Morgunblaðið - 19.04.1970, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAjGUR 19. APRÍJL 1970
Nýr þáttur i heilsuvernd;
ísland einna f yrst
til að hef ja almennar
Rhesusvarnir
í blóðbankanum, þar sem greining á blóði með tilliti til Rhes usflokka fer fram. Frá vínstri:
Gunnar Biering læknir, Auðu r Theodórs, meinatæknir, Valtýr Bjannason, læknir og Halla
Snæbjömsdóttir yfirhjúkrunarkona.
Gera misræmi
í blóði móður og
barns óvirkt
Flestir hafa heyrt um blóð-
sjúkdóm hjá nýfæddum börn-
um sem skapast af blóðflokka-
misræmi hjá móður og fóstri,
þ.e. þegar barnið hefur blóð-
flokk, sem móðurina vantar.
Undanfarin ár hefur í erfiðari
tilvikum orðið að grípa til þess
ráðs að skipta um blóð í böm-
unum þegar eftir fæðingu. En
nú eru komnar fram varnir
gegn þvi að slíkt misræmi á
blóðflokkum valdi skaða, ef
brugðið er við í tíma. Og fs-
lendingar hafa orðið meðal
fyrstu þjóða til að notfæra sér
það almennt og fyrir alla,
og taka upp skipulagðar fyrir-
byggjandi ráðstafanir.
Læknarnir Gunnlaugur Snæ
dal og Gunnar Biering unnu
að því í samvinnu við dr. Sig-
urð Sigurðsson, landlækni og
yfirlækni Blóðbankans Valtý
Bjarnason að þessar varnir
voru upp teknar og stóð undir-
búningsstarf í rúmt ár, en
Gunnar hefur nú umsjón með
þessum varnaraðgerðum í fram
kvæmd. Þar sem mikilvægt er,
að konur þær, sem þurfa á
slíkri meðferð að halda, skilji
í hverju hún er fólgin og viti,
að hún stendur til boða, hefur
Mbl. leitað til Gunnars Bier-
ing, til að fá nánari útskýr-
ingar.
— Mannsblóð er flokkað í
fjóra aðalblóðflokka, sem kunn
ugt er, hóf Gunnar útskýring-
ar sínar. Auk þeirra eru til svo
kallaðir undirbLóðflokkar, sem
sumir hafa í blóði sínu en aðrir
ekki. Merkastur þessara undir
flokka er Rhesusblóðflokkur-
urinn. Um það bil 85% allra
hvítra manna hafa þennan
flokk í blóði sínu og nefnist
þessi hópur Rhesus-jákveeð-
ur. Hin 15%, sem ekki hafa
blóðflokkinn nefnast Rhesus-
neikvæðir. Vandkvæðin skap-
ast þegar Rhesus-neikvæð
kona gengur með Rhesus-já-
kvætt barn, en þá hefur faðir-
inn verið jákvæður. Móðirin
tekur þá að mynda mótefni
gegn afkvæmi sínu. Myndisit
nægilegt magn af þessum mót-
efnum, en það getur tekið tvær
eða fleiri meðgöngur, þá geta
þau borizt um fylgjuna til
bamsins og taka þar að vinna
gegn blóðkornum þess. Veldur
þetta blóðsjúkdómi, sem ein-
kennist af blóðleysi og gulu. í
þessu sambandi er rétt að geta
þess, að fósturlát er ekki síð-
ur sterkur hvati til mótefna
myndunar en meðganga og fæð
ing. Sama getur einnig gerzt, ef
Rhesus-neikvæðri konu er gef
ið Rhesus-j ákvætt blóð, en
slíkt tilheyrir auðvitað hrein-
um undantekningum í dag.
— í hverju eru Rhesus-varn
ir þá fólgnar?
— Meðferðin er fólgin í því,
að konunum er gefið Rhesus
mótefni (Immune globulin).
Mótefnagjöfin hindrar mótefna
myndun hjá konunum sjálfum.
Efnið er gefið í lok hverrar
fæðingar eða eigi síðar en
þrem sólarhringum eftir fæð-
inguna. Rannsóknir hafa sýnt,
að móteínamyndun hjá Rhesus-
neikvæðum mæðrum er ekki
mest á meðan á meðgöngutím
anum stendur heldur í fæðing-
unni sjálfri. Mótefnin, sem kon-
an myndar af völdum fæðiing-
arininar, skaða ékki barnið, sem
hún er að fæða, heldur barnið,
sem hún kann að eiga næst.
