Morgunblaðið - 19.03.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1970, Blaðsíða 14
14 MOROUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 107« Otgefandí hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveirvsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. f lausasölu 10,00 kr. eintakið. NÝJUNGAR í ATVINNUMÁLUM Á síðustu árum hefur verið ráðizt í margvíslegar nýjungar í atvinnulífi Islend- inga. Við höfum samið við er- lent stórfyrirtæki um að það byggi álver á íslandi og gert við það hagstæðan samning um sölu raforku. Við höfum einnig samið við annað er- lent stórfyrirtæki um aðild þess að kísilgúrverksmiðj- unni við Mývatn, ekki sí-zt til þess að tryggja markað fyr- ir framleiðsluvörur verk- smiðjunnar. íslenzk stjórnar- völd hafa átt í viðræðum við erlenda aðila um þátttöku þeirra í byggingu olíuhreins- unarstöðvar hér á landi. Þessar aðgerðir eru til vitnis um það, að íslendingar eru nú reiðubúnir til þess að virkja tæknilega þekkingu og fjármagn erlendra aðila við uppbyggingu atvinnufyrir- tækja heima fyrir. Nýjungar í atvinnumálum hafa ekki verið einskorðaðar við samvinnu við erlenda að- ila. Heima fyrir hafa ný við- horf einnig rutt sér til rúms. Hugmyndin um almennings- hlutafélög er að verða að veruleika. N ú liggur fyrir Alþingi frv. um stofnun Fjárfestingarfé- lags ísiands h.f. Hugmyndin er, að eigendur þessa félags verði einkabankarnir, Sam- band ísl. samvinnufélaga, Fra m kvæmd asj óður og ein- staklingar. Hlutverk þessa fé- lags á að vera efling atvinnu lífsins í landinu með ýmsum hætti. Ýmist getur félagið gerzt beinn aðili að atvinnu- fyrirtækjum með því að kaupa hlutabréf í þeim eða stutt þau með óbeinum hætti. Einnig er þessu félagi ætlað að hafa frumkvæði um stofn un nýrra atvinnufyrirtækja, koma þeim á fót, en selja þau síðan einstaklingum eða fé- lagssamtökum, þegar rekstur þeirra hefur verið tryggður. Slík félög eru starfandi víða um heim, bæði á Norð- urlöndunum og annars stað- ar. Jafnvel í hinu sósíalíska ríki, Júgóslavíu, er nú unn- ið að stofnun slíks fyrirtæk- is. Þýðing þessa félags fyrir íslenzkt atvinnulíf getur orð- ið margþætt. Eitt er það, að starfsemi þess getur dregið úr ofurvaldi ríkisstofnana, þ.e. ríkisbanka og opinberra sjóða yfir atvinnufyrirtækj- unum. Félagið hefur einnig tækifæri til að afla fjármagns til atvinnuuppbyggingar á Is- landi, sem opinberir aðilar geta ekki fengið og er þar átt við Alþjóðalánastofnunina í Washington, sem er eins konar dótturfyrirtæki Al- þjóðabankans, en hefur það verkefni að efla einkarekstur víða um heim. Fjárfestingarfélag Islands h.f. er ein af hinum nýju hugmyndum í atvinnumál- um Íslendinga og kannski sú, sem mest áhrif mun hafa, þegar fram í sækir. Starfsemi þess er líkleg til þess að stuðla mjög að aukinni þátt- töku almennings í atvinnu- lífinu og efla hið frjálsa framtak einstaklingsins yfir- leitt. Andstaða nokkurra þingmanna gegn frumvarpi, sem miðar að þessu, kemur engum á óvart. Þar eru á ferðinni sömu afturhaldsöfl- in og ailtaf hafa látið til sín heyra á undanfömum árum, þegar brotið hefur