Morgunblaðið - 26.04.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26, APRÍL 196© 15 EINTS og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu hélt Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, fund með fréttamönnum nýlega og ræddi þar um hafnaxframkvæmd ir á Akureyri og skipulag Akur- eyrarhafnar. Hér fer á eftir meg inefni þess, sem fram kom á fundinum, og mæltist bæjar- stjóra m.a. svo: f atörfum okkar að akipulags- málum bæjarins höfum við ákveðna áætlun í huga. Stefnt er að því að aðalskipulag liggi fyrir innan fárra ára. Þeas vegna hafa verið gerðar loftmyndir af öllu bæjarlandinu, sem skipu- leggja á. Kortagerðin hins vegar er mjög dýr, og verða kort gerð eftir því, sem við þurfum á þeim að halda. En vegna þess að bær- inn vex verður að gera deili- akipulag að nýjum hverfum þó endanlegt aðalskipulag liggi ekki fyrir, en til hliðsjónar höf- um við uppkast að aðalskipulagi, sem þó er ekki vísindalega grundvallað. Á 'hinn bóginn er svo unnt að vinna upp ákveðna þætti aðal- skipulagsins. Einn þáttur þess, og fyrsti áfangi, er aðalskipu- lag hafnarsvæðisins, sem nú er til sýnis, bæði sem skipulags- kort og sem líkan. í sambandi við 100 ára af- mæli bæjarins fór fram skipu- lagssiamkeppni. Kom þar fram fjöldi hugmynda, sem hafa orð- ið okkur til mikillar hjálpar við skipulagsstörfin. Þetta á ekki hvað sizt við um hafnarskipu- lagið, en í mörgum tillöguupp- dráttanna komu fram atlhyglis- verðar hugmyndir um það, og sjá má á hinum nýja uppdrætti talsverðan skyldleika við ýmsa tillöguuppdráttanna. Við gerð hafnarskipulagsins eru fjögur atriði fyrst og fremst höfð í huga. f fyrsta lagi er nauð-ynlegt fyrir bæinn að fá fýrsta flokks höfn, þar sem hægt er að koma við nýjustu tækni í losun og fermingu, skipa. í öðru lagi er nauðsynlegt að miðbærinn hafi skilyrði til þró- unar og haldi hlutverki sínu sem verzlunar- og félagsmið- SKIPULAG AKUREYRARHAFNAR 0G HAFNARFRA MKVÆMDIR stöð bæjarins. í þriðja lagi verð- ur útlit bæjarins að vera eins fagurt og kostur er, og síðast en ekki sízt, kostnaður verður að vera sem minnstur. í þeim skipulagsuppdrætti, sem liggur hér fyrir, er reynt að sameina öll þessi sjónarmið svo sem kostur er. Höfuðatriði í gerð skipulagsins er, að hið eig- inlega ’hafnarsvæði er allt flutt austur fyrir Hjalteyrargötu, en miðbænum ætlað rúmt svæði vestan hennar. Við þetta skapast afar góð og skemmtileg vaxtar- skilyrði fyrir miðbæinn. Vaxtar rýmið er það mikið, að þessi mið bær ætti að geta þjónað 50.000 manna bæ. En vegna þess að miðbærinn er L-laga verða fjar- lægðir ekki miklar, þetta á að geta verið göngu-miðbær. Fram imdan miðtoænum, innan í ell- inu, er gert ráð fyrir stóru opnu svæði, þar sem gert er ráð fyrir þremur stórum opinberum byggingum. Annars á þetta svæði að vera eins grænt og að- stæður leyfa. Tilgangurinn með þessu er, að reyna að tryggja það að miðbær Akureyrar haldi því merkilega félagslega hlut- verki, sem hann hefur, og er eitt af sérkennum Akureyrar. Mann- fjöldinn í miðbænum um helg- ar og á tyllidögum er eitt af skemmtilegustu sérkennum bæj- arlífsins á Akureyri. Það ætti ekki að þurfa að fara eins fyrir Akureyri og Reykjavík, að missa miðbæinn. Á syðsta hluta uppfyllingar þessarar er gert ráð fyrir við- legukanti fyrir skip, sem ekki flytja