Morgunblaðið - 22.06.1969, Side 15

Morgunblaðið - 22.06.1969, Side 15
MOROUNBLAÐIf), SUN3STUDAGUR 2l2. JÚNlí 1968 15 Svxtugur: Séra Gísli Brynjólfsson Það var vorið 1937, að séra Gísli Brynjólfsson heimsótti okk ur hjónin í Siglufirði. Svo hittist á, að við vorum þá alveg ný- flutt í prestsseturshúsið sem byggt var þar á árunum 1936—- 37 og ég held meira aðsegja, að hann hafi verið fyrstí gesturinn sem heimsótti okfcuir í þetta nýja hus. Mun hann hafa komið, með- al annars, í þeim erindagjörðum að spyrja mig frétta af Síðunni og um Kirkjubæjarklausturs- prestakall, sem þá hafði verið óveitt um hríð, síðan ég fór það- an. Hann mun jafnvel hafa lát- ið sér detta í huig að taka setn- ingu þangað austur, enda sumir að austan. Fór svo að hann var settur j prestur í Kirkjubæjarklausturs prestakalli haustið 1937. Taldi ég þá vel hafa skipazt fyrir Síðumönnum að fá þennan unga, efnilega og vel menntaða prest austur þangað. Þar eystra var Sr. Gísli síðan alla sína prestSkapartíð eða þangað til hann fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni 1963. Sr. Gísli er fæddur í Skildiniga nesi við Reykjavík 23. júní 1909 og er því sextugur á morgun. Foreldrar hans voru þau hjón in Brynjólfur Gísalson bóndi í Skildinganesi og Guðný Jóns- dóttir. Afi sr. Gísla í föðurætt var sr. Gísli Jóhannesson, prest ur á Reynivöllum í Kjós, en kona hans var Guðlaug Eiríks- dóttir, sýslumanns, Sverrissonar frá Rauðabergi í Fljótshverfi Eiríkssonar. Afi sr. Gísla í móð- urætt var sr. Jón Þórðarson, próf. á Auðkúlu, en hann var kvæntur Sigríði Eiríksdóttur Sverrissonar sýslumanns (Sverri sensætt) Voru þær því systur föðuramma og móðuramma sr. Gísla. Sverrir Eiríksson á Rauða- bergi (langa langafi sr. Gísla) bjó síðar að Kirkjubæjarklaustri Hánn og kona hans Sigríður Sal ómonsdóttir Þorsteinssonar voru síðustu hjónin, sem sr. Jón Stein grímsson hinn kunni eldklerkur gaf saman þar eystra. Sr. Gísli ólst upp í nágrenni Reykjavíkur og lauk stúdents- prófi frá menntaskólanum vorið 1930 og var nýbakaður stúdent, begar Alþingishátíðin var hald- in á Þingvöllum og norræna stúdentamótið í Reykjavík. Kandi datsprófi frá Háskóla Islands lauk hann 1934 og veturinn 1935 36 dvaldi hann við framhaldsnám í Cambridge, í Ridley Hall, sem er einn af prestaskólum ensku kirkjunnar, en þeir taka við stúdentum, sem lokið hafa B.A. prófi í einhverjum greinum. Háskólamir í Oxford og Cam- birdge hafa yfir sér sérstakan blæ og er ómetanlegt fyrir náma menn að fá að dvelja þar, jafn- vel þó ekki sé nema uim stundar- sakir. Eftir að sr. Gísli kom heim var hann um stund við blaðamennsku og annaðist meðal annars ritstjóm „Framsóknar", blaðs Bænda- flokksins. Um haustið 1937 var hann, eins og áður er sagt, settur prest ur að Kirkjubæjarklaustri og átti þátt í þvi að prestssetrið var ' flutt þangað frá Prests- bakka. Prófastur var hann skip aður í Vestur-Skaftafellsprófasts dæmi 1952 og gegndi því starfi meðan hanin var eystra. Frá 1963 hefur hann alla tíð haft mikinn áhuga fyrir málefnum landbúnað arins og var fulltrúi Stéttarsam- bands bænda í mörg ár. öll prest skaparár sín á Klaustri hafði hann sjálfur nokkum búskap og studdi bændur í áhugamálum þeirra. Sr. Gísli er kennimaður góð- ur og áhugamaður um andleg mál. Meðan hann var prófastur eystra stjórnaði hann héraðs- fundum af virðuleik og gerði þá að kinkjulegum meruninigarfuind- um fyrir prófastsdæmið.Þar var fyrst hreyft hugmyndinni um minjnisvarða á Kirkjubæj ar- klaustri um sr. Jón Steingríms- son, sem nú hefuir þróazt í það að verða minningarkapella um þann merka klerk. Á héraðsfund unum flutti sr. Gísli oft merkileg söguleg erindi, sem athygli vöktu Sr. Gísli er prýðilega ritfær og blaðamennskuna lagði hann aldrei á hilluna, þó að hann væri allfjarri Reykjavík og sendi oft hugleiðingar um stjórnmál og daglegt líf til blaðanna. Á seinni árum hefur hugur 'hains meira hneigzt að þjóðleg- um fræðum og skipta greinar hans um þau efni mörgum tugum. Hanrn er fuindvís á sérkennilegt og skemmtilegt efni, leitar hann oft uppi gamlar myndir og læt- ur þær fylgja greinuim síinum eða hann tekur sjálfur myndir, þegar það á við. Menn láta yfirleitt ekki greinar og ritgerðir sr. Gísla frá sér fara ólesnar. Fer nú að koma tími til þess, að hann safni saman greinum sínum og gefi út í bókarformi, með þeim mynd- um sem þeim hafa fylgt og við verður komið. Þó að sr. Gísli sé hættur prests skap í venjulegum skilningi þess orðs, fylgist hann vel með