verið nýtt blað í atvinnumáium lands- manna. Finnsku kosningarnar að er ákaflega erfitt fyrir ókunnuga að gera sér grein fyrir sviftivindum finnskra stjórnmála. Tilvist hins volduga nágranna í austri hefur með margvísleg- um hætti áhrif á athafnir Finna, og í rauninni virðist ekiki skipta meginmáli, hver kosningaúrslitin verða. Að lokum er það Kekkonen, for- seti, sem heldur stjómar- taumunum í sínum höndum og gætir þess, að stefna Finna leiði ekki tii versnandi sam- búðar við Sovétríkin. Úrslitin sýna tvennt. I fyrsta lagi hafa stjórnar- flokkarnir í Finnlandi orðið fyrir umtalsverðu áfalli, og í öðru lagi hefur gengi hinna sósíalísku flokka dvínað mjög. Þeir höfðu áður meiri hluta í finnska þinginu en sá meirihluti er nú í höndum b or ga r aflokkanna. Hinn óvænti sigurvegari kosninganna er Landsbyggð- arflokkurinn, sem hafði áður 1 þingmann en vann nú 17 til viðbótar. íhaldsflokkurinn vann einnig verulegan sigur og bætti við sig 11 þingsæt- um. Þrátt fyrir þessi úrslit hafa stjórnarflokkarnir enn mik- inn meirihluta á þingi. En fregnum frá Finnlandi ber saman um, að mikil óvissa ríki nú í finnskum stjórn- málum og að taka muni all- langan tíma að mynda nýja ríkisistjórn. Ekki liggur enn ljóst fyrir, hvaða áhrif þessi úrslit xnuni hafa á afstöðu Finna til Nordek. j l Snjallt finnskt leikrit WILLY KYRKLAND heitir ungt finnskt leiikritaskáld, sem hefur getiö sér mlkið orð í heimalandi sínu allra síðustu ár. Eitt af síðustu verkum hans er Medea frá Mbongo og hefur það ver- ið sýnt í noklkrum leikhúsuim á Norður- löndurn og vakið hina mestu ánægju. Leikritið er komið út í danskri þýð- ingu í bókarformi og er mjög Skemmti- legt aflestrar. Kyrkland hefur tilsvarið full/koimlega á valdi símu, kítmni hans er stundum nöpur en aldrei beizkjublandin og hugimyndaauðgi sína virðist hann nota út í aesar. Kyrkland fer mjög frjálslega með Medeu Evripidesar og færir hana á flestum sviðum til sam- tímans. Þamnig er til dætmis iðlkuð tedrykkja í leikritinu og talað í síma og þegar kórinn tjáir sig um yfirvof- andi skilnað þeirra Jasons og Medeu er svarið: „Maður á ekki að giftast útlend- ingum. Þarna sést, hvernig það fer.“ — „Hún hefur ekki getað lagað sig að aðstæðunum. Það er henni að kenna.“ „En ósköp skiljanlegt. Þegar hugsað er urn úr hvaða umlhverfi hún kemur.“ Willy Kyrkland Kannsiki er það ekki einvörðungu að leikurinn er færður til samtímanis, sem gerir Medeu frá Mbongo að meistara- stykki, heldur að höfundi hefur tekizt að tengja saman nútíð og fortíð á snilld- arlegan hátt. Willy Kyrkland hefur ugglaust skilið að þegar „Medea“ Evripidesar var skrifuð fyrir 2400 árum var verkið langt á undan sinni samtíð, einis konar uppreism við viðteknar venj- ur og siði þess tkna. Gjöf Picasso til Spánar SÚ ákvörðun listmálarans Pablo Picasso, að gefa hvorlki meira né minna en milli 800-900 listaverka sinina til safns nokkurs í Barcelona hefur ekki vaíkið óskipta ánægju allra, en forvitnin og umtalið er því meira. Orðasveimur þessa efniis hafði verið á kreiki, en fæstir lögðiu þar við eyru og töldu sög- Pablo Picasso una ótrúlega