vörur, skemmtiskip, varð- skip. o.s.frv. Vöruhöfnin er vinkilmyndað- ur viðlegukantur, sunnan og austan Oddeyrartanga. Fullyrða má, að þarna fáist einhver bezta og ódýrasta vöruhöfn hér á landi. Höfn þessa má byggja í áföng’um eins og henta þykir, en afköst hennar geta orðið geysi- mikil. í austurhluta þessarar hafnar er gert ráð fyrir aðstöðu til uppskipunar sements og korns. Við togarabryggjuna er svo gert ráð fyrir fiskihöfn, viðlegu fyrir togarana sunnan bryggj- unnar, en að norðan hennar verði gerð lokuð kví fyrir fiski- skip, sem komi í stað kvíarinn- ar við Torfunef. Á svæðinu á milli Togara- bryggjunnar og vöruhafnarinnar eru svo sýndir vaxtarmöguleik- ar. Á nyrzta hluta þessa hafnar- svæðis er gert ráð fyrir aðstöðu skipasmíða og skipaviðgerða, svo og smábátahöfn þar sem hún nú ar. Utan þessa hafnarsvæðis er svo gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skemmtibáta við eða í grennd við Höpfnersbryggju og blíúr höfn í Krossanesi (skipulag hennar er væntanlegt í næsta mánuði). Útlit er smekksatriði hvers og eins, en ég held að þetta skipu- lag auki fegurð bæjarins. Reynt er að láta Oddeyrina halda lög- un sinni svo sem verða má, og aðstaða til gönguferða og útilífs á þessu svæði er bætt. Nauðsyn- legt er, að byggingarskilmálar við Strandgötuna verði strangir, og verði þess gætt er ég viss um að heildarmyndin verður mjög fögur. Ég vil nota þetta tækifæri til að leggja áherzlu á þýðingu hafn arinnar fyrir Akureyri. Eigi þró un bæjarins að vera örari í fram tiðinni en undanfain 20 ár, er nauðsynlegt að hér verði byggð upp nýtízku höfn. Akureyri hef- ur farið mjög halloka í sam- keppni við höfuðborgina á þessu tímabili, og tölur sýna, að þróun verzlunar og þjónustu hefur ver ið hægari hér en nemur lands-. meðaltali. Ég er ekki í minnsta vafa um, að það er þjóðhags- lega hagkvæmt að Akureyri verði meiri miðstöð verzlunar- og þjónustu en nú er, og þá um leið vörudreifingarmiðstöð. Við höfum verið minntir á þetta ný- lega, þar sem stærsta skipafélag landsins, sem einmitt nú er að éndurskipuleggja rekstur sinn og færa tij nútima horfs, héfur bor- ið fram eindregin tilmæli um að fá hér fyrsta flokks aðstöðu til afgreiðslu skipa hér í 'höfninni. Staðsetning hafnarmannvirkja er nauðsynleg í upphafi gerðar aðalskipulags. Eðlilegan áfanga tel ég næstan vera að skipu- leggja og staðla umferðar- eða gatnakerfi bæjarins. Á sama tíma verði unnið áfram að öðr- um undirbúningi aðalskipulags- ins, svo sem að kortagerð og jarð vegsathugunum. Þegar gerð um- ferðarskipulagsins er lokið er unnt t.d. að gera endanlegt deiliskipulag fyrir miðbæinn. En þessi störf munu taka sinn tíma og kosta talsvert fé. Því vil ég að síðustu nefna atriði, seih ég tel mjög mikilsvert, en það er að hér verði sem fyrst komið á fót skipulagsskrifstofu, sem verði a.m.k. að hluta deild frá Skipulagsskrifstofu ríkisins. Skipulagsstörfum lýkur nefni- lega aldrei. Þó ákveðnir áfang- ar náist í slíku starfi, þá eru við horf og ytri aðstæður sifellt að breytast, og því þarf skipulag að vera í sífelldri endurskoðun. ÞÝÐING AKUREYRARHAFNAR Slæm hafharaðstaða hefur á undanförnum árum valdið nokkrum erfiðleikum í af- greiðslu vöruflutningaskipa á Akureyri. Er sennilegt, að þröng hafnaraðstaða hafi átt sinn þátt í, áð þróun verzlunar- og þjón- ustugreina hefur verið mun hæg ari á Akureyri