Morgunblaðið - 03.12.1969, Síða 11

Morgunblaðið - 03.12.1969, Síða 11
MORíGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1969 11 Tveim Biafra- vélum grandað L.ag'oa, 1. desember. NTB—AP. NÍGERÍSKAR þotur hafa grand- að tveimur af Minicon-vélum Bi- aframanna, aS þvi er skýrt var frá í Lagos í dag. Vélunum var veitt eftirför og grandað þegar þær höfðu verið neyddar til að lenda á leynilegum flugvelli við Ozubulu skammt frá Níger- fljóti. Flugher Biaframanna hef- ur að undanfömu gert nokkrar árásir á olíumannvirki, flugvelli 12 ára skólasystkin; Héldu hlutaveltu gáfu vangefnum NÝLEGA komu nokkur 12 ára skólasystkin á skrifstofu Styrkt- arfélags vaíigefinna og faerðu fé laginu kr. 7.279.20, sem var hagn- aður af hlutaveltu, sem þau héldu í bílskúr við Bólstaðahlíð. Styrktarfélag vangefinna er þessum ungmennuim mjög þakk- látt og tnetuT framtak þeirra og gjöf þessa mjög mikils. Ánægju liegast er að vita til þess að böm in hafa hugleitt vanmátt þess- aira fórnarlamba örlaganna og gert sér grein fyrir því, að þeix heilbrigðu þurfa að styrkja þá, sem alla ævi búa við vanmátt bernskunnar. Aukafrí NÆR 200.000 skólaböra hafa fengið aukafrí vegna verkfalls, skólakennara, sem er mesta verk falls, sem orðið hefur í sögu Bret lands, og hófst í morgun. Mikill fjöldi maeðra, sem starfa utan heimilis, verða nú tilneydd- ar til þess að líta eftir þörnum sínum, þegar um 4.500 kennarar viö 330 skóla hafa hyrjað verk- fail, sem á að standa í tvær vik- ur. í London var 21 baraaskóla lokað og 12.000 börn méttu halda kyrru fyrir heima. Frá öðrum borgum berast þær fréttir, að mikil þátttaka sé í kennaraverk- fallinu, sem talið er, að kosta muni verkfallssjóð kennara usn 50 millj. ísl. kr. í verkfallinu er borin fram krafa um almienna launahækku'n, sem nemi í kringum 30.000 ísl. kr. á ári. Kennararnir höfnuðu fyrir þremuT vikum tilboði um 'hækkuin, sem var í kringum 10.000 kr. Barnaskólakennarar hafa lengi verið í hópi láglaunastétta í Bret landi. og aðra hemaðarlega mikilvæga staði í Nígeríu. Jafnframt herma áreiðanlegar fréttir að sambandslhermeinn þjarmá nú mjög að hersveitum Biaframanna á að minnsta kosti fimm stöðum. SambandShersveit imar sækja nú að Owerri, eina meiriháttar bænum, sem er enn á valdi Biaframanna. Sótt er að bænum úr ýmsum áttum og reynt að einangra hann. Jafnfnamt eru hafnar árásir á Onitsha í norðri, og er þvi haldið fram í Lagos að þessar og aðrar hemaðaraðgerð- ir séu undanfari annarrar ög meiri sóknar. Brynja 50 ára VERZLUNIN Brynja átti nýlega 50 ára afmæli og var þá þessi mynd tekin af eigendum og starfscfólki. Brynja var fyrst til húsa á Laugavegi 24, þar sem Fálkinn er nú en fyrir 40 árum fluttist verzlunin að Laugavegi 29 og þar hefur hún verið síðan og selt járnvörur, byggingavör- ur og verkfærL f titefni aJmælis- ins var tveimur elztu starös- mönnum verzlunarinnar, Bene- dikt Jakobssyni afgreiðsliumamni og Marinó Helgasyni verzlunar- stjóra gefin gulllúr. Á myndinni eru: sitjandi frá v: Liesel Beck- er einkaritari, og Björn Guð- munásson forstjóri en standandi eru: Benedikt Jakobsson af- greiðslumaður, Marinó Helgason verzlunarstjóri, Brynjólfur Björasson skrifstafustjórd, Bald- ur Sveinsson afgreiðslumaður og Jásep Georg afgreiðslumaður. Ekið á kyrr- stæða bifreið EKIÐ var á bílinn R 13952, sem er ljósgrænn Volswagen þar sem hainn stóð á bílastæði á móts við Landspítalann sL laugardag frá kL 19,30 til rúmóL 20. Bakkað var á hlið bílsins, það harkalega að hainn fær&ist úr stað og skemmdist vinstri hurð talsvert. Ökumaðurinn, sem valdur var að árekstri