Morgunblaðið - 01.05.1969, Side 3

Morgunblaðið - 01.05.1969, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1969 3 í GÆR var opnað dagheim ili fyrir aldrað fólk í Tóna- bæ og er fyrirhugað að halda þar uppi margvís- legri félags- og tómstunda- starfsemi fyrir aldraða. Hefur verið skipulögð starfsemi með það fyrir augum næstu þrjá mið- vikudaga. Mikill fjöldi aldraðra var saman kom- inn í Tónabæ í gær og var húsfyllir á þessum fyrsta degi. Geirþrúður Bernhöft, elli málafulltrúi Reykjavíkur- borgar, bauð gesti vel- komna, en síðan flutti Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, stutta ræðu sem birt er hér á eftir. Þá lék strengjakvartett stúlkna úr Tónlistarskólanum, en að því loknu flutti prófess- or Sigurður Nordal skemmtilegt spjall. Harin ræddi m.a. um gildi þess Enginn einn aidurshópur á meiri þátt í þeim framförum — sem v/ð njótum í dag — sagði Ceir Hallgrímsson, borgar- stjóri, v/ð opnun dagheimilis fyrir aldraða í Tónabœ í gœr að hafa eitthvað fyrir stafni og kvaðst sterklega ráðleggja þeim karlmönn- um, sem þarna voru ^am- an komnir að læra þegar í stað að prjóna. Umsjón með félags- og tómstundastarfi aldraðra í Tónabæ mun frú Helena Halldórsdóttir annast og útskýrði hún skoðana- könnun, sem fram fór í gær meðal þátttakenda í þessu starfi um helztu áhugamál þeirra. Konur úr kvenfélögum kirkn- anna, Rauða krossinum og frá skátum hafa heitið aðstoð sinni við þetta starf. RÆÐA BORGARSTJÓRA í nafnj Reykjavíkurlborg- ar býð ég ykkur öll velkomin til þátttöku í þeirri félags- s'tarfsemi, sem nú er að hefj- ast meðal eldri borgara. Það hefði vafalaust þótt saga fil næsta bæjar í æsku þeirra, sem þessi starfs’emi á að ná til, að sveitarfélög, hið opinbera, teldi slíka starf- s'emi brýnt verkefni. Enda er s<ú staðreynd tákn þeirra þjóðlifsbreytinga, sem átt hafa sér stað hér á íslandi frá fæðingu þeirra, sem starf seminnar eiga að njóta, um og fyrir s'íðustu alldam.ót. Borg var þá engin tii á ís- la.ndi, en í Reykjavík bju'ggu alls innan við 6000 mian-ns eða færri en nú búa í Reykjavík aðeins á aldrinum 67 ára og eldri. Reykvíkingar á þekn aldri munu nú taldir 62i00 tals in,s eða nær 8% af ílbúafjölda borga'rinnar. Enginn einn aldurshópur hefur þessum 6200 konuim og körlum fremiur lifað og átt þátt í að sk.apa þœr brevting- ar og framfarir, sem við njót- um nú. í d'ag. Kynslóð, sem lifað hefur erlenda st'jórn og heimastjórn, fulilveldi og lýðveldi, — ára- báta, skútur og togara; orf, ljá og traktora; grútartýru og rafmagnsljós, sú kynslóð kiann sögu að segja. I>ess,i starfsemi, sem byrjar nú sem mjór vísir vonandi mikils starfs', miðar að því að treysta í senn félaigsleg tengsl milli eldri borgara innbyrðis og tengsl þeirra við aðra borgarbúa á öllum aldri. En alduT er afstætt hugtak. Þjóðskáld orti einu súnni á afmiælisd'aginn sinn: Meðan brjóst mitt ást og æsku fylltu aldrei bragarskiortur þá mér varð, kólgur heimsins kvæða blómi spilltu, karlinn gamli drepur nú í skarð, því er bezt að láta þar við sverfa, þegar ellin býður frá að hverfa. Þegar Grímur Thomsen sá ekiki annarra kosta völ en hverfa frá vegna elli varð hann 42 ára.. Nú á dögum er gjarnian tal að um, að kynslóðirnar hafi fjarlægst bverjar aðra, en þá er raunar átt við tvítuiga og þar um bii annars vegar og alla hina hins vegar. Tvítugir líta á alla sér eldri s’em gamla jafnaldra. Og mér er nær að haldu, að þeir eldri en tvítugir telji sig einnig fremur jafnaldra nú á tímum en nokkru sinni áður, — en unga jafnaldra. Svo er fyirir að þakka, að við eigum lengra lífs auðið nú en áður og urn leið njóta hinir starfandi forvera sinna og frumherja. Á svokölluðum ellilífeyris- eða