Morgunblaðið - 15.02.1970, Page 10
10
MORGUNBLAÐŒ), SU'NNUDAOUR 16. FEBRÚAR 1070
Sálin á veggnum
Egil Hallgrímsson
Samtal við
„Ég vildi breyta þjóðsöngnum. Ég
var óánægður með orðið deyr. Heí
aldrei getað hugsað mér að eilífðar-
smáblóm deyi. Eins og þú veizt, var
ég kennari í mörg ár. Ég kenndi
börnum þjóðsönginn, en alltaf fór
þessi setning jafnmikið í taugarnar
á mér. Svo er ég einhverju sinni
staddur á aðalfundi skógræktarfé-
lagsins í Borgarfirði. Þá er Ó, guð
vors lands sungið um miðnætti á
JárusmiessMnótt. Á m'eðan er edns og
sé hvíslað að mér orðinu þreyr. Já
þarna kom það! Þetta var orðið. Það
greip mig fögnuður. Mér fannst ég
vera búinn að bjarga þjóðsöngnum.
Ég bar svo þetta undir vini mína
eins og Snæbjörn Jónsson, og þeir
voru allir á einu máli um að þetta
væri einmitt orðið, sem við ætti. En
hvað segir þú um þetta?“
„Ég treysti séra Matthíasi betur
en Snæbimá.“
„Jæja, svo þú gerir það. Ætlarðu
þá ekki að standa með mér í þessu?“
„Ég skal buigleiða málið.“
„Ég sendi þessar hugmyndir mínar
í Velvakanda og fékk þær birtar
undir E. En enginn vissi hvaða höf-
undur leyndist á bak við E-ið. Málið
var viðkvæmt og mér þótti rétt að
hafa vaðið fyrir neðan mig. Það kom
líka á daginn að betra var að fara
varlega í sakirnar. Ungur stúdent
réðst heiftarlega á mig, en einhverj-
ir tveir aðrir vörðu hugmyndir mín-
ar í Velvakanda. Þessu lauk svo með
því að Morgunblaðinu var kennt um
allt saman. Tíminn sagði að Morg-
unblaðið væri óþjóðhollt blað, og
Vísir var ekki billegur heldur. Þeg-
ar ég kom einn góðan veðurdag nið-
ur á Morgunblað, segir Þorbjörn
ykkar Guðmundsson og brosir: „Og
þú hefur komið þessu öllu af stað,
Egill!“
Egill Hallgrímsson heitir hann,
kennari. Og nú er honum sama, þó
að málið sé upplýst. Ef einhver fer
að malda í móinn, gerir það ekkert
til úr þessu. Jafnvel þótt þjóðsöng-
urinn sé auðvitað viðkvæmt mál.
„Um saima leyti ag ég sitóð í þras-
inu út af þjóösönig;n/um,“ heldur harnn
áfraan, „var deilt uim Heiims um ból
eftir Sveinbjörn Egilsson, og urðu
miklar umræður um það, hvort sálm-
urinn væri frumsaminn eða þýddur.
Og þá einnig hvort ástæða væri tii
að breyta honum. Sumir voru á þeirri
skoðun. Jónas frá Hriflu varði
Heims um ból í Velvakanda, en
minntist í leiðinni á þjóðsönginn og
tók breytingartillögu miinini ekki illa,
en sagði aðeins: að það mætti etkki
breyta gömlu. En ertu búinn að hug-
leiða rnálið?"
„Nei ,— ekki alveg."
„Jónas frá Hriflu var kurteisastur
þeirra sem skrifuðu gegn mér“.
„Já, einmitt.“
„Trúirðu því ekki?“
„Jú“
„En hvað segir þú?“
„Ég treysti séra Matthíasi bezt.“
„Já, þú gerir það. Þú ert harður
á því.“
„Við höfum ekki leyfi til að breyta
verkum dauðra listamanna."
„Stundum veitir ekki af. Og sér-
staklega er nauðsynlegt að það, sem
orðið er þjóðareign, sé fullkomið.
Þess vegna má ekki vera svona
brotalöm í þjóðsöngnum. Og það
þætti ekki gott, ef annar hvor okk-
ar hefði sagt eins og Sveinbjörn í
Heims um ból, frumglæði ljóssins,
eða meinvill eða . .. “
„Allt verður gott með aldrinum,
Egill. En ekki gat séra Matthías gert
að því, þótt Ó, guð vors lands yrði
þjóðareign."
