Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1970 Jón Björnsson, rithöfundur; Norðurlandaráð og kynning ísl. bókmennta erlendis Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Nýafstaðinn fundur Norður- landaráðs hér í Reykjavík er án efa einn af merkustu viðburð- um ársins. Það var ánægjulegt fyrir íslenzka rithöfunda að kynnast verðlaunahafanum, danska skáldinu Klaus Rifbjerg, þótt aðeins væri skamma stund. Flestir, sem eitthvað þekkja til danskra samtímabókmennta, hafa kynnt sér fyrri verk hans og nú er von á verðlaunabókinni í ís- lenzkri þýðingu. Ræða Rif- bjergs við móttöku verðlaun- anna birtist í blöðunum, og margt af því sem þar er sagt, gæti orðið íslenzkum höfundum til gagnlegrar umhugsunar, eink um þar sem drepið v-ar á þjóð- félagsmál. Sumt var að vísu ekki annað en sjálfsagðir hlutir, svo sem að rithöfundar ættu ekki að vera tjóðurhundar eða hirðfífl valdhafa, „að það ákeið sé á enda runnið", eins og hann orð- aði það. Hér tekur höfundurinn full djúpt í árinni, evrópskir höfundar hafa yfirleitt aldrei verið slík „hirðfífl" og sízt á Norðurlöndum. Eigi Rifbjerg aft ur á móti við einræðisstjórnirn- ar í Austur-Evrópu sést að þessu er öðruvísi farið þar, en um leið verður það deginum ljós- ara, að fangelsisdómar yffc rit- höfundum austur þar sanna bet- ur en flest annað að þeir sætta sig alls ekki við að vera tjóð- urhundar sinna valdhafa, þótt þeir séu að sjálfsögðu varnar- lausir gagnvart lögregluríkinu. Þá kom það fram í ræðu Rif- bjergs að rithöfundar eigi að taka þátt í stormum sinnar tíð- ar og nefnir dæmi um það úr samtímabókmenntum. Mörg önn- ur dæmi mætti tilfæra um áhrif bókmenntanna á samfélagsþróun- ina, einnig úr íslenzkri bók- menntasögu, þót't þess sé ekki kostur í þessu greinarkomi, enda væntanlega óþarft í okkar háþróaða skólaríki Ennfremxar deilir Rifbjerg á stjórnmála- mennina fyrir skilningsleysi á nýtízku bókmenntum, og á hann þá sjálfsagt fyrst og fremst við ástandið í sínu eigin landi. Sá er þetta ritar skal ekki um það dæma, en ekki er langt síðan Danir áttu þjóðkunnan rithöf- und í sæti menntamálaráðherra. Höfundur þessara lína þekkti hann og þorir að fullyrða að hann skorti hvorki skilning né samúð með rithöfundum og til- raunum þeirra á sviði forms og stíls. Hitt er svo annað mál að um nokkurt árabil hefur eins konar „listin fyrir listina“- stefna verið áberandi á Norður- löndum, þar sem þjóðfélagsmála gætti mjög lítið. Krafan um hlut- deild eða þátttöku rithöfunda í þjóðfélagsmálum er ekki ný af nálinni; slík hlutdeild var mjög áberandi í verkum skálda eins og Ibsens, Björnsons, Lies, ■^Texös og margra fleiri stór- skálda liðins tíma. Þegar því Rifbjerg hvetur til byltingar á hann væntanlega við afskipta- leysi samtímahöfunda sinna af þessum málum. Allmjög hefur borið á því að sumir, sem um þessi mál fjalla, telji að með til- komu „velferðarríkisins" sé tími hinnar þjóðfélagslegu skáldsögu liðinn hjá og höfundar verði þvi að leita sér yrkisefna á öðrum vettvangi. Ónauðsynlegt er að rökstyðja nánar að slíkar kenn- ingar eru hrein firra. Meðan mennirnir eru ekki fullkomnari en raun er á, verður