Morgunblaðið - 20.08.1969, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1969
>
Hverfiscötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
MAGINIÚSAR
I itaPHom 21 simar2U90
I__eftir loltun >lml 40381 |
6ÍLALEIGAN FALURhf
car rental service ©
22*0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
4 - 5 - 6 og 8 feta
RÖR og BRAUTIR fyrir
fatahengi
LUDVIG
STORR
Laugavegi 15,
sími 1-33-33.
BILAR
1967 FORD FALCON FUTURA
eikirm 28 þ. km, 2ja dyna.
1967 PLYMOUTH VALIANT ek-
ino 27 þ. krn, 2ja dyra.
1966 PEUGEOT 404 ekinn 60 þ.
kítómetra.
1968 SKODA 1O0O-M-B nýr og
óskráður, óverrju hagstæð lán.
1966 VOIKSWAGEN 1300 hvítur
Útborgun aðeins 80 þús.
1968 V.W. 1600 FAST BACK
1965 MUSTANG sjátfs-kiptuir.
1968 FIAT BERLINA 125 e-kirvn
11 þ. km. Skipti og mjög hag-
staeð lán.
1955 TAUNUS 15 2ja dyra, ek-
in-n 20 þ. km. Ei-n-stak-ur bí-W.
1968 SCOUT JEPPI rík-ma-nn-teg
klæðni-n-g. Skipti á dýrum
fóiksbíl.
1968 DODGE sendibíl-l m/glugg-
x um.
JEPPAR ben-sín og dísi-l.
Sé bíflHnn ski-iinn eftit hjá ok-kur,
þá er möguierki á því að 14.900
mann-s sjái ban-n. En sá fjökfi fer
u-m Skúiagötu dagfega.
■11 Hj | BÍLASALAN
ntl Hl
Skúlagata 40 við Hafnarbíó.
S. 15014 - 19181.
0 Hundahald —
já eða nei
Deilan um það, hvort leyfa eigi
hundahald i Reykjavík og kaup-
stöðum almennt, hefur orðið
mörgum hvatning til bréfaskrifta.
Velvakandi minnist þess ekki, að
jafnmörg bréf hafi borizt um
neitt mál, þegar sjónvarpsmálið
(um Keflavíkursjónvarpið) er
undan skilið. Við lauslega taln-
ingu á bréfum í bréfahrúgunni á
borði Velvakanda virðast 28 ó-
birt bréf, sem fjalla ýmist ein-
göngu eða aðallega um hunda-
haldið, vera í hrúgunni. Af þeim
eru 22 á móti hundahaldi, en 6
með, 2 þó með ströngum fyrir-
vara.
Velvakandi hefur reynt að
vera hlutlaus í deilunni, en þar
sem mun fleiri bréf hafa borizt
gegn hundahaldinu en með, get-
ur varla farið hjá því, að hunda-
haldsandstæðingar hafi fengið
birt aðeins fleiri bréf, — tveimur
eða þremur. Hins vegar vill svo
til, að Velvakandi hefur fengið
skammabréf frá hundahaldsand-
stæðingi fyrir að draga taum
hundahaldsmeðhaldsmanna, en
það getur varla verið rétt .
Án þess að taka hreina af-
stöðu í málinu, hyggur Velvak-
andi, að ekki sé tímabært að sinni
að leyfa hundahald í Reykjavík.
Þessa skoðun sína byggir hann
aðeins og einfaldlega á því, að
svo mörg bréf (og alltof mörg of
stækisfull) hafa borizt honum
frá harðvítugum andstæðingum
hundahalds, að hann álítur, að
yrði hundahald leyft (jafnvel
með öllum takmörkimum, sem
aldrei yrði hægt að framfylgja
nema að nokkru leyti), myndi
það orsaka svo mikla óvild og
jafnvel hatur meiri hluta íbú-
anna í garð vesalings hundanna
og eigenda þeirra, að hvorugum
yrði vært fyrir áreitni, stríðni og
hvers kyns ögrunum og mótlæti.
Þess vegna: Leggjum málið í
salt, borgarar góðir. Hitt kostar
pipar í augun.
0 Fagmenn og fúskarar í
veitingamannastétt
Jón Mariasson, formaður Fé-
lags framreiðslumanna, skrifar:
,4 Velvakanda 9. ágúst s. 1. var
birt bréf frá einhverjum G.G.B.
og fyrirsögnin var „Kvartað imd
an skorti á kurteisi, hreinlæti og
þjónustu“.
Þeir, sem vinna að framreiðslu
í veitingahúsinn, nefna stétt sína
framreiðslumenn. Ég ætla ekki að
afsaka neitt, sem þarna segir. En
ég vil taka það fram, að I Hótel
Valhöll er enginn faglærður fram
reiðslumaður starfandi eða full-
gildur meðlimur félags okkar.
Þannig er mál með vexti, að
fúskarar í veitingamannastétt
vilja helzt ekki hafa annað en
A Melunum
Á góðum stað á Melunum er til sölu rúmgóð 4ra herbergja
íbúð á jarðhæð í 3ja íbúða húsi. Afhendist nú þegar tilbúin
undir tréverk og húsið fullgert að utan. Stórir suðurgluggar,
sérinngangur, sérhitaveita. Teikning á skrifstofunni.
ARNI STEFANSSON, HRL.,
Málflutningur, fasteignasala,
Suðurgötu 4. Sími 14314.
Kvöldsimi 34231.
