Morgunblaðið - 10.05.1969, Side 21

Morgunblaðið - 10.05.1969, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAl 1960 21 íslond Að stækka Ávarp Árna Johnsen, bfaðamanns á spilakvöldi Sjálfstœðisfélaganna í apríl s.l. Að stækka ísland á sviði at- hafa og mennta er kynslóðanna á hverjum tíma. Hvert byggðarlag hlýtur að njóta eða gjalda íbúa sinna. Hvað stoðar frjó mold og fiski- mergð og önmur gæði náttúr- unnar ef þar fara aukvisar ein ir, sem brestur vilja til sjálfs- bjargar, framtak til þess að hag nýta sér gjafmildi náttúrunnar og áræði til átaka. fslandssag- an sýruir okkur að það eru glögg skil á milli kalviða og kjarna- kvista. Hvort sem um er að ræða mannlíf í sveitum eða bæj- um okkar lands þá leikur sami lífsandinn um hvern mann, thvern klett, hvert strá og fyrir manninn er um það að velja að samþýðast laindinu, moldinni, sjón um og loftslaginu, eða deyja ells. Þessi hljómkviða var íálending- um ljós frá upphafi. Þeir völdu betri kostinn, og þess vegna varð hér til þjóðfélag, byggð, bæir og menning. En hvað segir staðreyndin okkur í dag? f faestum orðum. Við lifum við velmegun og höf- um notið starfsgetu manna sem með aukinni reynslu hafa unnið iað eflingu íslenzks menningar- og athafnalífs, manna sem hafa ekki misskilið þá fornu dyggð að trúa á landið og framtíðina og þessa menn höfum við tryggasta átt i S j álf stæðisf lokknum. En hvaða mótmæli eru þetta þá sem við erum alltaf að heyra. Ég mótmæli. — Ha, hverju? — Hverju? Ég veit það ekki. — Hvað viltu? — Eitthvað nýtt, ég er á móti öllu. Þessi orð „ég mótmæli hafa flogið um löndin að undanförnu eins og sterkur vindur. Ugglaust eru þau ekki alltaf að ósekju sett fram, en oftast á þeim grundvelli að eitthvað sé nauðsynlegt og eitthvað nýtt sé nauðsynlegt og jafnoft hefur hrópandinn alls ekki vitað hvað þetta nýja er. Hjá kúgðuðum þjóðum er þessi afstaða skiljanleg og eðlileg, en á okkar landi hljómar hún af- káranlega. Þetta fólk hefur ekki fundið það nýja sem hver dagur boðar í samskiptum manna og landa þar sem viðfangsefni hins daglega lífs og framtíðarinnar er athugað frá einu sjónarmiði horni til annars með nokkurri íhugun. í lýðfrjálsum löndum er fá- sinna að hrópa allt í einu nýja félagsstjórn, nýja stjórnmála- menn, því að það sem er að ger- ast í landinu er samnefnarinn af dug fólksins sjálf til þess að velja og hafna á hringtorgi hversdagsleikans. Ekkert land getur kúvenzt innanfrá í snar- hasti með byltingu á eðlilegan hátt fremur en nokkur maður getur tekið í hár sitt og snúið sér við. Hins vegar þar sem óeðlilegt samband kann að myndast á milli stjórnvalda og almennings er brýnust nauðsyn að brúa á milli, en er ekki líklegast að slikt ástand geti skapast í lýðfrjálsu landi fyrst og fremst vegna félagslegs áhugaleysis al- mennings. Það er oft talað um að stjórnmálamenn séu þröngsýnir, en ég hef oft rekið mig á það í starfi mínu að stjórnmálamenn eru líklega mun frjálslyndari en allur almenningur. Við eigum marga stjórnmálamenn sem við getum verið stoltir af og við eig- um nú forsætisráðherra sam að verðleikum sat í heiðurssæti á nýafstöðniu afmæli Atlar.tShafs- bandalagsins. Við erum eyþjóð