aldrei slíkt velferðarríki til, að ekki sé þörf fyrir gagnrýni — hún er jafn nauðsynleg og stjórnarandstaða í lýðræðisríki. Þekki rithöfundur- inn sinn vitjunartíma, hlýtur bann að vera eins konar sam- vizka þjóðfélagsins. Nú er svo ástatt hér á landi að umfjöllun um þjóðfélagsmálefni er illa þokkuð hjá mörgum og er und- ' arlegt til þess að vita. Þess er skemmst að minnast að á síðast- liðnu hausti var sýnt i Þjóðleik húsinu leikrit, „Fjaðrafok“, sem einmitt fjallaði um vandamál samfélagsins, að mörgu leyti vel heppnað að dómi hæfra manna og minnisstætt þeim er sáu, en í stað þess að fagna þessari við- leitni, upphófust þvílík óp og emjan úr vissum herbúðum að slíks eru víst fá eða engin dæmi. Sama hefur átt sér stað í sam- bandi við sumar þær bækur, sem lagðar hafa verið fram af okk- ar hálfu í skáldsagnasamkeppni Norðurlandaráðs, og meira en það, ópin hafa borizt út fyrir landsteinana, eins og síðar mun vikið að. Þessi orð mín ber að sjálf- sögðu ekki að túlka sem gagn- rýni á hinni ágætu ræðu Rif- bjergs, heldur var vikið að henni vegna þess að í henni er drepið á_ svo margt umhugsun- arvert. Ég hef nýlokið við að lesa verðlaunabók hans, „Anna (jeg) Anna“, og hefur sá lest- ur sannfært mig um að í þetta sinn hafa verðlaunin hafnað á réttum stað. Einkum gleður það mig, sem hálfgildings fósturson Danmerkur að danskt skáld skyldi verða þessarar sæmdar aðnjótandi í höfuðstað hins forna sambandsríkis. RITHÖFUNDAÞINGIÐ OG KJÖR RITHÖFUNDA Rithöfundaþingið í haust vakti almenna athygli, enda gerðist ýmislegt í sambandi við það, sem vert er að gefa gaum. Kröfur þess, eða að minnsta kosti óskir um bætt kjör stéttarinnar voru talsvert ræddar í blöðum og manna á meðal. Einkum var til þess tekið hversu góð eining hefði ríkt á þinginu. Sem dæmi þess má nefna að tillaga kom fram um sameiningu rithöfunda- félaganna tveggja, sem nú mynda Samband islenzkra rit- höfunda. En svo hlálega vildi til að flutningsmaður tillögunnar hafði sjálfur skipt um félag af ókunnum ástæðum og hefur með því einimitt sannað að sameining er ekki tímabær um sinn, enda hetfur núverandi fyrirkomulag reynzt ágætlega. Að sjálfsögðu gáfu fundarmenn sér tóm til að taka sér hvíld frá alvarlegum störfum öðru hverju. Dýrlegar veizlur voru haldnar, þar sem ólíkustu aðilar munu hafa fall- izt í faðma, svo sem til að undfc- strika eininguna. En ormskratt- inn hafði þá þegar byrjað að naga rætur hinnar glæsilegu eikur einingarinnar, eins og sýnt verður fram á hér á eftir. Um svipað leyti fór fram bók- menntakynning í sjónvarpi og útvarpi — umræðufundir í sjónvarpinu með höfundum og gagnrýnendum, og Sveinn Skorri Höskuldsson hélt þrjá út- varpsfyrirlestra um íslenzkar bókmenntir frá lokum siðari heimsstyrjaldar, en hann „er svo sem kunnugt §r einna lærðastur íslenzkra bókmenntamanna", svo að vitnað sé í orð Jóns Hnefils Aðalsteinssonar um hann í Les- bók Morgunblaðsins 10. tbl. þ.