Morgunblaðið - 19.04.1970, Side 7

Morgunblaðið - 19.04.1970, Side 7
MORiGUN!BiLAÍ>IÐ, SUiNNUDAGUR 19. APRÍL 1970 7 DAGBÓK K»mið, fögnum fyrir Drottni, látum glcðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors. — Sálmarmir, 95,1. í dag er sunnudagur 19. april og er það 109. dagur ársins 1970. Eftir lifa 256 dagar. 3. sunnudagur etftir páska. Árdegisháflæði kl. 5.10. (Úr Islands aimanakinu). AA-samtökin. Viðtalstími er í Tjarnargötu 3c alla virka daga frá kl. 6—7 e.h. Sími 16373. Almc-nnar upplýsingar um iæknisþjónustu 5 borginni eru gefnar I •imsvs.a Læknafélags Reykjavíkur. sixni 1 88 88. Næturlæknir i Keflavík 14.4. og 15.4. Kjartan Ólafsson 16.4. Arnbjörn Ólafsson 17.4., 18.4. og 19.4. Guðjón Klem- enzsson 20.4. Kjartan Ólafsson. Fæðingarheimilið, Kópavogi HUðarvegi 40, sími 42644 Læknavakt í Hafnarfírði og Garða areppi. Uppiýsingar 1 lögreglu- varðstofunni sími 50131 og slökkvi •töðinni, sími 51100. Ráðleggingast.öð Þjóðkirkjumnar. fMæðradeild) við Barónsstig. Við talstími prests er á þriðjudögum og föstudögum eftir kl. 5. Viðtals- t.ími læknis er á miðvikudögum eft ir kl. 5 Svarað er í síma 22406 Geðverndarfélag íslands. Ráð- gjafa- og upplj'singaþjónusta að Veltusundi 3 uppi, alla þriðjudagp kl. 4—6 síðdegis, •— sími 12139 Þjónustan er ókeypis og öllum heimil. TENGLAR Skrifstofan opin á miðvikudög- um 2-5, mánudögum 8.30-10, simi 23285. Orð lífsins svara I síma 10000. Tannlæknavaktin er í Heilsuverndarstöðinni, iaug- ardaga og sunnudaga frá kl. 5-6. husfreyja sagði við Ola, son sinn: .Kennari þinn kvartar yfir því, að þú sért ókurteis við hann, Hvernig stiendur á því?“ „Það er víst út af spurningum hans um kött,“ svaraði Óli. „Hvað var hann að spyrja um kött?“ sa.gði móðir hans. „Hann spurði, hvað hann hefði mörg augu, og ég sagði, að hann hefði tvö, og svo spurði hann, hvað hann hetfði mörg eyru, og ég svaraði því. Seinast spurði hann hvað hann hefði marga fætur, en þá spurði ég hann, hvort hann hefði aldrei séð kött. “ Svartskeggur gengur aftur í GAMLA BÍÓI Petcr Ustinov, hinn fjölhæfi brezki leikari í hlutverki a.fturgengins sjóræningja í gamanmyndinni: „Svartskeggur gcngur aftur,“ sem Gamla Bíó hetfur sýnt 1 s.l. fimm vikur. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa bráðskemmtilegu mynd. SA NÆST BEZTI Sunnudagaskólar Sunnudagaskóli KFUM Amtmannsstíg 2b. öll börn eru velkomin hvern sunnu dagsmorgun kl. 10.30. Sunnudagaskóli Filadelfíu Hátúni 2 og Herjólfsgötu 8. kl. 10.30. öll börn velkomin. Sunnudagaskóli kristniboðsfélag- anna að Skipholti 70 kl. 10.30. öll börn velkomin. Sunnudagaskólinn Fálkagötu 10 hefst kl. 11. öll börn velkomin. Sunnudagaskólinn Mjóuhlið 16 kl. 10.30. öll börn velkomin. Sunnudagaskóli Hjálpræðishersins hefst kl. 2. öll börn velkomin. Sunnudagaskóli Heimatrúboðsins Kl. 10.30 að Óðinsgötu 6. öll böm velkomin. FRÉTTIR N emendasamband Ilúsmæðrakennaraskóla íslands Aðalfundur verður haldinn föstu- daginn 24. aprrl kl. 8.30 í Leifs- búð, Hótel Loftleiðum. Æskulýðsstarf Neskirkju Fundir fyrir stúlkur og pilta 13- 17 ára í félagsheimilinu mánudag kl. 8.30 Opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Halldórsson. Vísukom Spakmæli dagsins Vér dæmum sjálfa oss eftir því, hvað vér ætlum oss fært. Aðrir daema oss eftir því, hverju vér höf um kornið í verk. — Longfellow. ÁRNAÐ HEILLA Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Björg Jósepsdóttir, Réttar holtsvegi 41 og Grimur Björnsson, Drápuhlíð ,48. VÍSUKORN Sprækur lækur liður létt, um slétta grund. Væri blærinn blíður blessar þessa stund. S. Þorvaldsson, Keflavik. TIL SÖLU G uöb ran da rb»bl ia, Ijósprent uð. — Sám'í 21834. TIL SÖLU etfri hæð, 120 fm neðartega við Miikl'utonaut, ásamt flei'ru anmiains staðair. Uppl. í s'wna 51814. T eiknari Landsvirkjun óskar eftir að ráða teiknara sem fyrst. Umsóknir sendist skrifstofustjóra Landsvirkjunar, Suður- landsbraut 14, Reykjavík. Tilboð óskast í Singer Vogue, árgerð 1963, skemmdan eftir árekstur, selst í núverandi ástandi. Bifreiðin verður til sýnis að Höfðatúni 4 næstu daga. Tilboð leggist inn á skrifstofu vora að Laugavegi 176. Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. Bifreiðadeild. Getum nú boðið háþrýstiblásara, til grasþurrkunar, sem taka fram öllum þeim blásurum, sem verið hafa á markaðnum. Er um tvær stærðir að ræða, þ. e. 12.500 teningsfet/mín. og 25.000 teningsfet/mín. AGÚST jónsson Box 1324 — Simi 17642 — Reykjavík. ■—TIL 5ÖLU VIÐ^—■■ HVASSALEITI 5—6 herbergja endaíbúð á efstu hæð. Ibúðin er 141 ferm. Á hæðinni er stofa og borðstofa (saman), 4 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi og tvennar svalir. í kjallara fylgir 1 her- bergi, 2 sérgeymslur auk hlutdeildar í sameign. Bilskúr fylgir (endaskúr með gluggum). Góðar innréttingar. Glæsilegt útsýni. UppJýsingar eftir hádegi í dag í síma 32821. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 (Silli & Valdi). Simi 26600. FYRSTA OG EINA SÉRVERZLUN LANDSINS SINNAR TEGUNDAR ★ Fjöldi af finustu ilmvatnsmerkjum veraldar í mjög miklu úrvali. FYRIR DÖMUR: Parfum Eau de parfum Eau de toilette Eau de Cologne Baðoliur Baðpúður Sápur FYRIR HERRA: Eau de toilette Eau de Cologne After Shave (rakspíri) Sápur FYRIR FJÖLSKYLDUNA: Hrein Kölnarvötn Lavander AÐSTOÐ UM VAL EF ÓSKAÐ ER — SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. VERZLUNIN ILMVÖTN AUSTURSTRÆTI 8. SÍMI 25-36-0. Ó, elsku barnl! Ertu búin að tfá r auðu hundana!!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.