með afstöðu, sem mótast af andstæðum í nátt- úru landsins, eldi, ís, fjálllendi og tæru lofti, síkvikulu hafi, Álfa og tröllatrú sem lifir í glæðum og Guðshús er í dagleið hvers bæjair. Líf okkar eins og annarra þjóða er barátta, bar- átta í gleði og sorg til betra lífs. En af hverju vaknar spurn ingin. Skyldum við geta haldið áfram að vera sjáifstæð þjóð? Ámi Johnsen Fólksfæð okkar er mikil og kröfur tímans eru æ meiri og á meðan við erum ekki búin að byggja upp fjárhagslega trygga atvinnuvegi er ekki útséð um það hvort við getum verið sjálfstæð þjóð efnahagslega í framtíðinni. En ef íslenzk þjóð stendur sam- an eins og henni er eiginlegast þá á þetta að vera leysanlegt, en aldrei með skyndiupphróp- unum, eilífum mótmælum og orra hríð. Auðvitað eru þeir sem stjórna að reyna það bezta eftir sinni samvizku og síniu viti og þeir verða að fá frið og vald til þess að stjórna-. Með þeirri menntun og þekkingu, sem nú er á ísilandi þýðir ekkert að segja að stjórnvöld séu að ráðast á þennan eða hinn í afgreiðslu mála. Kerfið eir ekki svo flókið að það sé hægt. En við skulum gera okkur fulla grein fyrir því að á meðan við byggjum al- gjörleiga á sjávarútvegi, er okk- ur hollast að vanda þar til verka og enginn hlekkur skyldi deig- ur í yfirstjórn þeirra mála um langan tíma. Þrátt fyrir þá velmegun sem við 'lifum við eigum við ótal verkefni óleyst og eins og við ættum oftar að fagna saman yf- ir fegurð landsins og frelsi þjóð arinnar ættum við einnig oftar að íhuga út frá spakmælinu gamla: „Maður líttu þer nær“ Auðvitað varðar okkur um fólk í öðrum löndum og við viljum lifa í sátt við aðrar þjóðir en stendur það ekki nær okkur að leysa okkar eigin vandamál áð- ur en við leggjum ofurkapp á úrlausn vandamála annarra þjóða. Það er eðlilegast að hver kyn slóð og hver þjóð vegsami og treysti æskunni, því að æskan er vonin til að vinna það sem eftir er. En það má ekki alltaf SÍDAN RITSTJÓRAR: PÁLL STEFÁNSSON OG STEINAR J. LÚÐVÍKSSON miða allt við afstöðu æskunnar. Vissulega er hún nauðsynleg með hrópi sínu og oft djarfri skoðun, en þor æskumannsins þarf að samþýðast reynslu þess eldri. Það er hollast þjóð okkar. Æskan vill í sjálfu sér aga jafnt sem skilning á afstöðu sinni og það eina sem getur brúað bil manna á milli er skilningur inn Með auknum þroska æskunn- ar er æskilegast að sá kostur fái að njóta sín meir í verk- efnabaráttunni, en vart er hægt að vænta stórfelldra endurbóta og afreka af ungum mönnum á meðan þeir sitja á skólabekk. Hitt er svo vonin að þeirra góðu og óspilltu eðliskostir fái að njóta sín sem lengst til heiðar- legrar baráttu hversdagsilífsins. Ungt fólk á að vera yljað fögrum og frelsandi hugsjónum. Nóg verkefni og vandamál bíða hinnar ungu kynslóðar og mikl- ir sigrar ef vel er unnið og dyggilega og unga fólkið vinn- ur markvisst til aukins þroska. Hvert mannsbarn þarf að fá þá aðstöðu til að geta notið beztu hæfileika sinna og krafta. Á þess um vettvangi þurfum við að vera sívakandi. Líklega erum við mannúð- arþjóð samkvæmt þeim umfangs miklu fjársöfnunum sem oft fara fram hérlendis. Og til dæmis höf um við að undanförnu sent millj ónir króna til Bíafrasöfnunar- innar