Morgunblaðið - 17.05.1969, Blaðsíða 16
16
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1969
Úitglefandí H.f. Árvafcui*, Eeyfcjavlk.
Fnamfcvaemdiaatjóri Hiarailidur Svemsson.
'Ritsfgórar Signrður Bjarrcason frá Viguir.
fcfafitihías Joihannesa'en.
Eyjólfur Konróð Jónsson.
Bitstj dmarfulltrúi Þorbjöm Guðtaundsson.
Eréttastjóri Bjiörn Jóhannssora.
Auglýsingiaiatj'órf Arni Garðar Kristinsson.
Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sómi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti é. Sími 22-4-00.
Ásikriftargjald. fcr. 190.00 á mánuði innanlands.
I lausasiölu kr. 10.00 eintakið.
NÝTT TÍMABIL
AD HEFJAST
'C’ldhúsdagsumræðurnar á
Alþingi leiddu glögglega
í Ijós þær einföldu stað-
reyndir, sem við blasa í ís-
lenzkum stjórnmálum um
þessar mundir. Núverandi
ríkisstjórn, sem veitt hefur
þjóðinni forustu á einu mesta
blómaskeiði í sögu hennar og
einnig á einum mestu erfið-
leikatímum í efnahags- og
atvinnumálum, sem komið
hafa á þessari öld, hefur í
megindráttum tekizt að ráða
bug á erfiðleikunum og að-
laga efnahag þjóðarinnar
breyttum aðstæðum.
Að baki eru sjö framfara-
ár, tvö erfiðleikaár en nú er
að hefjast rsýtt tímabil eins
og Jóhann Hafstein, vara-
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, komst að orði í umræð-
unum í gærkvöld. Og hann
sagði ennfremur: „Það mun
væntanlega ekki einkennast
af hraðfara hagvexti áranna
1960—1966. En það stefnir
upp á við.“
Hin meginstaðreyndin í
íslenzkum stjórnmálum í
dag er sú sama og verið hef-
ur allan þennan áratug.
Stjórnarandstöðuflokkarnir
eru ekki færir um né hæf-
ir til að taka að sér stjórn
landsins. Þeir brugðust í góð
ærinu og þeir hafa einnig
fallið á prófinu á erfiðu árun
um. Annar þeirra er svo gjör-
samlega sundraður og klof-
inn að mörg ár munu líða
þar til hann getur orðið
raunverulegur þátttakandi í
stjórnmálabaráttunni. Hinn,
Framsóknarflokkurinn, er
enn í sárum vegna þess að
fyrir einum áratug var end-
ir bundinn á nær samfelld-
an 40 ára valdaferil flokks-
ins og beizkjan og vonbrigð-
in einkenna enn málflutning
flokksins og starfshætti.
í ræðu sinni í eldhúsdagsum-
ræðunum lagði Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra,
áherzlu á að tekizt hefði að
hálda svo á málum, að ver-
tíðin bjargaðist og mikil
verðmæti komu á land, þrátt
fyrir takmörkuð verkföll og
verkbönn og sagði forsætis-
ráðherra, að þessi árangur
hefði ekki náðst nema vegna
þess, að skilningur og góð-
vild hefðu undir niðri ráðið
meiru en af yfirborðinu
mætti ætla.
Bjami Benediktsson gerði
einnig að umtalsefni þá
reynslu, sem fengizt hefur
af verkfalls- O'g verkbanns-
aðgerðum síðustu vikur og
kvað óhjákvæmilegt að gera
nokkrar breytingar á vinnu
löggjöfinni og benti í því
sambandi á, að mesta vel-
megunin hefur einmitt ríkt
í þeim löndum, þar sem tek-
izt hefur að mestu að kom-
ast hjá kostnaðarsömum
vinnustöðvunum, svo sem í
Svíþjóð og V-Þýzkalandi. Er
þess að vænta að víðtæk
samstaða náist um sann-
gjarnar breytingar í þessum
efnum.
REKTORSKJÖR
VIÐ HÁSKÓLANN
TIMagnús Már Lárusson,
prófessor, hefur verið
kjörinn rektor Háskóla Is-
lands og tekur hann við því
virðulega embætti í haust af
Ármanni Snævarr, sem hef-
ur gegnt því um 9 ára
skeið.