Ef efnið er gefið í lok hverr-
ar fæðingar hindrar það því
mótefnamyndun hjá móðurinni
í næstu meðgöngu á eftir. Einn
ig er nauðsynlegt að gefa þetta
efni RJhesius-nieikvæðum kon-
um, sem láta fóstri. Er ástæða
til að hvetja allar konur, sem
láta fóstri, til að gera lækni
viðvart sem fyrst, svo þær geti
hlotið viðeigandi meðferð, ef
þær reynast Rhesus-neikvæð
ar.
— Þið eruð nýbyrjaðir á
þessari meðferð? Hvernig eru
undirtektir?
— Það eru rúmir þrír mán-
uðir síðan byrjað var og við
erum mjög ánægðir með undir
tektir lækna og ljósmæðra í
landinu. Við lögðum ríka
áherzlu á að hefjast handa sam
tímis á öllu landinu en ekki
fyrst í Reykjavík eins og oft
er venjan. Til þess þurfti all
mikinn undirbúning. Við
Gunnlaugur Snædal ferðuð-
umst m.a. um allt landið á sl.
sumri til að kynna læknum og
ljósmæðrum hinar nýju varnir.
— Er nægilega mikið af
þessu efni til fyrir alla, sem á
þurfa að halda?
— Já, okkur hefur tekizt að
fá nægilegt magn frá Kanada.
Hér er um að ræða 450 skammta
á ári og smæð þjóðarinnar ger-
ir það að verkum, að við fáum
nægilegt magn til umráða. Enn
sem komið er er Immune
globulin þó framleitt í svo
litlu magni, að stærri lönd
geta ekki gefið það öllum, sem
þess þurfa.
— Hvenær hófst framleiðsla
á þessu efni?
— Efnið kom á almennan
markað á miðju ári 1968, en
mjög ítarlegar rannsóknir og
prófanir höfðu farið fram á því
allt frá 1960.
— Hvað gerist, ef Rhesus-
neikvæð kona fer að mynda
mótefni og mótefnin berast yf-
ir í barnið?
— Ef mótefnaflutningur frá
móðurinni er ákaflega mikill,
getur barnið fæðzt andvana.
Slílk tilvik eru þó fiá og hefuir
farið stöðugt fækkandi hin síð
ari ár með bættum rannsóknar
aðferðum. Annars fer meðferð
in eftir því á hvað háu stigi
sjúkdómurinn er. í vægari til-
viikum er meðferðin engin. í
þeim erfiðari eru blóðskipti
eina meðlferðin, sem að gagni
hefur komið,- og reynast þaiu
undantekningarlítiið mjög vel,
ef þau eru gerð í taaka tíð.
Lan,gofitast eru blóðskipti gerð
á Landspítalanum. Við vitum
orðið um flestar konu ’, st m
þannig er ástatt fyrir og
þær eru látnar koma 'þangað
fyrir fæðingu.
— En Immune globulinið dug
ar ekki, ef konan er þegar far
in að mynda mótefni?
—■ Nei, því er verr og miður.
Framhald á bls. 2.Í
0 69 M
iðSl
> <M
YAiim
BLÓDSÝNISHORN
GEYMIST Á KÖLDUM STAÐ
m ■"■gSi
sl» «
Umbúðir B1 óðbankans undir blóðsýnishorn
Allar barnshafandi konur
í blóðflokkun í Blóðbankann
f framhaldi af viðtalinu við
Gunnar Biering lækni, lögðum
við leið okkar í Blóðbankann,
sem tekur við blóðsýnishornum
frá vanfærum konum og grein-
ir þau, bæði í aðalblóðflokkana
og einnig með tilliti til Rhesus-
flokka. Fyrst hittum við Valtý
Bjarnason, lækni, sem vann mik
ið og gott starf við að koma
þessu af stað.
— Blóðflokkun með tilliti til
Rhesus-flokka hefur reyndar
farið fram í Blóðbankanum frá
upphafi, en nú er þetta í miklu
stærri stíl og víðtækara, sagði
hann. Nú kemur einkum meira
hingað af sýnishornum utan af
landi.
Við spurðum Valtý, hvort
ekki væri meira öryggi í því
að senda blóðið til greiningar í
Blóðbankann. — Jú, það er
miklu öruggara, svaraði hann.
