Morgunblaðið - 19.04.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.04.1970, Qupperneq 17
MORiGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1070 17 Góðæri framundan Stöðugt berast fréttir af nýj- ungum, aem undirbúnar eru á at- vinnusviðinu, og mikiili bjart- sýni manna, því að allir gera sér nú Ijóst, að þjóðin hefur sigrazt á hinum miklu erfiðleik- um, sem henni mættu síðustu 2—3 árin. Sá árangur náðist af tveim ástæðum. Annars vegar var vel stjórnað og réttar ákvarðanir teknar á hverjum tíma, og hins vegar sætti alþýða manna sig við skert kjör til þess að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Nú munu lífskjör hins vegar fara batnandi á ný, þótt auðvitað verði að fara að öllu með gát, til að fórna ekki því sem áunnizt hefur. Til viðbótar þeim nýju við- fangsefnum, sem verið er að ráðast í, kemur mjög góður afli, þannig að segja má, að nú fiski hver fleyta, sem á sjóinn fer. Það er því sannarlega ástæða til þess að íslenzka þjóðin sé nú bjartsýn. Vel stjórnað « W (Ljósm.: Snorri Snorrason) Krísuvíkurkirkja Reynslan hefur nú skorið úr um það, að þeir, sem ábyrgð bera á stjórn landsmála síðustu árin, geta vel við unað, og eng- irin efi er á því, að dómur sög- unnar mun verða sá, að frábær- léga vel hafi tekizt að ráða fram úr þeim gífurlegu vandamálum, sem að steðjuðu. Þegar Ijóst varð, að fslending- ar hefðu glatað hvorki meira né minna en helmingi gjaldeyris- tekna sinna, sneru stjórnar- flokkamir sér til stjórnarand- stöðunnar með ósk um viðræð- ur um sameiginlegar aðgerðir til að sigrast á þessum gífurlega vanda. Þær viðræður báru eng- an árangur, vegna þess að Stjórnarandstæðingar vildu ekki líta raunhæft á málin — og kröfðust þess raunar berum orð- um, að ríkisstjómin segði af sér og skildi landið eftir stjórnlaust, þegar mest reið á að gera nauð- synlegar ráðstafanir til bjargar. Sýndu þeir þá, svo að ekki varð um villlzt, að þeir mátu meir ímyndaða hagsmuni flokka sinna en þjóðarheill. Enda þótt ríkisstjórnin stydd- ist við nauman þingmeirihluta og margir stuðningsmenn hennar gerðu ráð fyrir, að henni mundi reynast illkleift að fást við hinn mikla vanda, var ákveðið að ráðast til atlögu við hann, og nauðsynlegar efnahagsráðstaf- anir gerðar, sem að vísu þóttu nokkuð harðneskjulegar. En nú hefur reynsla sýnt, að þær voru réttar og tilætluðum árangri var náð. Ríkisstjórnin stóð af sér þetta stórviðri, vegna þess að fólkið í landinu gerði sér grein fyrir þeim voða, sem steðjaði að, og sætti sig við þá tímabundnu kjaraskerðingu, sem óhjákvæmi- leg var. Mikil framsýni Það er ætíð erfitt að þurfa að skerða kjör, og sá sem bú- ið hefur við rúman fjárhag, sætt ir sig ekki ótilneyddur við minni auraráð. Það verður þess vegna að segja þá sögu eins og hún er, að íslenzka þjóðin sýndi mikla framsýni og skilning á vanda- málunum, er hún í heild axlaði þær byrðar, sem á hana lögð- ust, og enginn mannlegur mátt- ur gat afstýrt. Er raunar mikið vafamál, að aðrar þjóðir hefðu í jafnríkum mæli og íslendingar gert sér grein fyrir þeim vanda, sem við var að etja. Og vissulega mátti við því búast, að ævintýra- möninum tækist að æsa til óhappaverka, enda var það óspart reynt, bæði af kommún- istum og Framsóknarmönnum — og mátti ekki á milli sjá, hvorir væru áhugasamari i þeirri iðju. Því er stundum haldið fram, að Islendingar séu lítt þroskað- ir á þjóðmálasviðinu, og rétt er það, að