Morgunblaðið - 01.05.1969, Qupperneq 20
20
MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG-UR 1. MAÍ 1909
— Hver væri hlutur
Framhald af bls. 13
íjögurra handa verk. Þessi þró-
uiii hefir átt sinn þátt í því, að
viðurkenndur vinnudagur hefir
ekki gefið þær tekjur, sem líf-
væn'legar mega teljaet. Hins verð
ur líka að gæta, að öll eú vinna
sem telst til aukavinnu er svo til
algerlega háð geðþótta atvinnu-
rekandans. Það sér því hver heil
vita maður hvaða öryggisleysi
fylgir slíkri tekjuöflun. Það hlýt
ur því að verða framtíðar verk-
efni verkalýðsíhreyfingarinnar,
að þoka grunnkaupinu það upp
að það nægi til mannsæmandi af
komu.
Það sem af er þessu ári hefir
verið nokkuð óróasamt á vinnu
markaðnum, sem stundum áður.
Það er því eðlilegt að meron velti
því fyrir sér, hvort ekki séu finn
anlegar leiðir til skjótari og raun
hæfari lausnar á þessum síend-
urtekna vanda, það munu flestir
vera sammála um að verkföll og
verkbönn séu fyrirbrigði sem all-
ir skaðist á jafnt þjóðarheildin
-sem einstaklingurinn. Það virð-
ist vera viðtekin regla, þegar um
kaupdeilur er að ræða, að við
komandi aðilar tali varla saman
af alvöru fyrr en málin eru kom-
in í eindaga. Það verður því oft
og tíðum óheppilegá langúr tími,
sem það tekur að ná samkomu-
lagi.
Hér verður að verða breyting
á. Það virðist því timabært að
starfrækt ®é einhverslkonar hag-
stofnun á vegum launþegasam-
takanna. Sú stofnun yrðí að-vera
fær um á hverjum tíma, að veita
allar þær upplýsingar, sem
treysta mætti, og að gagni kæmu
sem grundvöllur að samnings-
gerð. Þetta gæti orðið til að
stytta samningstímann verulega.
Þegar iðnrekendur ákváðu að
beita heimild vinnulöggjafarinn
ar og boða verkbann heyrðust
nokkrar hjáróma raddir. Þeirra
hæst var barkagop alþingis-
mannsins, ritstjórans og komm-
únistaleiðtogans Magnúsar Kjart
anssonar. Það sem þessi Kína-
dindill hafði til málanna að
leggja var aðeins eitt, ofbeldi,
hann þjónaði vissulega eðli sínu
með því að hveitja Iðju-fólk til
ofbeldisverka. Verka, sem eng-
um íslending er samboðið.
Það eru slíkar raddir, sem
verkalýðurinn verður að gjalda
varhug við. Sé það ekki gert, get
ur svo farið, að frelsi einstakl-
ingsins verði „lempað út fyrir“
og vinnuaflið þjóðnýtt.
Þó að vissulega hafi nokkuð
sjrrt að um sinn og þrengizt af-
koma almennings í bili, þá er
það ekki ®ú raun, sem er óyfir-
stíganleg, ef allir leggjast á eitt
og sýna þolinmæði og sanngirni.
Um leið og ég óska öllum laun
þegum til hamingju með daginn,
vona ég að deilumálin í diag leys
ist öllum verkalýð til raunhæfra
kjarabóta.
Hinir lægstlnunuðu
eigu ullun rétt
— Segir Karl Þórðarson, verkamaður
— MÉIÍ finnst að leggja eigi
höfuðáherzlu á að haida friðinn
á þesium hátíðisdegi verkalýðs-
ins og að sótt sé fram svo sem
þjóðaxhagur leyfir — sagði Karl
Þórðarson, verkamaður við
Áburðarverksmiðjuna, er við
ræddum við hann í tilefni 1.
maí.
