Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRLÐJUDAGUR 24. MARZ 1970
F
(*■
12
snGozmi
Blekkingatilraunirnar
Öll ádeiluatriði stjórnarandstæðinga í Búrfells-
virkjunarmálinu hafa verið hrakin
Frá umræðum á Alþingi um málið
Á FUNDI neðri-deildar í gær
var fram haldið siðari umræðu
um tillögu til þingsályktunar um
rannsóknarnefnd vegna Búrfells
virkjunar, en umræðan hófst sl.
föstudag og voru þá búnir að
taka til máls Matthías Á. Mathíe
sen formaður fjárhagsnefndar og
framsögumaður meirihluta álits,
Lúðvík Jósefsson, framsögumað
uri minnihluta álitsins, Jóhann
Hafstein iðnaðarmálaráðherra og
Magnús Kjartansson. Skýrt var
frá ræðu iðnaðarmálaráðherra í
blaðinu á laugardaginn, en þar
sýndi hann, rökstutt fram á,
hversu raforkusölusamningur-
við ísal er hagstæður fslending-
um.
Við umræðurnar í gær hélt
fyrst Magnús Kjartansson áfram
ræðu sinmi, en síðan tóku til
máls Jóhann Hafstein, Þórarinn
Þórarinsson, Lúðvík Jósefsson
og Matthías á Mathiesen. Snerist
síðari hluti umræðnanna ein-
göngu um fellt stjórnarfrum-
varp í efri deild.
Svo sem fyrr segir mælti Matt
hías Á. Matjhiesen fyrir áliti
meirihluta fjárhagsnefndar og
fer hér á eftir útdráttur úr
ræðu hans:
Mér þykir rétt að gera í upp-
hafi örlitla grein fyrir aðdrag-
anda þessa máls. Við fyrstu um-
ræðu fjárlaga á síðastliðnu hausti
flutti Magnús Kjartansson ræðu,
og gerði hann þar Búrfellsvirkj
unina að sérstöku umræðuefni.
Fullyrðingar þingmanmsins í
nefndri ræðu, voru m.a. á þá
lund, að kostnaðurinn við Búr-
fellsvidkjun hefði nú farið stór-
kostlega fram úr áætlun og að
framieiðslukostnaðurinn á kíló-
vattstund væri orðinn 45 aurar.
Sagði hann ennfremur í ræðu
sinni að salan á rafmagni til ís-
als væri eitt stórfelldasta stjórn
mála- og fjármálahneyksli sem
gerzt hefði hér á landi. Þessar
fullyrðingar þingmannsins hafa
svo sjálfsagt orðið til þess að
hann flutti þingsályktunartil-
lögu, ásamt Þórarni Þórarinssyni
þar sem þeir leggja til að skip
uð verði rannsóknarnefnd tiil þess
að rannsaka ailar staðreyndir
um byggingarkostnað Búrfells-
vidkjunar, rekstrarkostnað nú og
síðar og samnimga virkjunarinn-
ar uim orkusölu.
Allur þessi aðdragandi hlaut
að hafa töluverð áhrif á það,
með hvaða hætti fjárhagsnefnd
athugaði þetta mál. Hér er um
að ræða fullyrðingar, sem ef
sannar væru, gæfu tilefni til siíkr
ar athugunar, og það hla/ut því
að verða megin starfs fjárhags-
nefndar að gera athuganir á
þeim hlutum sem hér var fram
haldið. svo og að bera saman þær
upplýsingar og þær ákýrslur,
sem hægt var að fá, svo og að
finna skýringar og þau sannindi.
sem ættu að vera fyrir hendi í
þessu máli.
Af nefndaráliti meri hluta
fjárhagsnefndar. má siá, með
hvaða hætti nefndin hefur unnið
að þessu máli. Á fund nefndar
innar voru kvaddir þeir dr. Jó-
hamnes Nordal formaður lands-
virkjunarstjórnar og Eiríkur
Briem verkfræðingur. fram-
kvæmdastjóri Landsvírkjunar.
