Morgunblaðið - 19.03.1970, Page 13

Morgunblaðið - 19.03.1970, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 119. MARZ 1970 13 Nokkur orð um Sprengisandsveg Út af þeim ummælum, sem fram fóru í blöðum og útvarpi á síðastliðnu hausti, um hugsan- lega flutningaleið, sem hægt væri að halda færri meirihluta ársins norður yfir Sprengisand til Eyja fjarðar, langar mig að leggja orð í belg. Þegar ég var ráðinn yfirverk- stjóri vega í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum árið 1945, hafði hinn kunni ferðagarpur, Þor- steinn Þorsteinsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, lagt tölu vérða vinnu af miklum áhuga í að finna bílfæra leið upp úr Eýjafirði upp á hálendið og beindist sú athugun mest að Vatnahjallavegi. Þá var líka vöknuð hugmynd um byggingu sæluhúss við Laugafell, sem Ferðafélag Akureyrar reisti þar fáunn árum síðar. Þessi leið var þó aldrei verulega nothæf. Aldrei var þó alveg gefist upp við að finna leið upp úr Eyja- firði, sem hugsanlegt væri að gera bílfæra upp á hálendið. Þangað stefndi hugur manna í Ferðafélagi Akureyrar og allar hugsanlegar leiðir voru rannsak aðar eftir beztu getu. Loksins munu þeir Angantýr kennari frá Villingadal og Ólaf- ur Jónsson í Hólum, hafa ráðist í að rannsaka leið upp frá Þor- móðsstöðum í Sölvadal, ef kom- ast mætti þá leið upp á Hólafjall. Leizt þeim það vel á leiðina, að hún var mæld að tilhlutun vega gerðarinnar. Reyndist hún þá, með lítilli skerðingu í fjallsbrún ina, verða hugsanleg leið a.m.k. fyrir tveggjadrifa bíla. Eftir það var unnið að því að fá fé til framkvæmda, og var svo komið haustið 1960, að leiðin mátti heita vel fær öllum kraftmiklum bíl- um. Síðan mun hafa verið unnið nokkuð að leiðinni og margir farið á Hólafjall til að njóta hins óvenjulega útsýnis þaðan, því þar blasir við augum hin blóm- lega byggð Eyjafjarðar frá innstu dölum allt norður til Látrastrandar. Ég er nokkuð kunnugur þess- ari leið um Hólafjall suður að Fjórðungsöldu, hef tvisvar farið hana í björtu og góðu veðri, ein göngu til að líta eftir hugsan- legu vegarstæði. Og mér finnst erfiðasti hluti leiðarinnar vera Hólafjall suður á móts við Tjarn ir í Eyjafirði, sem mun vera 12— 15 km, að ógleymdri sjálfri öxl- inni á Hólafjalli (sem mun heita Nónöxl), som auðvitað verður öll að jafnast út, því skerðing sú, sem nú er austan í henni, hlýtur alltaf að fyllast af snjó. Annan hluta þessarar leiðar tel ég mjög auðveldan til vegagerð- ar. Svo nærri liggur hún vatna- skilum, að vart mun þurfa ræsi á henni alla leið. En hún er á stöku stað nálægt 1000 m yfir sjó, og það taldi vegamálastjóri, í sínu útvarpsviðtali, hættu- legast við leiðina. Viðvíkjandi Hólafjalli, sem er hæsti hluti leiðarinnar, er það álit mitt, að vel uppbyggður veg ur eftir því verði varla nokkurn tíma snjóþungur, en náttúr- lega geta skapazt þar vond veð- ur, en með þéttri merkingu ætti hann í flestunn veðrum að vera fær. Og það ætti að verða veg- inum til gildis, ef góður afleggj- ari yrði af honum að sæluhúsinu við Laugafell, sem nú er upphit- að með laugarvátni. Ég tel, að vegurinn til Bárðardals, þótt hann liggi lægra, yrði mun dýr- ari vegna ræsa- og brúargerðar á þeirri leið, enda mun hún vera minnsta kosti 20 km lengri, mið- að við Fjórðungsöldu að Stóru- Völlum í Bárðardal annars vegar, og Fjórðunigisöldu og Núpufells í Eyjafirði hins vegar. Auk þess er ekki saman að jafna flutn- ingaþörf milli Reykjavíkur og Akureyrar, og Reykjavíkur og Húsavíkur hins vegar. Seinna mætti hugsa sér leið til Austfjarða af þessari sörnu leið. Það slkal tekið fram, að þetta til sölu 2 bátar til sölu strax, annar 10 tonn, hinn 11 tonn. Fást með hagkvæmum greiðsluskilmálum Upplýsingar gefur undirritaður. ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Austurstræti 14, Sími 21920. Póst- og símamnlastjornin óskar eftir tilboðum í niðurtekinn eirvír úr loftlínum og blý úr jarðsimum. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Dtboðsgagna má vitja hjá birgðastjóra Pósts og síma. Tilboð berist á skrifstofu birgðastjóra, Sölvhólsgötu 11, fyrir kl. 11 f.h. miðvikudaginn 25. marz 1970. Virðingarfyllst f.h. póst- og símamálastjóra J. Skúlason. er ekki ný hugmynd í mínum eyr um, því fyrir mörgum árum var hugmyndinni hreyft á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins af Kristjáni Guðlaugssyni hæsta réttarlögmanni, núverandi stjórn arformanni Loftleiða. Það var einhvern tíman á árunum milli 1950 og 1960, en á þeim tíma tók ég tillöguna ekki alvarlega, hló í mínu hjarta, eins og Sara forð- um. En nú hef ég breytt um skoð un, enda stórvirkari tæki til á flestum sviðum. Og nú vil ég skora á Akur- eyringa og Eyfirðinga að fylgja hugmyndinni fast fram til sigurs, því þetta er ekki eingöngu þörf flutningaleið, heldur ómetanleg leið fyrir alla þá, sem unna feg- urð og tign hálendisins, bæði inn lenda menn og útlenda. Karl Friðriksson. Til fermingargjafa Svefnpokar, bakpokar, vindsængur, anorakkar, skíði og picnic-sett. Sportbœr, Bankastrœti 4, sími 18027 Byggingarfélagi óskast Ós'ka eftir að komast í sajnband við mann sem hefuir ráð á lóð eða byggiingairrétti á viðbygg- iogiu á tveim Ibúðum, stœrð ura 80—100 fenmetrar. Upplýsingar í sima 84736. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Simi 26200 (3 línur) 15% tækifæris- kaup tii páska! Gefum 15% afslátt af sófasettum, svefn- bekkjum, kassabekkjum. kommóðum, stök- um stólum og mörgu fleiru gegn staðgreiðslu, til páska. Einnig hagkvæmir greiðsluskilmálar! Yfir 100 litir ullar- og dralonáklæða. Sendum gegn póst- kröfu um land allt! Hverfisgötu 50 Sími 18830. ia 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 m MOSKVICH M408 ÞRAUTREYNDUR Moskvich bifreiSarnar hafa reynzt fram- úrskarandi vel á okkar vegum. Kraftmik- ill meS viðurkennt rafmagnskerfi. — Minnsta hæð frá jörðu 18 cm. Sparneyt- inn (7—8 I per 100 km). Moskvich 408 er kjörinn fyrir íslenzkar aðstæður. VERÐ KR. 192.834,00. Innifalið í verðinu: Ryðvörn, öryggisbelti, aurhlífar, Ijósa- stiiiing, vindlakveikjari, þjónustueftirlit og uppherzla eftir 500 km og 2000 km. Auk þess fyigir fullkomið verkfærasett. 6 mánaða eða 10 000 km ábyrgðarskír- teini. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Biíreiðar & Landbúnaðari élar hi. 11‘ÓAlfrS Sudurlandsbraut 14 - Rejkjatik - Sími 38600 Óróðstoloð A eftir nokkrar lóffir undir ein- býlsiihús i Garða'hreppi, Upplýs- mgar í síma 51814. S'tgurl'inrw Pétursson. LÖCFRÆDISKRIFSTOFA TÓMAS ARNASON vilhjAlmur Arnason hæstaréttarlögmenn Iðnaðarbankahúsinu. Lækjarg. 12 Símar 24635 og 16307 OSTAKYNNING í dag og á morgun föstudag, frá kl. 14—18. Margrét Kristinsdóttir, húsmæðrakennari, kynnir ýmsa vinsæla ostarétti m.a. nýtt og spennandi ostabrauð, ofnbakað. Ostur er veizlumatur Osta- og smjörsalan Snorrabraut 54.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.