Lóðir til sölu
Tilboð óskast i tvær lóðir undir parhús og tvær lóðir undir
einbýlishús á sunnanverðu Seltjarnarnesi, rétt við mörkin
milii Reykjavíkur og Seltjarnarness. Lóðimar seljast ein og
ein eða saman. Fiestar lóðimar eru strandlóðir. Skipulags-
uppdrættir eru til sýnis á skrifstofunni.
ARNI stefAnsson, hrl.,
Málflutningur, fasteignasala,
Suðurgötu 4. Simi 14314.
Kvöldsimi 34231.
SOMVYL DÚKURINN
KOMINN, ALLIR LITIR
ófaglært fólk í þjónustu sinni. Það
eru ráðnar stúlkur til fram-
reiðslustarfa. Þær eni klæddar i
svax-tan kjól og hvita svuntu og
sendar fram í sal til að fram-
kvæma störf, sem vafasamt er,
hvort þær kunna. Síðan verður
gesturinn fyrir barðinu á þessu
fólki og fær misjafnar móttökur,
en vegna þessa liggur fram-
reiðslumannastéttin undir ámæli.
Sannleikurinn er sá, að hótel-
stjórinn ræður fólk upp á kaup,
en hirðir þjónustugjaldið sjálfur.
Fiiskarar vilja ekki hafa faglært
fólk i vinnu hjá sér, því að þá
kemst e.t.v. upp, að þeir kunna
ekki mikið sjálfir. Fólkið segist
hafa kvartað við hótelstjóra, og
eina svarið, sem það fékk, var
orðið: „Nú“. Ætti það opinbera
að fylgjast betur með, að lögum
um veitinga- og gistihúsahald sé
framfylgt. Það er ástæðulaust fyr
ir framreiðslumannastéttina að
taka á sig ámæli, sem aðrir
bera ábyrgð á. Svo væri ekki úr
vegi, að hið opinbera léti sig 9.
gr. áfengislaga nokkru skipta, ef
efni þykja gefast til.
Reykjavík, 14. ágúst 1969,
fh.. stjórnar Félags
framreiðslumanna,
Jón Maríasson formaður.“
0 And-spíritistar trúa
Iíka á annað lif
„Einn, sem er á móti kukli“,
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Tuttugu og átta ára gömul
stxilka, sem misst hefur unnusta
sinn, skrifar þér mjög persónu-
legt bréf. Kveður hún sig hafa
sannfærzt um tilveru annars lífs
með lestri spíritistarita, án þess
að hafa nokkru sinni „farið á
fund“ hjá andatx-úarmönnum til
þess að reyna að sannprófa það,
með því að láta særa anda hins
látna fram. Það skiptir kannski
ekki öllu máli, hvernig menn öðl
ast fullvissu um framhaldslífið,
og sízt vildi ég meiða tilfinning-
ar stúlkunnar, en mér finnst að
leiðin til sannfæringar gegnum
lestur áróðursbóka andatrúar-
kuklara hljóti að vera nokkuð
krókótt og flestum villugjörn.
Hvemig sem á þetta er litið,
bannar biblían okkur að hafa
í frammi kukl og særingar til
þess að seiða anda framliðinna á
fund okkar. Orðin eru skýr þar
um.
En mig langar til þess að leið-
rétta einkennilegan misskilning,
sem kemur fram í niðurlagi bréfs
stúlkunnar, þar sem hún spyr,
hvers vegna við, sem aðhyllumst
ekki spíritisma, viljum taka
tx-úna á framhaldslifið af fólki.
Þetta viljum við alls ekki. Auð-
vitað trúum við á annað lif jafn-
staðfastlega og andatrúarfólk.
Framhaldslífið er okkur hrein
fullvissa, — við þurfum einmitt
ekki að leita „sannana" á fund-
um í þessu lífi, eins og spíritist-
ar. Okkar trú á annað líf er
sterkari en svo. Ég held ein-
mitt að þeir sem heimta „sann-
anir“ hérna megin séu miklu ó-
öruggari í trúnni en við. Við lát-
um okkur nægja opinberun guðs
orðs í biblíunni og trúai-sannfær-
ingu hjartna okkar, sem er svo
djúpt meitluð í sálarlífið, að við
þurfum ekki á neinni gervisönn-
un á draugasamkundum að
halda. Guð hefur ekki ætlazt til
þess, að neitt samneyti sé milli
lifenda og dauðra, og við eigum
ekki í trúleysi okkar eða trúar-
veikleika, að reyna að búa okk-
ur til veraldlegar „sannanir".
Ég er ekki að segja, að við sé-
um neitt heilagari en þeir, sem
þurfa á andatrúaropinberunum
að halda til þess að styrkja sig
í trúnni, (sem hlýtur að vera
veik), en alla vega er trú okkar
einlægari og hreinni. Guðs orð
nægir okkur, — framsæring fram-
liðinna hefur þar engu við að
bæta.
Einn, sem er á móti kukli“.
CUR & LISTAIÍ hf.
HÖFUM FLUTT
AÐ SKÚLATÚNI 6
— SlMI 12155.
Lokuð vegnn juiðurfarar
miðvikudaginn 20. ágúst. RAKARASTOFA Jóns og Sigga við Laugarnesveg.
Skrilstofustúlka óskost
æskileg reynsla í vélabókhaldi. Umsóknir ásamt meðmælum
sendist Morgunblaðinu fyrir 23. þ. m. merktar: „Skrifstofu-
stúlka 8504".
ÍBÚÐ ÓSKAST
Ungur læknir, ókvæntur, óskar að taka á leigu góða íbúð um
100 ferm. — Upplýsingar í síma 19272.