þessum skildi eftir sig minjagripi — hiuti úr sinum eigiin bíl og eru þeir í vörzlu rannsóknarlögregkmnar. Rannsóknarlögreglan skorar á viðkomandi bílstjóra að gefa sig fram hið allra fyrsta og ennfrem ur hafi einhver séð umraett at- vik, að hann komi einnig til við tals. Sími rannsóknarlögreglunn ar er 21108. Iðnaðarhúsnœði Til sölu 500 ferm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Gott athafna- svæði. Miklir stækkunarmöguleikar. Skipti á minna húsnæði koma til greina. Tiboð merkt: „Skipti — 3935" sendist Mbl. fyrir 7. þ.m. Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn sunnudaginn 7. desember á Hótel Akranesi. DAGSKRA: 1 .Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að veita islenzkum stúdent eða kandidat styrk til háskólanáms í Noregi næsta háskólaár, þ. e. timabilið 1. september 1970 til 1. júní 1971 Styrkurinn nemur 900— 1000 norskum krónum á mánuði, og er ætlunin til, að sú fjárhæð nægi fyrir fæði og húsnæði, en auk þess greiðast 400 norskar krónur vegna bókakaupa o. fl. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20—30 ára, og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við Háskóla Islands eða annan há- skóla utan Noregs. Þá ganga þeir fyrir um styrkveitingu, sem ætla að leggja stund á námsgreinar, er einkum varða Noreg, svo sem norska tungu, bókmenntir, réttarfar, sögu Noregs eða norska þjóðmenningar- og þjóðminjafræði, dýra-, grasa- og jarðfræði Noregs, kynna sér norskt atvinnulíf o. s. frv. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sendi menntamálaráðuneytinu umsókn fyrir 15. janúar 1970 ásamt afritum prófskirteina og meðmælum. Sérstök umsókn- areyðublöð fást ( ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 25. nóvember 1969. Stórfróðleg bók sem segir frá frægustu tilræðum veraldarsög- unnar við stjórnmálamenn og stjórnmálamenn og þjóðhöfð- ingja, allt frá þeim tíma er Charlotte Corday myrti Jean Paul Marat 1793 til morðsins á John F. Kennedy 170 árum síðar. 301 bls. Kr. 530,00 án söluskatts. Þetta er bók sem mun án efa vekja athygli allra þeirra sem hafa áhuga á sálarrannsóknum, Höfundur segir í niðurlagsorð- um formála: „Ég játa vanmátt minn, en get svarið, að ég hef verið strangheiðarleg. Ég hef skrifað hér það sem ég meðtók og lesandinn verður sjálfur að dæma sannleiksgildi þess." 135 bls. Kr. 340 án söluskatts. 5NÆBÍ0RN iÓNSSON 6 NÝJAEt BÆKUR FRÁ ÍSAFOLD ÍSAFOLD Stefán Jónsson, hinn vinsæla bamabókahöfund, þarf ekki að kynna. Hér er kominn gamall kunningi barnanna, Disa frænka og feðgarnir á Völlum, sem hafði orðið útundan í bandi þeg- ar hún fyrst kom út. Við viljum vekja athygli á því að þetta upplag er mjög takmarkað. 221 bls. Kr. 160,00. án söluskatts. í þessari nýju bók Kára eru rúmlega 50 Ijóð. Höfundur skipt- ir henni í þrjá hluta eða þætti: Föðurland og fjarlægar slóðir, Ferðaianga og Stríðandi lýði. Eru rímlaus Ijóð í miðhluta bókar- innar en fyrsti og síðasti hluti bera hefðbundið form. Þessi nýju Ijóð Kára eru vel þess virði að þeim sé gaumur gef- inn. 84 bls. Kr. 230,00. án söluskatts. „Sandur er frásögn um baráttu undanfarinna kynslóða við eyð- andi öfl náttúrunnar, arfgengan hjátrúargeig og harðlynd lögmál þjóðfélagsins". Fimmta bókin í ritsafni Guðmundar Daníelsson- ar. 251 bls. Kr. 460,00. án söluskatts. Þetta er fjórða bókin sem hefur að geyma greinar og ritgerðir Snæbjarnar Jónssonar. Snæ- björn er hispurslaus í máli og lætur skoðanir sínar hiklaust í Ijós. Bók sem mun vekja at- hygli. 251 bls. Kr. 460,00. án söluskatts.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.