Morgunblaðið - 05.03.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1070 — Vara hverja við? Hvaða stigi? sagði Graham, steinhissa. Snögglega var eins og Dirk kæmi fyrir sig vitinu. Hann andvarpaði. — Ég var að hugsa um Pelham og Rósu í Edwardshúsinu. En það var fyrir ævalöngu, var það ekki? — Guð hjálpi mér! Viltu bara sjá! greip bróðir hans fram í og benti. Þetta er eldur! Þarna fyrir handan. Sjáðu bara! Og Dirk sá það. Uppi yfir húsaþökunum í suðvestri bylgj- aðist kolsvart reykjarský upp í heitan hádegishimininn. Slökkvi dæla með hestum fyrir þaut skröltandi framhjá þeim, á leið- inni suður eftir Aðalstræti, og næstum strax á eftir þaut vatns slanga. Þyturinn og brakið í eldinum heyrðist greinilega langt vestur eftir strætinu. NeyðaTÓp stigu upp frá mannfjöldanum. — Ekk ert vatn! Þeir ná ekki í neitt vatn! Og einhver sagði, að ein slökkvidæian hefði bilað. Þennan dag, 3. apríl 1864, brann Robbsborg svo að segja alveg til kaldra kola á örfáum klukkustundum. Lestarsalur Búnaðarfélagsins og Kaup- mannafélagsins, svo og Brezki Guianabar.kinn urðu að svört- um rústum. Þegar eldsvoðinn stóð sem ihæst, bað Dirk Graham að fara með sig til Cumingsburg. — Það er aldrei að vita nema eld- urinn geti náð þangað, og ég er hræddur um karlgreyið hann Clark gamla, í búðinni þar. Hann er rúmliggjandi. — Það er vel til fundið, sagði Graham, og enda þótt undrun- arsvipur kæmi á ellilegt andlit hans, og Dirk gæti heyrt hann segja við sjálfan sig: „Hugsa sér! Er Dirk er farinn að hafa áhyggjur af einum rúmliggjandi negra”, þá lét hann_ samt Dirk taka vagninn. — Ég ætla að bíða hérna og sjá, hvernig þetta fer. Eldarinn virðist vera að leita norðureftir, en það er samt aldrei að vita. Skrifstofa Hartfield og Clarck son var fyrir sunnan brunasvæð ið. Jason Clark varð sárfeginn að sjá hann. — Hvað það gat verið fallega gert af yður að vitja mín í svona ástandi, herra — Jason er ekki kominn aftur úr kirkjunni og þessi hræðilegi bruni geisar. Hann virð- ist nálgast með hverri mínút- unni. — Skilur hann þig einan eft- ít hérna? Ég bjóst að minnsta kosti við að finna hann í húsa- garðinum. Þegar svona stendur á, ætti bann að vera heima við. 153 — Ég veit það, herra, en ég hef ekki séð hann síðan hann fór til kirkjunnar, klukkan tíu. Dirk sat næstum tvær klukku stundir hjá gamla manninum. Honum leiddist það ekkert, því að hann kunni alltaf heldur vel við Jason gamla Clark. Hann var eini svarti karlmaðurinn, sem hann hafði getað borið ein hverja virðingu fyrir. Þeir ræddu um unga Jason og gamli maðurinn sagði hon- um, að það væri svo sem allt í lagi með drenginn, hann væri duglegur og heiðarlegur, en býsna glöggur á aurana. Hann væri tekinn að lána út peninga með vöxtum, og fólk væri far- ið að kalia hann Van nirfil. Giftur? Nei, hann var víst ekk- ert í þá áttina, að því er gamli Jason gæti bezt vitað. Jason virtist engan áhuga hafa á kven fólki, svo teljandi væri, enda þótt hann væri stundum broS- leitur við það og færi jafnvel f kirkju með tveimur systrum á hverjum sunnudegi — en hann var ekkert hlýr í sér, ef Dirk skildi, hvað hann ætti við með því. Nei, hann hugaaði ekki um annað en peninga og