í meira lagi. Hing vegar hefur fulltrúi Picasso nú staðfest að fréttin sé rétt. Sagði hann að þessi verk sem Picasso hefði ákveðið að gefa til Barceloma væru flest unnin fyrir árið 1917. Ef það er rétt þá felst það í, að þar hljóta að vera mörg verðmætustu og merkustu verik Picasso frá kúbisma- tímabili hans og unnin að mesbu í Par- ís, en þangað fluttist hann árið 1908. Eitt var það með öðru, sem vakti furðu manna: hvernig féikk það staðizt að í eigu Picasso væru svo mörg eldri verka hans? Þegar hann var ungur maður að ryðja sér braut til frama var hamm blá- snauður, vimnustofur hans voru örsmá- ar kompur og hann gat rétt dregið fram lífið. Sumir eru þeirrar skoðunar, að Picasso hafi keypt ýmis gömul verk sín aftur, eftir að hagur hans tók að vænkast. í öðru lagi velta menn fyrir sér, hvers vegna Picasso hafi brugðið á það ráð að gefa verkin til Spánar. Þótt hann sé Spánverji, nánar tiltekið Katalóníumaður, 'hefur hann verið út- lagi úr föðurlandi sínu frá því borg- arastyrjöldimni lauk og hann hefur marglýst því yfir, að til Spánar snúi hamn ekfci fyrr en þar hafi lýðræði verið upp tekið. Hitt er þó vitað, að Pieasso hefur löngum haft sterkar taug ar til Barceloma, en þar bjó hann frá fjórtán ára aldri. Frakkar eru mjög vomsvilknir yfir ákvörðun Picasso, þar sem þeir höfðu gert sér vonir um að meginhluti venka hans myndi verða í Frakklandi eftir hans dag. Vitað er að André Malraux hafði á prjónunum ráðagerðir um að láta byggja sérstakt safnhús yfir verk hans, en af því hefur enn elkki orðið. Til þess hefði þurft að koma til samiþykki Picasso og af eimhverjum lítt skýramleg um ástæðum var aldrei eftir því leit- að. — h. k. Félagslíf með mikl- um blóma Bæ, Höffeitirönd, 9. m.airz. ÞÓ vagaitiáimaimiir haÆi varið, er fólaigsBf í hénaiðimw mieð mulkilium bllómia, islkiamim(tiam.Lr lí hverri viiku. Sórstaklega þóititi þorra- miaitiurinin gómisiæitiír. Búiið ©r að augllýsa frumlsiýindinigu á Ævimitýirí á gönigufiör í Miðgairði. Áfcveðini- ar eru somglsikeniimltiainiiir á Hofsósá og í Kebiliási af áönigfélaiginiu Hönpu á Hiofsiósii. Einiu siinimi cig tvisvair í vilku haifia br.idge-uinin- anldluir úir 4 Ihreppuim hér auistain vatn/a hditat á HMsóigi oig keppt þar, ýmiiisit í tivílkiappnii ie@ia sveiitia keppmii. Er iaið þassu góð slkeimimit- uni, þair sem 32 isipiilalmienin hiibt- ast og leiiða aaiman Ihasita siíma. Ekíki stamda búainldi kionur í Blönidiuhllíð fcymisiysibrtuim. siániuim í kaulpsitiöðum að ibaiki uim smiynt- ingu og fegriuin, því iað miýlleiga réð 'kvenifiéliaigið 'til síin isniyrti- dölmiu í fiótta- ag ihiarudsniyintinigu, sem iniæstuim aMiar Ihiúístmiæðiutr haifia motfaert stér. Er iþatlta laitihygf.liis- verð iniýjuinig í siveiituim lanids vors. Iinifilúienlsia heifur gangið uim friamlhónaðiið oig fy>l(g,iir hemnd þná- lábt bairkalkvef, »am er hviimiieibt á fiámieininiuim Iheimiillium.. Það heifuir venið ósbilllt til isjáiv- ar og því firiefcar treguir aifii á itogbátama. Raiuiðlmiaigaiveiiðd er nétit að byirjia hér uim slóðiir. Blað allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.