Morgunblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1960 7 Dáður af sumum - hataður af fleirum MOISE TSJOMBE LÁTINN Hann var einn œvintýralegasti persónu- leiki stjórnmála í Afríku þessa áratugs MOISE Tsjombe fyrrum forsætisráðherra Kongb lézt á sunnudag. Hann var 49 ára gamall og bafði ver- ið haldið í fangelsi í Alsír sl. tvö ár. í tilkynningu, sem gefin var út um andlát hans í Alsír og undirrituð var af 11 alsírskum lækn- um, sagði, að banamein hans hafi verið hjartaslag og hefði hann látizt í svefni. Á sunnudag voru liðin nákvæmlega tvö ár síðan Tsjombe var rænt á flugi yfir Miðjarðarhafi, 1 með þeim hætti, að flugvél hans, sem var á leið til Palma de Mallorca, var neydd til þess að lenda í Alsír. Flugvél þessi, sem var leiguflugvél, kom frá Spáni, en þar hafði Tsjombe búið um skeið I útlegð frá heimalandi sínu, Kongó, þar sem hann hafði verið dæmdur til dauða að honum fjarverandi. Moise Tsjombe var fæddur 10. nóvember 1919 í Musum- bau Faðir hans var auðugur afrísikur atvinnurekandi og kaupsýslumaður og starfaði í nánum tengslum við Belgíu- menn, en Koijgó var þá ný- lenda þeirra. Moise Tsjombe var oft þekktur að því að hæla sjálfum sér þannig: — Ég er auðugur maður. Ég er eini Kongómaðurinn, sem ekki þarf að taka þátt í stjórn málum til þess að lifa á því. Enginn getur keypt mig. Tsjombe hlaut menntun sína í æðku á meþodistaskóla og gekk í framhaldssikóla. Hann ferðaðist síðan um Evrópu, en hélt svo heim til heimahéraðs síns, Katana, í því skyni að stjórna fjármál- um fjölskyldu sinnar. Þar kvæntist hann dóttur áhrifa- mikils ættarhöfðingja. Um sama leyti hóf hann afskipti sín af stjórnmálum, fékk sæti í ýmsum ættar- og héraðsráð um og þegar Belgia veitti Kongó sjálfstæði 1960, varð Tsjombe forsætisráðherra Katanga, sem er auðugasta héraðið í öllu Kongó. Kongó hlaut sjálfstæði 1. júlí 1960, en herinn í landinu gerði uppreisn stuttu síðar. Tsjombe beið þess í 10 daga, að Josef Kasavubu forseti og Patrice Lumumba kæmu röð og reglu á aftur í landinu, en lýsti síðan yfir sjálfstæði Kat- anga. í tvö og hálft ár stóð hann af sér tilraunir Samein- uðu þjóðanna og voldugra að- ila um allan heim til þess að koma honum frá völdum. Aðal-stuðningsmenn hans voru belgísk námufélög og her, sem hvítir málaliðar frá Rhodesíu og Suður-Afríku stjórnuðu. f september 1961 gerðist það, að Dag Hamimarskjöld, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna beið bana, er flugvél hans fórst í Norður- Rhodesiu, nú Zambíu. Hamm arskjöld var þá á leið til landamærabæjax til viðræðna við Tsjombe um vopnahlé, en bardagar höfðu þá fyrir dkömmu byrjað í Kongó. Rannsóknarnefnd frá Sam- einuðu þjóðunum var eend til þess að kanna þennan hörmu lega atburð og komst að þeirri niðuristöðu, að engar sannanir væru fyrir þeim orð rómi, sem komizt hafði á kreik, að flugvélin hefði ver- ið sikotin niður, en bætti því við, að henni hefði alls ekki tekizt að finna orsökina fyrir flugslysinu. Sex mánuðum etftk dauða Hammarakjölds, tilkynnti Katangastjórn lát Patrice Lumumba, sem þá var orð- inn hetja í augum margra, ekki hvað sízt afrískra æsku- manna. Var þvi haldið fram af mörgum í Kongó, að Tsjombe bæri ábyrgð á dauða Lumumba, en hinn fyrmefndi hélt því fram, að Lumiumba hefði tekizt að flýja úr varð- haldi því, sem hann hefði verið settur í í janúar 1961, og verið skotinn af íbúum þorps eins á flóttanum. ÚTLEGÐ — FORSÆTIS- RÁÐHERRA — ÚTLEGÐ Fimm mánuðum eftir að Tsjombe gafst upp í janúar 1963, fór hann í fyrsta sinn frá Kongó í útlegð til Evrópu og dvaldist þá lengst af á Spáni. En í júní 1964 enerist stjórnmálagæfan honum mjög í vil um stundarsakir. Menn af Simba-ættflokknum í norðaustur'héruðum