stundum hafa pólitísk- ar deilur verið hér lágkúruleg- ar, einkum fyrr á árum. En á þessum erfiðleikaárum hefur fólkið sjálft sýnt og sannað, að það skilur betur efnahagslög- mál en pólitískir spekúlantar halda, þegar þeir eru að reyna að rífa niður það, sem aðrir byggja upp. Það er þess vegna síður en svo, að ástæða sé til að vantreysta heilbrigðu mati almennings á staðreyndum stjórnmálanna, og broslegar þær kenningar andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins, að í borgarstjórnar- kosningunum eigi að reyna að breiða yfir eða „fela“ gerðir rík- isstjórnarinnar. Baráttan stendur um hagsmuni Reykjavíkur Hinn mikli stjórnmálasnilling- ur Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, reið á vaðið með þær kenningar, að úr- slit borgarstjórnarkosninganna kæmu reykvískum hagsmunum ekkert við, þar væri verið að berjast um „lykilinn að Stjórnar- ráðinu“, eins og hann komst að orði. Hann talaði raunar líka um það, að þessar kosningar væru aðeins „undanrásin“ að völdum vinstri manna á Islandi. Reykvíkingar líta allt öðrum augum á þetta mál. Þeir gera sér fulla grein fyrir því, hve gífur- lega þýðingu það hefur, að mál- efnum höfuðborgarinnar sé vel stjórnað af samhentum og ábyrg um meirihluta. Þeir líta ekki svo á, að málefni borgarinnar þeirra eigi að vera leikföng í höndum pólitíkusa á borð við Ólaf Jó- hannesson, svo að framavonir þeirra um að geta setzt upp í stjórnarráð, með samningum og hrossakaupum á alla vegu, nái að rætast. Nei, í borgarstjórnarkosning- unum eru Reykvíkingar að ráða sjálfir málefnum sínum til lykta, án íhlutunar manna eins og Ól- afs Jóhannessonar. Þeir líta á hagsmuni höfuðborgarinnar með hugarfari, sem forustumenn Framsóknarflokksins augsýni- lega botna hvorki upp né niður í. Reykvíkingar vilja sem sagt ráða sinni borg sjálfir og velja til forustu fyrir sig þá menn, sem þeir bezt treysta til þess að sjá málefnum Reykjavíkur borg ið. Borgarstjórnarkosningarnar í vor eru með öðrum orðum borgarstjórnarkosningar, en ekki sú refskák, sem bræðralag Framsóknar og kommúnista vill vera láta. Reykvíkingar svara fyrir sig Eins og áður getur, er fárán- legt að halda því fram, að þeir, sem stutt hafa núverandi ríkis- stjórn, þurfi að bera kinnroða vegna úrlausnar málefna síð- ustu árin. Raunar er rétt að undirstrika enn, að það var fólk ið sjálft, sem gerði unnt að ráða fram úr vandanum og sýndi, að það tekur ábyrgari afstöðu, þeg- ar mikinn voða ber að höndum, en stundum þegar allt leikur í lyndi og menn geta æst sig ósköpin öll út af smámununum. Það er þess vegna mesti mis- skilningur, að Morgunblaðið sé að reyna að fela forustumenn Sjálfstæðisflokksins á þjóðmála- sviðinu. Staðreyndin er sú, að Reykvíkingar eru að velja sér forustu í sínum sérmálefn- um. Um það verður kosið í maí- mánuði. Þingkosningar verða aftur á móti ári síðar, eða fyrr, og þá verður að sjálfsögðu deilt um þjóðmálin og um þau kosið. Það er ósvífni, sem Reykvík- ingar munu sannarlega minnast, þegar því er haldið fram, að mál efni þeirra séu einskis virði, þau eigi einungis að hagnýta í pólitísku brölti kommúnista og Framsóknarmanna, og engu máli skipti þótt um þaiu fjalli menn, sem ekki geta haft samstöðu um neitt annað en það að vera á móti öllum framfara- og hags- munamálum. Fyrirfram var vitað, að minni- hlutaflokkarnir núverandi í bprgarstjórn mundu eiga erfitt með að koma sér saman, ef