Morgunblaðið - 26.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 19» Uitaefandi H.f. ÁrvafcuiP, Reyfcjaiváfc, Freunfcvæmdiaistj óri Haraldur Sveinsaœn. 'Ritgtrjórai' Sigurður Bjarniasoin foá Vigaie. Mattihías Joíhaiinesa'en. Byjólfur Kootiráð Jónsaon. RitstjómarfuHtrúi Þorbjörn Guðmundsson. FréttaEtjóri Björn Jóhannssora. Auglýsiragiaisitjióri Ámi Garðar Kristinsaoin. Ritstjórn oig afgreiðsla Aðatetræti 6. Simi 10-109. Auiglýstogaa? AðaOstræ'ti 6. Síml 22-4-,80. Áafcriftargj'ald kr. 150.09 á miánuði innanilainds. í lausasölu fcr. 10.09 etotakið. REYNSLA LIÐINS VETRAR C.L vetur var íslenzku þjóð- ^ inni að því leyti hagstæð- ur, að aflabrögð voru í betra lagi, og veðrátta bændum hag stæð. Mánuðurnir janúar til marz voru að vísu 3—4 stig- um kaldari fyrir vestan og norðan en í meðallagi og 1— 2 gráðum kaldari á Suður- landi en í meðallagi. Vetur- inn var fremur snjóléttur. Kom það sér vel eftir lélegan heyskap í einstaka landshlut- um á sl. sumri. Bolfiskafli var al'lmiklu meiri en á sl. vetri og af loðnu fiskuðust fyrstu þrjá mánuði ársins 165 þúsund smálestir í stað 72 þúsund smálesta veturinn áður. Rækjuafli var meiri en nokkru sinni fyrr. Atvinnuleysi var allmikið á vetrinum, en mjög dró úr því, eftir að vetrarvertíð komst í fullan gang. Segja má, að framleiðsla hafi verið mikil á vetrinum vegna efnahagsráðstafana rík isstjórnarinnar og eftir marg- víslega fyrirgreiðslu við sjáv- arútveg og fiskiðnað komust atvinnutæki útvegsins í full- an gang. Verkföll og vinnudeilur sköpuðu mikil vandkvæði og erfiðleika. Er óhætt að full- yrða að íslenzka þjóðin hafi á þessum vetri öðlast enn nýja reynslu af átökunum á vinnumarkaðnum. Getur nú engum hugsandi og ábyrgum manni dulizt hin brýna nauð- syn þess að settar verði nýj- ar reglur um samskipti að- ila vinnumarkaðarins. Þessi þjóð hefur ekki efni á því að sóa kröftum sínum og fjár- munum í tilgangslausar vinnudeilur. í þessu sam- bandi getum við margt lært af frændum okkar á hinúm Norðurlöndunum, þar sem verkföll og verkbönn mega nú heita mjög fátíð. Þessar þjóðir hafa lagt höfuðáherzlu á að skapa aukna þekkingu alls almennings á samband- inu milli atvinnuöryggis ann- arsvegar og afkomu fram- leiðslutækjanna hinsvegar. Verkalýðshreyfingin er óvíða öflugri en á Norðurlöndum. En þar hafa menn gert sér ljóst, að hinu mikla valdi hennar ber að beita varlega. Launþegar verða fyrst og fremst að taka tillit til raun- verulegrar greiðslugetu at- vinnutækjanna. Ef það er ekki gert, verður launþegum og verkalýð ekki gagn að launahækkunum, sem fram- leiðslan getur ekki staðið undir. Reynsla okkar Íslendinga á síðustu árum gefur glöggar vísbendingar um það, hvað sé launþegum og þjóðinni í heild hagstæðast í þessum efnum. Hin bættu lífskjör, sem þjóðin hefur verið að skapa sér, byggjast fyrst og fremst á aukinni framleiðslu í skjóli stórvirkari og full- komnari framleiðslutækja. Þegar framleiðsluaukning hef ur orðið, hefur þjóðin getað skapað sér raunverulegar kjarabætur og möguleika til margskonar umbóta á allri aðstöðu sinni. Þegar fram- leiðsluaukning hefur hins vegar ekki legið til grund- vallar kauphækkunum, hafa þær ekki haft í för með sér kjarabætur, beldur verðbólgu og dýrtíð, sem síðan hefur leitt af sér lækkun á gengi íslenzkrar krónu. Þetta hefur gerzt hvað eftir annað. Eng- inn heilvita maður getur þess vegna neitað að viðurkenna þessa staðreynd. Það sem nú skiptir þess vegna öllu máli, er, að hofuð- áherzla verði lögð á aukn- ingu framleiðslunnar, þannig að meira geti komið til skipt- anna í hlut hvers einstaks. Að sjálfsögðu ber að gera það sem unnt er til að bæta kjör þeirra lægst launuðu, sem harðast verða fyrir barðinu á verðlagsbreytingum af völd um nýlegrar gengisbreyting- ar. Á þeim grundvelli verður að leysa þær vinnudeilur, sem nú standa yfir. En lang- varandi verkföll og verkbönn mega ekki verða til þess að draga úr framleiðslunni. En á því eru nú horfur. Þess vegna verða aðilar vinnu- markaðsins að ná skjótu sam- komulagi, þannig að síðasti hluti vetrarvertíðar eyðilegg- ist ekki. í dag er ekkert þýð- ingarmeira en að grundvöllur