Kongós gerðu uppreisn og Tsjombe var kallaður heim og gerður að forsætisráðherra. Var talið þá, aið hanin væri miannia lík- legastur til þess að geta stillt til friðar milli ættflokka landsins og komið á friði. En það stóð ekki lengi. Erkifjand maður hans, Josef Mobutu, hratt honum von bráðar frá völdum. Tsjombe flúði til Spánar og tókst að hafa á brott með sér verulega fjárupphæð í er- lendum gjaldeyri. í marzmán uði 1966 var hann dæmdur til dauða að honuim fjarver- andi af dómstóli í Kongó fyr- ir landráð og samsæri gegn stjórn Mobutus. Á Spáni kom Tsjombe sér upp hirð málaliðsmanna og lífvarða. Það var einn þeirra, sem sveik Tsjombe og neyddi flugvél hans, er Tsjombe var á leið með henni til Palma de Mallorca 30. júni 1967 frá Spáni, til þess að lenda í Alsír. Leynd hvílir enn yfir ástæðunum fyrir svikunum við Tsjombe. Flugvélarræn- inginn kann að hafa verið keyptur til þesis að ræna Tsjombe af mönnum Mobutus eða gert sér vonir um það, að hann myndi hljóta veru- lega umbun fyrir verknað sinn. Það hefur þó farið á annan veg. Hann hefur ekki hlotið nein laun fyrir, enn, heldur setið í fangelsi í Als- ír, allt frá þeim degi, eem flugvélin með hann og Tsjombe innanborðs lenti þar í landi. Hvort sem Mobutu forseti Kongós hefur vitað um sam- særið gegn Tsjombe fyrir fram eða ekki, þá krafðist hann þess þegar í 6tað, að Tsjombe yrði framseldur og sagði, að ekki yrði haft fyrir því að eyða neinum tíma í það að halda frekari réttar- höld yfir Tsjombe, áður en hann yrði tekinn af lífi. „SVIKARI VIÐ AFRÍKU“ Forseti Alsírs, Houari Boumedienne, er hins vegar sagður hafa orðið jafn undr- andi sem aðrir yfir mann- ráninu á Tsjombe og mun ekki hafa talið dvöl hins síðar- nefnda í landi sínu neitt til þess að gleðjast yfir. Síðan sá hann fljótt, að hann gæti ef til vill haft af þessu póli- tísfcan hag og reyndi þá að notfæra sér hann. Blöð og útvarp í Alsír, sem ríkisvald- ið hefur alla stjórn á, fengu fyrinmæli um að fordæma Tsjombe sem „svikara við Afríku“ og hæstiréttur Alsir veitti réttarfarslega heimild til þesis að framselja hann í hendur Mobutu, enda þótt stjórnar.gkrá landsins bannaði framisal vegna brota stjórn- málalegs eðlis. Þegar Boumed Framhald á bls. 19 NIC0LAE CEAUSESCU Hann bauð Nixon heim FREGNIN um væntanlega heimsókn Nixons Banöaríkja- forseta til Rúmeníu hefur vakið mikla athygli um heim allan, þar sem þetta erfyrsta heimsókn bandarisks forseta austur fyrir Jámtjald síðan kaldz stríðið hófst. Telja má víst að einn maður hafi öðr- um fremur staðið að baki þessu sögulega heimboði og er þar átt við Nicolae Ceausescu forseta Rúmeníu og formann rúmenska kommúnistaflokks- ins. Ceausescu tók við for- mennskunni af Gheorghiu- Dej árið 1965, þá aðeins 47 ára að aldri. Stefna Dejs í landsmálum var: „Rúmenía fyrir Rúmena“ og hefur Ceausescu fetað dyggilega í spor hans og leitazt við að fylgja sjálfstæðri utanríkis- stefnu, eins og ef til vill kemur gleggst í ljós með þessu heimboði til Nixons. Mörgum imtn mininsisitæð afstaða Ceaiusesous við imin- rásána í Tékkóslóvakiu sfl. ár, er l.aun á morgni inmrásar- dagsims ávairpaði þúsumdir mamma er safnazt höfðu sam- am á götum úti í höfuðborg Rúmemíu og fordæ.mdi ininirás imia og kallaði bamia ógnum við frið í Evrópu og fraamlþiróum sósíalismams. Þamm dag ávanm Ceausescu sér hylli þjóðar sinmar í rikairi mæli em mokfcru simmi fyrr og er hanm heimsótti Prag skömmu fyr- ir inmirásina duldist emgum að hamm var í háveguim hafður meðal tékkóslóvakísku þjóð- airinmiar. Ceausescu er bóndasomur, fæddur og uppalimm í Scorni cesti, sem er afskek/kt fjalia- þorp í sumnamiverðum Karp- atafjöllium. Líf bæmdafólksins í þessum fjaHaþorpum var fá tæMegt