— Við höfum oft fengið blóð,
þar sem vanfærar konur og
blóðgjafar hafa verið rangt
blóðflokkaðir með Eldon-aðferð
inni. En sú aðferð hefur verið
mikið notuð, vegna þess hversu
handhæg og einföld hún er.
Sem betur fer hafa slíkar vill-
ur yfirleitt ekki gert svo mikið
til. En í þessu tilvilki, sem við
nú erum að tala um, er nauð-
synlegt að þetta sé nákvæmt.
Við höfum (engið blóð frá
konu, sem hefur verið talin
Rhesus-neikvæð, en hún svo
reynzt Rhesuis-jálkvæð. Það er
slæmt fyrir konuna, sem held-
ur að hún sé neikvæð og setur
að henni óþarfian ótta um
barnið, sem hún gengur með.
Við skoðuðum umbúðir, sem
Blóðbankinn hefur látið gera
sérstaklega fyrir blóðsýnishorn,
sem senda á þangað. Þetta eru
litlir kassar, með áletraðri utan
áskrift til Blóðbankans og síma
númeri þar. Á þeim stendur með
áberandi hvítum stöfum: „Var-
úð, Blóðsýnishorn. Geymist á
köldum stað.“ En innan í eru
lítil glös undir sýnishornin og
þeim þannig komið fyrir að þau
hreyfast ekki eða verða fyrir
hnj aski.
— Allir læknar og ljósmæð-
ur úti á landi hafa fengið þessa
kassa undir blóðsýnishorn, sem
eiga að fara til Blóðbankans,
sagði Valtýr. Og með fylgir seð
ill, sem segir fyrir um hvernig
eigi að taka sýnishornin og
senda þau. Kassinn er svo áber
andi og vel merktur, að þó hann
falli t.d. af bíl eða tapizt, þá
sér finnandi undir eins að þetta
á að fara til Blóðbankans. Og
þjónustan hjá flugfélögum og
Póstþjónustu hefur verið frá-
bær í þessu sambandi. Undir
eins og þessar umbúðir eru á
ferðinni, er þeim umsvifalaust
komið á ákvörðunarstað eða
hringt í Blóðbankann. Kassarn
ir eru gerðir í Kassagerðinni,
og við erum satt að segja mjög
stoltir af þeim.
Þá hittum við fyrir Höllu
Snæbjörnsdóttur, yfirhjúkrun
arkonu og Auði Theodórs,
meinatækni, sem sérstaklega
vinnur við blóð3ýnishornin
vegna Rhesus-varnanna.
Auður hóf störf um leið og
hinar víðtæku Rhesus-varnir
hófust. Hún tók undir orð Val-
týs, sagði að síðan hún byrjaði
hefði fyrri blóðflokkun í þó
notokuð miörgum tilvikum
reynzt röng. E.f till vi'll stafaði
þessa háa hundraðstala af því,
að nú bærist svo miikið af blóð
sýnishornuim frá kon.um utan af
landi. Eftir að læknarnir Gunn
laugur Snædal og Gunnar Bier
ing ferðuðust um landið til að
kynna Rhesus-varnirnar, þá
hafi sýnisbornin hópazt inn.
Rétt er að geta þess, að frá
því að Blóðbankinn tók til
starfa, hafa læknar á Reykja-
víkursvæðinu hagnýtt sér þjón
ustu hans hvað snertir blóð-
flokkanir.
Halla bætti því við, að áður
hefði starfsfólk furðað sig á
hve lítið af blóðsýnishornum
frá vanfærum konum barst Blóð
bankanum frá sumium héruð-
um.
— Allar barnshafandi konur
þurfa að láta blóðflokka sig og
við viljum lika geta gert mót-
efnamælingar hér í Blóðbank-
anum, þegar kona er neikvæð,
sagði hún. Hér höfum við að-
stöðu til þess og það er betra
að bafa allt á sama stað.
Spurð um það, hve fljótt slík
flokkun getur gengið fyrir sig,
svaraði Auður því til, að blóð-
flokkunin sjálf þyrfti ekki að
ta'ka nema einn morgun. Elf
blóðsýn,ishorn kæmi til dæmiis
frá barni að morgni, væri hægt
að síma niðlurstöðu síðdegis.
E. Pá.