Nefndarmenn lögðu fram þær
spumingar, sem þeir óskuðu eft
ir, og þeir Jóhannes og Eiríkur
lögðu fram skýrslu þá. sem hafði
verið lögð frarn í stjórn Lands-
virkjunar. vegna þessa máls, þar
sem þeir rekja mál þetta og
hrekja þær fullyrðingar er komu
fram í nefndri ræðu Magnúsar
Kjartanssonar.
Eftir að fjárhagsnefnd hafði af
greitt þetta mál og nefndarmenn
höfðu ekki óskað fleiri upplýs-
inga, né heldur óskað eftir öðr-
um mönnum til viðræðna við
nefndina, þá barst nefndinni í
hendur bréf frá Landsvirkjunar
stjórn, þar sem fram kemur
bókun eins af stjórnarmeðlimum
Landsvirkjunarstjórnar svo og
athugasemdir til framkvæmda-
stjóra Landsvirkjunar, og er
þessi attougasemd birt sem fylgi
skjal með nefndarálitinu.
Þegar athugununum var loikið
og málið hafði verið skoðað, taldi
meiri hluti fjárhagsnefndar ekki
ástæðu til þess að setja á fót
slíka rannsóknarnefnd sem til-
lagan gerði ráð fyrir, og leggur
því til að tillagan verði felld.
Eins og áður segir var það
uppistaðan í fullyrðingum Magn
Jóhann Hafstein.
úsar Kjartanssonar að heildar-
kostnaður Búrfellsvirkjunarinn-
ar hefði farið 25% fram úr áætl
un. Formaður og framikvæmda-
stjóri Landsvirkjunar, gera í
skýrslu sinni, mjög glögga grein
fyrir hvernig málum þessum er
háttað og gera þar saunanburð
á upprunalegri áætlun, miðað við
það gengi sem þá var á Banda-
rikjadollar, svo og núverandi á-
ætlun, miðað við núverandi
gengi. Verður niðurstaðan sú, að
upprunalega áætlunin hafi verið
42,8 millj. dollara, en sé í dag
miðað við núverandi gengi 43
millj. doliara.
Minni hluti fjárhagisnefndar
getur ekki komizt að sömu nið-
urstöðu og dregur fram þær töl-
ur sem honum þykja henta, til
þess að hann geti bent á hversu
núverandi áætlun sé óhagstæð
miðað við þá upprunalegu áætl-
un. Segir hann t.d. að vextir og
lántöikufcoistnaður sé 4,09 millj.
dollara, en í upprunalegu áætl-
uninni, gerir minnihlutinn ekki
ráð fyrir nokkrum vaxtar- né
lántöbukostnaði i sínum útreikn
ingi. Það er sem sagt, reiknað
með vöxtum og lántökukostnaði
í annarri áætluninni, en sleppt i
Mnni.
Þá er því haldið fram, af flutn
ingsmönnum tillögunnar, að
kostnaður á kwst. á framleiddri
raforku sé mun hærri heldur en
gert var ráð fyrir. í nefndaráliti
meiri hluta nefndarinnar er gerð
grein fyrir þeim tölum, og þar
kemur glögglega fram, hvert er
áætlað kostnaðarverð Búrfells-
viikjunar á orkueiningu. Þær
tölur sem flutningsmaðurinn hef
ur slegið fram, eru svo fjarri
lagi. að það verður nánast efcki
hægt að gera sér grein fyrir því,
að slíkur útreikningur geti verið
Matthías Á. Mathiesen.
á borð borinn fyrir þá sem reyna
að gera sér einhverja grein fyr
ir þessum hlutum.