aftur pen- inga. Gamli maðurinn hafði spurt hann, hvort hann væri ekkert að hugsa um að giftast einhverri stúlku, en þá hafði Jason strax farið að tala um kostnaðinn, sem sliku væri sam fara. Og hvar gæti hann líka komið konu fyrir? Það mundi kosta það að kaupa sér kofa. Öðru hverju, meðan á samtal- inu stóð, þagnaði hann, til að líta á reykjarmökkinn, sem lagði upp yfir húsþökin. Einu sinni lét gamli maðurinn í Ijós áhyggjur sínar vegna Grahams — mundi hann ekki fana að undrast um Duk, eða þurfa á vagninum sínum að halda. En Dirk sagði honum, að Graham væri innan handar að fá far með fjölda vagna í Aðalstræti, ef hann þyrfti að komast heim. — Það er fjöldi annarra herra- manna að horfa á eldinn hr. Clark. Þetta verður slæmur dag ur fyrii kaupmennina, er ég hræddur um. Tjónið verður geysilegt. Og enginn vill víst fara heim fyrr en búið er að sigrast á eldinum. Allt í einu heyrðust dynkir eins og af sprengingum, og Dirk sagði: — Nú eru þeir að sprengja upp hús til þess að hindra, að eldurinn breiðist út. Það urðu þeir líka að gera 1828. Skömmu seinna kom Jason heim og staðfesti þetta. Já, þeir X. voru að sprengja upp hús, sagði han.i þeim. Hann var svart klæddur eins og fínn maður — með háan flibba og bindi og pípuhatt, enda þótt fötin væru sýnilega keypt notuð. Hann hlaut að hafa keypt þau fyrir lítið í einhverri skranbúðinni í LombardstrætL Buxurnar voru of stuttar og treyjan of þröng á hann. Hann leit út eins og skrípamynd, en vissi ekki af því sjálfur. Hann kjökraði eitthvað við Dirk — hvað það væri fal- legt af honum að koma og sitja hjá honum afa. — Guð mun blessa yður fyrir það. Ég var svo hræddur, en ég varð að doka við á Vatnsstígnum og sjá, hvernig eldurinn hagaði sér. Og nú held ég við séum úr allri hættu. Svo kveinkaði hann sér og lét út úr sér einhverja tóma meiningarleysu um hvað guð hefði verið góður að þyrma Cumingsburg. Dirk langaði mest til að sparka í hann. Upp yfir húsaþökunum var reykurinn nú orðinn þunnur og óverulegur Menn höfðu loksins náð tökum á eldinum. Tjónið, sem Georgetown varð fyrir, var metið á meira en hálfa milljón sterlingspunda, en hitt kom mönnum saman um, að margar byggingarnar í Aðal- stræti heíðu verið til skammar, og það hefði verið fallega gert af eldinum að þurrka þær út. Einn daginn nokkrum mánuð- um síðar heyrði Dirk fyrir til- viljun hjá Timothy Hartfield, að Jason Vangreen hefði gert tvo smákaupmenn gjaldþrota og tekið af þeim kofana þeirra í Albert Town. — Hann hafði lánað þeon peninga, og eldurinn gerði út af við þá, sagði Timothy. Og þá var Jason ekki seinn á sér. Og þeir eru safn- aðarbræður hans. í nóvembermánuði barst hon- um bréf, með ógurlegu hrafna- sparki, frá Jason, þess efnis, að afi hans væri mjög bágborinn Vinnuíatnaður Kynningarsaía á vinnufatnaði Mikið úrval — Hagkaups verð Cerið verðsamanburð HlMIMIMIIItMIHIIIIIIMMHMIIIIIMMMMMltmiMlJIHmmiHIMI. ^HmilIMIMfl M.11 IIM ŒmM"v.r:vj §T§ [§ I y{t isi •Tirr.v.v: MImmmVmmVlVlVlV r MImViVmfl^^BlMMHMimhÍhmmmmh^B ^KVmViVmVmVh ■HIMimimIPIPWWmmmmmmmmmmmmmiPPMPIWmmimmm* ^'•MIMIMIMIiMMIMMMMMMMMMIMIMMIMMMMMMIMMI' Lœkjargötu Ekki bara falleg Hurðirnar okkar þekkjast af faljegri áferð, völdu