Morgunblaðið - 19.04.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1970, Blaðsíða 16
16 MCXRiGTJN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. APRÍiL ÍOTO Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Rltstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. „ÉG ÁLÍT AÐ BORGINNI HAFI VERIÐ MJÖG VEL STJÓRNAГ ¥ Tndanfarna daga hafa fram- ^ bjóðendur tveggja and- sfcöðuflokka Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykja- víkur lagt dóm á störf Sjálf- stæðisflokksins við stjórn höfuðborgarinnar, hvor með sírtum hætti. Annar maður á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík hefur lýst því í ágætri ræðu, hversu sanngjarnir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru við full- trúa minnihlutaflokkanna, og nú hefur þriðji maður á fram boðslista Alþýðuflokksins lát- ið í Ijós álit sitt á stjóm höfuðborgarinnar yfirleitt. í viðfcali, sem Alþýðublaðið birti í gær við þenrnan fram- bjóðanda er stjóm Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík lýst með þessum orðum: „Ég álít, að borginni hafí verið mjög vel stjómað....“ Það er sann arlega ánægjulegt að fá slík- an vitnisburð frá frambjóð- anda andstöðuflokks Sjálf- stæðismanna. Slíkar raddir úr herbúðum andstæðing- anna sýna glögglega, að fleiri en Sjálfstæðismenn eru þeirrar skoðunar, að vel hafí ■fciil fcekizt við stjóm borgar- innar, og þess vegna má ein- mitt búast við því, að fólk úr öllurn stéttum, flokkum og starfshópum vilji stuðla að því, að sú stjóm verði áfram við lýði. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis flokksins hafa aJdrei litið svo á, að þeim bæri að sfcarfa í borgarstjórninni með þröng flpkkssjónarmið í huga. Þvert á móti hefur þeim verið ljós sú ábyrgð, sem meirihlutinn hefur lagt á herðar þeirra, og þess vegna hafa þeir leit- azt við að starfa sem fulltrú- ar allra borgarbúa. Einn af borgarfulltrúum Framsóknar flokksins hefur lýst því hversu vel hafi verið unnið að framkvæmd á tillögum, sem hann hefur flutt í borg- arstjórninni og nú hefur einn af frambjóðendum Al- þýðuflokksins lýst því yfir, að borginni hafi verið mjög vel stjómað af Sjálfstæðis- mönnum. Meirihlutastjórn Sjálfstæðismanna hefur tryggt borgarbúum örugga og samhenta forystu, en þau vinnubrögð, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tam ið sér, hafa einnig orðið til þess að fullt tillit hefur verið tekið til tillagna og ábend- inga minnihlutaflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei hlotið meirihluta í borg arstjórn Reykjavíkur með at- kvæðum S já lfstæ ðism anna einna. Mikill fjöldi borgar- búa, sem í alþingiskosningum greiðir öðrum flokkum at- kvæði, hefur veitt Sjálfstæðis flokknum stuðning í borgar- stjórnarkosningunum til þess að tryggja örugga stjóm Reykjavíkur. Þetta er stað- reynd, sem Sjálfstæðismenn hafa aTltaf gert sér ljósa, og þeir hafa líka hagað störfum sínum í samræmi við það, eins og frambjóðandi Fram- sóknarflokksins hefur sfcað- fest. í borgarstjórnarkosningum þeim, sem fram fara í vor, mun Sjálfstæðisflokkurinn enn verða að treysta á stuðn- ing þeirra borgarbúa, sem í landsmálum aðhyllast aðra flokka, ef meirihlutinn á að haldast. Vitnisburður fram- bjóðenda Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins, sem hér hefur verið gerður að um fcalsefni, ætti að sýna og sanna einmifct þessum kjós- endum, að Sjálfstæðismenn hafa ekki misnotað það traust, sem þeir hafa sýnt Sjálfstæðisflokknum í borg- arst j ómarkosningum. Þættinum verði útvarpað ¥ fynadag tók Ríkisútvarpið þá ákvörðun að stöðva flufcning á útvarpsþætti um borgarstjómarkosningarnar, þar sem stjómandi þáttarins væri