Morgunblaðið - 12.04.1970, Side 17

Morgunblaðið - 12.04.1970, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12, APRÍL 1970 17 Framboð S j álf stæðismanna Listi Sj álf stæðisf lokksins í Reykjavík var svo sem vænta mátti í meginatriðum byggður á úrslitum prófkjörsins. Hvernig sem mönnum líka þau í einstök um atriðum, þá hafa aldrei fleiri tekið virkan þátt í framboði og raunverulega ráðið því. Tví- mælalaust er það til heilla að hafa Geir Hallgrímsson í efsta sætinu. Að því mátti færa mörg rök, ekki sízt skýlausan úrskurð prófkjörsins. Þá er yfinlýsing Geirs um áhrif kosningaúrslit- anna um áframhaldandi setu hans sem bongarstjóri í senn drengileg og ótvíræð. Um framboð hinna flokkanna er ekki mikið að segja, enda eru þau hvergi nærri öll kom- in fram enn. En hvergi er þar að sjá nokkurn mann, sem Reykvíkingar, — jafnvel andstæðingar Sjálfstæðismanna — væru þekktir fyrir sem borg- arstjóra. Löngu gleymdur, nú látinn Um páskana lézt í Bandaríkj. unum Brúning fyrrv. ríkisikansl- ari Þýzkalands. Hann var flest- um fyrir löngu gleymdur, jafn- vel í sjálfu Þýzkalandi, hvað þá í öðrum löndum. Þó var Brún- ing fyrir rúmum mannsaldri, eða á árunum 1930 og næstu þar á eftir, á meðal þekktustu stjórn- málamanna heimsins. Hann var síðasti ókvikuli lýðræðissinninn, sem skipaði ríkiskanslaraem- bætti Þýzkalands fyrir Hitlers- tímabilið. Brúning var úr mið- flokknum þýzka, þ.e. kaþólska fiokknum, sem varð fyrirennari flokks Adenauers. Og er það naumast tilviljun að þessi flokk ur skyldi lengst halda uppi merki lýðræðis fyrir daga Hitleirs og vera fyrstur til að hefja það á ný, að þeim liðnum. Á dögum Brún- ings reyndist ómögulegt að mynda meirihlutastjórn. Hann varð því að reyna að sjá mál.um borgið með samningum á alla vegu og svokölluðum neyðartil- skipunum, sem um sumt líktust bráðabirgðalögum hérlendis. Tryggð Brúnings við lýðræðiog lögmæta stjórnarhætti var óum- deilanleg en örðugleikamir urðu honum ofurefli. Heims- kreppan var þá sem állra hörð- ust, hver höndin uppi á móti annarri innanlands og skilningur vesturveldanna á nauðsyn styrktar við hih betri öfl i Þýzkalandi sáralítill eða enginn. Brúning var tvímælalaust mik- ilhæfur stjórnmálamaður og hinn síðasti valdamaður, sem af raunsærri alvöru veitti Hitler og öfgum hans mótstöðu. Æsingam- ar gegn Brúning voru hins veg- ar gengdarlausar og urðu ekki sízt til að rugla um fyrir þýzk- um æskulýð. Fyrir þá, sem sáu þann æshrulýð ganga af göflun- um, er hörmulegt að verða vitnj að svipaðri sjón í sjónvarpi nú á dögum í þroskuðum lýðræðis- löndum eins og sjá mátti t.d. i fréttum af hinum æpandi lýð í kringum Robert heitinn Kenn- edy fyrir hið hörmulega morð hans. Endalyktirnar í Þýzka- landi urðu þær, að mannvinur- inn Brúning varð að flýja land en Hitler brifsaði til sín völdin sjálfum sér, þýzku þjóðinni og öllum heiminum til ómetanlegr- ar ógæfu. * A mjóum þyengjum Á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela, segir máls- mun léttara hljóð í seinna bréf- inu, en heildarmyndin sýnist þó ekki breytast. Mjög vel er samt látið af tannlæknisþjónustu á spítala, sem manni skilst vera ókeypis