„Nei, en hann ber ábyrgð á dauða
eilífðarblómanna."
„Ef ég ætti að breyta þessarilínu,
mundi ég ekki segja þreyr í staðinn
fyrir deyr, heldur: ei meir.“
„Ei meir?“
Hann hugsar málið. Á veggnum er
gömul, mjög dökk mynd eftir Kjar-
val. Og fleiri myndir eru í stofunni.
Nú fara þær að tala. Meðan Egill
Hallgrímssan huigisar málið, hluista
ég á myndirnar.
„Eitt eilífðarsmáblóim mieð titramdi
tár . . . “ muldrar hann.
„ . . . sem tilbiður guð sinn ei
mieir,“ bæti ég við.
„Þér dettur margt í hug. Þú ert
skrýtinn og sérvitur eins og ég.“
„Ef íslairud á eftir að ver'óa komm-
únistískt land, þá breyta þeir þjóð-
söngmuim væmitiamlega í þessa átt.“
Egill hrekkur við. Og eins og
hann vilji allt í einu taka málið út
af dagskrá. Bendir á málverk Kjar-
vals á veggnum.
„Þessi mynd er eftir Kjarval,"
segir hainm.
Ég þykist vita það.
Setur svo aftur í sig hörku og seg-
ir fullum fetum.
„En séra Matthías var sjálfur
aldrei ánægður með Ó, guð vors
lamdis. í SÖigiuikiöfluim af sjálfum mér
segist hann aldrei hafa ætlazt til
þess að sálmurinn yrði þjóðsöngur.
Og Grímur Thomsen kallaði sálm-
inn: hástemmt bull. Ég er ekki sam-
mála því. En ég vil að Ó, fögur er
vor fósturjörð verði þjóðsöngur
okkar.“
„Nú, og af hverju?"
„Það er svo fagurt ljóð, mininir á
Runeberg. Það lýsir landinu og lífi
þjóðarinnar. Þegar Jónas orti Nú
andar suðrið sæla, breytti hann því
oft að sögn. Ljóðlínuna: í sumardal
að kveða kvæðin sín hafði hann
fyrst: í lágum dal . . . Nú vilja þeir
halda því fram að hann hafi fengið
„í sumardal" úr norsku kvæði, en
það þarf ekki að vera. Jónasi sjálf-
um gat dottið ýmislegt í hug.
En í Ó, fögur er vor fósturjörð
þarf engu að breyta. Það er eins og
fjallkonan hafi ort það sjálf. En
hvað segir þú?“
„Um hvað?“
„Nú, þjóðsönginn."
„Ertu kominn aftur að honum? Ég
hélt hann væri afgreiddur."
„Nei. Lögmálið segir: það sem er
eilíft getur ekki dáið.“
„Við erum eilíf, samt getum við
dáið.“
„Nei, Matthías, við erum ekki ei-
líf. Ekki eins og kirkjan segir. Ekki
eins og trúarbrögðin segja. Við er-
um aðeins eilíf í blóðinu. Meira vit-
um við eklki. Maður keimur í miainins
stað það er allt og sumt. En fjöldinn
skilur þetta ekki. Það hugsa aðeins
2%, og allir halda að þeir séu þessi
2%. Dalurinn sökk til að hefja tind-
inn, sagði Einar Benediktsson.
Þar sem maðurinn fer, þar blæðir
blóð. Maðurinn er í blóðugri styrj-
öld við náttúruna. Þetta er skylt
stjórnmálabaráttu: stjórnmál eru
stríð án blóðsúthellinga, hefur ver-
ið sagt, en stríð eru blóðug stjórn-
mál. Maðurinn er slátrari. Hann var
rándýr og er enn. Ef nokkuð lýsir
samtíð okkar, þá er það orðið vernd.
Nú er alltaf verið að tala um vernd.
Fyrir hverju þarf að vernda, dýrun-
uim? Nei. Mönmuiniuim? Já. Orðið
vernd lýsir bezt stöðu mannsins í
náttúrunni. Það þarf að vernda sjó-
inn, landið, himininn — fyrir
hverju? Auðvitað fyrir manninum.
Allt þarf að vernda fyrir manninum.
Og ekki sízt þarf að vemda manninn
fyrir manninum.