frambjóðandi í þessum sömu kosningum og þess vegna óeðliiegt, að hann stjómaði þætti um þetta efni. Ríkisútvarpið mun fyrir skömmu hafa skrifað stjóm- máiaflokkunum og óskað eft- ir fundi með fulltrúum þeirra um það hversu haga skuli aðild útvarpsins að kosninga- baráttunni, sem í hönd fer. Mun fyrsti fundurinn verða haldinn á morgun. Þar sem íramangreindur útvarpsþáttur hafði verið tek inn upp, vill Morgunblaðið lýsa þeirri skoðun sinni, að rétt sé að flytja þáttinn, þrátt fyrir þá smekkleysu stjóm- andans að notfæra sér að- stöðu sína með þessum hæfcti. NOKKUR ENSKUMÆLANDI SKÁLD OG ÞÝÐINGAR Á LJÓÐUM ÞEIRRA PBNGUIN Modern Poets, heitir flofekur vasabrotsbóka, sem Penguin forlagið breska, Ihóf að gefa út fyrir noikkrum áruim. Þetta eru ódýrar og snotrar bæk- ur og hafa nú fcoimið út að minnsta kosti 15. I Penguin Modern Poets, enu aðeins enskuimælamdi skáld: bresk og banda- rísfc, og í hverri bók er prentað úrval úr verkum þriggja Skálda. Ljóðalesendur geta því búist við að finna að minmsta kosti eitt skáld við hæfi í hverri bók, en sum þeirra sikálda, sem kynnt eru í þessuim bófcaflokfci, eru lítt kunn utan heimalanda sinna. Tíunda bókin í flokknum vefcur sér- stalka athygli. IHún nefnist The Mersey Sound, og í henni eru ljóð eftir Adrian Henri, Roger Mc Gough og Brian Patt- en. Þessi skáld enu þau yngstu, sem tek- in hafa verið í Penguin Modern Poets. Henri er fæddur 1932, McGough 1937 og Patten 1946. Tveir hinna síðarnefndu eru fæddir í Liverpool, en Henri hefur einnig búið þar og þess vegna eru skáld- in kennd við borgina. Svo undarlega vill til, að jafn ungt Skáld og Brian Patten hefur verið kynnt hérlendis með lacnigri grein og þýðingum á 5 ljóðum eftir hann úr frægustu bók hans: Notes to the Hurrying Man, sem kom út 1969. f Lesbók Morgunblaðsins 15. tbl. 27. apríl í fyrra, er að finna grein- ina Drekinn er meðal okkar, sem fjallar um Patten og æisiku nútímams með „sprengju kalda stríðsins" í brjóstinu — og efcki síst arfleifð foreldranna. Grein- aihöfundur og þýðandi Ijóðanna, sem fylgja greininni, Matthías Johannessen, lýsir þeirri skoðun sinni, að íslendingar fylgist „ótrúlega illa með ljóðlist ensku- mælandi þjóða“; þeir virðist halda að „naflastrengur ljóðlistarinnar11 sé í Frafcfc landi eða Svíþjóð. Nú er ég ekki fjarri því að álita, að Matthías hafi rétt fyrir sér, hvað sem þeir annars segja Einar Bragi og Jón úr Vör, en ætla má, að Matthías hafi einkum beint orðum sín- um til þeirra sé eftirfarandi árétting höfð í huga: „ . . . Ég fullyrði að fersk- leiki og óvæntur fcraftur setur meira mark á vehk sikálda í ýmsum öðrum löndum en Svfþjóð“. En við athugun á Penguin Modern Poets, kemur í ljós, að 4 skáld af þeiim 45, sem átt hafa ljóð í þeim 15 bókum, sem út eru komnar, hafa verið þýdd á íslensfcu. Sumum finnst þetta sjálfsagt ekki lítið, miðað við höfðatölu, en í hópi enskumælandi skáld anna eru víðfræg sfcáld, sem ekki er til stafur eftir á íslensku. Ljóðaþýðingar virðast því oft tilviljiunarkenndar og á köfluim duttlungafull iðja. Ég nefndi þýðingar Matthíasar Johann essens á Ijóðuim eftir Brian Patten. f Penguin Moden Poets, 5. bók, eru kynnt bandarísiku „beat“ skáldin svonefndu: Gregory Corso, Lawrence Ferlinghetti og Allen Ginsberg. Eitt ljóð eftir Gin-s- berg hefur verið þýtt, svo mér sé kunn- ugt. f 9. bók, eru m.a. Ijóð eftir Denise Levertov, en Sigurður A. Magnússon birti tvær þýðingar á Ijóðum hennar í bók sinni Krotað í sand, árið 1958. í 14. bók er Charles Tomlinson á dagskrá, skáld, sam nýtur töluverðs álits í ensku- mælandi heimi. Annar fcafli ljóðabókar Erlends Jónssonar: Skuggar á torgi, sem koim út 1967, er eingöngu helgaður ljóð- um eftir Tomlinson, samtals 5. >eir Er- lendur og Matthías hafa því verið stór tsekastir í kynningu núlifandi enskumæl andi skálda, sem heima eiga í Penguin Modern Poets, en vera má að einhverj- ar þýðinigar hafi farið fraimhjá mér. RADDIR ÆSKUFÓLKS Adrian Henri, elsta Skáldið í The Mersey Sound, getur varla talist ungl- ingur lengur, en hann talar engu að síð- ur til æskumanna með ljóðum sínum, er óhátíðlegur, ófeiminn, hreinsfcilinn. 