Morgunblaðið - 10.05.1969, Side 29
MOftGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1969
29
(utvarp)
LAUGARÐAGTJK
16. MAÍ
7.00 Morgnnútvarp
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir, Tónleikar, 7.55 Bæn, 8.00
Morgunleikfimi Tónleikar. 8.30
fréttir og veðurfregnir. Tón-
leikar. 8.55 Fréttaágrip og út-
dráttur úr forustugreiimm dag-
blaðanna. 9.15 Morgunstund barn
anna: Sigrún Sigurðardóttir end
ar söguna „Álfagull" eftir
Bjama M. Gíslascsn og Xes álfa-
kvæði eftir Ingólf Jónsson. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar. 10.05
Fréttir, 10.10 Veðurfregnir, 10.25
I>etta vil ég heyra: Stefán Sigur
karlsson lyfsali í Stykkishólmi
velur sér hljómplötur 11.40 ís-
lenzkt mál (endurt. þáttur — J.
A.J.)
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin Tónleikar. 12.15 Til-
kynningar 12.25 Fréttir og veð-
urfregnir. Tiikynningar.
1300 Óskalög sjúklinga
Kri9tín Sveinbjörnsdóttir kynnir.
14.30 Fósthólf 120
Guðmundur Jónsson les bréf frá
hlustendum og svarar þeim.
15.00 Fréttir — og tónleikar.
15.26 Um málefni heyrnleysingja
Jónas Jónasson sér um viðtals-
þátt.
15.50 Harmoníkuspii
16.15 Veðurfregnir
Á nótum æskunnar
Dóra Ingvadóttir og Pétur Stein
grímsson kynna nýjustu dægur-
lögin.
17.00 Fréttir
Langardagslögin
18.00 Söngvar í léttum tón
The Family Four syngja sænsk
lög.
18.20 Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir
Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir
Tilkynningar
19.30 Dagiegt líf
Árni Gunnarsson fréttamaður
stjórnar þaettinum.
20.00 I.eikrit: „Eva siítur barns-
skónum" eftir Kjeld Abell
Áður flutt í janúar 1958,
Þýðandi: Ásgeir Hjartarson.
Leikstjóri: Indriði Waage. Per-
sónur og leikendur:
Safnvörður Klemenz Jónsson
Katrín af Neðra-Bayern
Anna Guðmundsdóttir
Eva Katrín Thors
Anna frænka
Arndís Björnsdóttir
Missia frænka
Nína Sveinsdóttir
Ungfrú Funk
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
Ernst, faðir Evu
Haukur Óskarsson
Elín, móðir Evu
In@a Þórðardóttir
Jörgen Benedikt Árnason
Adam Róbert Arnfinnsson
Forstjóri listasafnsins
Þorgrímur Einarsson
Dómarinn Ævar R. Kvaran
Malarasveinn
Ólafur Þ. Jónsson
HsegindastóU
Þorsteinn ö. Stephensen
Aðrir leikendur: Hildur Kalman,
Ása Jónsdóttir, Sigríður Þor-
valdsdóttir og nokkur börn.
22.00 Fréttir
22.15 VeSurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir í stuttu máii
Dagskrárlok
(sjfnvarp)
LAUGARDAGUR
10. MAl 1969.
17.30 Endurtekið efni
„Það er svo margt“
Kvikmyndaþáttur Magnúsar
Jóhannssonar. Sýnd verður
kvikmyndiu „Fuglamir okkar"
Áður sýnd 10. maí 1967.
18.00 Sigríður E. Magnúsdóttir syng
ur
Undirleik annast Guðrún Kristins
dóttir Sigfríður syngur lög eftir
Martini, Mozart, Bizet og Saint-
Saens. Auk þess spjallar hún við
Andrés Indriðason um söngnám
í Vínarborg og fleira.
Áður sýnt 7. apríl 1969.
18.25 „V°rboðinn ljúfi“
Sjónvarpið gerði þessa kvik-
mynd í Kaupmannahöfn. Svipazt
er um á fornum slóðum íslend-
inga og brugðið upp myndum
frá Sórey, þax sem Jónas Hall-
grímsson orti nokkUT fegurstu
kvæði sín. Kvikmyndun örn
Harðarson. Umsjónarmaður Eið-
ur Guðnason. Áður sýnt 6. apríl
1969.
HLÉ
20.00 Fréttir
20.25 Sumir minna beztu vina eru
hvítir
rikjunum skoðað af allnýstár-
legum sjónarhóli.
20.55 Skemmtiþáttur Jan Malmsjö
Meðal þeirra, sem koma fram,
eru Ulla Sallert og Per Grunden.
(Nordvision - Sænska sjónvarp.)
21-55 Nautabaninn
(The Brave Bulls).
Bandarísk kvikmynd.
Leikstjöri Robert Rossen.
Aðalhlutveirk: Mel Ferrer, Ant-
hony Kuinn, Eugene Iglesias, José
Toruay og Charlita.
23.40 Dagskrárlok.
- KVENFANGARNIR
Framhald af bls. 17
stofnuðu kvennabúSum í Alikar
nassos.