svo ekki sé nefnt sitt- hvað sem áður hefur verið gert í aðstoð við bágstaddar þjóðir. Það má ef til vilil til sanns vegar færa að það sé ókristilegt að finna að slíkum söfnunum á fs landi en samt ætla ég að gera það eilítið. Það er vissulega kær leikur og manngæzka að sýna öðrum þjóðum vinsemd og að- stoð þegar á bjátar, en það má bara ekki í allri góðmennsk- unni gleyma þeim verkefnum sem eru óleyst og þarfnast skjótra úrlausna hjá okkar eigin þjóð. Við skulum halda áfram í ein- hverri mynd að aðstoða þá út- lenda sem bágt eiga, en stendur okkur ekki næst að ljúka fyrst við okkar eigin vandaimál. Á íslandi í dag eru taldir um 6 — 7 þúsund áfengissjúklingar, sem flestir eru í fjölskyldum og hafa áhrif með sjúkleika sínum á líf þúsunda samborgara sinna. Er ekki ástæða til athafna á þessum vettvangi. f Reykjavík eru líklega um 80 menn sem að staðaldri eiga hvergi höfði sínu að halla og sofa á berangri: Ég ritaði grein um þessa menn í páskablað Morg unblaðsins og fer því ekki nán- ar út í það hér, en þessir menn hafa einhverra hluta vegna orð- ið útundan í hversdagslífinu og eru eins og reköld í mannlíf- inu. Þeir sofa gjarnan undir bát um, eða í kofaskriflum, en þetta eru sjúkir menn sem þarfnast hjálpar frá því að vera kallað- ir „Rónarnir". Þarna er verk- efni. Nokkur hluti drykkjusjúkling anna eru konur, en við eigum engin fullnægjandi sjúkraihús fyr ir þær konur þrátt fyrir stór átök í sjúkrahúsmálum. Það má nefna ýmis vandamál önnur sem verðugt er að snúa sér að fyrir þá sem hafa áhuga á að hjálpa samborgaranum í raunum. Svo sem vandræðaungl- ingar sem eru brothættustu þegn ar þjóðfélagsins, því þar er um að ræða eðlilega aðstoð til handa unglingum sem hægt er að leiða inn á heilbrigðar brautir. Eitt vandamál sem hefur komið allt í einu upp á líðandi stund er að- staða á fæðingardeild í borginni og einnig þar gæti almenningur lagt hönd á plóginn. Mér fannst athyglisvert að um 250 manína hópur ungs fólkfc Framhald á bls. 20 Þjóðmálaverkefni nœstu ára UNGIR Sjálfstæðismenn um land allt vinna nú að mótun fram- tiðarstefnu samtaka sinna. Hér birtist hluti þess umræðugrund- vallar, sem lagður var fyrir Aukaþing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna sl. haust og er nú til athugunar á vegum hinna einstöku félaga ungra Sjálfstæðismanna. Verða drögin lögð fyrir reglulegt þing S.U.S. nk. haust til afgreiðslu. Ahugafólk er hvatt til að kynna sér efni umræðugrund- vallarins ög taka þátt í því framtiðar stefnumótandi starfi, sem verið er að vinna, með því að senda stjóm S.U.S. (VAL- HÖLL v/Suðurgötu) breytingartillögur, viðaukatillögur eða aðrar athugasemdir, og mun gerð grein fyrir öllum aðsend- um athugasemdum á þingi samtakanna nk. haust. (Ath. hér birtist aðeins hluti umræðugrundvallarins). UMRÆÐUGRUNDVÖLLUR III. SJÁVARÚTVEGUR OG FISKIÐNAÐUR 1. Það verði talinn hornsteinn íslenzks sjávarútvegs, að sú fjárfesting þjóðarinnar, sem miðar að nýtingu fiskimiða, vinnslu afla og sölu afurða, sé í arðrænu sam- ræmi innbyrðis, og stefnt verði að því, að verðmæti hrá- efnis verði sem minnstur hluti útflutningsverðmætisins. 