eftirlaunaaldri, s'em er tvöfaldur mannsialduir eins og hann hefur til skamms tíma verið talinn, geta menn bæði og eiga að njóta lífsins. Þegar kveðið er svo á, að menn skuli í vaxandi mæli hætta störfum 70 ára og eldri skapast tómis’tundir fleiri en áður. Og ef samifélagið telur þörf að skapa ýmis k’onar tómistundaiðju fyrir önnum kafna skólaæsku, þá er ekki úr vegi að hugsa til hinna eidri einnig. Undir þessu þaki verður hvoru tveggjia gert og ef til vill geta hinir elidri og yngri að einhverju leyti átt samleið Framhald á bls. 31 Vér bjóðum yður úrval - gæði - þjónustu og beztu af borgunarsk.ilmálana J.I.j 1J 1.1 j | ít «^4SCj_cacj_r>C3i í-» c>í ! i r-9 » » Simi-22900 Laugaveg 26 STAKSIEIAIAR 1 Háskólamenn og atvinnulííið í nýútkomnu hcfti af tímarit- inu Hagmál, sem gefið er út af Félagi viðskiptafræðinema við Háskóla íslands er birt yfirlit yfir nýútskrifaða viðskiptafræð- inga og til hvaða starfa þeir hafa horfið að námi loknu. Við- skiptafræðingarnir eru 17 að tölu en i yfirlitinu kemur fram, að einungis 5 þeirra hafa tekið til starfa hjá atvinnufyrirtækjum en 12 hafa ráðið sig til opin- berra eða hálfopinberra aðila. Tveir af þessum fimm starfa við fyrirtæki, sem þeir eru í fjöl- skyldutengsluin við. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn eitt af þeim vandamálum, sem við er að etja i íslenzku atvinnulífi. Af ein- hverjum ástæðum laða atvinnu- fyrirtækin ekki til sín unga sér- menntaða menn. í þessu tilviki er meira að segja um að ræða þá deild Háskólans, sem öðrum fremur menntar menn til starfa í þágu atvinnulífsins. Til hverra eiga atvinnufyrirtækin fremur að snúa sér í hópi háskólamennt aðra manna en einmitt þeirra, sem hlotið hafa sérmenntun á sviði viðskiptalífsins? Hver er ástæðan? Eðlilegt er, að menn velti því fyrir sér hver ástæðan er fyrir því, að svo margir viðskiptafræð- ingar ganga í þjónustu opin. berra aðila. Nú skal að vísu tek- ið fram, að þótt hér sé sérstak- lega rætt um viðskiptafræðinga í tilefni af yfirliti Hagmála er hið sama hægt að segja um kandi data frá öðrum deildum háskól- ans. Launakjör hjá opinberum aðilum hafa hingað til ekki ver- ið talin svo hagstæð að þau freist uðu sérstaklega þeirra manna, sem lagt hafa á sig langt háskóla nám. Eða getur það verið að alls konar aukagreiðslur hjá op- inberum aðilum séu orðnar svo háar að hið opinbera yfirbjóði raunverulega atvinnufyrirtækin í landinu? Það er spurning, sem fróðlegt væri að fá svar við. Einnig má telja líklegt, að það öryggi, sem fæst í starfi hjá op- inberum afiUlum dragi til sin þessa sérmcnntuðu, menn sem vilja siður eiga lífsafkomu sína undir hverfulleik viðskiptalífs- ins. En hver er hin raunverulega ástæða? Staða atvinnu- \ íyrirtækjanna 'V- Líklegt má telja, að meginá- : stæðan fyrir því að háskóla- ! menntaðir menn leiti fremur til hins opinbera en atvinnufyrir- tækjanna sé sú, að staða atvinnu fyrirtækjanna og þeirra sem stjóma þeim er alls ekki sem skyldií í þessu landi. Það er stað- reynd, sem horfast verður í augu við, að þeir sem sitja í stól hins opinbera fara með valdið og | áhrifin, hinir, sem stjóma eiga atvinnufyrirtækjunum verða allt að sækja undir þessa menn. At- vinnurekandinn í hinu íslenzka þjóðfélagi eða stjómandi atvinnæ_ fyrirtækis er settur skör lægra en fulltrúinn í ráðuneytinu, sjóðnum eða bankanum. Hér þarf að verða breyting á. Það er með öllu óþolandi fyrir atvinnu- vegi landsmanna að þeir eigi ekki kost á liæfustu mönnum sem völ er á til starfa í þeirra þágu og þegar til lengdar lætur verður þetta ein alvarlegasta meinsemdin í þjóðfélagi okkar — og er kannski orðin það. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.