og kemur það raunar í bág við það, sem útflutnings- agentinn sagði hér í sjónvarpinu" nú í vikunni. Hin þögla kúgun Gömlu húsin við Lækjargötu. Ljósm. Mbí: Ól. K. M. Reykjavíkurbréf -—4+- Laugardagur 12. apríl hátturinn. Hann kemur upp í huga manns í samba'hdi við þá ó- öld, sem fer nú víða vaxandi Fréttir um flugvélarán, mannrán, morð, nú síðast dráp á sendi- herra Þjóðverja í Guatemala, glymja stöðugt í eyrum manna og með nokkru af þessu má fylgjast í sjónvarpinu. Flugvéla- ránum fer ört fjölgandi, þau bitna stöðugt á fleiri og fleirum og verða þar með sífellt hættu- legri. Að nokkru sprettur þetta af því, að ekki hefur verið brugð- ist nógu hart við. Fyrir nokkr- um árum var t.d. Tshombe fyrrv. forsætisráðherra á ferð með flugvél yfir Miðjarðarhaf. Yélin var þá neydd til þess að lenda í Algier og þar var Tshombe haldið í fangelsi misserum sam- an, þangað til hann lézt. Allt var þetta í senn á móti réttum lögum og öllu velsæmi. Tshombe var umdeildur maður, og e.t.v. hinn mesti skúrkur. Um það skortir okkur hér öll skilyrði til að dæma, enda skiptir það engu máli. Réttarreglur eiga að vera öllum til vemdar, ekki einungis einhverjum útvöldum. En Algier ríki, sem hélt Tshombe með ólög lim, varð ekki fyrir neinum óþæg- indum af þessum sökum. Fuli- trúar þess strunzuðu um hjá Sameinuðu þjóðunum, eins og verndarar réttar og velsæmis, svo sem ekkert hefði í skorist. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Venjulegir óbótamenn, meira og minna truflaðir, ásamt svoköll- uðum skæruliðum (oftast öfga- fullum vinstri sinnum) hafa óhikað fetað í fótspor þessara þjóðarleiðtoga, sem voru teknir jafngildir eftir sem áður, þrátt fyrir mannránið. Flestum ofbýð- ur þegar saklaus sendiherra er myrtur, suður í Mið-Ameríku, og segja, að innanlandsdeilur megi ekki bitna á erlendum sendi- mönnum. Víst er það rétt. En málið er þó ekki svo ein- falt, að hermdarverkamönnum eða skæruliðum megi umsvifa- laust haldast uppi að knýja fram kröfur sínar með því að ræna erlendum sendimönnum og hóta þeim lífláti, ef ekki er við kröf- unum orðið. Sé endalaust undan siliku látið, þá er öruggt að ófögnuðurinn fer í vöxt. Hér er sannarlega um að ræða efni, sem alþjóðasamtök, og þá ekki sízt Sameinuðu þjóðirnar, verða að láta til sín taka af fullri alvöru. „Þessi ferð ekki til f jár” í Morgunblaðinu hinn 8. apríl birtiisit greirj eftir Pál Sigur- jónsson og Jóhann Jónsson um dvöl íslenzkra verkamanna í Sviþjóð. Þessir tvímenningar telja, að aðrir tveir, sem frá dvöl sinni sögðu ekki alls fyrir löngu, hafi gert of mikið úr ókostunum og illum aðbúnaði þar ytra. En undir lok greinar sinnár segja Páll og Jóhann orð- rétt um utanferð sína: „En þó þessi ferð hafi ekki verið til fjár, þá teljum við okk ur hafa haft mikið gagn af henni.