2. Nauðsynlegt er, að sjávarútvegur og fiskiðnaður búi hverju sinni við traustan rekstrargrundvöll, sem tryggi heilbrigðan rekstur atvinnufyrirtækja í þessum atvinnu- greinum. 3. Hafizt verði handa um endurnýjun togarafiotans og þorskveiðibátanna og leitazt verði við að koma á tækni- byltingu í þessum greinum sjávarútvegsins. 4. Brýna nauðsyn ber til að settar verði nýjar reglur um hagnýtingu landhelginnar er séu í meira samræmi við raunverulega rfamkvæmd landihelgisgæzlunnar, en þær sem í gildi eru. 5. Fiskifræðingar telja, að sóknin á fiskstofnana sé nú í hámarki og þess vegna er nauðsynlegt að bæta meðferð aflans og gæði framleiðslunnar. 6. Hagræðing í hraðfrystiiðnaðinum hefur stóraukizt hin síðari ár, sérstaklega í stóru frysti'húsunum. Nauð- synlegt er að endurskipuleggja hraðfrystiiðnaðinn og stuðla að stærri einingum í honum ásamt aukinni hag- ræðingu. 7. Tilraunir' til aukinnar vinnslu síldaraflans hafa geng- ið illa. Nauðsynlegt er að gera róttækar ráðstafanir til þess að byggja hér upp fullkominn niðursuðu- og niður- lagningariðnað á sviði sildarafurða og annarra sjávaxaf- urða í samvinnu við erlenda a'ðila, sem hafa til að bera taéknikunnáttu og aðstöðu á erlendum mörkuðum. 8. Koma ber á fót Fiskiðnaðarskóla, er sérmennti starfs- fólk í fiskiðnaði og verði þannig stuðlað að batnandi gæðum framleiðslunnar. 9. Nauðsynlegt er að efla markaðsaðstöðu Islendinga, í V.- og A.-Evrópu, m. a. með byggingu svipaðra verk- smiðja í þessum löndum og í Bandaríkjunum. LANDBÚNAÐUR 1. Stefnt verði að því að efla íslenzkan landbúnað, svo að unnt verði að framleiða búvöru, er fullnægi kröfum neytenda, um verð og gæði. Eigi verði greiddir styrkir vegna útfluttra landbúnaðarvara. 2. Viðmiðunarbúið stækki á næstu 6—7 árum, þannig að í lok þess tímabils verði íslenzkur landbúnaður fær um að framleiða búvörur, á verðlagi sem næst því, er tíðkast annars staðar. 3. Býlin verði af þeirri stærð og þannig búin og stað- sett, að þau geti greitt sambærileg laun og annar at- vinnurekstur í landinu. Fram fari athugun á möguleikum stærri rekstrareininga í landbúnaði sbr. samvinna bænda um fé'lagsbú, samlagsfjós o.s.frv. 4. Dregið verði úr afskiptum ríkisvaldsins af málefnum landbúnaðarins þannig, að opinberir aðilar geri ekki upp milli einstakra þátta búvöruframleiðslunnar, hvorki áð því er varðar fjárfestingu eða rekstrarfé til framieiðsl- unnar, né söluverðs afurðanna. Horfið verði frá núver- andi stefnu um verðjöfnun einstakra búvara, en í stað þess að þvi miðað, að framleiðslan veerði þannig staðsett, að sem mestur árangur náist fyrir þjóðarbúið 5. Unnið verði að frekari vinnslu úr landbúnaðar- urðum þannig, að þær fáist í hagkvæmum neytendaum- búðum. 6. öll yfirstjórn landbúnaðarmála verði tekin til ræk:- legrar endurskoðunar. 7. Rannsóknir á sviði búnaðarmála og greið dreifing á niðurstöðum slíkra rannsókna er grundvallaratrið: fram- fara í atvinnuveginum. Þetta á ekki síður við um tækni- hlið búnaðarins, en þá hlið, er snýr að eiginleikum afurða. Lagt var til, að „Eigi verði greiddir styrkir vegna út- fluttra landbúnaðarvara", í lið nr. 1 félli niður. SÆKJUM FRAM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.