Morgunblaðið - 04.04.1970, Síða 16
f
16
MORGUN'B'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRlÍL 1070
Útgefandi M. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstraeti 6. Simi 22-4-80.
Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands.
I lausasölu 10,00 kr. eintakið.
RÖDD ÚR FORTÍÐ
Á borgarstjórnarfundi í
■í*p fyrrakvö-ld réðst borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins
harkalega gegn þeirri stefnu
í húsnæðismálum, að leitast
við að auðvelda sem flestum
að eignast eigin íbúðir. Benti
hann réttilega á, að þetta
hefði um iangt skeið verið
aðalstefnumál Sjálfstæðis-
flokksins í húsnæðismálum,
en sagði, að „sjálfseignar-
* stefnan,“ sem hann nefndi
svo, væri „búin að ganga sér
til húðar.'* Þessi talsmaður
Alþýðuflokksins sagði, að hús
næðisvandamálin ætti að
leysa með „félagsleg sjónar-
mið“ fyrir augum á svipaðan
hátt og gert væri á hinum
Norðurlöndunum, því að
s j álfsei gnarstefnan væri
„komin í slíkar ógöngur, að
henni yrði ekki fylgt til fram
búðar.“
Með þessum yfirlýsingum
hefur Alþýðuflokkurinn á ný
markað sér gamla stefnu í
húsnæðismálum. Fyrr á árum
var harkalega deilt í þessu
efni. Sjálfstæðismenn fylgdu
fram sjálfseignarstefnunni,
en andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins lögðu ríka áherzlu
* á að byggja skyldi íbúðarhús-
næði í stórum stíl á vegum
sveitarfélaga og ríkisvaldsins,
en ástæðulaust væri, að ein-
staklingamir eignuðust íbúð-
arhúsnæði — og jafnvel bein-
línis þjóðhættulegt. Eins og
alkunna er, befur sjálfseign-
arstefnan sigrað, fleiri og
fleiri íslendingar hafa eign-
azt eigin húsnæði, og ekki er
ýkja langt að því marki, að
allur þorri þeirra, sem þess
óska, geti búið í sínum eigin
íbúðum. En þá skýtur aftur
upp hinum gömdu kreddu-
kenningum sósíalismans, og
* nú er því haldið fram, að
sjálfseignarstefnan sé „búin
að ganga sér til húðar,“ og
nauðsynlegt sé að taka upp
þveröfuga stefnu, ríkið og
sveitarfélögin eigi að byggja
íbúðarhúsnæði, en einstakl-
ingarnir ekki að fást við slíka
fásinnu sem það sé, að koma
sér upp þaki yfir höfuðið.
Það er ekki að ófyrirsynju
að vakin er athygli á þessu
argvítuga afturhaldi, þessari
rödd úr fortíðinni, sem sann-
ast sagna hefði mátt ætla að
væri þögnuð fyrir fullt og
allt. En þessir menn í Alþýðu
flokknum, sem nú eru á miðj-
um aldri og lærðu kreddu-
kenningar sósíalismans af
bókum, virðast aldrei geta
áttað sig á staðreyndunum.
Kom þetta raunar glöggt í
Ijós í ritstjómargrein í Al-
þýðubliaðinu fyrir nokkrum
dögum, þegar varaformaður
Alþýðuflokksins hældi verð-
lagshöftum á hvert reipi, en
réðst að þeim, sem vildu
frjálsræði í viðskiptaháttum
og þar með að formanni Al-
þýðuflokksins, sem mælti fyr-
ir stjórnarfrumvarpi um verð
gæzlu og samkeppnishömlur.
Vissulega er það rétt, að
vel hefur gengið að stjóma
með Alþýðuflokknum nú í
heilan áratug. Sannleikurinn
er sá, að Alþýðuflokksmenn
voru komnir í algjöra sjálf-
heldu í vinstri stjóminni og
frjálslyndari öfl innan flokks
ins fengu því ráðið, að algjör-
lega var söðlað um og tekið
upp samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn um að koma á frjáls-
legum stjórmarháttum, líkt og
allir flokkar, að kommúnist-
um undanskildum, styðja í
nágrannalöndunum.
En nú heyrast gömlu aft-
urhaldskenningamiar á ný í
Alþýðuflokknum. Nú á að
auka ríkisafskipti og ríghalda
í leifar haftakerfisins gamla.
En fróðlegt verður að sjá við-
börgð fólksins við þeim kenn
ingum, að fráleitt sé að að-
stoða einstaklingana við að
eigmast eigin húsnæði, heldur
eigi pólitískir spekúlantar að
sjá um húsbyggingamálin og
síðan eigi fólkið að verða
leiguliðar þeirra. Um það
m.a., hvor stefnan eigi að
ríkja í húsbyggingarmálum,
sjálfseignarstefnan eða stefna
ríkisforsjár, verður barizt í
borgarstjómarkosningunum í
vor.
