Morgunblaðið - 15.02.1970, Side 17

Morgunblaðið - 15.02.1970, Side 17
MORiGUNiBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1OT0 17 Hvað átti að gera öðruvísi? í»að er auðvelt að vera vitur eftir á, segir máltaekið, og vissu lega er >að oft svo, að menn sjá síðar, að þeir hefðu átt að haga gjörðum sínum á einhvern ann- an veg en raunin varð á. Og á sama hátt og menn sjá mistök einstaklinganna, gera þeir sér líka grein fyrir því, hvað mis- tráðið var að aðhafast eða láta ógert af hálfu stjórnarvalda og þjóðarheildar. Á síðustu 2—3 árum hafa ís- lendingar staðið frammi fyrir miklum vanda á sviði efnahags- og atvinnumála, enda minnkuðu gjaldeyristekjur landsmanna um helming frá 1966—1968. Vissu- lega orkaði nokkuð tvímælis hvaða ráðstafanir gera ætti til að bjarga því, sem bjargað varð og snúa hjóliniu við, og einnig mátti um það deila, hvenær gera skyldi slikar ráðstafanir. Um það verður ekki deilt nú, að tekizt hefur að treysta grundvöll íslenzks efnahags- og atvinnulífs og framundan er án efa eitflhvert mesta blómaskeið í sögu þjóðarinnar. En rétt er þá að leiða að því hugann, hvort þessu marki hefði verið náð fytrr og betur með öðrum ráð- stöfunum en þeim, sem gerðar hafa verið, eða hvort heppilegt hefði verið og rétt að gera þær á öðrum tíma en raunin varð á. í»egar þetta er nú skoðað, að mestu erfiðleikunium afstöðnum, munu allir sanngjarnir menn komast að þeirri niðurstöðu, að vel hafi verið Stjórnað í þeim ólgusjó, sem yfir gekk. Gengis- breytingarnar Auðvitað eru gengislækkanir ekki æskilegar, en þær geta þó verið nauðsynlegt úrræði, þeg- ar mikinn vanda ber að hönd- um. Menn hafa það nú að gam- anmálum sumir hverjir, að geng islækkana megi hér vænta með stuttu millibilli, en þegar þessi mál eru skoðuð niánar, kemur raunar annað í ljós. Árið 1960 var skráningu gengisins breytt og var sú breyting vissulega veruleg, enda hafði gengið hríð- fallið á tímum vinstri stjórnar- innar, og raunverulega var dkráð margfalt gengi og kerfið allt orðið svo flókið, að enginn botnaði lengur upp eða niður í einu eða neinu. Efnahagsráð- stafanirnar, sem þá voru gerð- ar, voru mjög víðtækar og ljó>st frá upphafi, að nokkur ár mundi taka að fá þær til að bara fullan árangur og útilokað anm- að en halda kaupgjaldi í skefj- um á meðan verið væri að rétta við þjóðarhag. En það var þá, sem foringj- ar Framsóknarflokksins og kommúnista gerðu með sér bandalag um að brjöta niður þessar ráðstafanir og tókst að íknýja fram kauphækkanir, sem útilokað var, að atvinnuvegirnir gætu staðið undir. Af þeim afik- um varð smávægileg gengis- breyting á árinu 1961, en síðan hélzt stöðugt gengi, bæði í raun og samnfcværmt skráningu, fram á árið 1967, en þá tekur að halla undan fæti vegna aflabrests og verðfalls. Samt sem áður gerðu roenn sér vonir um, að unnt yrði að halda gengisskrán inigu óbreyttri fram undir árslokin, en þá var gengi sterlingspunds- ins fellt og þar með ljóst, að einnig yrði að fella íslenzku króniuna. En síðan harðnaði á dalnum, er öflun gjaldeyristekna brást. Ríkisstjórnin leitaði þá eftir samstarfi við stjómarandstöð- uma, en þar var hver hðndtn uppi á móti annarri og engin leið að ná samstöðu um víðtækt samstarf til að forða frá hinum mikla voða. Stjórin greip þá til þass ráðs haustið 1968 að gera viðhlítandi ráðstafanir, enda þótt flestir byggjust við því, að hún hefði ekki nægilegan styrk tiil þess að koma þeim máluan heilum í höfn. Kjarkur og þrautseigja Á því leikur enginn vafi að það mun verða samdóma álit, þegar stjórnmálasagan verður síðar skráð, að sú ríkisstjórn, sem nú situr, hafi bæði sýnt mikinn kjark og mikla þraut- seigju, er hún leysti þann geig- vænlega vanda, sem að íslenzku þjóðinni hefur steðjað á undan- förnum árum. Hér í blaðinu hefur raunar áður verið á það bent, að þessi stjórn, sem nú hef Ur setið í heilan áratug, hafi verið bezt þegar erfiðleikarnir voru mestir. Sannleikurinn er raunar sá, að þegar allt leikur í lyndi fyr- ir okkur íslendingum, þá er skelfilega erfitt að fá menn til að taka ábyrga afstöðu til þjóð- mála. Kröfugerðin keyrir úr hófi og hver