Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 16
16 MOR/GUNiBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SBPT. 1196® ■UvSvV-3, *■ '' Loífreglumennirnir fikra sig gætilega eftir svölunum á húsinu og búa sig undir a# ganga á hólm við hippana. HA GSMUNIR ÍSLANDS KYNNTIR /^læstar hugsjónir stofnenda ^ Sameinuðu þjóðanna hafa aðeins að litlu leyti rætzt. Samtökunum var í upphafi ætlað það hlutverk að koma í veg fyrir vopnuð átök milli þjóða heims. Allir vita, að það hefur ekki tekizt. Reynsl- an hefur sýnt, að mestu deilu- mál líðandi stundar eru lítið eða ekki rædd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Nægir í því sambandí að nefna Víetnam-málið. Valdamesti aðilinn innan samtakanna, Öryggisráðið, var þegar í upp- hafi varla ályktimarfær, þar sem Sovétríkin beittu rétti sínum til neituraarvalds í tíma og ótíma. Enda þótt meginmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafi ekki náðst, vinna samtökin gott starf á öðrum sviðum. Líknarmál og aðstoð við þær þjóðir, sem minna mega sín, ber þar hæst. Sameinuðu þjóð imar hafa í æ ríkara mæli orðið vettvangur fyrir smá- þjóðir til að kynna þar sér- mál sín fyrir allri heims- byggðinni. Ekki skyldum við íslendingar vanmeta þá stað- reynd. Á fyrstu vikum 24. alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna, sem sitja mun að störf- um fram eftir hausti, hafa talsmenn einstakra aðildar- ríkja flutt mál sitt. Hefur þar komið fram góð viðleitni, sem vonandi verður að veruleika. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, flutti mál íslenzku rík- isstjórnarinnar á allsherjar- ‘þinginu. Hann lýsti áhyggj- um vegna hættunnar á of- veiði á Norður-Atlantshafi og sagði: „Þetta er uggvænleg þró- un fyrir þjóðir eins og Islend- inga, sem eiga hér um bil alla afkomu sína undir fiskveið- um. Það er því eðlilegt, er við stöndum andspænis þeirri nauðsyn að takmarka til mtma heildarveiði á tiltekn- um svæðum, að þjóðir, sem bókstaflega lifa á sjávarút- vegi, telji það sanngirnismál, að þær fái sérstök forréttindi á fiksimiðunum, sem liggja utan við núverandi fiskveiði- lögsögu þeirra. Að öðrum kosti standa þær andspænis efnahagslegu hruni. Hér er um að ræða aðeins örfáar þjóðir, sem svona er ástatt um. Séu þeim veitt sérrétt- indi á þessu sviði ætti ekki að þurfa að stofna í hættu al- þjóðahagsmunum varðandi frjálsan rétt til fiskveiða á úthafinu“. Síðar í ræðu sinmi lýsir ut- anríkisráðherra því áliti rík- isstjórnarinnar, að innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna beri að setja reglur, „er tryggi það, að þjóðir, sem byggja af- komu sína að mestu leyti á fiskveiðum, geti notfært sér fiskimiðim undan ströndum sínum eftir því, sem þörf íbú- anna krefur“. Hér er vissulega drepið á mál, sem okkur íslendingum er mjög mikilvægt. Hvort það nær fram að ganga, veltur á ýmsu. Við verðum að gera okkur það Ijóst, að hagsmun- ir okkar eru lítt kunnir með- al aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna almennt. Og eins það, að í heimi nútímans eru mál, sem þetta e'kki leyst með einhliða yfirlýsingum, heldur í löngum og ströngum viðræðum, þar sem sætta verður ólíka hagsmuni. Þess ber að vænta, að fulltrúar okfcar á þingi Sameinuðu þjóðanna geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til að afla þessu máli fylgis. HLUTVERK SMÁÞJÓÐA Oft heyrast um það raddir og jafnvel kröfur, að full- trúar íslands á alþjóðlegum vettvangi láti meira til sín taka. Er helzt svo að skilja, að íslenzk stjórnvöld eigi að hafa fastmótaða stefnu í öll- um meiriháttar alþjóðlegum deilumálum. Jafnvel eiga þau einnig að hafa á reiðum hönd- um tillögur þessum vandamál um til lausniar. Bent er á það, að svonefndar smáþjóðir ráði úrslitum í atkvæðagreiðsilum t.d. á þingi Sameinuðu þjóð- anna, þannig að tillögur þeirra ættu yfirleitt að ná fram að ganga þar, enda þótt eitthvert stórveldanna væri þeim andvígt. Margir efast um réttmæti slíkra kenninga og ekki að ástæðulausu. Ef við lítum í eigin barm, er ljóst, að við ráðum hvorki yfir mannafla né fjármunum til að kanna mörg alþjóðleg mál nægilega gaumgæfilega til mótunar al- gildrar stefnu þeim til lausn- ar. Þetta atriði eitt veldur því, að niðurstöður okkar geta orkað tvímælis og jafn- vel skapað á okkur vantrú. En af vantrúnni getur svo aftur leitt, að ekki er mark á okkur tekið, þegar við berum fram brýn hagsmunamál okkar. Við verðum að beina starfs- kröftum okkar að þeim mál- Eins og írá hefur verið skýrt í blaðinu bjó hippahópur um sig í húsinu númer 144 við Picadilly í Lundúnum á dögunum. í því húsi átti Georg 6. Bretakonungur heimili sitt unz hann settist í hásæti. f húsinu eru hundrað herbergi og hafði það staðið autt nokkra hríð. Hipparnir neituðu að verða við tilmælum lögreglu að víkja úr bústaðnum og varð lögreglu- her loks að gera innrás í húsið og fjarlægja hippana með valdi. Meðlimir Sjálistæðisfélogonna efnum, sem okkur skipta mestu. Þau ná aldrei fram að ganga nema þau séu rækilega undirbúin og ítarlega kynnt. Það er því næsta fiurðulegt, að þeir menn, sem láta hæst um aukna afskiptasemi okkar á alþjóðlegum vettvangi, krefj- ast þess jafnan einnig, að við skerum niður utanríkisþjón- ustu akfcar. NÚ eru aðeins 4 dagar þar til dregið vierður í 1 andshappdrætti S j álf ataeðÍLsf 1 okks ins. í>eir, sem enn eiga ógerð Skil á hieimisend- uim miðuim, eru virasamlega beðn ir að giera skil seirn fyrst. Skrif- stotfa happdraettisinis í Sjólfsitæð- ishúsinu að Laiuifiásvegi 46 er op- in til M. 10 í hvöHd. Hin stórg'læsiLega vinninigs'bif- reið happdræbtisms, er nú stað- sett við Útvegsb aník an n. Skoðið vinnimginn. f»eir, sem ekki hafa enn tryggt sér miða geta keypt hann úr viinninigsbifreiðinini sjálfri Útgefandi H.£ Árrafcur, Reykjavlk. Fnamkvæmdastj óri Haráldur Svemssion. •ititstijóraa* Sigurður Bjam'asati: frá Viguir. Matthías Johannessten. Eyjólfur Konr áð Jónsstom. Bitstj órnarfuMtrúi Þorbjöm GuStaundsBOtt, Fréttaistjóri Bjiörn Jóhannssom, Auglýsihgaistjóri Arni' Garðar Kristinsson. Eitstjórn o,g afgrei&Ia Aðalstræti 6. Sími l'O-lOiO. Auglýsin'gar Aðalstræti 6. Síml 22-4-SO. Aákriftargjald kr. ISiO.OO á mánuði innarilanids. í lausasiölu fcr. 10.00 eintaklð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.