á. f öðru sambandi ræðir Jón Hnefill um „hleypidómaleysi" Sveins Skorra. Ekki veit ég hvað knúið hefur blaðamanninn til þess nú allt í einu að fara að gefa Sveini Skorra slíkar eink- unnir, en hitt er víst, að erindi hans í útvarpinu einkenndust af allt öðru en hleypidómaleysi, þau voru mestmegnis einhliða áróður fyrir ákveðnum „stefn- um“ og höfundum, sem eflaust hafa átt mikið af lofinu skilið, en mest af því var á kostnað annarra. Ég er hræddur um að slíkt oflof hafi öfug áhrif við það sem til er ætlazt, enda stækkar enginn listamaður á því að verið sé að hefja hann til vegs með því að troða á stétt- arbræðrum hans, hvort heldur það er gert með lítilsvirðandi ummælum eða hinni „þöglu lygi“. Annars verð ég að segja fyrir mig að ég hafði gert mér von um að fyrirlestrar þessir ættu að gefa hlutlausa yfirsýn yfir bókmenntir síðustu áratuga hlustendum til leiðbeiningar og fróðleiks. Ég er ekki einn um þá skoðun meðal þeirra sem smá- vegis afskipti höfðu af undir- búningi þessa þings. Skollinn má vita hvort séra Gunnar Benediktsson hefur ekki á réttu að standa í grein sinni í Tíma- riti Máls og Menningar, 3—4. h. fyrra árs. Skömmu áður en rithöfunda- þingið hófst fór árleg úthlutun Jón Björnsson. styrkja úr ritihöfundasjóði fram. Óskir munu hafa komið fram um að rétt hefði verið að úthlutunin færi fram á sjálfu þinginu, en stjórn sjóðsinis taldi sér annað betur henta, enda skipta _ slíkir smámunir ekki máli. Ég hef áður látið í ljós að greiðslur til höfunda fyrfc út- lán hefðu átt að hefjast um leið og úthlutað var úr sjóðnum, og nú er orðið svo langt síðan við- aukinn við bókasafnslögin var staðfestur, að þau ættu að fara að komaist í framkvæmd. Er það yfirleitt sæmandi menningar- þjóð að setja vinsælustu höf- unda þjóðarinnar hjá við veit- ingu úr sjóði þessum? Treystir FYRRI HLUTI nokkur sér til í alvöru að halda því fram, að hinir fjölmörgu les- endur höfunda eins og t.d. Guð- rúnar frá Lundi, sem auðvitað eru skattgreiðendur eins og all- ir þegnar lýðveldisins, telji ekki að hún eigi að fá hlutdeild í þessu fé? í þessu sambandi skipt ir engu máli þótt menning- arvitar og aðrir gagnrýnendur geri lítið úr bókmenntagildi sagna hennar. Bókasafnslögin eru ekkert annað en staðfesting á eignarrétti rithöfunda, og ég veit ekki betur en að eignarrétt- urinn sé talinn friðhelgur í stjórnarskrá lýðveldisins ís- lands. I þessu sambandi er þýðing- arlaust að vitna í listamanna- launin, því að lög þau sem út- hlutunarnefnd þeirra eru sett, eru þannig, að þar er enginn öruggur samkvæmt bókstaf lag- anna, gagnstætt því sem er í öðr um löndum, t.d. Danmörku. Ann að mál er svo það, að nokkur festa hefur skapazt, þó að enn skorti það öryggi sem listamenn eiga siðferðislegan rétt á, eftir að hafa starfað mikinn hluta æv innar að listsköpun. Þótt játa megi að lögin um listamanna- laun séu nokkur framför frá því sem áður var, dylst ekki að þau þurfa gagngerðra endurbóta við. Úthlutun listamannalauna er ár- legt deiluefni, enda ekki óeðli- legt; þess verður aðeins að krefj ast að umræðurnar fari fram á menningarlegan hátt, og vítavert er, þegar launin eru talin eftfc þegar um aldraða listamenn er að ræða, sem hlotið hafa viður- kenningu heima og erlendis, eins og dæmi eru því miður til, jafn- vel hér í Mbl. Munurinn á listamannalaunun- um og greiðslum fyrfc útlán á opinberum söfnum er