öllu, sem í kirkjunni gerist. Hann hef ur nokkrum sinnum tekið að sér þjónustu í forföllum presta, og í flestum kirkjum Reykjavíkur hefur hann prédikað og er gott til hams að leita í þeim efnum. Hann er manna kirkjuræknasur og gott að hafa hann í kirkju hjá sér. Sr. Gísli er kvæntur Ástu Valdimarsdóttur frá Akranesi og eiga þau þrjá syni, sr. Bryn- jólf, er nýlega hefur verið sett- ur prestur að Stafholti í Borg- arfirði, kvæntur Áslaugu Páls- dóttur frá Litlu-Heiði í Mýrdal, Valdimar bónda og trésmið í Álftagróf og Sverri, sem er náms maður heima hjá foreldrum sín- um. Margir minnast ánægjustunda á heimili þeirra hjóna, bæði frá Kirkjubæjarklaustri og Reykja- vík. Það eru jafnan fljót að líða kvöldin heima hjá frú Ástu og sr. Gísla. Hann er manna fróð- astur og góðlátleg kímni hús- bóndans léttir flestum í skapL Margir munu í dag senda hon- um ihlýjar kveðjur og árna honum og fjölskyldu hans allra heilla. Óskar J. Þorláksson Mangir hugsa til séra Gísla Brynjólfssonar hinn 23. júní, en það er afmælisdagurinm hatns, og að baki litrík sextíu ár. Þeir, seim orðið hafa bamum samferða, eiga margs að minmast um fjöl- hæfan drengskiaparmainin og trauistan vörð vina sdnna. Mörg hafa viðfanigsefnin verið, sem hanm hefur gefið krafta sína og hvarvetna hefur verið að verki, staðið með vakandi áhuga og lífsfjöri í óvenju mikluim mœli. Trúlega hefur hann tileinkað sér 'hina kunnu hvatningu: Verið hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum, enda sá, sem hana reit, verið honium næsta handgenginn, sjálfur Pállpostuli. Ungur valdi séra Gísil sér það hlutskipti, að halda á loft merki þeirrar hugsjónar, sem veitt hef ur mestri blessun í lifi marinanna. Sú hugsjón hefur átt hjarta hans óskipt — og áhuga, fagnaðarer- indið og kirkjan hans. Þar hefur hann verið í hópi hinna vö'kul- ustu, síleitandi að taðkifærum til að bera ljós hennar til haminigju og blessunar meðbræðrum sín- um. Hann var sóknarprestur Síðumarma um langt árabil, virt ur og vinsæll, sat á Kirkjubæj- arklaustri, hinum fornhelga stað. Nú er stórt áhugamál hans að rætast, um helgidóm á þeim stað, tengdan minningunni um eld- klerkinn sögufræga, séra Jón Steingrímsson. Líta má séra Gísli á þá framkvæmd sem afmælis- gjöf til sín, og að sjálfsögðu harla kærkomna, svo mjög seim hann hefur fyrr og síðar hvatt til þess verks. — Sem betur fer er séra Gísli enn unigur, yntgri flestum sinna jafnaldra, jafn kvikur og snar og við vinir hans munum hann fyrir áratugum, sí leitandi og sískrifandi. Það fyll- ir orðið þykkar bækur, sem hann hefur skráð og skrifað, og kenn ir þar margra grasa. Þættir hans um sögu byggða og staða i ýmsum landshlutum hafa orðið mörgum fróðlegt og skemmtilegt lestrarefni. Þar hefur séra GLsli, að eitt sé talið, unnið merkilegt fræðistarf. Hollvinur góði. Ég er í hópj þeirra, sem láta hugann dvelja við ljúfar minningar frá mörgum liðnum árum, vima þinna hinna fjölmörgu, sem eru þér ævinlega þakklátir, geyma í hiuga samveru stundimar, þakka vináttuina og tryggð þína, sem aldrei hefur tal ið það eftir sér að fljúga langa vegu yfir fjöll og sæ. Heillaósk- ir og hjartans kveðja frá okkur heima til þín, vinur, og þinna. Blessi þig júnísóliin í bráð og lengd. J. M. G. Nauðungaruppboð á hluta I Veghúsastíg 3, eigandi Þórlaug Hansdóttir, verður endurtekið vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda, á eign- inni sjálfri, fimmtudaginn 26. júní n.k. kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Biireiðoeigendnr í Hofnorfirði og nógrenni Ljósastillingar verða framkvæmdar dagana 25. júní nk. til 3. júlí að báðum dögum meðtöldum frá kl. 8.30—18 e. h. (en ekki laugardaga og sunnudaga), í bílageymslu félagsins á Hvaleyrarholti. Félag islenzkra bifreiðaeigenda. (Félagsfólk, sýnið skírteinin 1969). Fótformsandalar Mjög vandaðir sandalar á karlmenn, konur og börn í stærð- um 28—44. SKÖSKEMMAN. Bankastræti. T œkniteiknarar Stofnfundur félags tæKniteiknara verður haldinn í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, miðvikud. 25. iúní 1969. kl. 20.30. Allir þeir, sem stunda tækniteiknun og/eða hafa lokið námi í tækniteiknun, eru hvattir til þess að koma á fundinn. Undirbúningsnefnd. JL&.muis I DURA-SMOOTHtm Shyrtublússan sem er straufrí og aldrei krumpast og er fram- leidd úr 65°/o dacron polyester 35°fo bómull Nýkomib mikib úrval Fást hjá: Dömudeild London ( Dömublússur) Karnabœ, Týsgötu (Táningablússur)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.