þeim tækist að fella meirihluta Sjálf- stæðisflokksins, en hversu óend anliegt yrði ekki ömglþveitið, þeg- ar fyrir liggur, að það hugar- far á að ráða ríkjum, að mál- efni Reykjavíkur skipti engu máli, heldur eigi einungis að nota þau á taflborðinu um völd in í Stjórnarráðinu. Hagur aldraðra Eins og að líkum lætur hefur lítið svigrúm verið til þess síð- ustu erfiðleikaárin að gera ráð- stafanir til að auka verulega að stoð við þá, sem við erfiðust kjör búa. óhjákvæmileg nauð- syn hefur verið að einbeita kröftunum að því að styrkja at- vinnuvegina, auka útflutnings- tekjur og leggja grundvöll að stórfelldri framfarasókn, sem nú er hafin. Allt er þetta undirstaða þess að unnt sé að búa borgurunum þau kjör, sem stefnt er að og bezt gerast í veröldinni. Þótt margháttuð fyrirgreiðsla og aðstoð sé veitt hinum öldr- uðu, einkum í höfuðborginni, þarf að hafa það efst í huga, nú þegar árferði fer batnandi, að það er skylda hinna yngri, sem fullt starfsþrek hafa, að sjá til þess, að allir hinir öldruðu lifi við góð kjör og fái þá um- önnun, sem nauðsynleg er. Það er einu sinni svo, að aldraða fólkið hefur byggt upp þá auðlegð, sem hinir yngri nú njóta. Það lagði grundvöllinn að mestu framförum, sem þekkjast í nokkru landi í veröldinni, og það tryggði fullkomnustu lýð- ræðisstjórnarhætti, sem þekktir eru. Skylda hinna yngri við hina eldri er því mikil, og einsk is má láta ófreistað til að endur- greiða, þótt í litlu sé, það mikil- væga starf, sem eldri kynalóð- in vann til að byggja upp í senn atvinnuvegi þjóðarinnar og frelsi hennar inn á við jafnt og út á við. Ótrúlegt afturhald Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði, réðst borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins harkalega á þá stefnu í húsbyggingarmálum að reyna að gera sem flestum kleift að eignast eigin íbúð og taldi, að ríki og bæjarfélög ættu að hafa alla forustu í byggingarmálum og fyrst og fremst bæri að leggja áherzlu á byggingu leiguíbúða. Morgunblaðið til- færði þau orð hans, að „sjálfs- eignarstefnan" væri „búin að ganga sér til húðar.“ Alþýðublaðið hélt því þá fram, að Morgunblaðið hefði rang- túlkað ummæli borgarfull- trúans. En ræðan var tekin upp á segulband, og er því unnt að tilfæra orðrétt það sem borgar- fulltrúinn sagði, en hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Ég lýsi stuðningi mínum við þessa tillögu þeirra Alþýðu- bandalagsmanna, fyrst og frernst vegna þess, að ég tel að þetta sé skylda sveitafélagsins að hafa þarna forustu um að leysa húsnæðismál, ekki sizt unga fólksins í borginni, og vegna þess að ég tel, að raunverulega sé sú stefna, sem hér hefur ríkt í þessum efnum, búin að ganga sér til húðar, og ég held, að það sé jafnvel sjónarmið, sem eigi sér talsmenn í hópi meiri- hlutans, að þessi sjálfseignar- stefna, ef svo má segja, sé kom- in í þær ógöngur — Reyk- víkingar séu komnir í slíkar ógöngur hennar vegna, að henni verði ekki fylgt til neinnar frambúðar úr þessu.“ Það fer þannig ekkert á milíi mála, að hin gömlu sjónarmið sósíalista eiga enn förmælend- ur í Alþýðuflokknum; þar er agnúazt við því, að borgararnir geti eignazt sitt íbúðarhúsnæði og ætlazt til þess, að opinberir aðilar hafi alla forsjá í þessum efnum, eins og raunar mörgum öðrum. Eftir þessu taka Reyk- vískir kjósendur Reykjavíkurbréf 1 Laugardagur 18. apríl-!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.