Frá hinni hrjóstrugu Jaros-
ey, þar sem við dvöldumst heila
16 márnuði við verstu aðstaeður,
vorum við fluttar 26. ágúst til
Alikamassos-fangelsisins hjá
Herakleion á Krít, skammt’ frá
hinni fornu Knossos-borg. Á
Jaros vorum við útlagar og gát-
um hreyft okkur innan þröngra
takmarka undir eftirliti vopnaðr
ar lögreglu, en nú erum við komn
ar í tölu fanga. Þeir hafa sett
okkur í Alikarnassos-fangelsið
nokkra metra frá sjónum. Vönt
un á hreyfingu, hinn geysimikli
raki (rigningar eru tíðar), hálf-
hrunin byggingin þar sem hurð-
ir og gluggar lokast ekki, vatn
og vindar eiga greiðan aðgang
inn og við skjálfum af kúlda í
klefum okkar. það er engin upp
hituin hér, við fáum ekki heitan
mat né heitt vatn til þvotta, föt
okkar eru gatslitin, og fjölskyld
ur okkar, sem eru ofsóttar með
réttindamissi og atvinnuleysi,
geta ekki komið okkur til hjálp-
ar.
Við sendum yfirvöldunum
skýrslu um öll þessi atriði fyrir
fjórum mániuðum, og við höldum
áfram að minna þau á þarfir
okkar, en ekkert hefur verið að-
hafzt né hefur nokkur ábyrgur
aðili virt okkur svars. Meðal
okkar eru hættuiega sjúkar kon
ur eins og Eleni Anagnostópú-
lú, sem hafði lungnablæðingar á
Jaros og gemgur nú með opið
sár á heilbrigða lunganu. Ráðu-
neytið synjaði umsókn hennaa-
um frelsi til að leita sér lækn-
inga. Hún hefur ekki fengið rúm
á sjúkrahæli og er nú að vesl-
ast upp fyrir augunum á okkur.
Efthia Tsóka, sem þjáist af berkl
um í kviðarholi og léttist með
hverjum degi sem líður, fær
ekki læknisaðstoð. Evangelía Dý
dúmí, Anna Siblí, báðar aldrað-
ar, Díómýsía Bitzileki, Alíkí Sfý
rídaki, þessar konur allar og
margar fleiri þjást af alvarleg-
um geðrænum sjúkdómum, og líf
þeÍTTa er í tvísýmu. Margar
kvennanna þjást af kvensjúkdóm
uim sem versna við hinar óheil-
næmu aðstæður búðanna með
hörmulegum afleiðingum. Allar
konurnar þjást nú af gigt. Með-
al okkar eru fatlaðar konur og
konur komnar yfir sextugt, sem
verða að þola hið erfiða líf búð-
anna. Margar mæður urðu að yf-
irgefa afkvæmi sín, brjóstmylk-
irtga og eldri börn, þeirra á með-
al María Diplú, en eiginmaður
hennar var handtekinn og tvö
böm þeirra eru í vörzlu móður
hennar sem er blind af glákomu,
og sömuleiðis María Frangú, en
hennar maður er fangi á Leros
og litla dóttir þeirra í vörzlu
nágranna. Auk þeirra eru 23
mæðiii' meðal okkar og eitin
ig konur sem eiga eiginmenn
sína í ýmsum fangelsum og fanga
búðum og sem reyna hið ömur-
lega hlutskipti tvístraðrar fjöl-
skyldu. Við erum fangar, en
engin ákæra hefur verið lögð
fram gegn okkur. Við vorum
handteknar í vamaðarskyni
vegna skoðana okkar og stjórn-
málastarfsemi — sem var lögleg
og samkvæm stjómarskránni tii
þess dags er stjómarskráin var
numin úr gildi og frelsi og rétt-
indi grísku þjóðarinnar troðin
undir fótum. Við höfum aldrei
verið teknar til yfirheyrslu.
Fyrsta ári útlegðar okkar lauk,
og þeir tilkynntu okkur strax
framlengingu útlegðarinnar um
eitt ár til viðbótar. Við eigum
þesa engan kost að fara fram á
endurskoðun þeirrar ákvörðun-
ar. Ríkisstjórnin staðhæfir að
hún hafi okkur í haldi á grund-
velli gamalla laga frá 1924 o.s.
frv. Þetta er ekki rétt, vegna
þess að með tiiskipun nr. 165 frá
16. október 1967 afnam einræð-
isstjómin öil réttindi útlægra
borgara til að verja hendur sín
ar. Fyrsta tilskipunarnefndin,
sem gefur út úrskurði um út-
legð er skipuð tveimur lögreglu
jónum og sýslumannimim, sem er
traustur trúnaðarmaður einræð
isstjórnarinnar. Önnur tilskip-
unamefndin (yfimefndin) hef-
ur verið afnumin. Útlaginn get-
ur ekki ráðið lögfræðing eða
kvatt til vitni. Hann getur ein-
ungis áfrýjað til ráðherrans. En
engri slíkri áfrýjun hefur nokk-
urn tíma verið sinn:, vegna þess
að við erum fangar ríkisstjóm-
arinnar — gíslar um óákveðinn
tíma.
