Morgunblaðið - 16.04.1969, Side 28

Morgunblaðið - 16.04.1969, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1969 þegar pilsið er styttra .. . Lucy brosti til mín. — Þú hefur svo afskaplega fallega fótleggi, Mel issa. Ég leit á þá og vonaði, að hún hefði á réttu að standa. Og þeir sáust líka betur nú, þegar pilsið var eins og tízkan bauð. Ofurlítil sviðalykt kom á móti mér, þegar ég kom fram í eld- húsið til að pressa pilsið. Ég var rétt búin að því, þegar heyrði að framdyrnar voru opnaðar og þeim lokað aftur. Ég leit á klukkuna. Hún var fjögur. Það var ofsnemmt til þess að það gæti verið Kay og sömuleið- is Nick og Mark kom aldrei úr skólanum fyrr en langt gengin fimm. BIBLÍAN er Bókin handa fermingarbaminu Þungt fótatak heyrðist í gang- inum og hurð var skellt. Ég fékk fyrir hjartað. Hver gat þetta verið af heimilisfólk- inu? Ekki gat það verið Kay. í hvaða skapi sem hún annars var, þá var hún alltaf léttstíg. Ekki gat það verið Mark. Hann hugs aði aldrei nema um eitt og það sama, þegar hann kom heim: að fá eitthvað í svanginn. Ég tók járnið úr saimbandi og fór upp. Dyrnar á svefruherbergi Kay voru opnar og eins Marks. En dyrn.ar hjá Nick voru lok- aðar. Ég barði að dyrum. Ekkert svair. Ég sagði við sjálfa mig, að annski hefði hann komið snemma heim úr vinnunni, af því að hanm væri veikur. Ég barði aftur og enn kom ekkert svar. Ég hikaði og velti því fyrir mér, hvort ég ætti að fara niður aftur, en reyndi samt einu sinni enn. Ég vissi, hvort sem var, að Nick hlaut að vera þama inni. En ég kunni því illa að fá ekkert svar. Við þriðju barsmíðina, hjá mér heyrði ég sagt, ólundarlega: — Hver er þar? Ég leit inn fyrir hurðina. Ég þurfti ekki annað en líta á ól- undarlegt andlitið á Nick, til þess að sjá, að ástæðan til heim- komu hans var ekki nein veik- indi. Ég var næstum farin að óska að svo hefði heldur verið. — Hvað viltu? spurði hann. — Bara vita, hvort eitthvað gengur að þér. Ég heyrði þig koma inn — að minnsta kosti hélt ég að það væri þú. — Það var ég líka. Og . . . — Hversvegna ertu kominn heim, Nick? Svona snemma dags. Þú kemur venjulega ekki fyrr en langt gengin sex. — Ég veít það. En úr því að þú spyrð. . .þá er ég kominn vegna þess að ég er farinn úr vinnunni. Og áður en ég gæti nokkuð sagt, hélt hann áfram: — Og í guðs bænum, Melissa, farðu ekki að skamma mig. Ég get fullvissað þig um, að ég er búinn að þola allt sem hægt er að heimta, af hálfu þessa svíns, hans Frintoras. Það þýddi nú iítið þó að þú segðir mér, að ég gæti haldið áfram einis og áður og allt skyldi vera gleymt — hamingjan skal vita, að ég hef iðrazt eftir að hafa verið svona bölvaður asni — «n hann hefur ekki gleymt því eina einustu mínútu. Ég hef aldrei sagt þér hvernig hann hefur verið sí og æ að kvelja mig. Ég vildi ekki gera þér áhyggjur. Þú hefur reynzt mér svo vel í þessum vandræðum mímum, svo að mér 27 fannst ekki mætti minna vera en ég léti þig halda, að allt væri í lagi. — Það hélt ég iíka, að það væri, sagði ég, en mig hryllti við þessu sem hann var að segja mér. —,— Nei, það var sannarlega ekki allt í lagi. ðru nær, og ég fullvissa þig um, að þetta hefur verið hreinasta helvíti undanfarnar vikur, og loks þoldi ég ekki lengur við. Þessi með- STAÐA BYGGINGARIÐNAÐARINS LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR HELDUR ALMENNAN FUND UM STÖÐU BYGGINGARIÐNAÐARINS í SIGTÚNI MIÐVIKUDAGINN 16. APRÍL KL. 20,30 RÆÐUMENN: GUÐMUNDUR EINARSSON, verkfræðingur Á EFTIR VERÐA FRJÁLSAR UMRÆÐUR STJÓRNIN. GISSUR SIGURÐSSON, húsasmíðameistari OTTÓ SCHOPKA, framkvæmdastjóri HILMAR GUÐLAUGSSON, múrari — Nei, Júlíus, — erþetta ekki einum of. COSPER 47Í9 I ferð, sem ég hef sætt, var ekki hundi bjóðandi auk heldur manni. Mannfjandinn 'er með kvalalosta En svo sauð upp úr í dag og ég fór. Ég var