Morgunblaðið - 03.02.1970, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 11970
3
Guðmundur teflir af
harðf ylgi og seiglu
Frammistaða Matulovic ekki í
samræmi við styrkleika hans
NÚ líður að lokum alþjóða
skákmótsins í Reykjavík.
Guðmundur Sigurj ónsson
hefur vakið mikia athygli
með frammistöðu sinni, en
hann er efstur, þegar þetta
er skrifað, tveimur um-
ferðum fyrir lok skákmóts
ins. Enn er of snemrnt að
spá neinu um úrsiht móts-
ins, en það er þó ljóst, að
hvorki Júgóslavinn Matu-
lovic né Friðrik Ólafsson
verða í efsta sæti, en þeir
höfðu verið taldir sigur-
stranglegastir fyrir keppn-
ina. Morgunblaðið sneri
sér í gær til þeirra Friðriks
Ólafssonar og Kanada-
mannisins Bruce Amos og
lagði fyrir þá nokkrar
spumingar varðandi mót-
ið. Friðrik varð fyrst fyrir
svörum:
— Ertu ánægðuir með ár-
angur þinn til þessa, Frið-
rik?
— Nei, hann er ekki eins
mikill og ég hafði gert mér
vonir um. Ég er a ð vissu
marki ekki óánægður með
taflmennskuna, en ég fæ
bara ekki eins mikið út úr
stöðunni og efni standa til og
glopna henni niður.
— Hvað hefur komið þér
helzt á óvart?
— Matulovic virðist eiga
erfitt uppdráttar og kann ef
til vill að vera í ofþjálf.un,
ef svo má að orði komast.
f>að er að minnsta kosti ör-
uggt, að hann teflir ekki í
sarmræmi við sinn styrkleika.
Svo eir ekki loku fyrir það
skotið, að þegar menn koma
frá suðlægum löndum, þá
kunni snögg umskipti vegna
loftslagshneyti'ngar og ann-
arra aðstæðna að valda ein-
hverju um.
Þá hefur árangur Amosar
og Ghitescus komið á óvart.
Amos teflir hressilega en af
talsverðu öiryggi.
Þá ©r það ekki hvað sízt
þessi ánægjulega frammi-
staða Guðmundar Sigurjóns-
son.ar. Ég tel, að Guðmuind-
uir hafi með árangri sínum nú
þegar staðið fyllilega við þær
vonir, sem við hann hafa ver
ið bundnar. Hann hefur sýnt
mikla framför og ég held, að
það stafi af því, að hann
tefli af meira harðfylgi og
seiglu en áður. Það eru kost-
ir, sem hafa mikið að segja
fyrir hveim einasta skák-
mann.
— Hvað sagiirðu um sam-
anburð á þessu skákmóti við
fynri alþjóðaskákmót, sem
haldin hafa verið í Reykja-
.vík?
— Það er ekki hægt að
loka augunum fyrir því, að
þetta er veikana mót en þau
alþjóðaskákmót, sem hér hafa
áður verið haldin. en það
baistar samt engri rýrð á þá,
sem bezt háfa staðið sig.
— Hvað geturðu sagt af
fyrárhugaðri skákkeppni í
Belgrad milli sterkustu skák
manna Sovétríkjanna og sterk
ustu skábmanna heims utan
þeinra?
— Ég hef verið valinn í
18 manna hóp, sem tefla á
við lið sbipað sterbustu
sbábmönnum Sovétríbjanna.
Ég veit ebbi enn, h vemig
keppninni verður háttað, þ.e.
hve teflt verður á mörgum
bocðum. Keppnin fer fram í
Belgrad 29. marz til 5. apríl
og verða tefldar fjórar um-
ferðir.
Framhald á hls. 31
Frá alþjóðaskákmótinu. — Mynd þessi sýnir Guðmund Sigurjónsson yzt til vinstri, Bruce
Amos standandi, þá Matulovic og siðan Friðrik Ólafsson sitjandi yzti til hægri.
