Morgunblaðið - 17.05.1969, Page 5

Morgunblaðið - 17.05.1969, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1969 5 ER DDT AD KVEÐJA ? Farið að banna það sums staðar í Bandaríkjunum Svo gagnlegt sem efnið DDT hefur reynzt í veröld- inni, þá hefur álit þess farið ört mimmkandi að undanförnu. Eins og öll önnur tilbúin efni hefur það bseði kosti og galla. Ókostir DDT eru í því fólgnir hve seint það leysist upp og hve erfitt er að eyða því. Það safnast því fyrir í jarðvegi, stöðuvötnum, plöntum og 'lík- ömum manna og dýra. Eru ýms ar þjóðir orðnar mjög ugg- andi um að skaðlegt magn sé nú að safnast fyrir á ýms- um stöðum og í dýrum og jurt um, sem notuð eru til mann- eldis. Bandaríkjamenn hafa sem aðrir haft af þessu áhyggjur, ekki sízt af því að þar hefur þetta efni verið lengst notað í stórum stíl. Strax á stríðs- árunum var það farið að eyða skordýrum af plantekrum og úr ávaxtagörðum — og er jafnvel sagt að þessi stórkost legi skoirdýraeyðir hafi hjálp að Bandaríkjamönnum til að vinna styrjöldina á Kyrrahafi En niú er svo komið, að ýmis fylki í Bandaríkjunum eru að banna notkun DDT og skyldra efna. í aprílmánuði s.l. skipaði heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, Robert H. Finch, nefnd til að rannsaka hvort heilsu manna þar í landi væri nokkur hætta búin af völdum DDT og annars skordýraeiturs. Við það tæki- færi sagði hann, að athugan- ir Fæðu- og eiturefnastofn- unarinnar sýndu að Banda- ríkjamemn hefðu 12 hluta af DDT á móti milljón í fituvefj- um líkamans. Eins og er, bendi ekkert til þess að þetta magn sé skaðlegt. En vísindamenn líti þó ekki á það sem neina sönnun um að þetta magn skaði ekki manninn. Þess má geta, að í Bandaríkjunum er bannað að flytja milli fylkja fisk, sem hefur meira en 5 á móti milljón af DDT og skyld um efnum. En Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hefur sett mairkið 10 á móti mil’ljón sem óskaðlegt fyrir líkama manns- ins. DDT er þó langt frá því að vera jafndreift í heiminum. Ekki alls fyrir löngu kom það upp við athugun hjá banda- rísku Matvæla og eiturefma- stofnuninni á 28 þúsund pund um af laxi úr Michiganvatni, að fiskurinn innhélt 19 hluta á móti milljón af DDT og hinu skylda „dielderíni". Ekki vildu embættismenn láta hafa eftir sér, að þetta magn gerði lax- inn óhæfan til neyzlu. En stjórnvöld í Michiganfylki eru að undirbúa lög um bann við sölu á DDT í fylkinu. Hið stóra Michiganvatn tekur við afrennsli af mjög stóru land búnaðarsvæði og þannig safn ast hið illuppleysanlega DDT fyrir í vatninu. Michigan er ekki eitt um slíkt bann. í Arizona hefur notkun á DDT og öðru skor- dýraeitri, sem inniheldur það verið bannað til reynslu í eitt ár og er nú komið fram á mitt bannárið. Fyrrnefnd nefnd í Banda- ríkjunum á að skila áliti inin- an 6 mánaða um skaðsemi DDT Ætlunin er að -horfa ‘lengra fram og leita í framhaldi af þessu að öðrum aðferðum en eitrun með gerviefnum til að vinna á skordýrum. En það eru fleiri af hin- um nýju gerviefnum sem hafa vakið tortryggni og eru í rannsókn í Bandaríkjunum. Nýlega skiluðu vísindamenn frá National Academi of Sci- ence niðurstöðum úr rann- sókn, sem þeir hafa unnið að í jmörg ár fyrir Matvæla og eiturefnastofnunina varðandi hæfni 3.600 lyfja sem mikið eru notuð. Og snemma í apríl mánuði tilkynnti stofnunin, að tekin skyldu af sölulistum 78 samsett fúkkalyf, en 12 önn- ur voru kölluð inn í desem- ber, þar sem þau uppfylltu ekki það sem lofað var á merkimiðum. Heldur Matvæla og eiturefnastofnunin því fram að þegar notuð eru tvö slík sterk meðul saman, þar sem eitt dugir, þá taki sjúlking- urinn of miklr og óþarfa áhættu. Matvæla og eiturefnastofn- unin í Bandaríkjunum er ekk ert vinsæl meðal gosdrykkja framleiðenda í Bandaríkjun- um, sem framleiða svokallaða „sykurlausa“ gosdrykki, því stofnunin hefur krafizt þess að aðvörunarmiði sé á matvæl um og gosdrykkjaflöskum sem hafa í stað sykurs gerivi- efnið „cyclamate" Þar verði að standa, að sé þessa neytt í miklu magni, geti það verið skaðlegt. ■J SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: rrmrrmrt :v Hættulegur leikur (Moment to Moment) Framleiðandi og leikstjóri: Mervyn Le Roy Þetta er býsna skemmtileg kvikmynd, vel leikin, litfögur, og umfram allt: hún hefur ást- ina að meginstefi, og fjallar, sem betur fer, á allt annan hátt um hana en síðasta kvikmynd, er vér rituðum um, sem var „Det kære legetöj í