Ein dýrategund deyr út á hverju
ári. Áttatíu fuglategundir hafa dáið
út á seinustu 200 árum. Hefurðu gert
þér grein fyrir því? Bernhard Shaw
segir: Vísindin leysa engan vanda
án þess að skapist tíu ný vandamál.
Þess vegna meðal annars hlýtur mað
urinn að farast í baráttunni við
náttúruna. Hið algjöra er andstæð-
an sjálf. Það er hættulegt að fara
yfir markið. Hið algera réttlæti er
ranglætið — og öfugt. Frakkarnir
segja: Öll þekking byrjar með efa —
og þar endar hún. Allt er afstætt.
Fyrir tveimur eða þremur árum
hitti ég gamlan kunningja minn í
Fischerssundi, Þórberg Þórðarson.
Þá segi ég þetta við hann: „Enginn
maður hefur fæðzt eða mun fæðast,
að það skipti máli hvort hann fæðist
eða ekki.“ Þórbergur skáblínir á mig
augunum, hefur þau svo til himins
eins og til að fá stuðning hjá for-
sjóninni, og segir: „Meinarðu þá að
það hefði engu máli skipt þótt eng-
inn maður hefði fæðzt á jörðinni?“
„Vissulega", sagði ég, „því jörðin
mundi ganga sinn vanagang með sín
tungl, eins og ekkert hefði í skor-
izt.“
Þá sagði Þórbergur ekkert. En
Lúðvík Kristjánsson segir að ég hugsi
hnattrænt.
Ég get ekki fallizt á allt sem sagt
er. Get ekki til að mynda fallizt á
að maðurinn sé æðsta vera lífsins. í
samskiptum hans við náttúruna er
hann áreiðanlega fyrirfram dæmdur
til að tapá. Lífið er dásamlegt. Og
himneskt er að lifa. Það lýsir sér
meðal annars í því að hver étur ann-
an, segir Shakespeare í Hamlet. f
þessari þrotlausu baráttu er hollt að
minnast þess sem Benedikt Gröndal
sagði: Allir íslendingar eiga að vera
lærðir menn. Hann notaði orðið lærð-
ur í gamalli og gróinni merkingu, að
menn virtu ekki fyrir sér lífið og
tilveruna í gegnum kýrauga.
Maðurinn er áreiðanlega ekki
æðsta vera lífsins. Fremur mætti
segja að hann sé æðsta vera dauð-
ans. Hann hefur ekki einu sinni eðlis-
ávísun maðksins eða flugunnar. Á
sumrin stendur gullregnið í fullum
blóma héma fyrir utan gluggann
minn, yndislega fagurt. Þó að maðk-
urinn éti blöðin á öðrum trjám,
snertir hann aldrei blöðin. á gull-
regninu. Hann finnur á sér af ein-
hverri ástæðu, að það er eitrað. En
maðurinn finnur það ekki á sér. Og
stumdum verðiur hainin gullreiginöinu að
bráð.
Grimmd mannsins dugar honum
jafnvel ekki. Anatole France segir:
Ef ég hefði skapað manninn, hefði
ég gert hann eins og skordýr. Þau
lifa ástarlífinu og deyja síðan. Ég
er veikur fyrir þessum orðum hins
merka franska skálds.“
„Ég er ekki eins veikur fyrir
þeim.“
„Nú, hvers vegna ekki?“, spurði
Egill undrandi.
„Vegna þess að við værum báðir
löngu dauðir ef hann hefði skapað
manninn.“
„Áttu við ástarlífið?"
„Já, auðvitað."
„Já, það er víst rétt hjá þér“, sagði
hann hugsi. „Báðir löngu dauðir.
Kannski að guð hafi gefið okkur eitt
hvað fram yfir skordýrin — ég á
aiuðvitað við náttúruöflin, því að ann-
ar guð er ekki til. Mér var kennt að
guð hefði skapað manninn í sinni
mynd. En ég hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að maðurinn hafi skapað
guð í sinni mynd. Ég er fermdur upp
á Helgakver. Hugsaðu þér annað
einis ag þetta — ég hield ég miuná
það utamibólkiar: Þó ber ekiki svo
aíð sikiljia, að maðurinn deyi ag
rotni og verði að moldu, heldur á
hann fyrir höndum að rísa upp aft-
ur ag siamtemigjast sáliimnii. Jó, þvílíkt
og annað eins! Hver trúir þessari
Egill undir Þingvallamynd Kjarvals.