sá, að rit- höfundar eiga lagalega kröfu á greiðslu samkvæmt bókasafns- lögunum, listamannalaunin eru falin nefnd til úthlutunar og verða því launaveitingarnar mjög undfc víðsýni og sanngimi nrfndarmanna kamnar. Rithöfundaþingið krafðist samningsréttar í sambandi við framkvæmd bókasafnslaganna. Það var alveg sjálfsagt. Ber að fylgjast vel með þessum málum og sjá m.a. um að greiðslur til höfunda fyrir útlán verði sóma- samlegar. Þar sem við höfum svo oft „dependerað" af Dönum, myndi ekki saka þótt við hefð- um fyrirkomulag þefcra til hlið- sjónar. ÞÝÐINGAR A ERLEND MÁL Oft hefur verið að því vikið hversu erfitt sé fyrir íslenzka rithofunda að koma verkum sín um á framfæri erlendis vegna skorts á þýðendum. Halldór Lax ness víkur að þessu í skemmti- legri grein í síðasta hefti Tíma- rits Máls og Menningar. Svo undarlegt sem það má virðast,, hefur orðið afturför í þessu efni síðan á fyrstu áratugum aldar- innar. Verða hér nefnd fáein dæmi. Sögur Gests Pálssonar komu mjög fljótt út á dönsku og þýzku og jafnvel fleiri málum, en áður hafði Piltur og stúlka verið þýdd a.m.k. á dönsku. Úr- val úr smásögum Jónasar frá Hrafnagili kom út í danskri þýð ingu með merkilegum formála eft ir stórskáldið Johannes Jörgen- sen. Sumar sögur Þorgilsar Gjallanda komu út á þýzku og Litli-Hvammur Einars H. Kvar- ans var gefin út í hinu fræga þýzka ritsafni, Reclams Uni- versum, þar sem aðeins úrvals- höfundar komu til greina. Þrjár af stserri skáldsögum hans voru þýddar á dönsku, Gull af Gunn- ari Gunnarssyni. Þrjár af skáld sögum Jóns Trausta voru þýdd- ar á dönSku, auk fjölda smá- sagna í dönskum og þýzkum blöðum. Eiríkur Hansson Jó- hanns Magnúsar Bjarnasonar var þýddur á þýzku og smá- sagnasafn eftir Guðmund Frið- jónsson var gefið út í danskri þýð ingu. Heilar bækur með þýðing- um íslenzkra ljóða komu út á dönsku og þýzku. Voru þeir Dan- inn Olaf Hansen og Austurríkis- maðurinn J.C. Poestian afkasta- mestur við þessar þýðingar. Auk þess hefur úrval íslenzkra þjóð- sagna komið út á mörgum málum sem og íslendingasögurnar. Hér eru auðvitað undanskildir þefc höfundar, sem skrifuðu á erlend um málum. Það segfc sig sjálft hvílík hvatning það hefur verið höfundunum að vita rit sín koma út hjá öðrum þjóðum á meðan þeir voru enn á bezta starfs- aldri. Sá áhugi sem lýsir sér í þýð- ingum íslenzkra samtímabók- mennta á fyrri hluta aldarinnar er að þakka einstöku mönnum, en hvorki opinberum nefndum eða ,,ráðum“. Það var verk manna, sem kynni höfðu haft af íslandi, ,,íslandsvina“ eins og þeir voru stundum nefndir í virðingar- og viðurkenningar- skyni, þó að síðar — eftir að við þóttumst vera komnir í sam- félag stórþjóða — væri þetta heiti af vissum aðilum notað í niðrunarskyni og jafnvel reynt að gera lítið úr starfi þessara ágætu erlendu manna. Þannig fer stundum þegar minnimáttar- kennd og gervimikilmennska stofna til bandalags. En hvað sem þessu líður, þá ættu blómatímar að vera fram- undan, þar sem við erum aðilar að Norðurlandaráði og kostum árlega þýðingar á tveim skáld- ritum til bókmenntasamkeppni þess. Þó mun fæst af þeim þýð- ingum hafa komið út á Norður- löndum, en