Kópavogsbíói. Ekki þar fyrir, myndin ólgar af „sex“. en aradinn verður að láta sér nægja að gruna það, sem augað sér í hinni mynd- inni. Meginefnið fjallar um unga konu í Suður-Frakklandi, sem lendir í þeirri óþægilegu að- stöðu, að eiginmaður hennar er á ferðalagi, meðan hún sjálf ólg- ar af ástarþörf. Dag nokkurn, þegar hún er á gangi með átta ára syni þeirra hjóna, rekst hún á amerískan sjóliða og verður snortin af æskuþrótti hans og glæsileika. Ekur hún honum heim til sín til hádegisverðar. Af þessu æxlast svo þau kynni, að „mjög gegn vilja hennar lýkur samvist um þeirra um daginn í svefn- herbergi hennar, svo vitnað sé orðrétt til prógramms. Ástaræv intýrið er þannig framkallað af brýnni líkamlegri þörf, en er feragin viljayfirlysing frá kon- unnar hálfu um það, hvem hún kjósi séir að framtíðarrekkju- naut. Raunar e r það eiginmaður hennar, sem hún elskar, eins og vera ber, og hafði hún áður gert örvæntingarfullar tilraunir til að fá hann til að snúa heim hið snarasta, er hún þóttist greina, hvaða stefnu stjómarvöld skyndi tilfinninga hennar voru að taka. — En því miður: maður henn- ar var þá upptekinn við fyrir lestrahöld á Englandi. Hinn ungi, ameríski sjóliði tek ur hlutina hins vegar alvarleg- ar. Ástarstund gefur hjónaband í mund, virðist vera trú hans. Er hann uppgötvar afstöðu frú arinnar fögru, hendir hann til hennar pyngju með 150 dölum í sem greiðslu, grípur síðan skamm byssu, og — jæja sleppum því. Við skulum þó vona, að hann drepi engan með henni.... Eins og getið var, er ástin aðalviðfangsefni þessarar mynd ar. Og hún hefur þann lærdóm að bjóða, að eins gott sé fyrir menn að vanrækja konur sínar ekki um of — reyndar bara helzt ekki lita af þeim — ef þær eigi ekki að lenda úti á hæpn- um brautum. — Frekar er nú ólíklegt, að blessaðar eiginkon- urnar okkar séu upp til hópa svo lausaT í rásinni og áhrifa- gjarnar gagnvart prúðbúnum og glæsilegum utanaðkomandi mönn um og aðalkvikmyndarhetjan er látin vera í þessari mynd. — Sem betur fer, því fæstir eiga því láni að fagna að mega njóta samvista við eiginkonu sína hverja og eina stund allra sól- arhringa ársins. Hins vegar verður eitthvað til hverrar sögu að bera, og- hverr- ar kvikmyndar, og sjálfsagt má finna þær undantekningar úr hópi kvenna jafnt sem karla, er forða hugmynd höfundarins frá þvi að vera alveg „absurd, fjar stæð hugmynd, er hvergi eigi sér rætur í veruleika. í öllu falb mega menn ekki fyrtast við, þótt þeir finni ekki samhljóm við hvert einasta atriði kvik- myndarinnar í sinni eigin sál. Fyrst og síðast er þetta mjög falleg mynd, senur flestar mjög fagrar, enda í „technicolor lit- um. Tónlist eftir Henry Manc- ind, gerir sitt til að ljá henni hugljúfan blæ. Og þá kannski ekki síður hitt, að allar persón- urnar eru í rauninni mannlegar og góðar undir niðri, þótt breyzk ar séu sumar. Allir vilja að lok- um gera allt, til að kippa öllu í lag. Sú viðleitni er að vísu ekki yfirþyrmandi áberandi í heim- inum í dag, en hitt hefi ég heyrt óljúgfróða menn segja, að eitt- hvað gott búi í öllum mönnum. Svo kannski er þetta, að vissu leyti, meiri raunsæismynd, en ætla mætti fljótt á litið. S. K. Tóboks- og sælgætisbúð til sölu með kvöldleyfi. Sérstakt tækifæri fyrir konu eða mann sem vildi skapa sér atvinnu. Auk verzlunarhúsnæðis er for- stofuherbergi sér, með salerni og baði, sem viðkomandi gæti búið. Tilboð sent Morgunblað- inu merkt „Búð 2498”. er rétt liaiician viö liornið Þarna er hann. f búðinni. Þarna er Henri í vindlahillunni. Henri WintermanB. Hollenzkur áS ætt og uppruna, en eins alþjóðlegur og hægt er. í löndum bvo fjarri hvort ötfru sem Bretland og Ástralia, selst Henri Wintermans miklu meira en nokkur annar vindill, einfaldlega af þvf að hann hefur hití gótSa og milda bragð og svo fallega nýtízku lögun, sem er svo vinsælt um allan heim. Kynnið ykkur fyrir Henri og þið eignizt lífstíðar vin. Kynnizt Henri Wintermans Short Panatella Rétta stærSin fyrir alla. Hæfilega langur. Hæfllega gildur. Hæfilega bragðmikill. Hæfilega mildur. Seldur f 6 stykkja pökkum. Kynnizt Henri Wintermans Cigarillos (Við kölluðum þá áður Senoritas) A stærð við “King-Size” vindling, en gildari. Ekta hollenzkur smávindill, meS hinu milda og góða Henri Wintermans bragði. Seldur í 10 stykkja pökkum. HENRI WINTERMANS HINN ALÞJÖÐLEG-I HOLLENDING-UR Umboðsmenn: GLOBUS H/F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.