— Vígstaða hins almenna
verkamanns er fremur slæm í
dag og vil ég fyrst og fremst
um kenna forystumönnum verka
lýðshreýfingarinnar, að miklu
leyti. Verkföll á svo breiðum
grundve'Ui, sem raun ber
vitni koma beinlínis í veg
fyrir að hiniir lægstlaunuður —
hinn almenni verkamaður fái
kauphækkanir sem skyldi. At-
vinnuvegirnir geta ekki staðið
undir að hálaunaðir iðnaðarmenn
fái -kauphækkanir og þetta eyði-
leggur möguleika hins almenna
verkamanns.
— Eiga almennir verkamenn
þá ekki samleið með neinum?
— Jú. Fleiri stéttir eru einnig
illa stæðar að þessu leyti, s.s.
iðnverkafólk og verzlunar- og
afgreiðslufólk í verzluraum og á
skrifstofum. Hinn almenni verka
maður ætti að bindast samtökum
við þetta fólk. Með isjálfum sér
viðurkenna allir að lægstlaun-
aða fólkið eigi hér allan rétit, en
aðrir draga úr áhrifamætti
krafna þess.
Þá vildi ég einnig segja það að
mér finnst siðferðilega rangt að
greiða atvinnuleysisbætur fólki
án þess að það láti eitthvað á
móti, vinni eitthvað fyrir þá
aura, sem það fær úr þeim bjarg
ráðasjóði eem AtvinnuLeysis-
tryggingasjóður er. Einnig finnst
mér furðulegt að greiddar séu
aitvinnuleysisbætur á sama tíma
Og daglega má sjá í blöðunum
auglýst eftir fólki í hin og þessi
störf — og eftir að upplýst hefur
verið að ekki hafi tekizt að
manna bátaflotann til fulls. At-
vinnu'Leysistryggingsjóðtur eT
Karl Þórðarson.
sjóður, sem umgangast þarf með
varúð, því að þar getur leynzt
fjöregg vinnandi fólks ef harðn-
ar verulega í árL
Varanlegar
kjarabætur
— Rætt við Pétur Guðfinnsson,
vörubif r eiðast j ór a
— ÞAÐ fer ekki milli mála,
að láglaunafólk á erfiða daga
um þessar mundir og trúi ég
ekki öðru en allir þeir sem bet-
ur mega sín hafi samúð með
þeim — sagði Pétur Guðfinnis-
son, vörubifreiðastjóri, er við
ræddum við hann í tilefni há-
tíðisdags verkalýðsins.
Pétur Guðfinnsson
— Orsakir þessa á.tands er
alvariegur tekjumissir þjóðar-
búsins, sem enginn ræður við.
Það segir sig u j álft að missi mað-
ur tekjur verður það að koma
niður á lifnaðarháttum, hvers og
eins. Að minni hyggju hefur rík-
isstjórnin gert hið eina, sem rétt
var, virt samningsréttinn og það
mun hún gera eins lengi og henni
er unnt. Hins vegar trúi ég því,
að hún muni grípa inn í ef þjóð-
arvoði er fyrir dyrum.
— Mér finnst þeir menn, sem
valizt hafa til forystu hafa sýnt
ábyTgðarti’lfinningu og þá eink-
um í því að ekki hefur dregið til
stórátaka á öllum þessum tíma.
Hins vegar finnst mér stórfurðu-
legt er menn, tem gegna forystu-
'hlutverki í verkalýðsfélögunum
leggjast gegn uppbyggingu stór-
iðju, gegn byggingu verksmiðja,
sem skapa atvinnu fyrir vinnu-
fúsar hendur, Mér finnst þessir
menn ekki verðskulda heitið
verkalýðssinnar, svo neikvæð
sem afstaða þeirra er.
— Allir kenna ríkiisstjóminni
um það sem illa hefur farið. Það
er sama hvort rætt er við, kaup-
menn, útgerðarmenn eða iðnað-
armenn — allir eru óánægðir.
