör-
eyffilagffist or miklar rikemmdir
urffu á húsinu viff Héffinshöfffa
og í trésmiffju, sem þar er til
húsa ásamt öffru.
Ávísanofals
ó Akureyri
Akureyri, 14. apríL
Á LAUGARDAGINN var hand-
tekinn maður hér í bæ, grunað-
ur um ávísanaföljsun og játaði
verknaðinn. Skömmu fyrir jól 1
vetur hafði hann komið inn á
bílaverkstæði hér í bæ þar scm
kurmingi hans var að vinma að
kvöldlagi, gekk inn í skrifstofu
verkstæðisins og stal þar ávís-
anahefti úr skrilfiborðsskúffu, éin
'þess að kunningiinn yrði þess var.
Þrjár ávsíanir gaf hanm út úr
hefti þessu fyrir jólin, eina eftir
áramótin og fjórar niú fyrir
skömmu. Engin ávísunin náði
þúsund króna fjárhæð, en alis
nam hið svikna fé 5741 krómu.
Máðurinn kvaðst hafa eyðilagt
þau ávísanablöð, sem eftir voru
í heftimu og fleygt heftiniu sj álfu,
áður en hann var handtekinn.
— Sv. P.
Innbrot
um helginn
Fjögur innbrot um helgina . 4
BROTIZT var inn í fjögur fyrir-
tæki um helgina. Afffaranótt
laugardagsins var brotizt inn í
Verksmiðjuna Sanitas og Sölu-
turninn á Hlemmtorgi og afffara-
nótt sunnudagsins var brotizt
inn í Platínubúðina viff Tryggva
götu og Vélsmiðjuna Þrym í
Borgartúni.
Frá Sanitas var engu stolið,
en skemmdir voru unnar á hurð
og peningaskáp, sem innbrots-
mönnum tókst ekki að opna. Úr
Söluturninum á Hlemmtorgi var
stolið 40 lengjum af vindlingum.
Úr Platínubúðinni var stolið
tveimur sígarettulengjum.
Frá Vélsmiðjunni Þrym í
Borgartúni 25 var stolið tveimur
rafsuðuköplum frá rafsuðuvél-
um og er hvor kapall 75 metrar
að lengd. Notar vélsmiðjan
kaplana, þegar logsoðið er um
borð í skipum. Gildleiki kapl-
anna er % úr tommu og biður
rannsóknarlögreglan, hvern
þann, sem gefið geti upplýsing-
ar um kaplana og þá sem stálu
þeim, um að hringja í síma
21107.
BÍTLARNIR HAFA ALDREI
SAMID MEIRA AF LÖGUM
EN EINMITT NÚ
segir framkvœmdastj. tyrirtœkis þeirra
TONY Branwell, einn af fram
kvæmdastjórum Apple-plötu-
fyrirtækis Bítlanna brezku,
var meðal dómenda, þeg-
ar vaiin var. Hljómsveit ungu
kynslóðarinnar 1969“ í Aust-
urbæjarbíói í gærkvöldi. Morg
unblaffiff hitti Branwell aff
máli skömmu eftir aff hann
kom til íslands í fyrrakvöld.
— Vis9uð þér fyrir komuna
hingað, að til væri land, sem
héti ísland?
— Ég hafði óljósar hug-
myndir um land með því
riafni, já.
— Vissuð þér þá eitthvað
um íslenzkt „pop“?
— Ekkert.
— Nú er orðið æði lángt
síðam Bítlarnir hafa haldið
hljómleika. Er vom á nokk-
urri breytingu þar á?
— Já. Bítlarnir hafa hugsað
sér að hefja hljómleikahald
að nýju og nú síðast lét Jahm
Lennon opinberlega í ljós
áhuga á hljómleikáhaldi. Hins
vegar hefur ekkert verið ákveð
ið í þessum efnum.
— Nú hafia eituriyf oft
beyrzt nefnd í sambamdi við
Bítlama. Hefur það nokkuð
diregið úr vinsældum þeirra?
— Ekki verður það séð á
plötusölumni.
— Mikla athygli vakti áhugi
þeirra á austurlenzikum dul-
spekifræðum. Er hamn alltaf
jafn mikill?
— Ja, þeir hafa gefið hug-
leiðsluma upp á bátinn.
— Hver þeirra fjórmenn-
inga er að yðar dómi bezt gef-
inn?
— John Lennon.
— Nú hefur hann nýlega
vakið mikla athygli fyrir mót
mæli „í rúminu“. Hann lét við
upphaf þeirra í ljós þá ósk, að
í mótmælalegumni heppnaðist
honum að gera komu sinni
barn . . .
— Já, en ég veit ekki, emm
hvort honum hefur tekizt það!
Hins vegar veit ég, að mót-
mælalega þeirra Yoko vakti
einnig þá athygli, sem henni
var ætlað að vekja til stuðn-
ings friði í heimimum.
Tony Branwell
— Nú hafið þér unnið fyr-
ir Bítlamia í nokkur ár. Haía
þeir breytzt mikið á þessum
tíma?
— Nei, í mínium augum eru
þeir emn söimu menm og áður.
— Hvað er helzt á döfinni
hjá þeirn núna?
— f dag kom út í Bretlandi
ný tveggja laga plata með"
þeim og í júní kemur plata
með 15 nýjum löguim. Bítlarn
ir hafa aldrei samið meima af
liöguim en einmitt nú.