en nemur með- altals þróun slíkra atvinnu- greina í landinu. Má að líkind- um rekja einhyern hluta óhag- stæðrar byggðaþróunar landsins til þessara atriða. Fleiru er um að kenna hvað snertir þróun verzlunar og þjónustu á Aku,r- eyri, svo sem skipulagi sam- gangna innanlands. En sam- göngur eru ævinlega skipulagð- ar út frá miðstöð þjónustugrein- anna, og vegna yfirburða Reykja víkur í allri aðstöðu, þ.m.t. hafn araðstöðu, hafa samgöngur á landi, sjó og í lofti, verið skipu- lagðar út frá Reykjavik einni. Það er samróma álit allra þeirra, sem á kerfisbundinn hátt fjallað um islenzk samgöngumál, að hagkvæmni samgöngukerfis- ins mundi aukast ef Akureyri yrði meiri dreifingarmiðstöð en nú er. Fyrir þessu er lika mikill áhugi, sérstaklega á Norður- landi. Alþingi hefur ályktað um rekstur strandferðaskips út frá Akureyri og athuganir hafa ver- ið gerðar og standa yfir á aukn- um rekstri annarra samgöngu- tækja út frá Akureyri sem mið- stöð. En grundvöllur slíkrar þróun- ar hlýtur að vera beint samtoand Akureyrar við útlönd og skil- yrði þess eru möguleikar til af- greiðslu vöruflutningaskipa i samræmi við kröfur tímans. VAXANDI ERFIÐLEIKAR Bæjarstjórn og hafnarstjóm Akureyrar hafa um alllangt skeið gert sér fulla grein fyrir þessum staðreyndum. Hefur því nú um nokkurra ára bil verið unnið að skipulagningu Afcur- eyrarhafnar, og ýmsar lausnir komið til umræðu. Annað atriði, sem ýtt hefur undir þessa starf- semi er, að vegna þrengsla í mið bæ og váxandi umferðar er sí- fellt verið að þrengja að við Torfunef. og er nú sýnt, að inn- an tveggia til þriggja ára verð- ur að skerða aðstöðu þar til vöruafgre'ðslu svo miög, að ekki verði lengur unnt að byggja neitt á henn:. Þegar svo er kom- ið er ekki um neina aðra að- stöðu að ræða til afgreiðslu vöruskipa á Akureyri en Togara bryggjuna og hinn nýja viðlegu- kant við dráttarbrautina. En báðum þessum viðlegustöðum eru ætluð önnur hlutverk, og getur þar ekki verið um for- gang vöruskipa að ræða. Á síðastliðnu hausti komu mjög ákveðin tilmæli frá Eim- skipafélagi íslands til Akureyr- arbæjar um, að fé'.agið fengi að- stöðu til vöruafgreiðslu á Akur- eyri, sem samræmdist kröfum tímans og féllu inn í hið nýja flutningakerfi, sem Eimskipa- félagið er nú að byggja upp. Þar sem Eimskip er langstærsta skipafélag landsins er góð að- staða þess eitt af frumskilyrð- um þeirrar þróunar, sem rædd var hér að framan. Erfiður fjárhagur hafnarsjóðs varð þess valdandi. að ólíklegt var talið að unnt yrði að hefja framkvæmdir við nýja höfn á árunum 1969—1970. En þar eð Eimskipafélagið lagði áherzlu á, að máli þessu yrði hraðað, voru hafnar athuganir á hvort unnt væri að koma upp bráðabirgða- aðstöðu fyrir félagið á Togara- byggjunni. Var þá miðað við, að byggð yrði vörugeymsla, sem Ak ureyrarhöfn yrði gert skylt að kaupa þegar framtíðarhöfn yrði gerð, og unnt yrði þá að nota fyrir fiskiðnað. Til þess að þetta væri mögulegt var nauðsynlegt að breikka bryggjuna og endur- bæta, fyrir alls um tvær milljón- ir króna. Samþykkti bæjarstjórn að heimila Eimskipafélaginu að byggja vöruskemmu á Togara- bryggjunni með áðurgreindum skilmálum og að endurbætur á bryggjunni færu fram á þessu ári. Þessi samþykkt bæjarstjórn ar byggðist fyrst og fremtsf á Framhald i bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.