Morgunblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1969 MAGIMÚSAR 4KIPHOIH21 SIMAR21190 eftir lokun $lmi 40381 B(LAUIGANFALURHF car rental service © w - 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. bilaleigan AKBllA UT car rcntal scrvice 8-23-47 scndum Steypustöðin S* 41480 -41481 VERK Fichtel & Sachs KÚPLINGSDISKAR 1 MERCEDES-BENZ OG VOLKSWAGEN VARAHLUTAVERZLUN JÓH. ÓLAFSSON & CO. H.F. Brautarholti 2 — simi 11984. 0 Egill Skallagrímsson kallaður fantur og óþokki í kynningarriti f nýlegri íslandskynningu á ensku er vikið að nafni Egils Skallagrímssonar og gefin skil- greining nokkur á þeim sem bar. Mundi margur ætla að það fyrsta sem höfundi kynningarinnar kæmi í hug, væri skáldið Egill Skalla- grímsson, en svo er ekki. Um Eg il er ekki annað að segja þarna en að hann hafi verið einn mesti „rouge“, á íslandi og á okkar dög um sé framleitt öl, sem berinafn ið Egill Skallagrímsson. Þess skal getið þeim til skýr- ingar, sem ekki skilja fullkom- lega merkingu enska orðsins „ro gue“, að það er þannig lagt út í Ensk-íslenzkri orðabók eftir Sig urð Örn Bogason: fantur, óþokki, svikari, skelmir: flakkari, um- renningur. 0 Svipmesta skáld á Norðurlöndum sá íslendingur, er bezt skil kann á Agli Skallagrímssyni. ÞykirVel vakanda því rétt af þessu tilefni að birta hér fáein orð úr ritgerð hans: Átrúnaður Egils Skalla- grímssonar. Hún hefst þannig: „Um Egil Skallagrímsson, svip mesta skáld, sem uppi hefur ver- ið á Norðurlöndum, hefur verið rituð ágætust ævisaga á norræna tungu. Þegar vér berum Egils sögu saman við venjulega ævi- sögu frá vorum dögum, skiljum vér muninn á því að meitla blá- grýti í hörg, sem standa skal um aldir, og fletta borðum í skála, sem tjaldaður er til einn- ar nætur. En einmitt vegna þess að sagan er svo rammger, er hætt við að hún skyggi á þá heim ildina um Egil, sem er enn merkilegri og traustari, vísur hans og kvæði. Kvæði Egils hefðu verið lesin af meiri alúð og hug- kvæmni, ef sagan væri ekki til. Mönnum vex að vonum þekk- ing og skilningur söguritarans svo í augum, að þeim kemur varla til hugar að leita í kvæð- unum fólgins fróðleiks um skáld- ið, sem sagnaritarinn hafi ekki getað hagnýtt sér, en kanna megi af nútíðarmanni, af því að hann á kost á ýmislegri þekkingu, sem hulin var á 13. öld“ 0 Ríkur menntaandi og örvandi stúdentalíf í Uppsölum Kæri Velvakandi Mig langar til að biðja þig fyr ir nokkur orð vegna hressilegr- ar og líflegrar greinar Ivars Eske lands, forstjóra Norræna hússins: ísland og ferðamennimir. Nokk- ur sumarorð til ásteytingar. Nú fer því fjarri að ég ætli að gera nokkra athugasemd við það sem Ivar Eskeland hefur um ferða- mál á íslandi að segja, þar virð- ist mér hann víkja réttilega að mörgu sem ábótavant er og aðr ir til andsvara ef eitthvað þarf að leiðrétta. En hann minnist á einum stað á Uppsali á þann hátt að ég get ekki látið athuga- semdalaust framhjá mér fara. Iv ar Eskeland segir á þessa leið í greininni: „Heyrzt hefur, þegar bent er á að ekki sé til neitt örvandi stúd entaumhverfi í Reykjavík, að það sé ekki nema gott og eigi svo að vera. í því sambandi er bent til Uppsala, þar sem reynt er að fá stúdenta tekna inn á einka- heimili. Nújá, hér er ég á öðru máli. Sé nokkuð, sem ísland þarfnast nú, þá er það ósvikið stúdentaumhverfi gagnstætt því skonsuhelvíti einmanaleikans, sem til dæmis er algengt í Uppsölum" Svo mörg voru þau orð. Mér virðist greinarhöfundur gefa ó- tvírætt í skyn, að ósvikið stúd- entaumhverfi sé ekki í Uppsöl- EINBÝLISHÚS í smíðum eða lóð óskast 1 skipt- um fyrir 2ja—4ra herb. íbúð. Til'boð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. júlí merkt „13 — 322". Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar. púströr og fleiri varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Lrugavegi 168. - Sími 241B0. HJÓNABAND Rúmlega fertugur bóndi á Suð- urlandi óskar eftir að kynnast konu, sem hefur áhuga á sveita- búskap, með hjónaband fyrir augum. Börn vel'komin. Bréf ásamt mynd sendist Mbl. fyrir 10. júlí merkt „Hjónaband 320". Algerri þagmælsku heitið. um. Þessi fullyrðing verkar eins og fjarstæð lýgisaga á undirrit- aðan, sem dvaldist við nám í Uppsölum tvo vetur fyrir skemmstu og hefur hvergi fund- ið jafnríkan menntaanda og örv andi stúdentalíf sem þar. I þeim deildum Uppsalaháskóla þar sem tmdirritaður þekkir til er áherzla á það lögð að nýstúdentar verði þegar í byrjun náms virkir þátt- takendur í námi og félagslífi deildarinnar. í hópi þeirra þús- unda stúdenta, sem í Uppsöl- um nema, má að vísu alltaf gera ráð fyrir einni og einni einmana sál, sem af einhverjum ástæðum hefur ekki fundið sér verkefni við hæfi eða getað aðlagazt lífi og starfi stúdentaborgarinnar, en mér finnst mjög villandi svo ekki sé meira sagt, að telja „skonsu- helvíti einmanaleikans" algengt í Uppsölum. Þessu sá ég mig knúinn til að mótmæla og vona ég, Velvakandi góður, að þú sjáir þér fært að ljá þessum línum rúm. J.Hn.A. 0 „Akið hratt í mildri mýkt“ Kæri Velvakandi Morgunblaðs ins, gætir þú gjört svo vel að leyfa eftirfarandi rúm í dálkum þínum? Flokkur bílstjóra sem kennir sig við „Kiwanis", bauð Hrafn- istufólki í ferð til Eyrarbakka og viðar, laugardaginn 21. þ.m. Það af dvalarfólkinu sem fór, (það var margt) naut hennar, en boðið var upp á þægileg sæti í bílnum, auk nestis. Leyfið okkur að þakka ykkur bílstjórnendur, fyrir veittar án- ægjustundir. Akið hratt í mildri mýkt, munið stýris góðir, Þá er starfið stífni ólíkt, slysin fælast slóðir. Hrafnistufólk Kvenfélagskonur Eyrarbakka Þið sem veittuð Hrafnistudval arfólki, svo mikinn hlýhug auk annars, laugardaginn 21 þ.m Gæt uð þið veitt okkur þá virðing, að þiggja þakklætisvott. — Sá sem ræður öllu yfir, ykkar blessi dyggð og byggð. þess biður Hrafnistufólk VANDERVELL/ <^Vélalegur^y Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 54. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir. Rover, bensín, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. launus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. ‘63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jónsson & Cn. Sími 84515 og 84516. Skeifan 17. Sigurður Nordal er tvímælalaust Iðnaðarmannafélag Suðurnesja gengst fyrir kynnisferð að orkuverinu við Búrfell laugardaginn 12 júli. Skoðaðar verða virkjunarframkvæmdir undir leiðsögn sérfræðinga. Þátttaka tilkynnist í skrifstofu félagsins, sími 2220 eða til Sigurðar Erlendssonar, sími 1801 fyrir 6. júlí. Fræðslunefnd I. S. Heiðraði bifreiðaeigandi Hafið þér athugað að fleiri og fleiri stundum eyðið þér í að þrífa bifreið yðar að innan? Altíkaáklæði — Altikateppi er ekki aðeins lausn á þessum vanda, heldur og einnig bezta lausnin. Otvegum með stuttum fyrirvara sætaáklæði og teppi í flestar tegundir fólksbifreiða. Eigum jafnan fyrirliggjandi í Volkswagen, Moskvitsh og Land- Rover jeppa. Einnig útvegum við barnastóla, sem uppfylla fyllstu öryggiskröfur Mikið lita- og efnaúrval. — Hagstætt verð. — Sendum í póstkröfu um land allt. Altikabúðin Frakkastíg 7 — Sími 2-2677. EIGENDUR SKODABIFREIÐA TAKIÐ EFTIR VEGNA FLUTNINGA VERÐUR SKODABÚÐIN LOKUÐ FIMMTUDAG 3. OG FÖSTUDAG 4. júlí. VARAHLUTAAFGREIÐSLA GETUR EKKI FARIÐ FRAM ÞESSA TVO DAGA. OPNUM AFTUR AÐ AUÐBREKKU 44—46. KÓPAVOGI, LAUGADAGINN 5 JÚLl, OG BJÓÐ- UM YÐUR VEI.KOMNA I HINA NÝJU VERZLUN, ÞAR SEM VERÐA NÆG BIFREIÐASTÆÐI OG ÖLL AÐSTAÐA TIL AÐ VEITA YÐUR ENN BETRI VARAHLUTAÞJÓNUSTU EN ÁÐUR. VINSAMLEGA SKRIFIÐ HJÁ YÐUR NÝTT SlMANÚMER OKKAR FRÁ 5. JÚLl 42 606, 42 606. | varahlutaverzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.