Morgunblaðið - 22.06.1969, Side 7

Morgunblaðið - 22.06.1969, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1969 7 Kringum Tjörn i tœru sumarveðri Nú er snmar og sól og blíð- skaparveður, i það minnsta hér syðra, þótt máski snjói eilitið i fjöll þar nyrðra, — og Jóns- messan á næsta leiti. Margir búast til ferðar út i guðsgræna náttúruna, heizt á fri dögum, því að þá geta þeir and að iéttar og strokið sér frjálsar um höfuð. Sumir endasendast á bilum um allar jarðir, sjá litið sem ekkert út um rykugar bil rúðurnar, aðrir leggja land und ir fót, komast við það í mun meiri og nánari snertingu við náttúruna, en ella. En það er ekki alltaf nauð- synlegt að ferðast um langa vegu til náttúruskoðunar. Venjulega er það svo, að þegar menn hafa lileinkað sér þennan dýrmæta hæfileika að skynja jafnvel hið smæsta i náttúrunni, er þarflaust að gera víðreist. Fyrir okkur, sem byggjum höfuðborgina, er eiginlega alger lega ónauðsynlegt að fara út fyr ir borgarmörkin til að njóta nátt úrunnar i ríkum mæli. ♦ Því til sönnunar langar mig til að biðja ykkur, lesendur mín ir, að koma með mér í göngu- ferð niður að Tjörn, ganga með mér svo sen einn Tjarnarhring eða tvo. í þetta sinn skulum við leyfa hornsilunum að vera í friði, þótt heimur þeirra sé í rauninni afar merkilegur og girnilegur til fróðleiks. Ekki skulum við heldur að þessu sinni hyggja að plöntu- lífi, þótt nærtækt sé, þegar kom- ið er að eystri bakka Miðtjarn- arinnar, en þar í sefinu leynist mörg lífveran, sem sjálfsagt væri ómaksins vert að skoða nánar. í þetta sinn ætlum við að skoða fuglalífið á Tjörninni, og minnumst þó sjálfsagt ekki á allar þær fuglategundir, sem þar má sjá, en það kemur með æf- ingunni að þekkja þær allar og lifnaðarhætti þeirra. ♦ Við erum stödd í Tjarnar- krikanum framan við gamla Miðbæjarbarnaskólann, sem nú hefur verið upphafinn í æðra veldi, og gerður að Menntaskóla Þar rennur enn lækurinn til sjáv ar, sem Lækjargata dregur nafn reiðir handa sínum Tjarnarfugl um. Að gefa Bra-bra, er eitt- hvert skemmtilegasta áhugaéfni yngstu kynslóðarinnar, og fær- ist í vöxt, að foreldrar leyfi börnum sínum að gefa öndun- um af afgangsbrauði frá heim- ilunum, og er slíkt til þroska, og mun, þó seinna verði, til að gera litla barnið meiri vin fuglanna en ella. Á köldum vetr armorgni rennur hér út í Tjörn ina einnig afgangsvatn Hitaveit unnar, mætti raunar vera meira, en hefur mörgum fuglinum bjarg að frá kali og kvölum. ♦ Stokköndin er hér i miklum, meirihluta, en Stokkandarstegg urinn, Grænhöfðinn, er litfagur fugl, þótt við getum ekki fall- ist á það með þeim kennurum. minnsta öndin, fer lítið fyrir henni, en á Tjörninni hefur hún samt sést. og þannig mætti lengi telja upp andir á Tjörninni, enda ríkir þar andatrú, en þar eru einnig Hnúðsvanir og Söng svanir, og virðast þeir hvorug- ir „plurna" sig of vel í tilhuga- lífinu upp á síðkastið. Virðast þeirra ástir vera kaldar og ó- frjóar og lítt í meinum, og eru þó tilburðir ýmsir. Þýzki hnúð svanurinn frá Hamborg virðist eiginlega vera að gefast upp í þessari nóttlausu voraldarver- öld, og að vonum,, en sýnu er hann herskárri en