Hektorskjörið hefur að
þessu sinni vakið meiri at-
hygli en oftast áður, bæði
vegna þess að prófkosningar
fóru fram meðal nemenda og
kennara og einnig hins, að
Háskólinn stendur um margt
á vegamótum og þess vegna
skiptir miklu hverjir veljast
til forustu hans.
Hin breyttu viðhorf til
Háskóla íslands og málefna
hans, mótast aðallega af
tvennu. Menn gera sér í vax-
andi mæli grein fyrir nauð-
syn þess að stórefla Háskól-
ann á næstu árum og beina
starfsemi hans meira inn á
nýjar brautir í tengslum við
atvinnulífið í landinu, þann
ig að æðsta menntastofnun
þjóðarinnar fullnægi þörf-
um atvinnuveganna fyrir
sérmenntað starfsfólk á
næstu árum og áratugum.
Ennfremur er ljóst, að með-
al stúdenta sjálfra hefur orð-
ið veruleg hugarfarsbreyt-
ing og þeir eru vaknaðir til
vitundar um það, að Háskól-
inn er ekki einungis stofn-
un, sem veitir þeim ákveð-
inn stimpil og réttindi held-
ur menntastofnun, sem þeir
eiga að taka ótvíræðan þátt
í að móta.
Hins nýja rektors Háskóla
Islands bíða því mikil og
vandasöm verkefni, sem ef
til vill verða auðleysanlegri
fyrir hann en ýmsa fyrir-
rennara hans vegna þess að
almennari skilningur er nú
á því meðal þjóðarinnar, að
Háskólinn hefur orðið af-
skiptur á undanförnum ár-
um og að nú þarf að gera
stórátak til eflingar hans.
Öryg-gisverðir í Irlandi hafa
nóg að starfa þessa dagana við
aff halda ljósmyndurum, frétta
mönnum og forvitnu fólki í
hæfilegri fjarlægff frá fyrrver-
OROI I EVROPU
/kvenju óróasamt er í stjórn
^ málum Evrópu um þess
ar mundir. Forsetakosning-
arnar í Frakklandi virðast
ætla að verða tvísýnni en
talið var í fyrstu og fari svo
að Poher, bráðabirgðaforseti
sigri, er augljóst, að nýjar
þingkosningar fylgja í kjöl-
farið innan tíðar. I Frakk-
landi er því allra veðra von
og verulegar breytingar geta
orðið þar í landi.
andi Frakklandsforseta hCarles
de Gaulle — Önnur myndin er
af Hero noCve hótelinu, þar sem
de Gaulle og kona hans dvelj-
ast. Fyrir framan á ánni sigla
lögreglumenn á hraffbáti. — Á
I V-Þýzkalandi eru þing-
kosningarnar, sem fram eiga
að fara í haust þegar farnar
að hafa úrslitaóhrif á ákvarð
anir stjórnarvaldanna, svo
sem í sambandi við gengi
marksins og bendir margt til
þess að óvissu-ástand muni
ríkja í peningamiálum Ev-
rópu þar til kosningunum
þar í landi er lokið.
I Bretlandi er einnig óróa-
samt á stjórnmólasviðinu og
vaxandi andstaða gegn Wil-
son, forsætisráðherra í þing-
hinnl myndinni sjást de Gaulle
og kona hans á gangi í skóg-
inum. Neffst tii hægri á mynd-
inni sér í öryggisvörff hálffal-
inn inn í runna.
flokki Verkamannaflokksins.
Þar við bætist, að gengis-
breytingin þar í landi hefur
enn ekki haft tilætluð áhrif
og Bretar eru nú að semja
um enn eina stórfellda lán-
töku hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Af þessu má sjá, að
margt kann að gerast á
næstu mánuðum í nágranna
löndum okkar og algjörlega
ómögulegt að átta sig á þró-
un múla, svo sem varðandi
hugsanílega inngöngu Breta í
Efnahagsbandalagið, sem get
ur komið á dagskrá á ný.