Ríkisstjórnin gerir allt sem í
hennar valdi stendur til að
halda kvennafangabúðunum
leyndum og nefnir einungis Ler-
os. Fyrir nokkrum mánuðum
voru fáeiinar konur látnar laus-
ar. Stjórnin heldur því fram, að
þær sem eftir sitji hafi verið
dæmdar áður fyrir stjórnmália-
starfsemi. Þetta er ósatt. Bæði
meðal þeirra kvenna, sem látn-
ar voru lausar skilmálalaust, og
meðal þeirra, sem eítir sitja, eru
konur sem voru fyrr á tíð dæmd-
ar af herrétti og einnig konur
sem höfðu aldrei fyrr verið
handteknar.
f tilefni jóla og nýárs heitum
við á ykkur að halda áhugan-
um vakandL Birtið bréf okkar
eins víða og þið eigið nokkurn
kost. Sendið það ölium alþjóða-
stofnunum, Mannréttindanefnd
Evrópuráðsins, Alþjóðamannrétt-
indanefndinni, Alþjóðasamtökum
lýðræðissinnaðra kvenna og öll
um samtökum sem ykkur er kunn
ugt um, að sýnt hafa máli okk-
ar áhuga því við fréttum ekki
um allar þær aðgerðir sem eiga
sér stað. Við biðjum ykkur líka
að senda bréfið öllum hreyfing-
um í einstökum iöndum, sem
starfa að lausn pólitískra fanga
og endurreisn lýðræðis í Grikk
landi, og til alira sem hafa á-
hyggjifr af örlögum ckkar.
Við þökkum félögum þessara
samtaka og hreyfinga og biðj-
um þá að herða baráttuna fyrir
því, að fangabúðunum verði lok
að, ofsóknum í Grikklandi hætt,
kvenföngunum í Alikarnassos-
fangelsinu sleppt og lýðræði
endurreist í Gnkklandi.
Við sendum ykkur, kæru vin-
ir, eiinlægar kveðjur og dýpstu
virðingu. 137 pólitískir fangar
Kvennabúðanna í Alikamassos.
Alikarnassos, 10. desember 1968.
TIL LEIGU
verztunarpláss á góðum stað við Laugaveginn um 50 fer-
metrar. Aðstaða fyrir geymslu á vörum getur fyigt.
Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Verzlun — Lauga-
vegur 2446".
Stangaveiðimenn
I ágústmánuði eru veiðleyfi laus til sölu t Stóru Laxá og
Brúará.'
Upplýsingar í síma 20082 eftir kl. 5 þrjá næstu daga.
Vörulyftari — notoður
Höfum áhuga á að kaupa notaðan rafknúinn vörulyftara.
Lyftikraftur um 1000 kg.
Verzlunarmannafélag
H afnarfjarðar
hetdur framhaldsaðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar-
firði, laugardaginn 40. maí kl. 3 síðdegis
STJÖRNM.
Storfsstúlknnfélagið Sókn
Skólavörðustíg 16, sími 16438.
Þær félagskonur Sóknar. sem ætla að sækja um dvöl T Ölfus-
borgum sumarið 1969 tilkynni það skrifstofu félagsins á mánu-
dag og þriðjudag n.k. kl. 3—6 e.h.
Þær konur sem lengst eru búnar að vera í félaginu og ekki
hafa farið í Ölfusborgir áður ganga fyrir.
STJÓRNIN.
Sumnrdvöl bornn nð Jnðri
Tekið verður á móti umsóknum um sumardvöl fyrir 6—10 ára
böm á mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 4—6 í Templ-
arahöllinni, Eiriksgötu 5. Upplýsingar í sima 20010.
Framkvœmdasfjóri
Starf framkvæmbdastjóra við Dráttarbrautina h/f í Neskaup-
stað, er laust til umsóknar.
Til greina koma verkfraeðingar og tæknifræðingar í vél-
smíði og skipasmíði.
Umsóknir um starfið, með upplýsingum um menntun og
fynri störf. sendist formanni félagsins, Bjama Þórðarsyni,
bæjarstjóra í Neskaupstað, fyrir 15. júní 1969.
Stjórn Drátta rijrauta rinnar h.f.
KEFLAVÉK - SUÐURNES
ALMENNUR BORGARAFUNDUR um stjómmáfaviðhorfið verður hafdinn í Ungmenna-
féfagshúsinu Keflavík, sunnudaginn 11. maí kl. 2 e.h. Ræðumenn verða alþingismennirnir
Matthías A. ftlathiesen, Jón Skaftason, Jón Ármann Héðinsson, Gils Guðmundsson.
Ræðumenn svara fyrirspurnum.
KEFLVÍKINGAR, SUÐURNESJAMENN, fjölmennið á fundinn.
Félag ungra Sjálfstæðismanna Féiag ungra Alþýðuflokksmanna
Félag ungra Framsóknarmanna Félag ungra Alþýðubandalagsmanna.