hinn. Grágæs irnar, sem fljúga ósteiktar í hópum framan við nef svangra Reykvíkinga, njóta líka nægtana í hveitibrauði og eru svo til alveg hættar því óhagræðingar- Stokkandarhjónin kvtða ekki tilverunni. Þau greiða ckki skatta, ekki einu sinni aðstöðugjöld. sem eitt sinn völdu þá spurn- ingu á gagnfræðaprófi: Hver er fegursti fugl íslands? Og hið eina rétta svar var: Stokkand- arsteggur. Allt annað var rangt. Höfum við gengið til góðs? Oft hefur verið á það minnzt af undirrituðum, að fækka þurfi stokkandarsteggjum á Tjörninni því að þar er ekki um að ræða „kvindernes overtal" eins og danskurinn segir, og horfir stundum til vandræða, og mega þeir skilja, sem fylgjast vel með fuglalífi á Tjörninni. Er það þó hart að þurfa að viður- kenna slíkt, og vera kynbróðir þeirra, grænhöfðanna. Stokköndin á Tjörninni sitt af, enda þótt hann sé löngu farinn „undir jörðina", sem svo nefndist á stríðsárunum í þeim löndum, sem voru jindir járn- hælnúm gamalkunna. Máski vita það færri, a.ð í Tjörninni gætir enn flóðs og fjöru, og ekki þarf lengi að standa frammi við handriðið, til að sjá þessi sjávarföll. Rétt steinspar frá er gömul stein- bryggja. Unga fólkið í dag velt ir^sjálfsagt vöngum yfir nota- gildi hennar við Tjörnina, en það var ærið. í þá daga voru engin hraðfrystihús til, heldur var höggvinn ís á Tjöininni, ek ið burt á sleðum, upp eftir þess ari gömlu bryggju, og þaðan í Nordalsíshús, í Herðubreið þar sem nú er Glaumbær eða ís- björninn, og það voru nú frysti tækin í gamla daga. Hestarnir, sem drógu íssleðana blésu af kappi, myndaðist móða, og karl arnir, sem við verkið unnu, börðu sér til hita líkt og fisk- salarnir á torgunum, sem köll- uðu „Ýsa á 25 aura kílóið, þorsk ur á 22 aura kílóið". ♦ Hér í Tjarnarkrikanum er margt um fuglinn. Fullt af fólki er að gefa öndum, gæsum og álftum brauðmat til viðbótar þeim mat, sem borgin sjálf til- mm kafar eftir æti. Rauðhöfðaöndin er einstak- lega prúð önd, og „pjúíið“henn ar heillar oft fólkið. Það heyr- ist langa vegu að, og að auki er hennar steggur litlu litminni en Grænhöfðinn, enda kallaður Rauðhöfði. Duggöndin er mjög algeng þarna. Hún er bústin og feit, mestanpart svört og hvít og auðþekkt. Skúföndin, frænka hennar, hefur skúf aftan ó haus, sem sker hana dyggilega úr hópnum. Graföndin er tígu- leg önd. Langt stél hennar hef ur gefið Englendingum tilefni til að kalla hana „Pintail", og er það réttnefni. Eitt sinn, það mun hafa verið í kringum ] 935 kom Skeiðönd á Tjörnina. Varð þá uppi fótur og fit hjá öllum fuglaáhugamönnum. Nafn sitt dregur hún af nefinu, sem er eins og skeið í laginu. Nú ér hún löngu horfin, en heldur þó ennþá tryggð við ísland, og er skrautleg önd. ♦ Einn Húsandarsteggur sást í Þorfinnshólma, einn og yfirgef- inn, en æðarkolla ein sá aumur á honum, og síðan urðu þau par og löbbuðu saman fyrir sunn an Fríkirkjuna, en engin veit þó ennþá, hvernig veður skip- ast í lofti. Ennþá brennur þeim sjálfsagt í muna. Urtönd er standi að fljúga langt til heiða, það er svo mæðandi, „og svo ætla þeir að drekkja öllu heila „klabbinu" í raforku" Er það nema von, að þær kjósi frekar að heilsa sínum