nokkrar ljóðabækur, sem þýddar eru, eru aðallega verk einstaklinga, svo sem Ivars Orgland3 og Poul P.M. Pedersens. Þess er skammt að minnast, er kunnugt varð val íslenzku full- trúanna til samkeppninnar í ár hvílíkan úlfaþyt það vakti. Ól- afur Jónsson lét hafa eftfc sér í útvarpi að skáldsagan Hjartað í borði eftir Agnar Þórðarson væri of léleg til að leggja fram í samkeppni sem þessa og sagði eitthvað á þá leið, að það væri illa gert að velja eitt af lökustu verkum höfundar. í stað þess hefði verið nær að þýða skáld- verk Thors Vilhjálmssonar, Fljótt, fljótt sagði fuglinn. Af þessu má ráða að baktjaldaáróð ur hafi verið í gangi til að koma bók Thors að, þó að hann sjálfur hafi auðvitað hvergi nærri kom- ið, vegna alkunnrar hlédrægni sinnar. Agnar svaraði hvat- skeytslega fyrir sig í útvarp- inu og síðar ræddust þeir Ólaf- ur við í sjónvarpinu. Ef dæma má af fyrri reynslu, má búast við því, að óhljóðin út af val- inu á bók Agnars berist yfir fs- landsála áður en mjög langt verður um liðið. En segja má að lítið saki þótt bókmenntamennfcnir rífist hér heima. Verra er, þegar tekið er að níða þá rithöfunda, sem hafa orðið fyrir valinu, á erlendum vettvangi, eins og raun varð á, þegar bók eftir Grétu Sigfús- dóttur var valin í hitteðfyrra. Þessi rithöfundur hefur beinlín is orðið fyrir ofsóknum vegna þessa, eins og gleggst sannast á því, að er hún gefur út næstu bók sína getui Ólafur Jónsson ekki stillt sig um að hnýta aft- an í ritdóm um hana miður smekklegum slettum. Manni verð ur á að spyrja hvers konar þrá- hyggja þetta sé eiginlega. A þingi Norðurlandaráðs kom fram tillaga um gagnkvæm- ar þýðingar úr íslenzku og hin- um norðurlandamálunum. Fékk hún góðar undirtektir og kemst væntanlega í framkvæmd ein- hverntíma. En hvernig því verð- ur hagað er ekki unnt að segja neitt um að svo stöddu, en lík- legt er að einhver nefnd verði búin til og annist val þeirra bóka, sem hún telur að til greina komi. Ekki þarf skarpan heila til að sjá að þess háttar fram- kvæmd myndi jafngilda ritskoð- un í einræðisríkjum, því að starfsemi slíkrar nefndar gæti orðið til að gereyðileggja fyrir öðrum á erlendum bókamarkaði, nema því aðeins að þeir einir veldust í hana, sem væru frjáls- lyndir og víðsýnir og lausir við allar listkreddur. En ég hallast því miður að þeirri skoðun að nú þegar séu vissir „bókmenntafræðing- ar“ reiðubúnir að fórna sér fyr- ír slíka nefnd. Mér þykir ekki ólíklegt að þefc sem kynna ísl. bókmenntir í ritunum Ny litteratur i Norden og Norsk litterær árbok teldu sig sjálf- kjörna til þess. Og yrði hér um t.d. fjögra manna nefnd að ræða, hygg ég að Ólafur Jónsson og Sveinn Skorri Höskuldsson yrðu tilleiðanlegir til að taka á sig þetta ómak, þar sem augljóst er af bókmenntaskrifum sjálfra þefcra, að þeir eigi fáa sína líka hér á landi og þótt víðar væri leitað. UNDARLEGUR ELTINGARLEIKUR Þeir, sem gera sér það ómak að fylgjast með bókmenntaskriif- um fyrrnefindra aðila, komast fljótt að raun um að lítil klíka, haldin annarlegum sjónarmiðum er að reyna að ná völdum og áhrifum í sambandi við Norður- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.