og fábmeytt, mögu- leikar á memmtum nómiast erug- ir, emda náði skólaskylda ekki til barma í þessium þorp- um um þær muirudir er Ceaus- escu var að alaet upp. Honum tókst saimt alð læra að lesa og skrifa og aðeims elilefu ára að aldri fór hamm að hieiman til höfuðborgairinmiar, þar sem hanm sá fyrir sér sjálfur sem handlanigari eða lærlingur. Þetta var erfiitt lif og oft mum hamm hafa soltið heilu og hállfu hungri. Árið 1933 gerðisf hanm með limur æskulýðssaimtaka kommúnistaflokksimis og komst þar skjótlega til met- orða umz hamm var gerður að framkvæm<iastjária saimtak- anma. Sama ár og hanm gerð- ist flokksbumdimm kornmún- isti var hanm í fyrsta skipti handtekiinm og famigelsaður fyrir stjómimálaafskipti sín. Á árumum milli 1936—1938 Nicolai Ceausescu sat hanm tvisvar í fangelsi skaimmam tíma í senm, en ár- Jð 1939 vair hamrn dærndur til þriggja ára famigielsisivistar af rúmeTLsfcuim herdómstóH fyrir andstöðu við fasdistaistjám Amtonescus marskálks. Hamm sat því í fangelsi, þegar Rúm- eniar héldu út í styrjöMina sem bamdaimemm Þjóðverja, em á stríðsárumutm var hamm fluttur í íliræmdar fanigabúð- ir fyrir pólitíska famiga í Tirgu Jiu. Þar var eiinmig fyr ir Gbeorgiu-Dej og hófust þar kynmi þeirra. Leit Ceausescu ætíð á Dej sem læriföður siiinm og fyrinmynd. Voru báð- ir látmár 1-ausir skömmu fyr- ir stríðslok. Nú tóku við betri tímar hjá Ceausescu, sem lagði mjög hart að sér við vinnu og nám. Safcir frábærra námsgáfna og minnis tókst honuma að afla sér alhliða menntunar á sfcömimum tíma. Auk þess Skorti hann að sögn hvorki sjálfistraust né stjónnmála- vit. Vegna óvenjusfcarprar dómgreindar var honuim trú- að fyrir margvíslegum störf- um innan komimúnistaflökks- ins. Hann var gerður að yfir- manni stjórnmáladeildar hers ins og var þá hershöfðingi að nafnbót. Árið 1948 var hann kjörinn fulltrúi í miðstjórn flokfcisins og sama ár dkipað- ur aðstoðar-landbúnaðarráð- her-ra. Aðstoðar-hermálaráð- herra varð hamn árið 1950 og fulltrúi í stjórnmálanefnd flokksins árið 1955. ÁrJð 1954 tófc hann sæti í framfcvæmda- ráði miðstjórnar. Hann vann þar aðallega að dkipulags- og inmianríkiismálum, en var siamt sendur sem fulltrúi í ráð- stefnu komimúnistaríkja í Mosfcvu árið 1957 og á 21. flokfcsþingi rússnesfcra komm únista í Mosfcvu 1959. Árið 1965 var hann kjörinn fonmað ur flokksins svo sem áður er sagt og tveimur árum síðar varð hann jafnframt fomseti landsins. Var sú sfcipan í sam ræmi við ákvörðun floklks- þings rúmenskra kommún- ista haustið 1967 og samein- ingu flofcksræðis og rifcis- valds. Samlkvæmt því heyra rúmensfcu leynilögreglusveit- irnar einnig beint undir hann og flokksstjórnarinnar. Sagt er að Ceausescu minmi helzt á vestrænan fram- kvæmdastjóra í framgöngu og háttum. Hann er mjög ná- kvæmur í klæðaburði og vel- ur hálsbindi sín af kostgæfni. Hann hefur látið reisa sér og fjölsfcyldu sinni glæsilegan sumairbústað við Svartahafið og er þar einikasundlaug í garðinum. Eiginfcona Ceaus- escu er hásfcólamenntaður efnafræðingur. Son sinn sendu þau til Cambridge til framfhaldsmáms og forsetinm er sagður sýna þesisum syni sín- um talsvert eftirlæti. Þrátt fyriir þjóðernisistefnu Ceaiu-sescuis hefur hiamm aldrei leyft þegnum landsins það frel’si, er Téfcfcar leituð- ust við að fcoma á hjá sér. Fjölmiðlunartæki í Rúmeníu gegn-a því einu hlutverfci að lofa aðgerðir kommúnista- stjórnarinnar. Þar líðst engin gagnrýni og engin sfcoðana- sfcipti, engin óánægjurödd má heyrast. Stjórinarslkráin ásfcil- ur að vísu prentfrelsi og frelsi til fundarhalda og kröfu gantgmia — öllum nema þeim, sem andvígir eru sósíalisma. (Úr svipmynd Lesb. Mbl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.