ÚTSALANER
UNDIRKJÓLAR - NÁTTKJÓLAR — BUXUR
- BRJÓSTAHALDARAR - BELTI
Einnig lífils hátfar gallaðar lífsfykkjavörur
STÓRLÆKKAÐ VERÐ
lympia. Laugavegi 26
HAFIN
STAKSTEIIVAR
Hörundsárir
nienn
Það ©r alþekkt sálrænt fyrir-
bæri, að þeir, sem eru svæsn-
astir í persónulegum árásnm á
aðra, eiga einkar erfitt með að
taka því sjálfir, þegar að þeim
eða verkum þeirra er vikið á
sama hátt. X.d. hefur einn is-
lenzkur blaðamaður það fyrir
fasta venju að ákalla siðanefnd
Blaðamannafélags íslands í
hvert skipti, sem orðum er að
honum vikið. Þetta er einmitt sá
blaðamaður, sem er einna rætn-
astur á skrifum í hópi þeirra,
sem nú skrifa í islenzk dagblöð.
Þessum manni hefur Hannibal
Valdimarsson, af nánum kynn-
um, lýst sem „rosknum leiðtoga
ofstækisins á íslandi". í hinum ís-
lenzka meimingarheimi hefur
gengið á ýmsu að undanförnu
og gagnrýnendur komið þar
nokkuð við sögu. Einn þeirra
hefur aðgang bæði að dagblaði
og útvarpsþætti og fellir mjög
afdráttarlausa, og að margra
áliti einstrengingslega, dóma á
báðum stöðum um ýmis bók-
menntaverk.
*
Utvarpsráð
ákallað
A dögunum lét rithöfundur
nokkur orð falla í öðrum út-
varpsþætti um verk þessa gagn-
rýnanda og taldi sig aðeins vera
að svara í sömu mynt, þar sem
um verk hans sjálfs hafði verið
fjallað með sérstæðum hætti í út
varpinu. En hvað gerist? Auð-
vitað er byrjað að ákalla út-
varpsráð og það beðið að taka í
lurginn á þeim vonda manni,
sem talaði svo illa um hinn al-
saklausa gagnrýnanda, en að
því er virðist er hann einhvers
konar skjólstæðingur Austra,
sem heldur jafnan uppi vömum
fyrir hann. Jafnframt rjúka
nokkur dagblöð upp til handa
og fóta og reyna að koma píslar-
vættissvip á gagnrýnandann,
vegna þess, að hans rödd er ekki
allsráðandi í útvarpinu. Auðvit
að er það mannlegt, að menn,
sem hafa það að atvinnu að fella
dóma um verk annarra, þoli
ekki að þeirra eigin verk eða
gerðir séu settar undir smásjá.
En er ekki nóg komið af svo
góðu: að skríða jafnan undir
pilsfald útvarpsráðs eða siða-
nefndar, ef mönnum er einstaka
sinnum svarað í sömu mynt.
Broslegt karp
Og er ékki nóg komið af
þessu einskis nýta — og raunar
broslega karpi í ríkisútvarpinu.
Hvemig væri að snúa sér held-
ur að því að fræða fólk um list-
ir og bókmenntir, í stað sleggju-
dóma. Það mundi vera í sam-
ræmi við stefnu Ríkisútvarpsins.
Og þar eiga að heyrast margar
raddir. Annað skapar leiða.
En vissulega er það ekki til
fyrirmyndar, að þættir sjálfs
dagskrárstjóra útvarpsins verða
til þess, að menn eru nauðbeygð-
ir til að svara í sömu mynt, ef
þeir þá hafa tækifæri til. Þætt-
ir Indriða G. Þorsteinssonar, rit-
höfundar og Jóhanns Hjálmars-
sonar skálds, hafa yfirleitt ver-
ið uppbyggilegir og fróðlegir.
Vonandi verða þeir ekki dregn-
ir niður í persónuþrætur og
hversdagslegt karp.