“ Engin ástæða er til að vé- fengja þessa umsögn. Of mikið veður hefur verið gert út af ut- anferðum eða „landflótta" ým- issa íslendinga síðustu mánuð- ina. Bæði hafa færri farið en ætla mætti af ýmsum skrifum um þessar utanferðir og eins fer því fjarri, að það jaðri við landráð, þó að menn hverfi úr landi á meðan illa árar og leiti þangað, sem þeir hyggja aðsér muni bet- ur vegna. Allir hafa gott af því að sjá sig um, enda komast ftest- ir að raun um, að þeir hafa séð ástandið annars staðar í hilling- um og gert of mikið úr ókost- unum hér. Þess vegna fýsir flesta að hverfa heim aftur og koma hingað reynslunni ríkari. Hótelið reyndist herskáli Af blaðaskrifum, opinberum umræðum og nú síðast ummæl- um útflutningsagenta frá Ástra- líu mætti ætla, að verulegur fjöldi fólks hefði flúið land s.l. ár til að setjast að í Ástralíu. Hagstofan segir hins vegar að á tímabilinu frá 1952 hafi þetta raunar ekki verið nema 250 manns, þar af á ársbili 1. des. 1968 til 1. des. 1969, 170 með öllu og öllu, þ.á.m. ósjálfráða smábörnum. Sérstök áherzla hef ur verið lögð á að fá þangað sem stærstar fjölskyldur. Vafa- laust hefur innflytjendunum vegnað misj afnlega. í bréfi, sem sá, er þetta ritar, hefur séð, seg- ir m.a., eftir að sagt hefur verið frá ferðinni og komið er í „hótel ið“, sem ferðalangarnir bjugg- ust við að koma í: „En svo kom óvæntur endir á sælunni. Við urðum svo skúffuð, því að innflytjendaíbúðirnar eru ekki skemmtilegar. Þetta eru braggar eins og voru heima á stríðsárunum. í þeim er ekkert vatn og klósettin eru smáspotta frá okkur, svo að maður þreyt- ist á þessu að bera vatn heim og fara með næturgagn, því að litlu krakkarnir geta ekki farið ein á klósett. Þvott verður mað- ur að þvo í höndunum í léleg- um þvottahúsum. Svo líkar okk- ur ekki maturinn.------- Við keyptum rafmagnspönnu sem ég steiki stundum á, en það verður nokkuð dýrt að kaupa mat og elda, því að við þurfum að borga fyrir okkur hér.“ Þó er svo að skiilja, að ekki þurfi að borga með sér i fyrstu og þá fáist einnig at- vinnuleysisstyrkur um sinn. Síð- an segir: „Við ætlum að koma okkur úr þessu, en við ráðum ekki við að kaupa hér nema gamalt. Hér eru gömul hús léleg og með úti- kömrum." Þá er sagt frá því, að ekki fáist lán í banka út á hús nema að nokkru og verði því að taka okurlán til fjögurra ára. Þess vegna réði þetta fólk af að kaupa hjólhýsi „trailer", sem út af fyrir sig er sagður góður og vistlegur, en nokkuð þröngur. Ur því á að bæta með því að hafa tjald fyrir framan og smíða í það gólf enda sé þar hægt að hafa lítið borð og stóla. „Það verður þröngt inni en veðr ið er yfirleitt svo gott að flestir eru alltaf úti.“ — „Ég veit ekki hvernig ykkur þykir þetta en hér búa margir í hjólhýsum. Það eru stór svæði fyrir þessa vagna. Þar eru klósett, böð og þvottahús með vélum, sem mað- ur fær afnot af.“ Hugsa til heimferðar „Eins og er hugsum við mikið um að fara aftur heim og það gera margir íslendingar hér, þótt þeir vilji ekki viðurkenna það í bréfum heim. Ég mundi ekki ráðleggja nokkrum manni með mörg börn að fara þetta, nema að geta farið með nóga pen inga. Það er erfitt að komast áfram. Það er allt í lagi fyrir ungt fólk, sem er að byrja. Það fær hærri lán, því að þetta fer eftir aldri mannsins. En að vera með fullt af börnum og þurfa að kaupa allt, það er hægt og mað- ur fær meira fyrir peningana en heima. En það má ekkert út af bregðast, mönnum getur verið sagt upp vinnu fyrirvaralaust og ýmislegt annað og að vera blianlkuir hór, ihlýbuir að veria æg(i- legt.