Kaupmenn tala um að loka
verzlumunum og útgerðarmaður-
inn þegix rétt á meðan á vertíð
stendur og fiskur er í vörpunni,
en það að alQir kvarta í þjóðfé-
lagi, sem hefur minnkandi tekj-
ur finnst mér bera þess vitni, að
rikisstjórninni hafi nokkum veg-
inn tekizit að láta þetta ganga
yfir alla sem einn. Ríkisstjórn-
in hefur ekki hlaupizt frá vand-
anum, svo sem komið hefur fyr-
ir aðrar stjórnir og mér finnst
útlitið heldur fara batnandi, þótt
munn kunni ef til vill enn að
vera svartoýnir um atvinnu.
— Viltu bera fram einhverja
ósk í dag?
— Persónulega óska ég vinn-
andi fólki alls hins bezta og ég
vona að þjóðfélagið geti í fram-
tíðinni gefið hinum lægsittlaun-
uðu betri kjör en á undanförn-
um mánuðum. Vonandi fær
fól’kið varamlegar kjaraibætur í
framtíðinni.
1. maí ávarp
— Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík
í DAG 1. miai 1969 stend ur verka
lýðshreyfiimgin í harðri baráttu
og vteidkfö®um gegn atviraniulieysi
og k jaraeker ð irag u.
Þess vegma er dagurinn fyrst
og fnemst hieigaður þeirri bar-
áttu.
Með einlhliða aðgerðuim hafa
atvininurefaendur og valdhatfar
nieitað að greiða vísitölu á laun
á saama tíma og dýrtíðin flæðir
yfir.
Með þeim aðgerðum er verið
að lækka kaup verkatfólks um
allt að 20%.
Vikum saman hafa fulltrúar
verkalýðsféla'garana setið á samn
ingafuindum með atvininurakemd
um og krafizt þess skýlaiusa rétt
ar, að kaup verði ekki lækkað.
Verkalýðsfélögin hafa beitt tak-
mörkuðum varraaraðgerðum án
stöðvuraar í helztu fraimjieiðislu-
greiiraum.
En þrátt fyrir þetta haÆa at-
viraniurekiendur fram til þessa
synjað þessari lágmiarkslkröfu og
beita nú þeirri aðtferð að loka
iðrafyrirtækj'urwum og boða verk
ban/n gegn þeim, sem hatfa lægst-
ar þurftartekjur og því fóllki, er
barizt hefur fyrir efliragu Lslenzks
iðraaðar. Ver kail ý ðsh rey fiirugm
hlýtur því að herða bairáttuað-
gerðir síraar.
Því krefjmnst við þess í dag,
aff í staff verkbanna verffi tafar-
laust gengiff til samninga án kaup
lækkunar.
Við heitum á a.Ilt lauiraajfódk
að svara Vsrkbairanisaðgerðum at-
viranurekenda með öflugri þátt-
töku í fjársöfraun Alþýðuisam-
baindsiras.
f vetur hefur ríkt stórfelldama
atviranuleysi en nokkru sirani áð-
ur, svo að hundruð heimila hatfa
liaragtímum saimam baft raauimiar
atvinmuilieysl'sbætur eiiraar til fram
færslu.
Eirasýnt er, að atvirarauleysd
verður hlutskipti mikils hluta
skólatfólks í sumar til viðbótar,
sem raú er, og síðar á árimu voí-
ir yfir stórfellt atvirarauileysi á ný
i. mörgum starfsgreinum, svo
Framhald á bls. 19
Ávarp 1. maí-nefndar
— hafnfirzkra launþega
!■_ MAÍ er hvor tveggja í senn
hátíðisdagur verkalýðsins og
baráittudagur haras. Hátíðisdag-
ur því meiri sem fleiri og stærri
sigrar hafa unnizt og bará'ttudag
ur því meiri, sem fleira er óunn-
ið og gera þarf til þess að verja
unna sigra. Eigi dylst það nú,
fremur en áður, að brýn nauð-
syn er á því að efla verkalýðs-
hreyfinguna, þar sem grundvöll-
Ur allra kjarabóta, allrar sóknar
1. maí ávarp BSRB
HÉR FER á eftir kafli úr 1. mai
ávarpi B.S.R.B.:
Stjórn Bandalags startomanna
ríkis og bæja sendir meðlimum
samtakanna og öllum launamönn
um kveðjur og árnaðaróskir á
hátiðis- og baráttudegi laumþega.