og einin vill verða smákóngur í skyndi. Aftur á móti segir þjóðræfcni og ábyrgðartil- finning til sín, þegar verulega blæs á móti, og auðvitað var það þessi lyndiseinkunn, sem gerði ríkisstjórn með nauman þingmeirihluta kleift að kljást við vandamálin, sem flestum virtist þó fyrirfram nánast óyf- irstíganleg. Hér að framan var sagt, að erfiðleikarnir væru að mesitu að baki, og rétt er það. Hinu má þó ekki gleyma, að fram undan eru erfiðir samningar í kjaramálum, og vafalaust verða einhverjar kauphækkanir. En á miklu ríð- ur, að þeim verði stillt í hóf, og sannast sagna væri það allra hagur að leitast nú við að gera langa kjarasamninga, t.d. til tveggja eða þriggja ára, hækka kaupið hóflega, en einbeita sér að því að tryggja fulla atvinnu og stóraukna framleiðslu til út- flutnings. Vonandi tekst að sneiða hjá þeim gamla anda í kaupgjaldsmálum, sem ein- kenndist af slagorðum einis og þeim, að atvinnuvegirnir þoli engar kauphækkanir og verka- lýðurinn geti ekki lifað af laun- um sínum. Hagsmunir launa- manna og atvinnufyrirtækja eru sameiginlegir, en ekki gagnstæð- ir, og þess vegna á að ríkja trúnaðartraust á milli umboðs- mannanna, launþega og vinnu- veitenda. Enda er sá ekki mest- ur karlinn í krapinu, sem ber sér á brjóst og gerir óraunhæf- ar kröfur eða stendur eins og þurs gegn sanngjörnum mála- leitunum. Enga nýja gengisbreytingu Samningagerðin í vor á að miða að því að tryggja fulla at- vinnu hér á landi, ekki einung- is þeim, sem nú eru hér, held- ur líka atvinnu fyrir þá, sem af landi hafa horfið um skeið. Og ekkert væri við það að athuga, þótt eitthvað af erlendu stacfs- liði kæmi hingað í atvinnuleit, eins og oft hefur gerzt áður. En samningarnir eiga líka að miða að því að tryggja, að gengis- breytingar verði hér ekki, og verulegum uppgripum eins og þeim, er urðu á ár- unuim 1965 og 1966 á síld- veiðunuim, á að jafna niður eins og lögin um verðjöfnunar- sjóð gera ráð fyrir. Á þann hátt er unn't að tryggja hér á landi stöðugt gengi, engu síður en annars staðar, enda fráleitur sá hugsunarháttur, að unnt sé að gera fjárhagsráðstafanir, sem gengisbreytingar muni gera gróðavænlegar. Að vísu er við því að búast, að nokkur verðbólguþróun verði hér á næstu árum, eirns og í öll- um nágrannalöndunum, en á undanförnum árum hefur hvergi verið unnt að ráða við þá til- hneigingu, þótt bæði vestan hafs og austan sé rnú reynt að sporna við verðbólgunni, m.a. með háum vöxtum, meira að segja hærri en þeim, sem hér hafa verið, og sumir hverjir hafa talið óeðlilega háa. í stuttu máli má segja, að það, sem nú sé mest um vert fyrir okkur íslendinga, hvar í stétt sem við stöndum, sé að forðast allar kollsteypur í efnahagsmál- um og byggja á þeim grunni, sem lagður hefur verið. Mikilvægt málefni Að undanförnu hefur verið hljótt um frumvarp það, sem flutt hefur verið á þingi að und- irlagi Verzlunarráðs íslandis og Félags ísL iðnrefcenda um Fjár- festingarfélag íslands h.f. Þó er hér um að ræða mál, sem efa- laust getur haft geysimikla þýð- ingu fyrir íslenzka atvinnuvegi. Er því ástæða til að skýra það nokkuð fyrir blaðalesendum. Frumvarp þetta er ekki flutt af rífcisstjórninni, en hins vegar hafa allir stjórnarþing- menn lýst yfir stuðningi sínum við það, þannig að það verður að lögum nú, þegar þing kemur saman á ný. Hins vegar hefur verið talið mjög mikilvægt að ná sem víðtækastri samstöðu um þetta mál, þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál lands- manna allra, einkum nú, þegar hverjum og einum er ljóst, að atvinruuvegina verður að stór- efla, ekki sízt iðnaðinn. Afgreiðsla málsins hefur frest azt, vegna þess að menn hafa þurft að kynnia sér málið, sem ekki er óeðlilegt, þar sem hér er um nýmæli að ræða. Flutn- ingsmenn hafa fallizt á að fresta máliinu, þótt vissulega sé aðkallandi að hrinda stofnun þessa félags úr vör, svo að áhrifa þess geti farið að gæta í íslenzku þjóðlífi. Vonir standa til þess, að víð- tæk samstaða geti náðst um af- greiðslu þessa máls, enda hefur aðeins einn þingmaður lýst and- stöðu sinni við það, Björn Páls- son, þingmaður Fnamsóknar flokksinis, en