“ Síðan er sagt frá íslenzk- um miðaldrahjónum með mörg börn. „Þau segja okkur, að allt séu lygar og svik frá þeim hér.“ Sem betur fer hefur bréfritar- inn sjálfur allt aðra sögu að segja. Hann hefur fengið ágæt- an innlendan mann sér til leið- beiningar og þegar seinna bréf- ið er skrifað, þá er hann búinn að fá sæmilega vinnu svo að endarnir virðast ætla að ná saman. Þess vegna er Svo hættuleg sem einstök of- beldisiverk eru þá er samt hin þögla kúgun, sem rnenn nú eru stöðugt vitni að, enn ískyggi- legri. Af Tékkum heyrist nú lít- ið. En þeir eru bersýnilega hnýp in þjóð í vanda. í minna mæli má sjá hið sama í Finnlandi. Full trúar Finna voru hér fyrir tveim ur mánuðum á þingi Norður- landaráðs. Skynbærir menn sögðu, að sá fundur hefði verið hinn bezti, sem Norðurlandaráð hefði haldið. Svo var ekki sízt vegna samkomulagsins, sem þar ríkfci um Nordek-ráðagerðir. Nokkur tvíveðrungur var þó í finnska fulltrúanum, en fæstir • lögðu mikið upp úr honum. Bjartsýni um fulla aðild Finna hélzt fram yfir þingkosningarn- ar þar í landi, nú snemma í marz. Bæði úrsliti kosninganna og skoð anakannanir sýndu yfirgnæf andi stuðning við Nordek. En þá var allt í einu breytt til og sagt, að nú væru Finnar algjör- lega horfnir frá því að undirrita samningana, þó að til undirrit- unarinnar hefði verið settur á- kveðinn dagur. Hið versta var að ástæðurnar, sem fram voru færðar, höfðiu þegar legið fyrir á Reykjavíkurfundi Norðurlandaráðs. Hér var því ekki til að dreifa nýjum atvik- um, er vörðuðu sjálft efni máls- ins. Frá hinum raunverulegu á- stæðum var ekki sagt berum orð um. Haft hefur verið á orði, að Finnland yrði að hafa fleiri sjón armið í utanríkisstefnu sinni, en samstarf við Norðurlöndin, og að aukinni samvinnu í Evrópu mið- aði nú hratt áleiðis. Um þetta er í sjálfu sér óþarft að fjölyrða. Engum dylst, að hér er hin þögla kúgun á ferðum. Hvað sem veldur, þá hefuir FLnnuim ver- ið bannað að taka þátt í þessu auka samstarfi við Norðurlönd- in. Finna verða að una hinni þöglu kúgun, hvenær sem henni er beitt. Málskrafsimenn á Norð- urlöndum þegja um þefcta svo og vaxandi ánauð Tékkóslóvakíu, en fjölyrða þeim mun meira um þann hluta heimsins, sem okkur er fjarsfcur og þeir þekkja minnst til, enda snúa þeir þar við stað- reyndum eftir því sem þeim þyk ir henta fyrir áróður sinn. Þórarinn segir: Kjaraskerðing fyrsta orsök batans Á sínum tíma var sagt, að at- kvæðamikill ritstjóri hérlendis hefði í einni blaðagrein étið ofan í sig marga árganga af blaði sínu. Þórarni Þórarinssyni hefur nú tekist að slá ekki einungis þetta met, heldur öll önnur í ofaníáti. Sjálfur hefur Þórarinn endalaust hamrað á því, hversu svívirði- leg og gersamlega ástæðulaust væri sú skerðing lífskjara al mennings, sem hér hefur orðið. Það er og ekki Þórarinn einn, sem hefur haft þetta fyrir aðal- uppistöðu málsflutnings síns. Slíkt hefur verið meginásinn í ÖU um samþykktum og meiriháttar ræðum Framsóknarmanna síð- ustu misserin. Upphaf stjórnmálaályktunar aðalfundar miðstjórnar Framsókn Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.