hjartans vini, honum Tómasi Tómassyni, sem daglega gefur þeim brauð, á túninu, þar sem áður stóð ís- björninn, frystihúsið. ♦ Erum við þá komin að máv- um og ber þá fyrst fræga að telja hina björtu Kríu, sem sum ir nefna „L‘Arrabiata“ um lang an veg komin alla leið frá Suð- urheimskautinu, yfir það óra- víða haf, þar sem lengst er á milli landa á jarðarkringlunni, frá strönd Mörgæsanna við Suð- urheimskautið og allt út fjörun- ar við Grindavík, hér suður af. Hún byggði Sverrishólma af ást og skyldurækni, og ver kon ungsríki sitt með oddi og egg. Kári frá Víðikeri yrkir svo til vinkonu sinnar, kríunnar: „Sjáðu! Nú er krlan komin. Hvað er hún að fást við lækinn? Sifellt hefir hún sama kækinn Silungsveiði stundar hún, litil, snotur, björt á brún“ En þeir eru á Tjörninni fleiri mávarnir. Þar er sá hvimleiði Hettumávur. Hann er svo sem nógu fallegur, skinnið að tarna en samt anzi leiðigjarn, og er eiginlega rétt í þann mund að nema hér land, og skakkar varla meira en 35 órum. En að- gangsfrekur er hann á túnun- um bændanna hér í nærsyeitun- um, og fara þá fyrir lítið bústn ir skozkir ánamaðkar. En sú lyst! Að hugsa sér! Og svo að síðustu! Vargur- inn í fuglahjörðinni, sá alræmdi og illræmdi Svartbakur, söku- dólgurinn víðfrægi. Svartbakur- inn eða Veiðibjallan, er tígu- legur fugl, það er arnsúgur und an vængjum hans, og mér er sagt, að augu hans stækki 9 sinn um alla hiuti. Hann sinnir sín- um bjargræðisvegum. Máski hon um þyki lostætastir æðarungar, líkt og okkur kjúklingar. Hver er munurinn? Stundum er eins og Tjörnin sé merlúð perlum af mávum. Eða þá þeir standa á hálum ís og víðsjálum. En mættu þeir líka lifa. Leyfum samræminu í náttúrunni að lifa og halda sér. Mun okkur þá vel farnast. Tjarnarferð í góðu veðri get ur verið mikill yndisauki. Nátt- úruskoðun þar er sízt lakari en annars staðar. — Fr.S. ÚTI Á VÍÐAVANGI Veðskuldabréf Höfum kaupendur að nokkru magni veðskuldabréfa. FASTEIGNIR OG FISKISKIP, Hafnarstræti 4, sími 18105. OHTSU hjólbarðar 1000 x 20 — 14 PR m/slöngu kr. 13.794.00 1100 x 20 —- 14 PR m/slöngu kr. 15.026.00. OHTSU MÆLA MEÐ SÉR SJÁLF. II. i' ni [II1 ryöMSojra sul □UlíSJIí Hverfisgötu 6 — Sími 20000. Húsbyggjendur FYRIRLIGGJANDI: — Undirpappi, breidd 50 og 100 cm. Yfirpappi tfteidd 100 cm. Asfaltgrunnur (Primer) Oxiderað asfalt grade 95/20 Frauðgler einangrunarplötur Niðurföll 2f' — 3" og 4” l.oftventlar Kantprófílar. VIÐ HÖFUM SÉRHÆFT OKKUR í FRÁ- GANGI ÞAKA OG HÖFUM í OKKAR ÞJÓNUSTU SÉRHÆFÐA STARFSKRAFTA Á ÞESSU SVIÐI. = Gerum tillögur um fyrirkomulag og endanleg tilboð í framkvæmd verksins. = Leggjum til allt efni til framkvæmdanna. = Veitum ábyrgð á efni og vinnu. KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐU VERÐ OG GERIÐ RÁÐSTAFANIR UM FRAMKVÆMDIR TÍMANLEGA. T. Hannesson & Co. Brautarholti 20 - Sím/ 15935 ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg nýjung Hljóðlaus W.C. — kassi. nýkomið: W.C. Handlaugar Fætur f. do. Bidet Baðker W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir Island: HANNES ÞORSTEINSSON heildv., Hallveigarstig 10, sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.