Og í sambandi við útreikning-
inn á áætluðu kostnaðarverði á
orkueiningu þá er þvi haldið
fram, að mjög ó'hagstæðir samn
ingar hafi verið gerðir við ál-
verksmiðjuna, og að hún borgi
nú langt undir sannvirði. Það
var ætíð vitað að í fyrstu árin
myndi raforkuverð til álversins
verða óhagstæðara, eða heldur
minna heldur en kostnaðarverð
á orkueiningu. Hins vegar er vit
að að innan örfárra ára, mundi
kostnaðarverðið lækka, og þann
ig, að þá kæmi fram sá hagur,
sem um var að ræða í upptoafi
máisinis. Það sem er meginkjarni
þessa máls er vitanlega sá, hvort
við með þessum samningum fá-
um hagkvæmara raforkuverð fyr
ir landsmenn eða ekki, og er í
nefndarálitinu einmitt tafla, sem
sýnir hversu margfalt raforku-
verðið hefði orðið, ef ekki hefðu
verið fyrir hendi samningur á
söliu raforkunnar í svo stórum
stíj sem til álverksmiðjunnar.
Ef Búrfellsvirkjun hefði ver
ið byggð eingöngu fyrir innan-
landsimarkað hefði kostnaðar-
verð á selda kwst. fyrsta rekst-
ursárið numið 224 aurum. Þetta
hefði lækkað smám saman ofan
í 77,8 aura á 5. rekstursári. Með
sölu til ÍSALS er kostnaðarverð
á selda kwst. hins vegar 47,4 aur
ar fyrsta árið, en 22,7 aurar 5.
| árið, og imeð sölu til ÍSA'LS næst
full nýting á 6.—7. ári og þá
er kostnaðarverðið komið niður
í 20,1 eyri á kwst. Söluverð kwst.
til álversins er í dag 26,4 aurar,
en ekki 22 aurar, einis og kemur
fram í áliti minni hlutans, og
stendur það verð til ársins 1976
og lækkar þá ofan í 22 aura.
Þá er því haldið fram, að kostn
aðarverð Búrfellsvirikjunar í dag
sé orðinn 3708 millj. kr. Bókfærð
ur stofnkostnaður var, hins veg
ar 30. september sl. 3331,1 millj.
kr.
Að lokum ræddi svo Matthías
Matthíesen nok'kuð þjóðhagslegt
og atvinnulegt gildi álverksmiðj
unnar og sagði þá m.a.:
í efnahagslífi okkar verða oft
sveiflur, vegna þess hversu ein-
hæft atvinnulíf okkar er og bygg
ist mikið upp á sjávaraflanium.
Éig er eikki í vafa um að þeirra
sveiflna mun gæta rninna í Hafn
arfirði en öðrum stöðum, eftir til
komu álbræðslunnar. Magnús
Kjartansison telur sig sjálfsagt
vera fulltrúa verkalýðsins hér á
Alþingi, og ég held þesis vegna
það sé ekkert óeðlilegt, að ég
geti þess, sem var rætt á fundi
verkalýðsfélagasins í Hafnarfirði
fyrir nokkrum vikum. Þar ósk-
uðu félagsmenn beinlinis eftir
hafa mistekizt
því v.ið bæj'aii'yfiirvöld'in og sittjórto
völd ríkisins, að áfram verði
haldið á þeirri braut sem núver
and ríksstjórn hefur markað við
uppbyggingu stóriðju í landinu
og þeir óskuðu eftir því að slik
stóriðja yrði áfram staðsett 1
sínu byggðarlagi. Þeir hafa
kynnzt þessuim málum af eigin
raun og skilið notagildi þeirra
við atvinnuuppbygginguna.
Lúðvík Jósepsson (K), sagði
að tillaga um skipun rannsókn-
arnefndar til þess að kanna stofn
kostnað Búrfellsverkjunar og
framleiðsluverð raforkunnar
hefði komið fram vegna and-
stæðra skoðana og deilna um mál
ið á Alþingi. Stjórnarliðið á Al-
þingi hefði talið, að fjárhags-
nefnd Neðri deildar gæti annast
þetta verkefni, en það gæfi auga
leið, að venjuleg starfsnefnd gæti
ekki framkvæmt slíka rannsókn
og kafað ofan í málið.