hins vegar hefur einn af áhrifamestu þingmönn- um þess flokks, Þórarinn Þór- arinsson, rætt málið af skilningi, þótt hann teldi rétt að það fengi rækilega athugun. Frumkvöðull og óbeinn þátttakandi Fjárfestingarfélagi íslands h.f. er ætlað það hlutverk að efla íslenzkan atvinnureksitur og örva til þátttöku í honuirn, með því að fjárfesta í atvinnufyrir- tækjum og veita þeim fjárhags- lega fyrirgreiðslu. Meginverk- efni félagsins verður það að vera frumkvöðull að stofnun, endurskipulagningu og samein- einingu atvinnufyrirtækja og greiða fyrir útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa atvinnufyrir- tækja með beinni og óbeinni þátttöku í útboðum og dreifingu á hlutafé. Saanikvæmt þessu mum félagið leggja í kostnað við að athuga hugmyndir manna um hugsarr- legan nýjan atvinnurekstur og hleypa honum síðan af stokkun um, ef útlit er fyrir, að um arð- vænlegt fyrirtæki geti verið að ræða. Félagið mun leitast við að losa sig við hluti í fyrirtækjum og greiða fyrir því, að almenn- ingur geti átt kost á að gerast aðili að heilbrigðum og vel reknum félögum. Hin svonefnda óbeina þátt- taka er í því fólgin, að félagið ábyrgist sölu ákveðins magns hlutafjár og kaupir það sjálft, ef aðrir kaupendur eru ekki - fyrir hendi. Þannig geta t.d. þeir, er yfir hafa að ráða helm- ingi þess hlutafjár, sem þarf til að hleypa fyrirtæki af stoikkun- uim, leitað til Fjárfestingarfé- lagsirus, og óskað þess, að það ábyrgist sölu hins helmingsins fyrir einhverja þóknun, sem samkomulag næst um. Þetta við- bótar hlutafé yrði síðan boðið út á frjálsum markaði, en ef það ekki selst, þá á Fjárfestingar- félagið það, þar til að því kem- ur, að það telur skynsamlegt að selja það meðeigendunum að fyrirtækinu eða öðrum. Of lítið eigin fjármagn Það er samdóma álit allra þeirra, sem þekkingu hafa á at- vinnurekstri, að íslenzk fyrir- tæki séu yfirleitt stofnuð með alltof litlu eigin fjármagni, þau lendi fljótlega í fjárhagskrögg- um og starfsþrek stjómendanna fari meira og minna í að bjarga daglegum lánsfjármálum í stað þess að fyrirtækin eigi að vera svo fjárhagslega traust, að for- ystumennirniir geti einbeitt sér að því að bæta rekstur og auka. Þegar Fjárfestingarfélag ís- lands h.f. hefur starfrækslu sína, mun það leitast við að koma til aðstoðar þeim fyrirtækjum, þar sem skortur á eigin fé veld- ur því, að ekki verður náð nægi lega góðum afköstum. Fjárfest- ingarfélagið verður að vísu engin góðgerðarstofnun, heldur er því ætlað að hagnast, ekki síður en öðrum eigendum at- vinnufyrirtækjanna, og það mun ekki fjárfesta í öðrum fyrir- tækjum en þeim, sem líkur eru til að skili bæði eigendunum og þjóðarheildinni hæfilegum arði. Fj'ánfestinigairfélaigið hyggst efciki ná yfirráðum í atvinnufyrir- tækjum. Það mun yfirleitt ekki nota atkvæðamagn sitt við stjórnarkjör, meðan allt er með felldu, heldur einungis starfa með mönnum, sem treysta má til hagkvæms og hyggilegs rekst- urs. Þjóðareining um mikilvægt mál Vissulega væri æskilegt, að þjóðareining gæti náðst um þetta mikilvæga mál, þannig að hielztu atvinnufyrirtæki, bæði í einkaeign og félagsrekstri, yrðu aðilar að Fjárfestingarfélaginu, og jafnframt legðu sjóðir þeir, sem verkalýðurinn hefur aðgang að, fram hlutafé og forystu- menn verkalýðsins létu til sín taka við stofnun og starfrækslu þessa félags, ásamt einkafram- taksmönnum og samvinnumönn- um. Fæst úr því skorið innan fárra vikna, hvort menn vilja snúa bökum saman til þess að treysta íslenzkt atvinnulíf. Ef Fjáirfestingarfélagið fær yfirráð yfir nokkur hundruð milljónum króna, mun það geta örvað atvimnulíf á önsfcömmuim tíma, svo að atvinnuástand verði hvergi öruggara og betra en einmitt hér á landi. Síðar yrði verkefni þess að koma á fleiri slíkum félögum í samvinnu við mikilvæga sjóði, eins og t.d. At- vimnuleysistryggingasjóð, Mf- eyrissjóði og aðra sjóði íslenzkr- ar alþýðu. Þá yrði ekki sagt, að einungis fáir fínir menn réðu í íslenzkum atvinnuirmálum, held- ur fjöldinn allur, sem léti þair til sín taka til heilla fyrir land og lýð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.