alveg orðlaus. — Segðu mér bara álit þitt á mér. Ég veit ekki, hvað ég á að halda. En það stendur ekki vel á hjá okkur, að þú verðir at- vinnulaus. þegar við eigum eftir að greiða þessa peninga, sem ég fékk lánaða. Ég óskaði þess samstundis og ég sagði þetta, að ég hefði ekki farið að minna hainn á þessa skuld, sem ég var í hans vegna. Það þjónaði engum tilgangi, hvort sem var. — Ég vissi, að þú mundir skamma mig, sagði hann gremju lega. — Það var nú annars ekki ætlan mín. En ég hefði bara vilj- að að þú yrðir kyrr í vinn- unni, þangað til búið væri að endurgreiða þetta. — Ailt í lagi! Allt í lagi! Það hefði auðvitað verið skynisam- legra. En ég gat það bara ekki. En hvað sem því líður, þá fæ ég mér eitthvað annað að gera. — Heldurðu kannski, að Jobn gefi þér meðmæli? Þegar þú sækir um nýtt starf, verðurðu spurður, hversvegna þú hafir farið úr því næsta á undan. Nick hló, en það vair býsna gleðisnauður hlátur. — Ég held, að þú ættir ekki að fara að leggja gott orð inn fyrir mig hjá honum John Frint- on. Eins og ég hef sagt þér, hef- ur hann ekki gert annað en núa mér þessu um nasir síðan það skeði. Kannski ekki beint með orðum, en með allri framkomu sinni. Hann hefur verið alveg óþolandi. Og svo í dag. . . — Hvað gerðist sérstakt í dag? — Æ í guðs bænum hættu að yfirheyra mig. Þér ætti að nægja að vita að öllum viðskiptum við John Frinton er lokið. Sannast að segja, þá talaði hann and- Styggilega um okkur öll — nema náttúrlega Kay, og hún er sodd- an bjáni, sem talar eins og harnn vill heyra. Að minnsta kosti get ég ekkert gert að því, sem skeði í dag og hver maður með ein- hverja sómatilfinningu hefði far ið að eins og ég gerði. Og sagt það, sem ég sagði. Ég get full- vissað þig um, að þessi bölvað- ur asni fékk viðeigandi svar hjá mér, og ég sé ekki neitt eftir því. Hann sneri sér að mér reiði lega. — Ég skal líka segja þér annað: Ég ætla ekki að verða hér heldur til lengdar og hlusta á siðapredikanirnar hjá þér, um hvað ég eigi að gera eða ekki gera. Ég er orðinn þreyttur á því, hvernig þú ferð með mig eins og ég vær einhver krakki. Mér hefur fundizt undanfarið, að það væri fullmargt kvenfólk hér á heimilinu. Þú og Lucy og Kay — Mark sleppur betur, af því að hann er enn í skóla — en ég er búinn að fá nóg af þessu. Ég er að fara. Hann seildist eft- Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Þér opnast margar nýjar Iciðir i dag, þótt eitthvað standi á afrakstri. Nautið, 20. apríl — 20. maí Mikiar breytingar verða á vinnuskiiyrðum og heilsufari. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Spenningurinn er beizlaður, og rómanlíkin blómstrar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Þú verður að taka ákvörðun, því að annars vcrða allir leiðir á þér. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Það eru mörg einkamál, sem þarfnast umhugsunar, og nú er tíminn. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Þú kippir harkalega við þér, en láttu það ekki glepja þig. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Samverkamenn og keppinautar eru timafrekir og valda þér á ýmsan hátt vonbrigðum. Vertu því ákveðinn. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Nú geturðu litið yfir farinn veg með velþóknun. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Reyndu af öllum mætti að halda fast við þín góðu áform, þrátt fyrir íhlutan annarra. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Það er ekki til neins að þrasa heima fyrir, því að það hefur engin áhrif á neinn, nema e.t.v. þig. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Þú verður freistingunni yfirsterkari 1 dag. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Þegar þú hefur fundið Iciðina skaltu strax byrja að vinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.