Það er algerlega ófullnægj-
andi, að formaður og fram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar
segi sitt álit á þessu máli. Þeir
eru slíkir aðilar að málinu að
þeir verða ekki teknir sem hlut-
lausir aðilar. En hvers vegna eru
ráðherrarnir andvígir því, að
hlutlaus rannsókn fari fram?
Það er ekki til önnur skýring á
þeirra afstöðu en sú, að þeim
finnist að með því séu þeir að
viðurkenna fyrirfram, að eitt-
hvað hafi misfarið eða þá að þeir
óttast það að staðreyndir máls-
ins verði leiddar fram á ótvíræð
an hátt. Lúðvík Jósepsson sagði,
að Magnús Kjartansson hefði
haldið fram þremur meginatrið
um í saimbandi við mialið. í fyrsta
lagi, að stofnkostnaður Búrfells
virkjunar hefði farið 25% fram
úr áætlun. í öðru lagi, að stofn-
kostnaður með gasaflsstöð væri
orðinm 3770 milljónir króna og í
þriðja lagi að framleiðslukostn-
aður raforkunnar væri nú 45 aur
ar á kílóvattstund en þegar virkj
unin væri fullnýtt yrði sá kostn
aður 26 aurar á kílóvattstund.
Ræðumaður vék síðan að
hverju einstöku atriði fyrir sig
og sagði, að miðað við fyrirliggj
andi gögn færi ekki á rnilli mála
að stofnkostnaður hefði farið
verulega fram úr áætlum. Aætl-
unum um stofnkostnað hefði jafn
an verið Skipt í tvennt, annars
vegar innlendan kostnað og hins
vegar erlendan kostnað. Um leið
og gengið breyttist hlaut áætlun
um innlendan kostnað að lækka
í dolluruim vegna gengisbreyting
arinnar, sagði þingmaðaxrinn. —
Þegar forsvarsmenn Landsvirkj
unar vonx spurðir hvað hún hefði
átt að lækka mikið svöruðu þeir
að upphaflega áætlunin hefði átt
að lækka um 7,4 milljónir doll-
ara vegna gengisbreytingarinnar
einnar. Reynslan varð hins veg
ar sú, að dómi Landsvirkjunar,
sagði Lúðvík Jósepsson, að inn-
lendur kostnaður lækkaði ekki
heldur beinlínis hækkaði í doll
urum talið. Skv. greinargerð
Landsvirkjunar hefði innlendur
kostnaðtor farið 678 milljónum
króna fram úr áætlun.
Þá vék ræðumaður að því hver
stofnkostnaðurinn væri orðinn
og saigði, að Magnús Kjartansison
hefði fullyrt að hann væri orð-
inn 3770 milljónir króna. Ingólf
ur Jónsson hefði í þingræðu sagt,
að hann væri orðinm 3660 millj.
en í greinargerð Landsvirkjunar
væri hann talinn 3708 millj. kr.
í þeirri tölu væri ekki allur
kostnaður vegna miðlunarmann
virkja og gætu allir séð að mun
urinn væri óverulegur. Loks
gerði Lúðvílk Jósepsson fram-
leiðsluverðið að umtalsefni og
sagði að Landsvirkjun teldi kostn
aðarverð nú 47,4 aura eða nokkru
hærra en Magnús Kjartansson
hefði haldið fram. í upplýsitig-
um Landsvirkjunar væri enn-
fremur viðurkennt, að kostnaðar
verðið mundi verða nokkru
hærra en söluverð fram til ársins
1975.