Opinberir starfsmenm leggja
höfuðáherzlu á verðtryggingu
launa og að tryggð sé full at-
vinna með sómasamlegum launa-
kjörum.
Krafa samtakanna er full verð
lagsuppbót á laun, jafnhliða ráð
stöfunum í efnahagsmálum er
hamli gegn þeirri verðbólguþró-
un, sem þjóðin hefur búið við
um langan tíma.
Jafnframt eru ítrekuð eindreg-
in mótmæli gegn þeim laga- og
samningsbrotum, sem átt hafa
sér stað með niðurfellingu á
hækkun þeirrar skertu verðlags-
uppbótar, sem í gildi hefur verið
'dðasta ár.
Munu samtökin halda áfram
baráttu sinni fyrir því að fá við-
urkenningu hlutaðeigandi dóms
stóla á lagalegum rétti opinþerra
S’tarfsmanna til hækkunar verð-
lagsuppbótar frá 1. marz sl. sam
kvæmt gildandi ákvæðum í dómi
Kjaradóms frá 21. júní 1968.
Rétt er að minna á þá stað-
reynd að á sama tíma og atvinnu
leysi og stórfelld kjaraskerðing
hefur áitt sér stað hér á landi,
fara launakjör sífellt batnandi
hjá frændþjóðum okkar á Norð-
urlöndum, vinnutími styttist o.g
orlofstími lengist.
Launþegum er um megn að
að taka á sig, án bóta, þær verð
lagshækkanir, sem þegar eru
orðnar og verða munu á næstu
mánuðum, sem afleiðing síðustu
gengislækkunar.
Þess vegn.a er óhjákvæmilegt
að verðtryggja launin til að
koma í veg fyrir hina stórfelldu
kjararýrniun.
En þó slíkri verðtryggingu
verði komið á, geta launamenn
ekki nema um stundarsakir sætt
sig við, að kaupmáttur launa
aukist ekkert á sama tíma og
kjörin fara sífellt batnandi í ná-
grannalöndum ökkar.
Með sérstökum aðgerðum í
efnahagsmálum verður að stöðva
kjararýrnunina, auka atviranu
og bæta lífskjörin.
Launamenn verða að taka
höndum samara og stuðla að
þeirri breytingu.
samtakanna byggist á því, að
þau séu heilsteypt og sterk. Ein-
huga og samstillt verkalýðshreyf
ing er það afl, sem alþýðan þarfn
ast nú öðru fremur.
Verkalýðurinn krefst þass að
dýrtíðinni sé haldið í skefjum
og mótmælir þeim stórfelldu
kjaraskerðingum, sem dunið
hafa yfir alþýðu þessa lands í
mynd gengisfellinga og annarra
ráðstafána. Verkalýðurinn krefst
fúllrar vísiitölu á laun. Verkalýð-
urinn krefst nýrrar stjórraar-
stefnu í efnalhagsmálum, er
tryggi atvinnu fyrir allt virara-
andi fólk, og stóraukin kaupmátt
launa.
Verkalýðurinn krefst þess að
sérhver þjóð fái að lifa í friði,
frjáls í landi sínu og styður sér-
hverja raunhæfa tilraun til þess
að tryggja friðinn í heiminum.
HAFNFIRZK ALÞÝÐA.
Við heitum á alla meðlimi
verkalýðshreyfingunnar, alla al-
þýðu bæjarins, að sýna sam-
heldni sína 1. maí og taka virk-
an þátt í kröfugöngunni og úti-
fundimum.
Við erum þess fullviss að mik-
il þátttaka þar, er einn bezti
undirbúningur að árangursríkri
sókn í hagsmunabaráttunni.
Gerum 1. maí að eigurdegi í
barátturani fyrir atvinnii, vel-
megun og sjálfstæði þjóðarinn-
ar.