'Hann líkist mjög „beat“ skáldunum bandaríslku, sem fyrr eru nefnd, einkum Ginsberg, enda má gera ráð fyrir, að ihann sé rökrétt framhald þeirra. Mig langar til að minnast lítillega á eitt ljóð eftir hann, sem kalla mætti á íslensku: Engar áhyggjur, allt mun fara vel. f ljóðinu segir m.a.: „Hafðu efcki áfhyggj- ur af því sem pabbi þinn segir um ungu kynslóðina"; síðar 'kemur fram sú ósk, að foreldrarnir sjái um að færa uingling unum morgunverðinn í rúmið, og kenn- arinn brosi góðlátlega að athugasemd nemandans um, að hann hafi farið seint að hátta. Margumrædd uppreisn æskunn ar er lílka á dagskrá. „Sá tími kemur, að skáldin berja lögguna", segir Henri, heldur en ekki kátur. Fleira í þessum dúr er í ljóðinu, en undir lokin er Henri á sömu buxunum og Púsjfcín í þýðingu Laxness: „Bautastein hef ég sjáltfur sett mér glæstan, friðan, og sýnu hærri Alex anders miklu blökk“, þegar hann yrkir: Myndir af þér hengja þeir upp í öllum listasöfnuim. Nafn þitt skartar í öllium ljóðabólkum. Engar áhyggjur. Allt mun fara vel. Ég sé ekki betur en í ljóðinu sé Henri að ræða um það, sem máli skiptir. Æsk- an vill láta tafca eftir sér, verða virk. Talkist það eklki, þá gerist hún óþekk. Hvað er eðlilegra! Hitt er svo annað mál þegar stjórnmálamennirnir fara að nota hana sér til framdráttar, og þá oft- ast þeir, sem vilja binda hana á klafa. Roger McGough yrkir sikemmtilega; hann á til óvenjulega gamansemi, sem enginn skyldi lítilsvirða þegar um alvar legan skáldskap er að ræða. Bkki fer það þó milli mála, að Brian Patten ber af þeim félögum. Hann hefur náð því valdi á túlkunarmáta ljóðsins, sem gerir hann athyglisverðan höfund. Hann er, eins og áður hefur verið bent á, yngstur þeirra þremenninganna, og ætti þvi að vera sfcýrasta dæmið uim nútímaæskuna í bókinni. Mér ákilst líka, að margir séu farnir að hafa á honum dálæti, sem jaðr ar við dýrfcun, en slífct er hættulegt Skálduim eins og dæmin sanna. Mér finnst ljóðagerð Brians Pattens í nán- um tengslum við það besta í breskum nútímagkáldskap. >að er forvit'nilegt að sjá 'hvemig tveir héimar, sem þurfa ekki að vera ósfcyldir, mætast í skáld- skap hans: heimur hinna fullorðnu skálda með öllu því, sem áunnist hefur eftir langa og tvísýna leit, og heimur æskunnar, frjálsræðið nýja, sem hófst með bítlatónlistinni og er niú orðið að daglegu brauði. >að er eitthvað í skáld- skap Brians Pattens, sem segir: Nemið staðar; hlustið. Við skulum tala saHp- an. Við skulum finna leið. >að er ekki nauðsynlegt að eignast allan heiminn strax. Og hvað á svo æskan að gera við heim inn þegar hún hefur eignast hann. Adr- ian Henri svarar: „Engar áhyggjur, allt mun fara vel“. Henri veit, að ungu skáldin verða einhvern tíma fullorðin, og það á fyrir æskunni að liggja að verða gömtul. Vei! Eða hvað? ATHUGASEMD VIÐ „LITLA LEIDRÉTTINGU” Mér þyfcir að vonum leitt, ef ég hef misSkilið Gísla Sigurðsson, saimanber at- hugasemd hans í sjónvarpspistli Morgun blaðsins í gær. Ég var farinn að halda að Gísli væri húmoristi, en sé nú að hann er mikill alvörumaður. Eins og kunnugt er, ger- ist það á bestu bæjum, að menn verða fyndnir óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.