Það vekur athygli, sagði Lúð-
vík Jósefsson, að I útreikning-
um um kostnaðarverð rafork-
unnar gengur Landsvirkjun nú
út frá öðrum forsenduim en þeg-
ar áætlun um Búrfellsvirkjun
var lögð fram. Nú væri reiiknað
með 40 ára afskriftartíma en
áður með 25 árum. Nú væri
reiknað með 8,5% rekstrarkostn
aði árlega af stofnkostnaði en
áður með 9,2%. Nú segði, að
stjórnunarkostnaður og vextir
mtundu nema 1% en áður 1,5%.
Nú kæmi fram, að seld orka yrði
1720 milljónir kílóvattstunda en
áður var reiknað með 1635 millj.
kílóvattstunda. Áður var gengið
út frá því að vextir yrðu 6% en
nú væri reiknað með 7,5% vöxt
um.
Það er augljóst sagði þingmað
urinn, að rekstrarkostnaður
verður a.m.k. 9,2% og þó líiklega
hærri. Ef gengið er út frá upp-
haflegum forsendum og bætt við
kostnaði vegna gasaflsstöðvar
verður kostnaðarverð raforkunn
ar 23 aurar eða nokkru hærra en
söluverð orkunnar til ÍSAL. Ef
teknir væri til greina ýmsir fleiri
þættir, svo sem að áætlanir um
þær framkvæmdir sem eftir eru
muni ekki standast fyllilega og
að fyrir liggja háir reikningar
frá verktökum, um viðbótar-
greiðslur er efcki fjarri lagi að
ætla að fullyrðing Magnúsar
Kjartanssonar um 26 aura verð
á orkueiningu muni standast.
Magnús K.iartansson (K) sagði
í ræðu sinni, að engir nema þeir,
sem færu með vísvitandi ranigt
mál gætu verið á móti tillögunni
um rannsóknarnefnd. Andstaðan
gegn tillögunni væri viðurkenn-
ing á rönguim málstað. Ég má vel
við una slífca viðurkenningu,
sagði þingmaðurinn. Hann gagn-
rýndi vinnubrögð fjárhagsnefnd
ar og sagði augljóst, að deilurn-
ar á Alþingi í haust hefðu aðeins
að forminu til verið milli sín og
báverandi raforkumálaráðherra.
í raun hefðu þæri verið við Jó-
hannes Nordal og Eirik Briem.
Engu að síður léti meirihluti
nefndarinnar þessa tvo menn
sjálfa kveða upp þann dóm, að
þeir hefðu á réttu að standa.
Þeir væru í rauninni sakborning
ar og eintkennilegt að láta sak-
borninga kveða upp sýknudóma
yfir sjálfum sér.
Þá vék Magnús Kjartansson
nokkuð að byggingarkostnaði
Búrfellsvirkjunar, og sagði að nú
væru margir verktakar sem væru
með kröfur á Landsvirkjun, sem
næmu stórum fjárupphæðum.
Spurðist hann fyrir um, hvort
talið væri öruggt með öllu að
ekki þyrfti að fallast á einhverj-
ar af þessum kröfum.
Magnús sagði, að auðséð væri
að þeir sem væru andvígir því
að stofnuð yrði rannsóknarnefnd
hefðu slæman málstað að verja,
þar með sú leið að fara út í al-
mennar umræður um notagildi
álverkismiðjunnar. Þá sagði hann
ennfremur að það hefði aldrei
verið neinn ágreiningur um bygg
ingu Búrfellsvirkjunar, en Al-
þýðubandalagið væri andvígt því
að eftirláta útlendingum orkuna
— fslendingar ættu sjáifir að búa
að henni.
Jóhann Hafstein iðnaðarmála-
ráðherra tók aftur til máls og
sagði hann að auðheyrt væri af
málflutningi þingmannsins að
hann ætti erfitt með að komast
út úr vítahring kommúnismans.
Umræðurnar snerust engan veg-
inn um tillöguna, heldur væri nú
Framhaid á bls. 21