efni og faglegum frágangi. Hitt sést ekki eins vel. Þær eru gerðar með fullkomnustu tækni, sem hér þekkist. Smiðirnir hjá okkur smíða fátt annað en hurðir, — en því meira af hurðum. Þess vegna merkjum við hurðirnar, sem fara frá okkur. Þá geta allir séð, að þær eru ekki bara fallegar, — heldur líka góðar. SE. INNIHURDIR GÆDI í FYRIRRÚMI SIGURÐUR ELlASSON HF. * W AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Arðvænleg tilboð eru á næsta leiti. Einbeittni þín og þrákelkni gæti komið þér á gróðavegu, sem þó eru enn ekki tímabærir. Ráð- færðu þig við fjölskyldu og vini, áður en þú lætur U1 skarar skríða. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Haltu þig við venjuleg störf, í stað þess að gcra tilraunir. Ef þú verður að troða nýjar slóðir, skaltu gera það, þar sem það skiptir einhverju máli, þótt fáir skilji, hvað þú ert að fara. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Dómgreind þín i fjármálum er ekki upp á sitt bezta i svipinn. Biddu i hálfan mánuð eða svo áður cn þú tekur ákvörðun. Það gengur á ýmsu i tengslum við vini þina, og ýmislegt getur breytzt. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að fá fjárhagsaðstoð fyrir áhugamál þin og reyndu að ná tali af fólki, sem mikils má sin í sambandi við starf þitt. , Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Leggðu þig allan fram og i fyrra lagi, þannig að þú megir hafa sem mest gagn af samvinnunni við starfsfélaga þína. Þú flýtur á óvenju- legri opnun. Það borgar sig að lagfæra heima fyrir strax. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Fólkið, sem þú ert með skiptir fljótlega um skoðun, og gefur þér ýmsar gátur til að glíma við. Geymdu fjármálin þar til þú hefur al- gerlega lokið að ráðgast við ráðgjafa þína. Vogin, 23. september — 22. október. Ýmiss konar tilfinningasemi verður skýrari, ef þú hlustar vcl, og þú ert mildur í gerðum. Vinir og ættingjar eru á síðustu stundu, og ergilegir. Varaðu þig á vélum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Stuttar ferðir gera meira gagn en að halda sig heima Ef likamleg áreynsla er óhjákvæmileg, skaltu láta hugann reika. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Leggðu hart að þér að standast áætlun, eða vera á undan í dag. Snúðu þér persónulega að merkum málefnum, og gakktu frá þeim í hvelli. Tómstundaiðjan getur fært þér taisvert i aðra hönd, ef þú vinnur vel að henni. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Hugkvæmni þín kemur fram í dagsljósið, og fær þig til að tak- ast á hendur meiri ábyrgð Hætta, scm þú tekur með félögum þínum eða fjölskyldu fá þér meira fé handa á milli. Fyrirtakshugmynd bætir andrúmsloftið heima fyrir. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Sinntu fjármálum þínum, en hafðu þau einslega. Ný verkefni sem þú byrjar á í dag verða vissulega crfið i framkvæmd, og tefjast mik- ið. Gakktu frá þvi, sem bíður. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Úr þvi að þú ert i góðu skapl, og getur sinnt ýmsu, skaltu ekki gleyma því að ráðfæra þig vegna gamalla málefna, þegar þú færð tækifæri tU að ræða við gamlan vin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.