Tunnusmíði
T^vær tunnuverksmiðjur eru
nú reknar hér á landi,
önnur í Siglufirði og hin á
.Akureyri. Tunnuverksmiðjan
í Siglufirði er mjög fullkom-
in, en hins vegar er tunnu-
smíði á Akureyri mun kostn-
aðarsamari. Tunnuverksmiðj-
urnar hafa notið verndar,
bæði lítilsháttar tollvemdar
og eins hefur innflutningur á
tunnum verið takmarkaður,
en vegna EFTA-aðildarinnar
má vera að samkeppni við
tunnuverksmiðjurnar aukist.
Nauðsynlegt er að þessi
iðnaður haldi hér áfram;
sjálfsagt virðist vera að hag-
nýta betur verksmiðjuna í
Siglufirði, en hætta tunnu-
smíði á Akureyri, þótt að
sjálfeögðu þurfi þá annar
iðnaður að korna þar í stað-
inn. En með auknum afköst-
um verksmiðjunnar á Siglu-
firði, á að vera unnt að lækka
verðið á innlendum tunnum,
og tiltölulega litla vernd
þyrfti þá fyrir þennan mik-
ilvæga iðnað.
ce;;
EFTIR
SIGRÚNU STEFÁNSDÓTTUR.
Borðtennis
Til eru sögusagnir um það, að í þá
tíð er Indtand var undir brezkri stjórn
og brezkt herlið var í landinu hafi her-
mennirnir fundið upp leik sér til dægra-
styttingar. Þeir röðuðu upp bólkum á
borð og mynduðiu nokkurs konar lágan
varnargarð yfir miðju borðisins, síðan
notuðu þeir tappa úr vínflöskum fyrir
bolta og köstuðu þeim með tómum vindla
kössum mitli sín yfir varnargarðinn.
iÞessi frumstæði leikur barst til Eng-
lands og þaðan ti'l annarra landa. Vindla
kassarnir, tapparnir og bsekurnar hurfu
úr leiknuim og stað þeirra komu spaðar,
kúlur og net og leikurinn fékk nú beitið
borðtennis.
Borðtennis nýtur sívaxandi vinsælda
meðal fóCta á öltum aldri, enda er leik-
urinn einfaldur og krefst ekki mikils
útbúnaðar og er ekki rúmfrekari en það
að koma má upp borðtennisborði í
hvaða meðalstóru herbergi sem er. Borð-
íð sem notað er í leikinn í dag er tveir
metrar og 74 sentimetrar að lengd og
1 m 52 Vz sm að breidd oig hæð (þess er 76
sentimetrar. Eftir miðju borðsins er
strengt net, sem er 183 sentimetrar að
lengd, þannig að 15,25 sentimetrar af
netinu standa út af borðinu sinn hvoru
megin. Hæð netsins er einnig 15,25
sentimetrar, og efst á því er hvít rönd.
Leikurinn er ýmist einiliðaleikur eða tví
liðaleikur eftiir því hvort 2 menn eða 4
leika. Hefur hver leikmaður sinn spaða
og í leiknum er ein kúla, sem ekki
má vera léttari en 2.40 gröimm og ekki
þyngri en 2.53 grömm. Ef um einliða
leik er að ræða, er leikurinn fólginn í
því að siliá kúlunni frá öðrum belm-
ingi borðsins, yfir netið og yfir á borðs-
helming andstæðingsins.
Síðan slær andstæðingurinn kúl-
unni aftur til baka tafarlaust. Ef
andstæðinigi tekst hins vegar ekki að slá
kúluna með spaðanum og missir af
henni, hefur hinn leikmaðurinn fengið
1 stig. Sá leiikmaður sem fyrr er að fá
21 stig vinnur, en einnig er stundum
leikið ákveðinn tíma og sá sem hefur
fleiri stig þegar tíminn er útrunninn
hefur þá sigrað. Ef um tvíliðakeppni
er að raéða, er leikurinn alveg eins
nema þá eru tveir leikmenn við hvorn
borðsendann og siá boltann til baka
til skiptis, þegar honum er kastað yfir
Nemendur úr Hlíðarskóla að æfa sig í
borðtennis.
á enda viðkomandi liðs.
f keppni eru ýmis 3 eða 5 leikir og
er skipt um borðsenda eftir hvern lei.k.
Hér í Reykjavík hafa mörg fyrir-
tæki, klúbbar, einkaaðilar og íþrótta-
félögin Ármann og KR komið sér upp
aðstöðu til borðtennisæfinga.
Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur í
samvinnu við fræðsluyfirvöld staðið
fyrir borðtenniskennslu fyrir nemend-
ur gagnfræðasikólanna undanfarna vet-
ur, sem hefur haft það í för með sér
?ð iðkun borðtennis í skólum hefur
farið ört vaxandi. Hafa skólarnir efnt
tii keppni sín á milli nokkrum sinn-
um og núna á sunnudaginn hefst í
Íþróttahöllinni í Laugardal borðtennis-
mót gagnfræðaskólanna og er hug-
myndin sú að mót þetta verði haldið
árlega framvegis. Verður keppnin
sveitakeppni og siendir hver skóli eina
fjögurra manna sveit og munu þar
væntanilega maeta sterkasta borðtennis-
fólk gagnfræðastigsins hér í borg.
f íþiróttahallinni hefur nú skapazt
aðstaða fyrir borðtennis á efstu hæð
hússins, en þar er sérstakur borðtennis-
salur og eru nú að hefjast þar nám-
skeið á vegum íþróttahallarinnar, sem
standa yfir í þrjár vikur, en í vor efn-
ir Í.S.Í. til vormóts fyrir alla þá með-
limi íþróttafélaga, sem áhuga hafa á
að keppa í borðtennis.
rt
'Vz
Jónas Pétursson, alþm.:
Eru engir vaxtarmöguleikar í land-
búnaði í framleiðslusókn nk. ára?
OFT hef ég hleypt í brúnirnar
undanfarið við lestur blaðagreina
eða við að hlusta á ræður og
samtöl, þar sem framvindu ís-
lenzkra atvinnumála ber á góma.
Mlkið var bollalagt uim þessi efni
í sambamdi við EFTA-aðild. Flest
ir, já, langflestir hafa talið að
til þess að sjá sífjölgandi þjóð-
fyrir atvinnu, væri iðnaðiur, auk
inn iðnaður nær það eina sem
vaxtarmöguleilka ætti. En sér-
Eins og kunnugt er má fá
fram ýmis konar sérreglur í
EE’TA-samstarfinu, t.d. verð-
ur sementsinnflutniimgur ekki
frjáls strax vegna hagsmuna
Sememtsverksmiðjunnar, og
þar sem hagsmunir ákveð-
inna byggðarlaga eru í veði,
eru einnig gerðar undantekn-
ingar. Ef til þess kæmi, að
hætta yrði á, að tunnusmíði
dragist hér saman, mætti
vinna að því að fá fram ein-
hverjar sérreglur varðandi
tunnusmíði hér á landi
næ®tu árin, og vafalaust
mundi þá verða að því unnið.
staklega hafa ýmsir, og máls-
metandi menn m.a. látið þess
getið að landbúnaður gæti ekki
tekið við fleira fólki, jafnvel
sumir 'haft orð á að fólki við land
búnað muni fækka á næstu ár-
um vegna tæknilegra framfara
við búslkapinn. Mér finnst þessi
skoðun bera vott um andlega ör
brigð. Við hljótum að keppa að
því að efla og auka þær fram-
leiðslugreinar, sem við höfum
lifað af, sem landöhættir hafa
Skapað. Eklki með því aðeins að
blína á þær framleiðslugreinar
einar, sam til þessa hafa verið yf
irgnæfandi, heldur færa jafn-
framt út kvíar á fleiri svið.
Ég vil nefna hér t.d. loðdýra-
ræktina, sem er að byrja — land
búnaðargrein í strjálbýlið, sem
við þurfum að aulka og efla í
næstu framtíð og sem við
bindum við miklar vonir —
og treystuim á manndóm og bú-
hyggindi ökikar í framtíðinni til
þess að njóta arðs af fyrir væn-
legan hóp íslenzkra landbúnaðar
manna. Fiskirækt í ám og vötn-
uim og fislkeldi er framtíðarbú-
grein, stórfellt vaxtarsvið í ís-
lenzíkum landbúnaði. Fiskiræktin
og fiskeldið á vaxtarsviðið um
svo til allar byggðir og er þess I
vegna, einimitt þess vegna, sér-
sta’kt kjörsvið íslenzlkra atvinnu
mála. Nú þarf að hefja stórsókn
í þessum málum og fólkið í
strjálbýlinu verður að átta sig á
gildi málsins fyrir framtíð ís-
lenzkra byggða og taka saman
höndum til sóknar.
Jarðhiti er víðsvegar um land
ið. Gróðurhús byggjast á þess-
um hita og framleiðsia þeirra er
umtalsverður þáttur landbúnað
arinis. Nýlega ritaði einn okkar
ungu lærdómsmanna, Sveinbjörn
Björnsson, athyglisverða grein í
Morgunblaðið. um ræktun við
jarðhita. í>ar feomst hann m.a.
svo að orði: „Nýting jarðhita til
gróðurræktar hefir hingað til
verið í mjög smáuim stíl og mið
ast eingöngu við innlendan mark
að. Með inngöngu íslands í EFTA
gæti hins vegar opnast markað
ur 100 milljón neytenda fyrir
þessar afurðir og gæti það breytt
viðhorfum um alla framleiðlslu
og rekstur. Þessi stóriðja yrði að
því leyti hagkvæmari okkur en
efnaiðja, að hún þyrfti að öllum
líkindum hlutfallslega minna
stofnfé og meira vinnuafl en
verksmiðjur til sjóefnavinnslu,
magnesíumvinnslu eða álbræðslu
sem veita tiltölulega fáum vinnu,
Framhald á bU. 1(