vinnufriðar finnist, og þjóð- in hafi möguleika til þess að auka arðinn af starfi sínu og skapa sér þar með bjarta og farsæla framtíð. AUKIÐ VERÐ- MÆTI ULLAR OG GÆRU Camtal það, sem birtist hér í blaðinu á Sumardaginn fyrsta við Stefán Aðalsteins- son, búfjárfræðing, um bætta hagnýtingu ullar og gæra var Japanir eru að stækka j ÞAD hefur jafnan verið litið 'á Japani sem lítið fólk, og ekki að ástæðulausu. í síðari beimsstyrjöldinni var þetta sérstaklega vinsælt atriði í vestrænum lönd'uim, og þá voru birtar í blöðum ótal teiknimyndir af smávöxnum náungum, hjóllbeinóttum rraeð gleraugu og framstæðar tennur. Eftir stríðið var þetta ekki aliveg eins slæmt og nú líður senn að því að Japanir verða ekki ienguir kalliaðir litlir. stofum eru orðin allt of lítil. Rannsókn sem innanríkis'- ráðuraeytið lét framkvæma sýnir að á síðustu 6'8 árum hefur meðal'hæð 11 ára drengja vaxið um 11,8 senti- metra. Stúlkur á þessum aldri hafa hækkað um 13,8 sentimetra. Á tímabilinu frá 1900 til 1'96'8, jókst meðal- þungi 11 ára drengja um 0,2 kíló og meðalþungi stúlkna um 8,6 kíló. Meðalhæð 14 ára drengja hefur aukizt 12,7 sentimetra. smjöri, kornflakes, eggjum, kjöti og mjólk. Þetta kem'ur til með að hafa í för-i mieð sér mikil vand- ræði á ým.sum sviðum, t. d. í húsbyggingum otg húsgagna- framleiðslu. Húsgagnafram- leiðendur eru þegar komnir í standandi vandræði, því hiúsgögnin sem þeir framleiða eru að verða alltof lítil, o,g óskaplegra fjármuna þörf til kaupa á nýjum vélum ag þess háttar. Á tiltölulega skömmum tím.a hefur orðið mjög mikil 'breyting á vaxtarla-gi jap- ön-sku jjóðarinnar og ef hún fer ekki að Ihægja á sér líður varla á löngu þar til hiún verður vaxin mörgum evrópu þjóðum uipp fiyrir höfuð. Barna- og igagnfræðaskólar eiga í miklum vandræðum, því þau borð og stólar sem notuð hafa verið í kennslu- Læknar oig aðrir sérfræð- ingar .segja að vöxturinn hafi verið örastur tv'o síðusbu ára- tugina, eftir að hörmungar síðari heim,sstyrjalidarinnar voru liðnar hjá, og fólkið fór að hafa það betra. Talið er að aðalástæðan fyrir þessú sé breytt matanæði. Frá alda öðli hafa hrís- grjón verið unidirstöðufæða í Japan, en nú eru menn farn- ir að borða meira af brauði, Japanir eru að sjálfsögðu ánæðir með að þurfa ekki lengur að líta upp til ann- arra þjóða, í orðsins fyllstu merkingu, en þetta hefur vankanta eins o,g allt annað. Með aukinini neyzliu kjöts, smjiörs, mjólkurs og annars feitmetis, hafa hjartasjúkdóm ar og æðasjúkdómiar aukizt verulega. Það sannast því máltækið að engin er ,rós án þyrna. hið athyglisverðasta. Þar voru leidd rök að því að hægt sé að auka verðmæti þessara vara margfaldlega. Stefán Aðalsteinsson telur að fyrir kíló af ull, sem bændur fá nú 10 krónur, sé hægt að fá allt að 1000 krónur, eftir að ullinni hefur verið breytt í eftirsótta útflutningsvöru. Hann telur einnig, að fyrir stykkið af gærum, sem bænd- ur fá nú 75 krónur fyrir, sé hægt að fá allt að 1300 krón- um, eftir að gæran hefur ver- ið sútuð til útflutnings. Þetfca eru vissulega athygl- isverðar upplýsingar. En það má ekki Mta þær eins og vind um eyru þjóta. Þvert á móti verður að snúa sér að því að bæta gæði ullarinnar og gær- unnar. Síðan verður að leggja megin áherzlu á sútun þeirra og framleiðslu góðra ullarvara til útflutnings. Stefán Aðalsteinsson telur að algert tómlæti hafi ríkt um þessi mál á undanförnum árum. Gæði ulla'rinnar hafi t.d. farið stórversnandi und- anfarið. Sprettur það fyrst og fremst af því, hve lágt verð bt ndurnir hafa fengið fyrir uho.a. I þessu sambandi ber þó að minnast þess að sútun er fyrir alllöngu hafin í landinu, og þegar er byrjað að flytja út ullarvörur fyrir verulegar upphæðir. En verð- mæti þessara afurða er hægt að auka geysilega, ef rétt er að farið. Kjarni málsinsjsr sá, að við íslendingar höfum ekki efni á því að vanrækja lengur fullkomna hagnýtingu fram- leiðslu okkar. Við erum allt of lengi búnir að selja meg- inhluta framleiðslu okkar, sem óunnið hráefni úr landi. Gildir þáð í stórum drátbum bæði um afurðir landbúnað- ar og sjávarútvegs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.